Morgunblaðið - 03.08.1988, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988
\f/
ERLENT
Shultz og utanríkisráðherrar Mið-Ameríkuríkja:
Agreiningur um gagn-
rýni á N icaraguastj órn
Bretland:
Búið að slökkva
eldana á Piper Alfa
Guatemala-borg. Reuter.
GEORGE Shultz, utanríkisráð-
herra Bandarikjanna, tókst ekki
að fá fjóra utanríkisráðherra
Mið-Ameríkuríkja til að for-
dæma Nicarajfua-stjóm sameig-
inlega á fundi þeirra í Guate-
mala-borg á mánudag. Þess í
stað undirrituðu utanríkisráð-
herramir stutta yfirlýsingu þar
sem ekki var minnst einu orði
á stjóra sandinista í Nicaragua.
Shultz og utanríkisráðherrar
Hondúras og E1 Salvador beittu
sér fyrir því að undirrituð yrði sjö
síðna yfírlýsing þar sem sandin-
istastjómin var meðal annars
gagnrýnd fyrir að hafa ekki staðið
við friðaráætlunina sem Mið-
Ameríkuríkin samþykktu fyrir ári.
Utanríkisráðherrar Guatemala og
Costa Rica vildu hins vegar ekki
samþykkja yfírlýsinguna. Þess í
stað var gefín út tveggja blaðsíðna
yfírlýsing þar sem ítrekaður var
stuðningur við „lýðræðislegt
stjómarfar" og friðaráætlunina án
þess að minnst væri á Nicaragua.
Utanríkisráðherra Nicaragua var
ekki boðið á fundinn.
Þótt utanríkisráðherrar Mið-
Ameríkuríkjanna flögurra vilji að
sandinistar komi á lýðræði í Nic-
aragua kom fram mikill ágreining-
ur meðal þeirra á fundinum um
hversu langt skuli ganga í gagn-
lýni á sandinistastjómina. I yfír-
lýsingu frá Hondúras-stjóm segir
að utanríkisráðherrar Costa Rica
og Guatemala hafí hætt við að
undirrita fyrri yfírlýsinguna og að
sú ákvörðun sé óskiljanleg. Tals-
menn Costa Rica-stjómar sögðu
að Costa Ricamenn hefðu aldrei
samþykkt að undirrita harðorðari
yfírlýsinguna.
Ricardo Acevedo, utanríkisráð-
herra E1 Salvador, sagði á sunnu-
dag að á fundinum yrði reynt að
einangra Nicaragua, en Rodrigo
Enska biskupakirkjan:
Samþykkt tillaga um
biskupsvígslu kvenna
Kantaraborg. Reuter.
Forystumenn ensku biskupa-
kirkjunnar víðar úr heimi af-
stýrðu klofningi innan kirkjunn-
ar á mánudag með því að sam-
þykkja með yfirgnæfandi meiri-
hluta málamiðlunartillögu um
biskupsvígslu kvenna. A hinn
bóginn gætu samskiptin við kaþ-
ólsku kirkjuna versnað í kjölfar
þessa. í tvær vikur veltu 525 bisk-
upar frá 164 löndum málinu fyr-
ir sér á Lambeth-ráðstefnunni,
sem fer með æðsta vald í málefn-
um biskupakirkjunnar og er
haldin tíunda hvert ár. Robert
Runcie erkibiskup af Kantara-
borg, andlegur leiðtogi biskupa-
kirkjunnar, varaði fundarmenn
við því að um sfðustu ráðstefnuna
gæti verið að ræða ef samkomu-
Iag næðist ekki.
í tillögunni sem samþykkt var
sagði að hver söfnuður skyldi virða
ákvarðanir hinna hvað varðaði
vígslu kvenna til geistlegra emb-
ætta. Það þýddi þó ekki að viðkom-
andi kirkjudeild féllist á grundvall-
arhugsunina þar að baki.
Málamiðlunin nú var svipuð þeirri
sem samþykkt var fyrir tíu árum á
síðustu Lambeth-ráðstefnu. Aftur á
móti var felld tillaga frá íhaldsam-
ari kirkjudeildum, sem leggjast
gegn því að konur verði prestar
hvað þá biskupar. í henni var skor-
að á kirkjudeildir að vígja konur
ekki til biskups.
Gjáin milli íhaldssamra kirkju-
deilda og kirkjunnar í Kanada,
Nýja Sjálandi, Bandaríkjunum,
Hong Kong og Brasilíu, þar sem
konur hafa þegar verið vígðar til
prests, hefur dýpkað undanfarin tíu
ár. Hafa hinir fyrmefndu hótað að
ganga í rómversk- eða grísk-
kaþólsku kirkjuna ef konur verða
gerðar að biskupum í ofanálag. Nú
verður sett á fót nefnd á vegum
biskupakirkjunnar, sem ákvarða á
með hvaða hætti samskipti kirkju-
deilda, sem hafa kvenbiskupa og
hinna, sem gera það ekki, eiga að
vera.
Margaret Thatcher, forsætisráð-
herra Bretlands, tók afstöðu í deil-
unni um vígslu kvenna um helgina
er hún sagðist fylgjandi því að kyn-
systur sínar fengju að klæðast
prestshempu.
Enska biskupakirkjan var stofn-
uð árið 1534 eftir að Hinrik áttúndi
óhlýðnaðist páfa og skildi við konu
sína Katrínu frá Aragóníu til að
ganga að eiga Önnu Bolejm.
Madrigal, utanríkisráðherra Costa
Rica, sagði að Costa Ricamenn
vildu ekki einangra Nicaragua,
heldur koma á raunverulegu lýð-
ræði í landinu. Guatemalamenn
og Costa Ricamenn virtust einnig
tregir til að koma á frekari sam-
vinnu við Bandaríkjastjóm.
Reuter
Fyrir framan sali Lambeth-ráðstefnunnar, þar sem 525 biskupar í
Ensku biskupakirkjunni deildu um hvort konur mættu gerast biskup-
ar, sungu menn baráttusöngva og gagnrýndu afstöðu kirkjunnar til
kvenna.
Reuter
Skúturnar sem keppa um Ameríkubikarinn við strendur Kaliforaíu í september. Myndin er samsett úr
tveimur loftmyndum og em hlutföllin ekki þau sömu því talsverður stærðarmunur er á skútunum. Til
vinstri er nýsjálenzka skútan New Zealand, sem er 40 metrar frá stafni í skut. Til hægri er tvíbytna
bandariska skútustjórans Dennis Conner.
Keppnin um Ameríkubik-
arinn hefst 7. september
San Diego. Reuter.
SAN Diego-siglingaklúbburinn
tiikynnti í gær að keppnin um
Ameríkubikarinn í siglingum
hæfist við strendur Kaliforníu
7. september næstkomandi.
Talsmaður siglingaklúbbsins
sagði að keppendur hefðu orðið
sammála um að önnur kappsigling-
in færi fram 9. september og sú
þriðja 11. september. Tvær skútur
keppa, annars vegar skúta siglinga-
klúbbs San Diego, sem er handhafí
bikarsins, og skúta nýsjálenzka
bankamannsins Michael Fay.
Að lokinni kappsiglingu um
Ameríkubikarinn, sem fram fór í
byrjun síðasta árs undan vestur-
strönd Astralíu, skoraði Fay á hand-
hafa bikarsins til einvígis. Skúta
Fay féll úr keppni í undanúrslitum
í Ástralíu, ,en hann fann klásúlu í
reglum keppninnar, sem samdar
voru fyrir hundrað árum, um að
hver sem væri gæti skorað á sigur-
vegarana til sérstaks einvígis, sem
lokið skyldi af.innan níu mánaða
frá því áskorunin kom fram.
Undanfarin 30 ár hefur verið
keppt um Ameríkubikarinn á svo-
kölluðum 12-metra skútum. Fay
vildi hins vegar túlka reglur keppn-
innar bókstaflega og mæta til leiks
á skútu með 90 feta sjólínu, eða
um þrisvar sinnum stæni bát en
að undanfornu.
Skútustjórinn Dennis Conner,
sem vann keppnina um Ameríku-
bikarinn í fyrra, ákvað að mæta
skútu Fay á tvíbytnu þar sem sigl-
ingaklúbbur San Diego hefði engin
tök á að smíða og tilraunasigla 90
feta skútu áður en keppnin skyldi
fara fram. Stefndi Fay honum fyrir
rétt en nýlega úrskurðaði hæstu-
réttur New York, sem er vemdari
keppninnar, að það stangaðist ekki
á við reglur keppninnar þó Conner
keppti á tvíbytnu, þ.e.a.s. öðru vísi
skútu en Fay.
Enn hefur ágreiningur skútufé-
laganna um §ölda kappsiglinga
ekki verið leystur. Conner og félag-
ar vilja sigla allt að sjö kappsigling-
ar, þ.e. að sú skúta sigri sem fyrst
vinnur fjórar siglingar. Nýsjálend-
ingar vilja hins vegar aðeins þijár
kappsiglingar og að sú skúta hljóti
bikarinn sem vinnur tvær þeirra.
ai.AnarewB. rra ouomunai neioan I-rlmannnsym, Ircttantara Mornunblaðnins
TEXASBUANUM Reg Adair og
félögum hans tókst að slökkva
síðustu eldana á olíuborpallin-
um Piper Alfa sl. föstudag. Um
helgina ræddu þeir við frétta-
menn um erfiðleikana við þessa
aðgerð, er þeir komu í land í
fyrsta skipti frá því baráttan
við eldana hófst fyrir þremur
vikum.
Adair sagði að hann hefði aldr-
ei á ævi sinni séð neitt svipað
þessu. Hann sagði að enn væri of
mikill hiti um borð á pallinum til
að óhætt væri fyrir aðra en menn
hans að fara um borð. Það yrði
að líkindum ekki fyrr en eftir tvær
vikur.
Hann sagði að það hefði hjálpað
þeim mikið að hafa pallinn Þaros
til að vinna á, en Adair aðstoðaði
við hönnun hans árið 1980.
Hann sagði að öryggislokar á
34 af 36 holum hefðu lokast, sem
væri mjög gott öryggi. Á næstu
dögum yrði lokið við að loka öllum
holunum á þessum borpalli, með
steypu.
Eftir tvær vikur verður hafist
handa við að bjarga svefnálmum
borpallsins, en 124 er enn saknað
af þeim 167 sem fórust í slysinu.
NATO:
17.000 manna
heræfing’ar
Brussel. Reuter.
SAUTJÁN þúsund hermenn
munu taka þátt i æfingum her-
afla Atlantshafsbandalagsins í
þessum mánuði, að sögn tals-
mann belgíska varnarmálaráðu-
neytisins.
Æfingarnar nefnast „Reforger
88“ og er tilgangurinn með þeim
að kanna hversu hratt liðsauki
gæti borist til Vestur-Evrópu frá
Bandaríkjunum á óvissu- eða átak-
atímum.
Flestar hersveitirnar verða flutt-
ar land- og sjóleiðis til Belgíu og
þaðan til hugsanlegra átakasvæða
í Vestur-Þýskalandi. Æfingamar
hefjast 20. þessa mánaðar og
standa til 12. september.