Morgunblaðið - 03.08.1988, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988
35
Evrópubandalagið:
Samræmdar reglur
um barnaleikf öng
Brussel. Frá Krístófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins.
NÝLEGA var birt í Brussel til bandalagsins sem er helst frá
Asíulöndum.
reglugerð um barnaleikföng
sem gilda á fyrir öll aðOdarlönd
bandalagsins. Reglugerðin
kveður m.a. á um hvaða og
hvers konar efni megi nota í
leikföng og sömuleiðis hvaða
skUyrði Ieikföng verði að upp-
fyUa tU að teljast örugg. Reglu-
gerðinni er ætlað að leysa af
hólmi margar mismunandi
reglugerðir sem í gildi hafa
verið innan EB í ársbyrjun árið
1990.
Með reglugerðinni verða kröfur
til framleiðenda leikfanga innan
EB þær sömu, en það auðveldar
markaðssetningu og sparar um-
talsverðan framleiðslukostnað þó
svo að það sé ekki megintilgangur
reglugerðarinnar heldur öryggi
neytenda og þá fyrst og fremst
þeirra rúmlega 63 milljóna bama
sem eru innan 14 ára aldurs í
aðildarlöndum EB. Þessi reglugerð
er liður í undirbúningi fyrir EB-
markaðinn 1992, en fyrir þann
tíma á að vera lokið samræmingu
allra reglugerða sem snerta vöru-
skilgreiningar og merkingar.
Rúmlega 94 þúsund manns
starfa við leikfangaframleiðslu
innan Evrópubandalagsins í 2.700
fyrirtækjum. Markaðshlutdeild
þeirra á mörkuðum EB landanna
er um þessar mundir um 70%.
Útflutningur þessara fyrirtækja
er helmingi minni en innflutningur
Frakkland:
A hlaupum
upp og ofan
Mont Blanc
Chamonix, Frakklandi. Reuter.
MERKILEG keppni á sér nú stað
um það hver sé fljótastur að
hlaupa upp og ofan fjallið Mont
Blanc sem er 4.810 métra hátt
og annað hæsta fjall í Evrópu.
Svisslendingurinn Jacques Berlie
setti nýjasta metið i síðustu viku,
er hann lagði vegalengdina að
baki á 5 klukkustundum 37
mínútum og 56 sekúndum.
Fyrr í vikunni hafði Frakkinn
Laurent Smagghe, sem er kunnur
þríþrautarmaður, hlaupið upp og
ofan ijallið á sex klukkustundum
og 16 mínútum og bætt með því
met, sem Pierre Lestas, foringi í
frönsku óeirðalögreglunni, setti fyr-
ir hálfum mánuði. Allir tóku þeir
sprettinn frá hinum kunna vetrarí-
þróttabæ Chamonix en Lestas var
kominn aftur eftir sex stundir og
22 mínútur.
E_n keppninni er síður en svo lok-
ið. í gær hugðist Gilles Grindler,
stórskotaliði í franska hemum að
reyna við nýtt met, en Smagghe
kvaðst ætla að reyna að endur-
heimta metið ef það stæði ekki.
Thátcher heimsækir Ástralíu:
Sat fyrir svörum
hjá skólabörnum
Canberra. Reuter.
MARGARET Thatcher, forsætis-
ráðherra Bretlands, kom í gær í
opinbera heimsókn til Ástralíu í
tilefni þess að 200 ára eru nú
liðin frá þvi að Evrópumenn
námu þar land.
Thatcher á í dag viðræður við
Bob Hawke, forsætisráðherra Ástr-
alíu. Afstaða þeirra til ýmissa mikil-
vægra mála hefur verið ólík, m.a.
hafa þau deilt um afstöðuna til
Suður-Afríku.
Að loknum fundi með Hawke
situr Thatcher fyrir svörum hjá
ástralska blaðamannaklúbbnum og
síðar halda leiðtogamir tveir ræðu
í hádegisverðarboði í nýja þing-
húsinu í Canberra. í fréttum var
þess getið að þinghúsið hafi kostað
jafnvirði 950 milljóna Bandaríkja-
dollara, eða um 44 milljarða
íslenzkra króna.
Fyrsti viðkomustaður Thatcher í
Ástralíuferðinni var bærinn Alice
Springs. Þar sat hún fyrir svömm
hjá skólabömum. Frá Canberra
heldur Thatcher til Melboume. Hún
heimsótti ríki við Persaflóa á leið
sinni til Ástrlíu, en þaðán heldur
hún í heimsókn til nokkurra ríkja
í Suðaustur-Asíu.
Reuter
Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, í flugstjórasæti
ástralskrar sjúkraflugvélar. Thatcher skoðaði flugvélina meðan hún
hafði viðdvöl í borginni Alice Springs í Ástralíuheimsókn sinni.
jf _ # Reuter
Oþefun Feneyjum
Gondólaræðarinn og farþegar hans tveir sem þeirra. Gróðurinn hefur valdið fiskadauða og
eru á siglingu eftir síki einu í Feneyjum, hafa fælt burt fjöidann allan af ferðamönnum. Borg-
brugðið á það ráð að bera grímur til þess að aryfirvöld í Feneyjum hyggjast brátt hefja her-
finna ekki mikinn ódaun sem leggur úr síkjun- ferð gegn þessum ógnvaldi.
um. Hann stafar af rotnandi sjávargróðri á botni
ÞANN
8.ÁGÚST
HBFST
HÚN!
HVER?
8542