Morgunblaðið - 03.08.1988, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988
áttu við Breta á hafinu umhverfís
ísland, að viðræður voru teknar upp
milli ríkisstjóma landanna um lausn
á deilunni, þá minnist ég þess af
samtölum við Pétur, að hann var
tortrygginn á tilgang Breta með
slíkum viðræðum. Þegar hann hins
vegar sá hvemig viðræðunum lykt-
aði og þann mikla árangur, sem þar
náðist fyrir íslendinga, var hann
ekki í vafa, að rétt hafði verið stefnt.
Árið 1959 var síðasta ár Péturs á
Alþingi. Skömmu fyrir þinglok, í
maí 1959, fjallaði Alþingi um og
afgreiddi tillögu til þingsályktunar,
sem borin var fram af utanríkismála-
nefnd, svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að mótmæla
harðlega brotum þeim á íslenzkri
fiskveiðilöggjöf, sem brezk stjóm-
völd hafa efnt til með stuðugum
ofbeldisaðgerðum brezkra herskipa
innan íslenzkrar fiskveiðilandhelgi,
nú nýlega hvað eftir annað jafnvel
innan Qögurrá mílna landhelginnar
frá 1952. Þar sem þvílíkar aðgerðir
eru augljóslega ætlaðar til að knýja
íslendinga til undanhalds, iýsir Al-
þingi ýfir, að það telur ísland eiga
ótvíræðan rétt til 12 mílna fiskveiði-
landhelgi, að afla beri viðurkenning-
ar á rétti þess til landgrunnsins alls,
svo sem stefnt var að með lögunum
um vísindalega vemdun fiskimiða
landgrunnsins frá 1948, og að ekki
komi til mála minni fiskveiðiland-
helgi en 12 mílur frá grunnlínum
umhverfis landið."
Þetta voru síðustu afskipti Péturs
af landhelgismálinu á Alþingi og er
ekki að efa, að þessi tillaga hefir
verið honum mjög að skapi, þar sem
hún undirstrikar framtíðarstefnu ís-
lands í landhelgismálinu, sem bygg-
ist á réttinum til landgrunnsins."
Bjami Benediktsson lýsti Pétri svo
í minningargrein 28.12. 1968: „Pét-
ur var allt í senn skoðanafastur,
harðsækinn og skapstór." Hann var
ódeigur að fylgja sínu máli fram
hver sem í hlut átti og kom ávalit
til dyranna eins og hann var klædd-
ur. Hann duldi aldrei skoðanir sínar
en skildi vel málstað annarra og sem
vitur og góðgjam maður lét hann
deilur, sem upp kunnu að koma við
samstarfsmenn sína í stjómmálum
ekki varða vinslitum þó hart væri
barizt á stundum.
Atvik úr þingsögu hans sýnir
þetta vel. Við myndun Nýsköpunar-
stjómar Ólafs Thors árið 1944 var
hart deilt um það RVort fiokkurinn
ætti að taka þátt í stjóm með Al-
þýðuflokknum og Sósíálistaflokkn-
um, og var andstaðan einkum við
þann síðamefnda. Næstu tvö ár þar
á undan hafði flokkunum ekki tekizt
stjómarmyndun og ríkisstjóri því
tekið það ráð að skipa utanþings-
sfjóm. Fór það svo, að þegar kom
til myndunar stjómarinnar lýstu
fímm þingmenn Sjálfstæðisflokksins
sig andvíga stjómarmynduninni og
var Pétur Ottesen einn þeirra.
Fljótlega eftir að Ólafur Thors
kom á þing 1926 hafði tekizt góð
samvinna með þeim Pétri. Þetta
varð svo að náinni vináttu milli
þeirra eftir því sem tfminn leið og
höfðu þeir oft snúið saman bökum
í hörðum deilum á þinginui eins og
t.d. f mjólkurmálinu 1935 og síðar
þegar vinstri stjómin undir forystu
framsóknarmanna gerði með laga-
setningu atlögu að stórbúskap Thors
Jensens á Korpúlfsstöðum með þeirri
afleiðingu, að sá búskapur lagðist
niður. Pétur hefur sagt frá því, að
hann hafí um langa hríð verið heim-
ilisvinur Ólafs og fjölskyldu hans og
litið á það heimili sem sitt annað
heimili. Það hlýtur því að hafa verið
erfið ákvörðun að snúast gegn Ólafi
í svo þýðingarmiklu máli. Hann
hætti að sækja flokksfundi enda var
hann m.a. sviptur trúnaðarstörfum
í þinginu svo sem formennsku í íjár-
veitingamefnd en þjmgra mun hon-
um hafa fallið að hætta að koma á
heimili ólafs en það gerði hann þanp
tíma sem þessi stjóm sat. Þrátt fyr-
ir þessar hörðu deilur tókust heilar
sættir með þeim Ólafi. Dáði hann
ólaf og Ingibjörgu konu hans mjög.
Þrátt fyrir þessa hörðu andstöðu
Péturs gegn myndun Nýsköpunar-
stjómarinnar er fróðlegt að lesa
það, sem segir í bók Matthíasar Jo-
hannessen um Ólaf Thors. Þar segir
Ólafur að Pétur hafí verið vantrúað-
ur á kommana, en hafi þó sagt við
sig: „Þú átt að gera þetta úr því þú
trúir á það, — þingið er í veði, þú
bjargar því þá, að minnsta kosti."
Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 1959. Ólafur Thors ávarpar fulltrúa við þingslit, en Pétur var oftast
fundarstjóri á lokafundum landsfunda.
I önnur tvö skipti þegar deilur
komu upp í flokknum um þátttöku
í ríkisstjóm fylgdi Pétur Ólafi fast
að málum, þegar Þjóðstjómin var
mynduð 1939 og stjómin, sem
mynduð var eftir Nýsköpunarstjóm-
ina undir forsæti Stefáns Jóh. Stef-
ánssonar, í febrúar 1947. í bókinni
um Pétur Ottesen rekur Bjami Bene-
diktsson þessi atvik stuttlega en
segir í lokin: „En því rek ég þetta,
að þaðan í frá hefur aldrei orðið
teljandi ágreiningur í flokknum um
stjómarmyndanir. Enda varð raunin
sú, að frá 1956 höfðu Pétur Ottesen
og aðrir talsmenn samstarfs við
Framsóknarflokkinn sannfærst um,
að svo mikið bæri á milli í hugsunar-
hætti, að ekki væri reynandi sam-
starf við hann fyrr en í þeim flokki
yrði veruleg hugarfarsbreyting."
Það sem hér hefur verið sagt um
þingstörf Péturs gefur mjög ófull-
komna mynd af starfi hans á Al-
þingi.
Hann var þar sístarfandi og um
árabil var hann formaður í fjárveit-
ingamefnd, en þar er mest unnið
af öllum nefndum þingsins og ekki
auðvelt að stjóma þeirri vinnu svo
vel fari, en það tókst Pétri með ágæt-
hann. Þótt hann væri fastur fyrir
og segði skoðanir sínar afdráttar-
lausar en flestir menn aðrir, þegar
honum þótti staður og stund til þess,
skipti hann mönnum ekki í sauði og
hafra eftir því, hvar í skúffu at-
kvæði þeirra hnitu. Ef til vill hefur
þetta einmitt leitt til þess, næst
mannkostum hans öðrum, að hann
varð traustari S sessi en nálega allir
aðrir stjómmálamenn landsins og
hreppti að staðaldrí atkvæði manna,
sem engan annan úr flokki hans
hefðu kosið — jafnvel þeirra sem
beinlínis vom í öðrum flokki." Þetta
lýsir manninum einkar vel.
Aldrei mun hann hafa verið það
upptekinn, að hann gæfi sér ékki
tíma til að ræða við og hlusta á fólk
úr kjördæminu, sem kom til hans
með vandamál sín. Reyndi hann
ávalit að leiðbeina fólki eftir beztu
getu og greiða fyrir því eftir því, sem
honum var unnt, og sparaði þá
hvorki tíma né fyrirhöfn ef hann
taldi, að um réttmætt mál væri að
ræða.
Einn er sá þáttur í lífi Péturs, sem
vert er að minnast á. Hann hafði
mikla ánægju af ferðalögum, en það
var ekki fyrr en hann var kominn á
efri ár, að hann lét það eftir sér.
Hann hafði að vísu ferðazt all-
mikið innaniands áður þegar hann
á flórða áratugnum stundaði hrossa-
kaup. Það svæði, sem hann náði þá
til var frá Húnavatnssýslu til Suður-
lands. Keypti hann hesta til útflutn-
ings. Af þessu hafði hann hina mestu
ánægju því þannig kynntist hann
landinu og ekki síður fólkinu en
hann hafði ávallt ánægju af því að
kynnast högum manna og blanda
geði við fólk.
Pétur hafði þjáðst af magasári í
áratugi þegar hann snemma á sjötta
áratugnum fór að læknisráði til
London til uppskurðar hjá prófessor
Meingott, sem var frægur skurð-
læknir þar í borg, á einu af beztu
sjúkrahúsum borgarinnar, London
Clinic. Aðgerðin gekk vel og hann
fékk fullan bata af meini sínu. Gat
hann aldrei nógsamlega þakkað
lækninum og hjúkrunarliði. En hann
hafði einnig átt þess kost að skoða
sig dálítið um í stórborginni og þótti
afar gaman.
Skömmu eftir heimkomu hans fór
hann að segja mér allt af létta um
ferðina og lækninguna og þar sem
hann vissi, að eg hafði þá í nokkur
ár þjáðst af sama sjúkdómi sagði
hann með mikilli áherzlu: „Blessaður
Davíð minn farðu til hans Mein-
gotts, hann er alveg öðlingsmaður,
og láttu hann skera þig, og dragðu
það nú ekki.“ Fór eg að ráði hans
nokkru seinna og fékk bata eins og
hann. Gladdi það hann mikið. Við
það að fá bata af hinum hvimleiða
sjúkdómi, að hafa fengið örlitla
nasasjón af hinum stóra heimi, og
að æ auðveldara varð að ferðast
milli landa vegna bættra flugsam-
gangna, þá óx löngun hans til að
skoða sig meira um. Næstu árin og
raunar allt til æviloka fór hann ijöl-
margar ferðir til útlanda, þar til
hann hafði komið í flest lönd Evr-
SVIPMYNDIR ÚR BORGINNI / Ólafur Ormsson
„ERTU BUINN AÐ FA
SÁRABÆTURNAR?U
um...
Nú er von að spurt sé hversvegna
maður, sem sat á þingi í 43 ár, leng-
ur en nokkur annar fyrr og síðar,
hafi ekki hlaðið á sig vegtyllum og
ábyrgðarstörfum, orðið forseti sam-
einaðs Alþingis eða ráðherra. Svarið
liggur í þeirri manngerð, sem Pétur
var. Það var ekki aðeins að hann
sæktist ekki eftir slíkum vegtyllum
heldur hafnaði hann þeim, en ósjald-
an munu honum hafa verið boðnar
slíkar vegtyllur en jafnan afþakkað.
Hógværð og lítillæti hans voru slík.
Á kosningaleiðöngrum heimsótti
hann jafnan hvem bæ í sýslunni og
ræddi við fólkið um áhugamál þess
og vandamál, en aldrei um stjóm-
mál. í bókinni um Pétur, sem áður
getur, segir bróðursonur hans, Odd-
geir Ottesen, frá eftirfarandi atviki:
„Þótt Pétur væri alþingismaður
áratugum saman og ekki tvístígandi
í pólitíkinni, þá ræddi hann aldrei
um stjómmál við heimafólk, eða í
þess áheym. Ef einhver fór að
brydda á því þá eyddi hann öllu slíku
tali. Eitt sinn bar tvo gesti að garði
og voru það þeir Páll Hermannsson
alþingismaður Norðmýlinga og Ein-
ar Jónsson vegavinnuverkstjóri á
Esjubergi. Var þetta um páskaleytið
á stríðsárunum. Höfðu þeir pabbi
og Pétur farið út á fjörðinn og
tvíhlaðið af rígaþorski, sem nú var
verið að gera að, þegar komumenn
bar að garði. Fór Einar eitthvað að
brydda á pólitík, en þá sagði Pétur:
„Eg ræði aldrei stjómmál á mínu
heimili." Þar með var það afgreitt.“
í sömu bók segir Jón Helgason
rithöfiindur svo frá:
„Þótt margt bæri á góma, var
eitt, sem eg heyrði hann aldrei víkja
að nema á þingmálafundum og
framboðsfundum: Stjómmál og
stjómmálaþrætur. Vildi einhver
færa slíkt í tal, eyddi hann því með
hægð og fór út í aðra sálma. Þetta
gerði hann jafnt, hvort sem sá, er
talað hafði, var liklegur til að bera
lof á flokk hans eða hnjóða í hann.
í héraði gat heldur enginn merkt,
að hann léti það neinu varða í um-
gengni, viðmóti eða fyrirgreiðsiu,
hvort menn vom honum samdóma
um stjómmál eða ekki, eins og bezt
sannaðist á okkur, sem öll lítum silf-
ur stjómmálanna öðmm augum en
Þá er að stilla sig inn á borgarlíf-
ið eftir sex vikna dvöl i sveitinni, í
sumarbústað innan um fugla, tijá-
gróður, þar sem er ekkert sjónvarp,
enginn dyrasími, engin bflaumferð,
enginn hávaði, varla opnað fyrir
útvarp, þeim mun meira spjallað í
hópi vina um lifið og tilvemna og
tilhlökkun að vakna alla daga og
njóta samvistar við gott fólk, fugla
himins og gróður jarðar. Og svo
einn morgun vaknað við jrfirþyrm-
andi umferð allt í kring, hróp og
köll og þá mundi ég allt í einu eft-
ir tveimur sumarvísum eftir ókunn-
ugan höfund, svona rétt áður en
ég leit í pósthólfíð og fjármálavafst-
ur framundan:
Lákamsþreytu læknar sól
lífið breytir önnum
blómi skreyta bæjarhól
blessun veitist mönnum.
Unaðsnýtur ævi manns
ekkert þarf að klaga
sumarveður sunnanlands
sólskin flesta daga.
Sólin hefði kannski mátt skina
meira hér sunnanlands, gott ef ekki
var gert ráð fyrir því í síðustu kjara-
samningum á milli atvinnurekenda
og launafólks, að hér á höfuðborg-
arsvæðinu sem Reykvíkingar telja
nafla heimins sé sól annan hvom
dag að minnsta kosti í júní- og júlí-
mánuði. Úr pósthólfinu kom margt,
sumt skemmtilegt — annað miður
skemmtilegt. Kort frá Eíríki Þor-
móðssjmi cand. mag. frá Grikk-
landi, þar sem hann var á ferðalagi
um Áþenu og kvartar jrfir miklum
hitum og mengun í andrúmsloftinu
og kort ffá Vemharði Linnet í sól-
inni á Spáni þar sem hann var með
fjölskylduna og lýsir spænsku
nautaati af mikilii innlifun.
Innan um ýmiss konar glugga-
póst orkureikningur frá Rafmagns-
veitunni, krónur 81.180,00, tæp-
lega mánaðarlaun alþingismanns
og ég með lítið heimili og reikning-
urinn kom mér undarlega fyrir sjón-
ir. Eindagi 15. júlí, taxti almenn
notkun, rafmagn, áætlunarreikn-
ingur, tfmabil 26.4.88 til 18.6.88,
einmitt á þeim tíma sem ég dvaldi
í sumarbústaðnum, og orkureikn-
ingur vegna tveggja herbergja íbúð-
ar f gömlu steinhúsi. Reikningurinn
gat auðvitað ekki staðist svo ég
hringdi í Rafmagnsveitu Reykjavík-
ur til að fá einhveija skýringu. Jú,
í símann kom kona, einstaklega
kurteis, og er ég hafði gert grein
fyrir hinum háa rafmagnsreikningi
sagði hún:
— Algjört rugl. Rangur álestur
síðan í aprfl, því miður. Hún sagði
óhætt að rífa reikninginn, fleygja
honum, ég er þó að hugsa um að
varðveita hann, innramma hann og
festa upp á vegg svona til minning-
ar um það sem getur gerst á tölvu-
öld, þegar tölvan er komin f notkun
hjá hinu opinbera og einstaklingum.
Gluggapóstur með allskonar
gíróseðlum frá bankastofnunum er
svolítið áberandi innan um það sem
úr pósthólfinu kemur eftir sex vikna
fjarveru úr borginni og svo ávísun
á orlofsfé sem er auðvitað hey í
harðindum þegar ýmislegt þarf að
borga. í pósthúsinu við Rauðar-
árstíginn varla nokkur maður í há-
degi á mánudegi. Guðmundur Stef-
ánsson, bifvélavirki, á undan mér
við afgreiðsluborðið að fá greitt
orlofsfé, yfírvegaður og afslappað-
ur, vopnaður maður hefði tæplega
raskað ró hans.
Á Hlemmi fasteignasali á hlaup-
um með stresstösku í hendi og kall-
aði þegar hann settist inn í bfl sinn.
— Ertu búinn að fá sárabætum-
ar?
— Sárabætumar? spurði ég
undrandi.
— Hvað áttu við?
— Nú, húsnæðisbætumar, mað-
ur. Sóttir þú ekki um?
— Jú, jú. Það gerði ég.
— Nú, þá hlýturðu að fá sára-
bætumar eða húsnæðisbætumar,
kallaði hann þegar bíllinn ók út af
bílastæðinu við Framkvæmdastofn-
un ríkisins.
Það gerist margt í lífi manna frá
mánudegi til föstudags. Ég hitti
góðan kunningja á mánudegi í
bókabúðinni við Hlemm. Það var
rétt fyrir hádegi og hann var
áhyggjufullur á svipinn og þegar
ég leitaði frétta um hans hagi þá
kom í ljós að hann var í vandræð-
um, vissi ekki hvemig hann ætti
að fara að því að útvega lánsfé,
allt að tvö hundmð og fimmtíu
þúsund krónur vegna afborgunar
af íbúð sem hann var að kaupa.
Það var þegar komið að gjalddaga
og hann sá engin ráð, sagðist vera
með lán í flestum bönkum og jafn-
vel útibúum og enginn vildi lengur
skrifa upp á. Hann bað mig um að
gerast ábyrgðarmann á skuldabréfí
sem ég sagðist því miður ekki geta
gert þar sem ég væri löngu hættur
að skrifa upp á. Hann kveikti í einni