Morgunblaðið - 03.08.1988, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 03.08.1988, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988 35 Evrópubandalagið: Samræmdar reglur um barnaleikf öng Brussel. Frá Krístófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. NÝLEGA var birt í Brussel til bandalagsins sem er helst frá Asíulöndum. reglugerð um barnaleikföng sem gilda á fyrir öll aðOdarlönd bandalagsins. Reglugerðin kveður m.a. á um hvaða og hvers konar efni megi nota í leikföng og sömuleiðis hvaða skUyrði Ieikföng verði að upp- fyUa tU að teljast örugg. Reglu- gerðinni er ætlað að leysa af hólmi margar mismunandi reglugerðir sem í gildi hafa verið innan EB í ársbyrjun árið 1990. Með reglugerðinni verða kröfur til framleiðenda leikfanga innan EB þær sömu, en það auðveldar markaðssetningu og sparar um- talsverðan framleiðslukostnað þó svo að það sé ekki megintilgangur reglugerðarinnar heldur öryggi neytenda og þá fyrst og fremst þeirra rúmlega 63 milljóna bama sem eru innan 14 ára aldurs í aðildarlöndum EB. Þessi reglugerð er liður í undirbúningi fyrir EB- markaðinn 1992, en fyrir þann tíma á að vera lokið samræmingu allra reglugerða sem snerta vöru- skilgreiningar og merkingar. Rúmlega 94 þúsund manns starfa við leikfangaframleiðslu innan Evrópubandalagsins í 2.700 fyrirtækjum. Markaðshlutdeild þeirra á mörkuðum EB landanna er um þessar mundir um 70%. Útflutningur þessara fyrirtækja er helmingi minni en innflutningur Frakkland: A hlaupum upp og ofan Mont Blanc Chamonix, Frakklandi. Reuter. MERKILEG keppni á sér nú stað um það hver sé fljótastur að hlaupa upp og ofan fjallið Mont Blanc sem er 4.810 métra hátt og annað hæsta fjall í Evrópu. Svisslendingurinn Jacques Berlie setti nýjasta metið i síðustu viku, er hann lagði vegalengdina að baki á 5 klukkustundum 37 mínútum og 56 sekúndum. Fyrr í vikunni hafði Frakkinn Laurent Smagghe, sem er kunnur þríþrautarmaður, hlaupið upp og ofan ijallið á sex klukkustundum og 16 mínútum og bætt með því met, sem Pierre Lestas, foringi í frönsku óeirðalögreglunni, setti fyr- ir hálfum mánuði. Allir tóku þeir sprettinn frá hinum kunna vetrarí- þróttabæ Chamonix en Lestas var kominn aftur eftir sex stundir og 22 mínútur. E_n keppninni er síður en svo lok- ið. í gær hugðist Gilles Grindler, stórskotaliði í franska hemum að reyna við nýtt met, en Smagghe kvaðst ætla að reyna að endur- heimta metið ef það stæði ekki. Thátcher heimsækir Ástralíu: Sat fyrir svörum hjá skólabörnum Canberra. Reuter. MARGARET Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, kom í gær í opinbera heimsókn til Ástralíu í tilefni þess að 200 ára eru nú liðin frá þvi að Evrópumenn námu þar land. Thatcher á í dag viðræður við Bob Hawke, forsætisráðherra Ástr- alíu. Afstaða þeirra til ýmissa mikil- vægra mála hefur verið ólík, m.a. hafa þau deilt um afstöðuna til Suður-Afríku. Að loknum fundi með Hawke situr Thatcher fyrir svörum hjá ástralska blaðamannaklúbbnum og síðar halda leiðtogamir tveir ræðu í hádegisverðarboði í nýja þing- húsinu í Canberra. í fréttum var þess getið að þinghúsið hafi kostað jafnvirði 950 milljóna Bandaríkja- dollara, eða um 44 milljarða íslenzkra króna. Fyrsti viðkomustaður Thatcher í Ástralíuferðinni var bærinn Alice Springs. Þar sat hún fyrir svömm hjá skólabömum. Frá Canberra heldur Thatcher til Melboume. Hún heimsótti ríki við Persaflóa á leið sinni til Ástrlíu, en þaðán heldur hún í heimsókn til nokkurra ríkja í Suðaustur-Asíu. Reuter Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, í flugstjórasæti ástralskrar sjúkraflugvélar. Thatcher skoðaði flugvélina meðan hún hafði viðdvöl í borginni Alice Springs í Ástralíuheimsókn sinni. jf _ # Reuter Oþefun Feneyjum Gondólaræðarinn og farþegar hans tveir sem þeirra. Gróðurinn hefur valdið fiskadauða og eru á siglingu eftir síki einu í Feneyjum, hafa fælt burt fjöidann allan af ferðamönnum. Borg- brugðið á það ráð að bera grímur til þess að aryfirvöld í Feneyjum hyggjast brátt hefja her- finna ekki mikinn ódaun sem leggur úr síkjun- ferð gegn þessum ógnvaldi. um. Hann stafar af rotnandi sjávargróðri á botni ÞANN 8.ÁGÚST HBFST HÚN! HVER? 8542
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.