Morgunblaðið - 03.08.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.08.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988 Aldarminning: PÉTUR OTTESEN ALÞINGISMAÐUR eftir Davíð Ólafsson Þjóðlífíð á síðari helmingi 19. ald- ar bar merki umbrota. Þjóðin var að vakna af aldalöngum dvala og áhrifín af starfi margra hugsjóna- manna allt aftur til 18. aldar og af frelsisbaráttu 19. aldar, lengst af undir forystu Jóns Sigurðssonar, fóru smám saman að koma í ljós. Alþingi var endurreist 1845 og þó starfsemi þess væru þröngar skorður settar fyrst í stað, þar sem það hafði hvorki löggjafarvald né íjárveiting- arvald, mótuðust þar og á þjóð- fundunum þær tillögur, sem leiddu til stjómarskrárinnar 1874, þar sem Alþingi var veitt löggjafarvald og fjárveitingarvald. Næsti þáttur í sjálfstæðismálinu stóð svo til ársins 1904 þegar íslend- ingar fengu heimastjóm og þeim þriðja lauk með sambandslagasamn- ingnum 1. des. 1918. Samhliða sjálf- stjómarbaráttunni og þó e.tv. öllu heldur í kjölfar hvers unnins áfanga, komst svo meiri skriður á framfarir í atvinnumálum, §ármálum og menningarmálum og óx sá skriður þegar á tímann leið. Nálægt miðju þessa tímabils fæddist að Ytra-Hólmi í Borgarflarð- arsýslu 2. ágúst 1888 Pétur Otte- sen. Aldarafmæli hans er því um þessar mundir. Um ættir hans segir svo í grein, sem Ásgeir Pétursson, þáverandi sýslumaður í Borgaríjarð- ar- og Mýrasýslum skrifaði árið 1969 í bók, sem ber heitið „Bókin um Pétur Ottesen". „Foreldrar hans vom hjónin Odd- geir Ottesen, hreppstjóri á Ytra- Hólmi, og kona hans, Sigurbjörg Sigurðardóttir. Bæði vom foreldrar Péturs af merku fólki komin. Faðir Sigurbjargar var Sigurður Vigfús- son frá Efeta-Bæ í Skorradal, af- komandi Jóns fræðimanns Magnús- sonar, bróður Árna prófessors og handritasafnara. Af Sigurði, sem talinn var búmaður mikill og greind- ur svo af bar, er komið margt vel gefið manndómsfólk. Oddgeir var sonur Péturs Ottesens á Ytra- Hólmi, sem var mikill sjósóknari og fékk á sinni tíð „æmlaun iðni og hygginda frá Iandsstjóminni. Hann var Lámsson (Oddssonar) Ottesen, en frá honum er Ottesensnafnið komið. Láras var sonur Odds Stef- ánssonar, í yfirdómi á Alþingi. Al- bróðir Odds var Sigurður, síðasti biskup á Hólum, en hálfbróðir, sam- feðra, var Ólafur Stefánsson stift- amtmaður, faðir Stephensensættar- innar.“ Pétur ólst upp í andrúmslofti sjálf- stæðisbaráttunnar og er 16 ára þeg- ar ísland fær heimastjóm og Hannes Hafstein verður ráðherra með að- setri í Reykjavík. Hann hefur sagt frá því, að hann hafi snemma byijað að fylgjast með stjómmálum og eins og ungir menn á þeim tíma heillast af framtakssemi og kjarki Einars Péturssonar þegar hann árið 1913 var á skemmtisiglingu á Reykjavík- urhöfn með hvítbláa fánann uppi og danskir sjóliðar vom sendir til að taka af honum fánann, því Danir höfðu ekki viljað samþykkja notkun hans. Þetta atvik taldi Pétur síðar hafa haft þýðingu f sjálfetæðisbar- áttunni og flýtt fyrir því, að íslend- ingar fengu sinn sérfána 1915, sem síðar varð íslenzki fáninn eins og hann er í dag, en hann var í fyrsta skipti dreginn að hún á fánastöng Stjómarráðsins 1. des. 1918. Pétur tók snemma þátt í hreyf- ingu ungmennafélaganna, sem áttu sinn þátt f sjálfetæðisbaráttunni á fyrstu áratugum aldarinnar. Þar fékk hann sína fyrstu æfingu í ræðu- mennsku, sem hann taldi sér hafa verið gagnlega síðar. Pétur naut ekki mikillar skóla- menntunar þó engum, sem þekkti hann gæti dulist, að hann var góðum gáfum gæddur og víst er, að hann átti þess kost, ef hann hefði kosið að stunda langskólanám. En hann valdi sér annað hlutskipti og fór að stunda sjó 18 ára. Réri hann úr Garðinum í sex vertíðir, m.a. með hinum kunna sjósóknara og útgerð- armanni Guðmundi Þórðarsyni í Gerðum. Hann hafði auðvitað vanizt því heima að róa til fiskjar og leggja fyrir hrognkelsi því frá Ytra-Hólmi var stutt á miðin í þann tíð. Þannig aflaði hann sér þekkingar á sjávarút- vegi eins og hann var rekinn í þá daga og hlutskipti sjómannsins. Seinna stundaði hann svo verzlunar- störf f bóka- og ritfangaverzlun Mortens Hansen en hann var mikill vinur föður Péturs. Eins og áður segir hafði Pétur snemma fengið áhuga á stjóm- málum og þá fyrst og fremst sjálf- stæðismálinu. Er óhætt að segja, að það mál hafi alla ævi hans verið letr- að gullnum stöfum á skjöld hans því hann mat flest mál út frá því hvaða þýðingu þau hefðu fyrir sjálfstæðis- málið. Árið 1916, þegar hann var 28 ára gamall bauð hann sig fyrst fram til Alþingis. Þá vom umbrot í flokkaskipan, Sjálfetæðisflokkurinn, gamli, var að klofna, á því ári var Alþýðuflokkurinn stofnaður og á næsta ári Framsóknarflokkurinn. Um þetta segir Pétur í viðtali, sem Birgir Kjaran hagfræðingur átti við hann og birt er í áðumefndri bók um Pétur. Birgir spyr hann hvenær hann hafi fyrst komið inn á þing og fyrir hvaða flokk. Svarar Pétur því svo: „Það var 1916, og eg kom þá inn fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sem var klofinn í tvennt, langsum og þvers- um — það var Sigurðarparturinn. Sigurður Eggertz var þá forystu- maður þar. Sigurður var mjög hræddur í sambandi við þessar kosn- ingar, þvf að í Borgarigarðarsýslu hafði Sjálfstæðisflokkurinn aðeins haft meirihluta, áður en hann klofn- aði í tvennt, og í þessum kosningum komu þeir fyrst fram þessir óháðu bændur, sem urðu stofninn að Fram- sóknarflokknum 1917, árið eftir. (Hér er átt við Bjama Bjamason á Geitabergi og Jón Hannesson í Deildartungu.) Já eg var líka hálf hræddur, en þá snerist það þannig, að áhrifamikill heimastjómarmaður hér á Akranesi, Þorsteinn Jónsson á Gmnd, tekur sig upp og fer að safiia meðmælendum handa mér. Já, það var nefnilega það, og þá klofnar Heimastjómarflokkurinn, og mínir fyrstu meðmælendur urðu Einar á Bakka, mikill formaður hér á Akra- nesi, og Halldóra kona hans, og sfðan vom þau það alla tfð, unz Ein- ar dó, en eftir lát hans hélt hún það út og var fyrsti meðmælandi minn þar til eg hætti. Hún var föðursystir Halldórs Laxness." Sigraði Pétur glæsilega og fékk nærri 48% at- kvæða. Það var fyrst sem alþingismaður, sem Pétur kom fram á sjónarsviðið og varð brátt landskunnur fyrir þingstörf sín. Þó hann hafi verið „hálfhræddur“ við fyrstu kosningamar þá hvarf það brátt, því við tvennar kosningar næst á eftir baúð sig enginn fram á móti honum. Hann bauð sig fram 1919 utanflokka en þó fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, og 1923 fyrir flokk, sem nefndi sig Borgaraflokkinn, en í þeim hópi vom flestir þeir, sem síðar urðu fremstir í Sjálfstæðis- flokknum við stofnun hans 1929. Árið 1926 bauð hann sig fram fyrir íhaldsflokkinn og 1931, við fyrstu kosningamar eftir sammna Ihalds- flokksins og Fijálslynda flokksins í Sjálfstæðisflokkinn, bauð hann sig fram fyrir þann flokk og ætíð síðan þar til hann hætti þingmennsku 1959. Lengi framan af hafði hann jafnan verið kosinn með um helmingi at- kvæða eða meira, en þó það hlutfall lækkaði eitthvað þegar flokkunum fór fjölgandi þá náði hann ávallt ömggri kosningu Gleggst mun það hafa staðið í kosningunum 1956 þegar Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn mynduðu með sér bandalag, sem almannarómur gaf nafnið hræðslubandalag. Miðað við atkvæðatölur í næstu kosningum á undan töldu þessir flokkar ömggt, að frambjóðandi Alþýðuflokksins, Benedikt Gröndal, hlyti að fella Pét- ur. Það fór á annan veg því Pétur fékk nú fleiri atkvæði en nokkm sinni fyrr og náði kosningu með 73 atkvæðum yfir Benedikti. Kjósend- umir tóku í taumana og létu ekki segja sér fyrir verkum. Sýndi þetta einnig hið mikla persónufylgi hans. Bjami Benediktsson forsætisráð- herra segir svo frá í grein í fyrr- nefiidri bók um Pétun „Eg þekkti Pétur raunar allt frá bamæsku minni en kynntist starfs- háttum hans og skoðunum fyrst af eigin raun eftir að eg var kosinn i miðstjóm Sjálfetæðisflokksins og fór að sælqa þingflokksfundi. Pétur hafði þá setið á þingi í meira en tuttugu ár og meira en aldarfiórð- ung, þegar eg var fyrst kosinn á þing. Hann hafði lengi verið í röð áhrifamestu og virtustu þingmanna, eins og marka má af því, sem vinur minn Jón Blöndal frá Stafholtsey sagði mér um 1930, að „karlamir" þar efra væm allir stoltir af að hafa Pétur fyrir þingmann, einnig þeir, sem ekki kysu hann.“ Til marks um það hversu snemma Pétur vann sér álit á Alþingi má vísa til þess, sem Ólafur Thors sagði í ræðu á aldarfjórðungsafmæli Sjálf- stæðisflokksins árið 1954, að sögn Pétur Ottesen um sjötugt. Morgunblaðsins 1. júní það ár. Þeg- ar farið var að ræða um hver skyldi verða formaður hins nýja flokks, sem stofnaður yrði með sammna íhalds- flokksins og Fijálslynda flokksins, kom í ljós að Fijálslyndi flokkurinn vildi ekki að Jón Þorláksson, sem var formaður íhaldsflokksins, fengi þá stöðu, heldur annaðhvort Pétur Ottesen eða Ólafur Thors. Um þetta varð nokkurt þóf sem endaði svo með því að samkomulag varð um að Jón yrði formaður þriggja manna framkvæmdaráðs hins nýja flokks og þar með í rauninni formaður flokksins. Sem að líkum lætur vom þingstörf Péturs margvísleg, en þó má segja, að hann hafi helgað sig mest fáum málaflokkum. Var þar fyrst sjálfstæðismálið og síðan komu atvinnumálin, sam- göngumálin, landhelgismálið og svo auðvitað þau mál sem snertu kjör- dæmi hans sérstaklega því þar taldi hann sig hafa skyldum að gegna gagnvart því fólki, sem kosið hafði hann til æðstu trúnaðarstarfa. Þegar hann hóf þingmennsku var kjördæmi hans að langmestu leyti landbúnaðarkjördæmi. Þorp var þó komið á Akranes þaðan, sem fisk- veiðar vom stundaðar og átti sá staður eftir að eflast mjög á næstu áratugum. Þrátt fyrir að landbúnað- urinn væri svo yfirgnæfandi í kjör- dæminu var landhelgismálið strax í byijun eitt af aðaláhugamálum Pét- urs á Alþingi. Honum var Ijóst hversu þýðingarmikið það væri að vemda fiskimiðin fyrir ágengni út- lendinga og jafnhliða því að öðlast fullt sjálfstæði yrðu íslendingar að fá yfirráð yfir fiskimiðunum um- hverfís landið. Vafalaust er, að Pét- ur hefur á þeim ámm, sem hann stundaði róðra í Garðinum komizt í náin kynni við erlenda togara, sem sóttu í vaxandi mæli á íslandsmið, og einmitt gmnnmið í Faxaflóa og smábátaútgerðin þar urðu mjög fyr- ir barðinu á þessum óvelkomnu gest- um. Em margar sögur til af því. Skilur maður þá betur þann mikla áhuga, sem Pétur sýndi landhelgis- málinu alia tíð. Áður en kemur að því að rekja afskipti Péturs af því máli verður minnst á nokkur önnur mál, sem hann sinnti sérstaklega og er mér þó ljóst, að engan veginn getur það orðið tæmandi, og verður því að stikla á stóm. í kjördæmismálum vom það auð- vitað samgöngumálin sem bmnnu heitast á þingmanninum. Eins og víðast á landinu vom vegir í Borgar- firðinum mjög ófullkomnir þegar Pétur kom á þing. Samgöngur í sýsl- unni vom enn erfiðar fyrir það, að ár em þar margar og sumar stórar. Þar var því ekki aðeins vegagerðin sálf, sem lá á heldur þurfti um leið að brúa ámar. Að þessu gekk Pétur með alkunnum ákafa sínum og varð mikið ágengt í öllum samgöngumál- um sýslunnar. Þá áttaði hann sig fljótt á því hversu mikið hagræði síminn gæti orðið fyrir sveitimar og beitti sér mjög fyrir því, að sími kæmi á hvem bæ og varð einnig þar vel ágengt. Enn eitt mál má nefna, sem hafði almenna þýðingu fyrir sýsluna. Ra- forkumálin vom ofarlega á baugi eftir síðari heimsstyijöldina þegar menn sáu hilla undir það, að byggð- imar gætu notað sér virkjunarmögu- leika, en skoðanir vom skiptar á því hvaða leiðir skyldu famar. Pétur gerði sér fljótt grein fyrir því, að ef Borgfirðingar reyndu ekki sjálfir að leysa orkumál sín þá gæti lausn- arinnar orðið langt að bíða. Hann var einn af frumkvöðlum í þeim málum í Borgarfjarðarsýslu og naut þar góðs stuðnings ýmissa manna í sýslunni. Beittu þeir sér fyrir því að nota nærtækan virkjunarkost í sýsl- unni, þar sem Andakílsárfossar vom. Mun hafa staðið nokkur styrr um hvort skynsamlegt væri að ráðast í þá virkjun, en um það segir Ásgeir Pétursson í fyrrgreindri bók um Pétur: „Það er ekki vafa undirorpið, að það þurfti bæði bjartsýni og þraut- seigju til að vinna þessu máli braut- argengi. í dag er orkuverið bezta eign sýslanna, og þarf ekki að lýsa því, hvert gagn það hefur þegar unnið héraðinu og atvinnuvegum þess.“ Skipaskagi var gamall útgerðar- staður enda lá hann vel við gjöfulum miðum í innanverðum Faxaflóa. Þegar Pétur kom á þing var þar komið allmyndarlegt þorp, Akranes. Skilyrði fyrir áframhaldandi vexti útgerðarinnar og þar með staðarins vom bætt hafnarskilyrði, en frá náttúmnnar hendi vom þau engin fyrir stærri báta. Hér þurfti því að taka til höndunum. Var það mikið verkefni fyrir duglegan og útsjónar- saman þingmann því fjárveitingar til slíkra framkvæmda fóm í gegnum Alþingi. Studdi hann Akumesinga með ráðum og dáð og höfnin óx stig af stigi unz komin var hin ömgg- asta höfn fyrir allar stærðir fiski- skipa og þau flutningaskip sem að jafnaði annast flutninga hér við land. Var þetta mikil lyftistöng fyrir út- gerðina og viðgang bæjarfélagsins, sem þama óx upp og varð brátt blómlegasta byggðarlag á Vestur- landi. Pétri var ljós nauðsyn þess, að vaxandi bær þurfti fjölbreyttari at- vinnukosti. Þegar umræðan um byggingu sementsverksmiðju var komin á það stig eftir styijöldina, að sýnilegt var, að til framkvæmda kæmi vom menn ekki á eitt sáttir um staðsetningu verksmiðjunnar. Mest hafði þó verið rætt um Vest- fírði, vegna hráefnisöflunar, sem þar var talin hagstæð, en aðrir bentu á Reykjavík vegna nálægðar markað- arins. Varð um þetta allmikil deila, þar sem Pétur hélt fram málstað Akraness, en þá hafði fundizt hent- ugt svæði til hráefnisöflunar (skelja- sandur) í flóanum skammt undan Akranesi. Lauk málinu svo, að Pétur hafði sitt fram og hefur verksmiðjan verið þýðingarmikill þáttur í at- vinnulífi bæjarins. Sat Pétur I stjóm verksmiðjunnar firá byijun og allt til dauðadags. Enda þótt Pétur hafi sennilega alltaf ætlað sér að verða bóndi þá hefur sjórinn efalaust dregið að sér athygli hans, enda vom gjöful mið skammt undan Ytra-Hólmi á þeim tíma, sem hann var að vaxa úr grasi. Hann afiaði sér líka reynslu á sjónum og kynntist útgerð á þeim ámm, sem hann stundaði sjó í Garð- inum. Kynntist hann þá einnig vel hinum miklu auðævum Faxaflóa. Á hinn bóginn vom svo blómleg land- búnaðarhémð Borgarfj arðarsýslu, Pétur og Petrína með börnum sínum, Sigurbjörgu og Jóni. Myndin er tekin 1934.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.