Morgunblaðið - 03.08.1988, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988
9
Ég er BogamaðuK&&
'KOMDU MEÐ MER I FERÐALAG,
Persónukort: Hver er ég? Hvaða hæfileika hef ég?
Hvað veikleika? Get ég skilið mig betur?
Framtíðarkort: Hvaða sjó sigli ég þetta árið?
Hvarermeðbyr, mótbyr, blindskerog öruggar
siglingaleiðir?
Samskiptakort: Ég elska maka minn, en getum við
skilið hvort annað betur?
Sjálfsþekking er forsenda framfara.
Hringdu og pantaðu kort
STJ0RNUSREKI
•STÖEMN
I LAUGAVEGI 66 SiMI 1037^
Gunnlaugur Guðmundsson
Meir en 12 gerðir af
háfumálagereða
til afgreiðslu með
stuttum fyrirvara.
Háfarnir fást í
svörtu, hvrtu,
kopar, messing
og ryðfríu stáli
500 eða 1000
m3viftur.
Einar Farestveit &Co.hf.
Borgartúni 28, símar 91-16995,91-622900.
Námskeið fyrir foreldra/aðstandendur fatlaðra barna
OaD^ðáiiHíP
Baráttan um
Alþýðubandalagið
Sumir hafa spáð því að ársins 1988 verði minnst sem þess árs
er friðsamlegar lausnir fundust á flestum þeim staðbundnu átök-
um sem hrjáð hafa heimsbyggðina á undanförnum árum. Ein
er þó sú deila sem ekkert lát virðist vera á — baráttan um Al-
þýðubandalagið. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi Þjóðviljarit-
stjóri, reynir í Þjóðviljaviðtali að greina vandann. Össur vitnar
meðal annars í Lenín og spáir fyrir um hugsanleg endalok Al-
þýðubandalagsins, sem er að sligast undan stríðsrekstrinum.
Endalok Al-
þýðubanda-
lagsins
Það dylst fáum að Al-
þýðubandalagið á nú við
mikinn tilvistarvanda að
stríða. Vandi þessi er að
miklu leyti innanmein
þar sem forystumenn
flokksins tala hvorki né
vinna saman.
Þegar Þjóðvi\jinn birt-
ist lesendum sinum í nýj-
um búningi fyrir síðustu
helgi var þar að finna
viðtal við Össur Skarp-
héðinsson, fyrrverandi
rítstjóra blaðsins þar sem
hann greinir stöðuna.
Nokkuð hljótt hefur ver-
ið um Össur upp á síðkas-
tið og er fróðlegt að stúd-
era þá naflaskoðun sem
hann ástundar.
Össur er ómyrkur í
máli um kreppu Alþýðu-
bandalagsins. Hann viðr-
ar gamlar hugmyndir um
sameiningu vinstriafl-
anna fyrir næstu sveitar-
stjórnakosningar og
neyðist til þess að viður-
kenna að Alþýðubanda-
lagið sé ólíklegt til þess
að gegna einhveiju stóru
hlutverki við slíka sam-
einingu í núverandi ásig-
komulagi. Af orðum Öss-
urar er jafnvel að skilja
að dagar Alþýðubanda-
lagsins séu endanlega
taldir: „Það kann vel að
vera að ýmsum finnist
að Alþýðubandalagið
hafi runnið sitt skeið á
enda. Flokkar eru ekki
héilagir." Svipaðar efa-
semdir er að finna þjá
spyrli Þjóðviljans þegar
hann varpar þvi fram
hvort Alþýðubandalagið
nái að „lifa fram að ára-
mótum miðað við stöð-
una eins og hún er i dag“.
Félagi Lenin
Ein af helstu ástæðum
fyrir kreppu Alþýðu-
bandalagsins segir Ossur
vera hin harðvítugu átök
sem geisað hafa innan
flokksins: „Margir gerðu
sér vonir um að þeim
langvinnu átökum myndi
linna eftir síðasta lands-
fund. Vissulega hafa
ekki verið nein átök
síðan þá, en starf flokks-
ins frá landsfundi sýnir
að það hafa ekki enn tek-
ist sættir.
f fljótu bragði virðist
staðan þannig í dag, að
það riki tvíveldi i flokkn-
um. Tvær fylkingar sem
að visu takast ekki á en
vinna ekki heldur saman.
Ég man ekki betur en
félagi Lenín hafi sagt að
tvíveldi gæti aldrei varað
nema skamma stund.
Það er alveg ljóst að
þessu verður að linna.
Ef menn ætla að láta
Alþýðubandalagið lifa og
gera það aftur að sterku
afli þá gerist það á éinni
og einungis einni for-
sendu: Menn verða að
vinna saman."
Siðar spyr Þjóðviljinn
áhyggjufullur: „En hefur
þú trú á þvi að fíokkur-
inn geti aftur náð tiltrú
almennings?"
Og Óssur svarar: „Við
skulum bara skoða stöð-
una eins og hún er á
stjómmálasviðinu í dag.
Það er eftirspum eftir
harðri stjómarandstöðu.
endurtekið að ríkis-
stjómin hefur stuðning
minnihluta kjósenda.
Mér hefur sýnst að í dag
sé Steingrímur Her-
mannsson aðalstjómar-
andstæðingurinn. Það er
þvi fuU þörf fyrir sterkan
og samhentan flokk sem
getur veitt þessari íhalds-
stjóm aðhald og komið
henni sem fyrst frá völd-
um. Slikur flokkur hlýtur
að eiga sína möguleika."
Uppstokkanir
Óssurar
Eins og áður sagði
hefur lítíð farið fyrir
Óssuri siðan hann var
helstí fulltrúi Ólafs-
manna og Þjóðvi\jageng-
isins innan Alþýðubanda-
lagsins fyrir siðustu
borgarstjómarkosningar
og stjómaði kosninga-
baráttunni með eftír-
minnilegum afleiðingum.
Þess má vænta að
Svavarsmenn taki sátta-
tilboði Óssurar með var-
úð, þó hann vitni til sjálfs
Leníns, og að skæruliða-
hemaðurinn innan Al-
þýðubandalagsins haldi
áfram um sinn. Ekki síst
þar sem eitt af töfra-
ráðum Össurar er að
„stokka upþ“ þingflokk-
inn þar sem Svavars-
menn em i meirililuta.
Þeir hafa eflaust ekki
heldur gieymt þvi þegar
Össur barðist ntanna hat-
rammlegast gegn þvi að
Svavar Gestsson, sem þá
var formaður flokksins,
fengi að tala á baráttu-
fundi Alþýðubandalags-
ins fyrir siðustu borgar-
stjómarkosningar. Svav-
arsmenn höfðu einu at-
kvæði betur i þeirri
rimmu í kosningastjóm
Alþýðubandalagsins og
formaðurinn fékk að
tala. Hver hefur að end-
ingu betur í baráttunni
um Alþýðubandalagið er
erfht að segja til um á
þessari stundu þó að eins
og leikar standa i dag sé
liklegt að spádómar Oss-
urar rætist og Alþýðu-
bandalagið eyði sjálfu
sér.
Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra
Landssamtökin Þroskahjðlp
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra
Styrktarfélag vangefinna
Eftirtalin námskeiA eru í boðl:
1. Fyrir foreldra ungtínga Fyrirlesarar eru:
Sveinn Már Gunnarsson, læknir
Tryggvi Sigurðsson, sálfræðingur
Lára Björnsdóttir, félagsráðgjafi
Ásta B. Þorsteinsdóttir, foreldri
NámskaUUA veröur helglna 24.-26. september 1988.
2. Fyrir forskólaaldur - Fyrirlesarar eru: fyrstu skólaárin.
Stefán Hreiðarsson læknir
Wilhelm Norðfjörð sálfræðingur
Maria B. Ingvadóttir félagsráögjafi
Guðlaug Sveinbjarnardóttir foreldri
Námskelðið verður helglna 29.-30. október 1988.
NámskeiAsstaAur er
Reykjadalur í Mosfellssvelt
Þetta eru helgarnámskeið ætluð 15 foreldrum eða einstaklingum.
Námskeiösgjald er kr. 1.500,-. Innifalið i þvi erfæöi, gisting og námskeiðsgögn.
Ferðakostnaður er greiddur fyrir fólk utan af landi.
Námskeiðin eru haldin í Reykjadal I Mosfallsavelt.
Mntlng or kl. 8.45 á laugardegl.
Ath.: Allar nánari upplýsingar gefur Kristin Jónsdóttir, þroskaþjálfi, og innritar i
sima 91-32961 milli kl. 17.30 og 19.30.
Nimskeið fyrir f oreldra/aðstandendur fatlaðra barna
Viltu kaupa...
)rúar, mars, apríl,
ií, júlí, ágúst, sep
r, október, nóvem
sember, janúar, ft
ars, apríl, maí, júi
í, ágúst, septembí
... bíl, íbúð, þvottavél eðafara í heimsreisu?
Söfnunarreikningur VIB gerir þér
þétta kleift á þægilegan hátt. VIB sér
um að senda þér gíróseðla eftir sam-
komulagi og annast síðan ávöxtun
fjárins. Þú tekur féð svo út þegar tak-
markinu er náð. Njóttu vel.
VIB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF
Ármúla 7, 108 Reykjavik. Simi 68 15 30