Morgunblaðið - 03.08.1988, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 03.08.1988, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988 Aukið sjálfræði grunn- skóla með nýrri aðalnátnskrá Hver skóli selji sér eig'in námskrá innan ramma aðalnámskrár LOKIÐ er endurskoðun aðal- námskrár grunnskóla. Mennta- málaráðherra, Birgir tsleifur Gunnarsson, kynnti i gær hina nýju námskrá ásamt starfsmönn- um ráðuneytisins. Aðalnámskrá- in kemur í stað þeirra sem tóku gildi árið 1976 og 1977. Hún er að þessu sinni gefin út í einni bók í stað fjölda hefta eins og áður var. Hin nýja námskrá er í ýmsum veigamiklum atriðum frábrugðin fyrri námskrám, að- allega að því leyti að lögð er áhersla á sjálfræði hvers skóla um kennsluaðferðir og efnistök innan ramma aðalnámskrárinn- ar. í aðalnámskrá er tekið af skarið um markmið og inntak námsins en um leið gefinn kostur á auknum sveigjanleika í starfi hvers skóla. Aðalnámskráin er sett sam- kvæmt ákvæði í lögum um grunn- skóla frá árinu 1974. Samkvæmt lögunum á að endurskoða hana á 5 ára fresti. Á árunum 1981-1982 VEÐUR var ákveðið að láta aðalnámskrána gilda óbreytta um óákveðinn tíma. Upp frá því hefur verið unnið að endurskoðun námskrárinnar með nokkrum hléum. Námstjórar menntamálaráðuneytisins hafa unnið að endurskoðuninni og haft samráð og samvinnu við fjölmarga aðila, einkum starfandi kennara. I námskránni er mest áhersla lögð á að kynna og skýra markmið, kennslu og inntak einstakra náms- greina og viðfangsefna. Minni áhersla er lögð á kynningu sér- stakra kennsluaðferða. Að baki liggur sú stefna að fela skólunum sem mest sjálfræði um þau efni. Gengið er út frá því sem vísu að kennarar þekki og hafí vald á fjöl- breytiiegum kennsluaðferðum og séu færir um að velja heppilegustu leiðimar að þeim markmiðum sem námskráin setur. Að því er stefnt að skólamir semji eigin námskrár. Slíkt skipulag felur í sér að starfs- menn hvers skóia skipuleggi starf og kennslu með markmið og inntak aðalnámskrár í huga og kynni það síðan fyrir nemendum og forráða- mönnum þeirra. Menntamálaráðu- neytið hefur í hyggju að aðstoða skólafólk við gerð slíkra námskráa. Meðal annarra breytinga í aðal- námskrá má nefna breytingar á kennslu í samfélagsfræðum. Breyt- ingar þessar em í samræmi við álit endurskoðunamefndar frá árinu 1987. Framvegis verður það á valdi hvers skóla hvort nám í samfélags- greinum fer fram undir merkjum samfélagsfræði eða landafræði, sögu og félagsfræði. Mælt er með því að samfélagsfræði sé einkum kennd í neðri bekkjum grunnskóla, en skiptist í landafræði, sögu og félagsfræði í efstu bekkjunum. Stefnt ér að því að kynna aðal- námskrána rækilega meðal kennara og skólastjóra í haust. Námskráin hefur verið send ýmsum stofnunum og samtökum á sviði skólamála til umsagnar. Gert er ráð fyrir að nám- skráin taki gildi í vetur eftir því sem hægt er, en að fullu haustið 1989. ÍDAGki 12.00: Heimild: Veðurstofa islands (Byggt á veöurspá kl. 16.15 í gær) I/EÐURHORFUR íDAG, 3. ÁGÚST1988 YFIRLIT í GÆR: Um 300 km vestur af landinu er 990 mb lægð á hreyfingu norðaustur. SPÁ: f dag verður suðvestanátt á landinu, gola eða kaldi. Smáskúr- ir eða lítilsháttar súid verður á Suðvestur- og Vesturlandi en þurrt og sums staöar léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Hiti verður á bilinu 9—16 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR A FIMMTUDAG og FÖSTUDAG: Suðlægar áttir. Viðast úrkoma um sunnan- og vestanvert landið en þurrt norðaustan- lands. Fremur hlýtt, einkum á Noröur- og Austurlandi. HORFUR Á MÁNUDAG: Þykknar upp með suð-vestanátt. Rigning eða súld á víð og dreif á Suður- og Vesturlandi þegar liður á dag- inn, en þurrt á Noröur- og Austurlandi. Hlýnar talsvert í veðri, eink- um norðaniands. TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus V Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur [ <f Þrumuveður Tgr 49 w T v> VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hitl veftur Akureyri 1B alskýjað Reykjavík 12 Hgning Bergen 14 skýjaft Helsinki 20 skýjað Kaupmannah. 17 skýjað Narssarssuaq 9 skýjaft Nuuk 7 þoka Ósló 1B úrkoma Stokkhólmur 17 skýjaft Þórshöfn 11 súld Algarve 31 skýjað Amsterdam 19 skýjað Barcelona 29 léttskýjað Chicago 27 mistur Fenayjar 28 þokumóða Frankfurt 22 skýjað Glasgow 17 hálfskýjað Hamborg 18 akýjað Las Palmas 28 rykmistur London 18 mlstur Los Angeles 19 alskýjað Lúxemborg 19 skýjað Madrfd 34 léttskýjað Malaga 28 mlstur Mallorca 36 skýjað Montreal 23 skýjað New York 23 þoka Paris 22 skýjað Róm 29 heiðsklrt San Díego 21 alskýjað Wlnnipeg 16 skýjað Morgunblaðið/Þorkéll Ný aðalnámskrá grunnskóla var kynnt í gær. Talið frá vinstri: Birg- ir Isleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, Sólrún Jensdóttir, skrifstofustjóri skólamáladeildar menntamálaráðuneytisins, Guð- mundur Magnússon, aðstoðarmaður ráðherra, og Hrólfur Kjartans- son, forstöðumaður skólaþróunardeildar menntamálaráðuneytisins. Iðnaðarráðherra: Heimsækir iðnfyrirtæki FRIÐRIK Sophusson iðnaðarráð- herra heimsækir iðnfyrirtæki á Reykjanesi í dag, miðvikudag, og verður siðan með viðtalstíma í Sjálfstæðishúsinu í Njarðvík klukkan 18-20. Iðnaðarráðherra mun á næstu dögum heimsækja iðnfyrirtækí í byggðarlögum á Suð-Vesturlandi. í dag verður ráðherra á Reykjanesi en nk. mánudag fer hann um Kjal- ames, Garðabæ og Hafnarfjörð og á þriðjudag heimsækir hann fyrir- tæki í Kópavogi. Einnig verður hann með viðtalstíma í viðkomandi bæjum. Eiríkur Benedikz látínn Eiríkur Benedikz, fyrrum sendiráðunautur við sendiráð ís- lands í London lést í heimabæ sinum, Oxford í Bretlandi, sl. mánudag. Eiríkur varð 81 árs f febrúar og lætur eftir sig konu og fimm syni. Eiríkur var borinn og bamfædd- ur í Reykjavík. Foreldrar hans vom Hansína Eiríksdóttir og dr. phil. Benedikt S. Þórarinsson kaup- maður á Laugavegi, þar sem nú er Vegamótaútibú Landsbankans. Eiríkur varð stúdent frá Mennta- skólanum I Reykjavík vorið 1925, fór síðan til framahaldsnáms, fyrst í Danmörku en nam síðan ensku í Cambridge og Leeds í Englandi. Eftir heimkomu árið 1931 var hann um árabil kennari við framhalds- skóla í Reykjavík og annaðist enskukennslu Ríkisútvarpsins. Hann var breskur prókonsúll um nokkurra ára skeið, árið 1942 varð hann starfsmaður utanríkisráðu- neytisins og siðan sendiráðsritari við nýstofnað sendiráð íslands í London. Síðar á starfsferli sínum varð hann sendiráðunautur og um skeið var hann lektor við University College í London. Allt frá því hann gerðist sendiráðsritari var Eiríkur í Bretlandi. Kona Eiríks, Margareth Simcock lifír mann sinn. Þau eignuðust fimm Eiríkur Benedikz syni og em tveir þeirra búsettir hér á landi, John Benedikz læknir og Þórarinn skógfræðingur. Úti í Bret- landi em þeir Benedikt Sigurður bókavörður við háskólabókasafnið í Birmingham, Pétur William jarð- ræktarfræðingur og Leifur stærð- fræðingur. Þess má geta að Marg- areth talar íslensku reiprennandi og var kennari í Reykjavík um skeið. Innanlandsflug Flugleiða: * Akvörðun um kaup á nýjum vélum næsta vor Þijár tegundir koma til greina NÆSTA vetur munu Flugleiðir gera nákvæma könnun á kaupum á nýjum flugvélum fyrir innan- landsflugið. Er vonast til að stefnumarkandi ákvörðun liggi fyrir um kaupin næsta vor. Þijár tegundir af vélum koma til greina en kostnaður við end- umýjun innanlandsflotans er tal- inn nema um 2,5 milþ'örðum króna eða um 10 miifjónir á hvert sætí. Leifur Magnússon framkvæmda- stjóri flugrekstrarsviðs Flugleiða segir að endumýjun á fímm Fokk- er-vélum félagsins í innanlands- fluginu hafí verið á dagskrá lengi. Hinsvegar varð félagið að láta end- umýjun á millilandavélum sínum ganga fyrir vegna nýrra reglna um hávaða í flugvélum sem taka gildi í þeim löndum sem Flugleiðir fljúga til 1992. Þær þijár tegundir af vélum sem til greina koma eru ATR-42 sem er frönsk/ítölsk vél, DHC-8-300 sem smíðuð er í Kanada og Fokker 50 sem er ný og endurbætt gerð af Fokker F-27, núverandi vélum í innanlandsfluginu. Allar þessar vél- ar eru 44-54 sæta og kosta um 500 milljónir króna hver, sætið í þeim kostar því um 10 milljónir eins og fyrr greinir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.