Morgunblaðið - 03.08.1988, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988
51
BRAUTARHOLTI 20 - SÍMI 29098
Láttu metnaöinn ráða þínu vali
OPNUNARTIMI:
Miðvikudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 19.00 - 01.00
Föstudaga og laugardaga kl. 19.00 - 03.00.
Pantið borð tímanlega hjá veitingastjóra í síma 29098.
Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasimi: 685111
Félag íslenskra iðnrekenda:
Villandi umfjöllun um aukefni
UNDANFARIÐ hefur mikið verið
fjallað um notkun aukefna og um-
búðamerkingar matvæla i fjölmiðl-
um. Umfjöllun þessi er hins vegar
samhengislaus og málinu hvergi
gerði nein viðhlítandi skil.
Slegið er upp fyrirsögn sem þess-
ari: „Skortur á eftirliti með eitur-
efnum“ (leturbr. FÍI). Af lestri
greinarinnar má ráða að með eitur-
efnum er átt við aukefni sem notuð
eru í matvælaiðnaði. Þetta er ekki
í fyrsta né síðasta sinn sem jafnað-
armerki er sett á milli aukefna og
eiturefna og lýsir alveg ótrúlegri
vanþekkingu á málinu. Eiturefni
teljast til flokks efna sem kallaður
er „Eiturefni og hættuleg efni“ og
þar undir flokkast t.d. skordýraeit-
ur. Bannað er að setja slík efni í
eða blanda saman við matvæli eða
aðrar neysluvörur og teljast þau
aðskotaefni.
Yfirlýsingar Heilbrigðiseftir-
lits Reykjavíkur um íslenska
framleiðendur í matvæla- og
drykkjarvöruiðnaði eru þó mun
alvarlegri. Staðhæfingar um að
íslenskir framleiðendur falsi oft
innihaldslýsingar visvitandi eru
órökstuddar og óábyrgar. Enn-
fremur er fullyrt að ástand á
umbúðamerkingum sé mun verra
á innlendum neysluvörum en er-
lendum. Alhæfingar sem þessar
eru órökstuddar og ekki sann-
leikanum samkvæmar.
Könnun Neytendasam-
takanna og Félags
íslenskra iðnrekenda
Heilbrigðiseftirlitinu er fullkunn-
ugt um ítarlega úttekt sem Neyt-
endasamtökin og Félag íslenskra
iðnrekenda gerðu í fyrra á ástandi
umbúðamerkinga erlendra og inn-
lendra neysluvara hérlendis. Skráð
voru og skoðuð tæplega fimm-
hundruð sýnishorn úr öllum flokk-
um neysluvara sem seldar eru á
höfuðborgarsvæðinu. Nærri lætur
að athugasemdir af einhvetju tagi
hafi verið gerðar við þriðjung allra
sýnanna í úrtakinu. Astand þess-
ara mála var hins vegar verra á
erlendum matvæla- og drykkjar-
vörum og umbúðamerkingum
þeirra meira ábótavant en inn-
lendra vara. Verst var ástandið á
erlendu sælgæti og á erlendum
drykkjarvörum, þar sem allt að
helmingur sýnishornanna braut í
bága við kröfur íslenskra heilbrigð-
isyfirvalda.
Eftirlitslaus innflutningur
Alltof sjaldan kemur fram að hér
á landi er ekkert virkt eftirlit með
innfluttum neysluvörum. Til lands-
„Til landsins hafa því
verið flutt ógrynnin öll
af ýmiss konar mat-
væla- og- drykkjarvör-
um sem hafa algjörleg-a
brotið í bága við þær
kröfur sem heilbrigðis-
yf irvöld gera til
íslenskrar fram-
leiðslu.“
ins hafa því verið flutt ógrynnin öll
af ýmiss konar matvæla- og drykkj-
arvörum sem hafa algjörlega brotið
í bága við þær kröfur sem heilbrigð-
isyfirvöld gera til íslenskrar fram-
leiðslu. Frumskilyrði er að sjálf-
sögðu að sömu kröfur séu gerðar
til erlendra vara og innlendra. Mikl-
ar vonir eru því bundnar við fyrir-
hugað innflutningseftirlit hér á
landi. Hillir þá undir það að á ís-
landi verði gengið eftir því að inn-
fluttar neysluvörur uppfýlli kröfur
yfirvalda líkt og aðrar þjóðir hafa
gert til okkar framleiðslu í áratugi.
Aukefni eru nauðsynleg
Aukefnanotkun í matvælaiðnaði
fær yfirleitt neikvæða umfjöllun í
fjölmiðlum. Sökum þessa hefur orð-
ið aukefni á sér neikvæðan blæ í
hugum margra. Aukefni eru rang-
lega nefnd eiturefni og gerviefni
og allt gert til að tengja þau ein-
hveiju tortryggilegu og slæmu. Slík
umljöllun er til þess eins fallin að
skelfa neytendur. Réttara væri að
nefna aukefni hjálparefni því
stærstur hluti aukefna í matvæla-
iðnaði er notaður sem hjálparefni.
Hinu geysimika úrvali matvæla og
drykkjarvara sem hér er á boðstól-
um tökum við sem sjálfsögðum hlut.
Við leiðum sjaldnast hugann að því
að þetta úrval megum við að mestu
leyti þakka tilvist aukefna. Þau
gera okkur mögulegt að velja á
milli sykurlausra vara og sykraðra,
kaupa vítamínbættar vörur, vörur
sem innihalda lítið magn matarsalts
og fjöldann allan af öðrum neyslu-
vörum sem eru meira eða minna
tilbúnar til neyslu. Mörg aukefni
hafa það hlutverk að hindra vöxt
óæskilegra baktería og annarra ör-
vera sem geta valdið alvarlegum
sjúkdómum. Erfitt er að reyna að
ímynda sér hvað gerðist ef þessi
flokkur aukefna væri ekki til stað-
ar. Nær óhugsandi væri að bjóða
margar neysluvörur til sölu sem nú
eru á markaðnum, sökum hættu á
matareitrun og skemmdum af völd-
um örvera. Við eigum í dag kost á
óskemmdum matvælum, matvælum
sem geymast lengi og ómissandi
eru í ferðalagið og síðast en ekki
síst, næringarríkum matvælum.
Skilyrðið er þó að góðra fram-
leiðsluhátta sé gætt í hvívetna eins
og á raunar við um alla framleiðslu.
Nýjar reglugerðir
í matvælaiðnaði
Nú er væntanleg ný reglugerð
um merkingu neytendaumbúða fyr-
ir matvæli og aðrar neysluvörur
ásamt reglugerð um notkun auk-
efna. Eldri reglugerðir eiu orðnar
úreltar og hafa margar aldrei þjón-
að tilgangi sínum. Sú skylda hvílir
á heilbrigðisyfirvöldum að fræða
neytendur og er mjög mikilvægt
að vel takist til þegar hinar nýju
reglugerðir verða gefnar út. Það
er hagur allra að neytendur geti
nýtt sér þær upplýsingar sem eru
á umbúðum neysluvara sem best
og sniðgangi ekki vörur að ástæðu-
lausu. Framleiðendur og neytendur
munu fagna komu þessara nýju
reglugerða svo og yfirlýsingum um
hert eftirlit. Vonandi verður þess
ekki langt að bíða að reglugerðir
fýrir matvælaiðnaðinn sem eru í
takt við tímann sjái dagsins ljós,
en þangað til eru hinar eldri í gildi
og erfitt millibilsástand varir. Fé-
lagið vonast ti þess að geta átt
gott samstarf við heilbrigðisyfirvöld
um þessi mál framleiðendum og
neytendum til góða.
(Frá Félagi íslenskra iðnrekenda.)
Vinningstölurnar 30. júlí 1988.
Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.067.766,-
1. vinningur var kr. 2.035.732,- Aðeins einn þátttakandi var
með fimm réttar tölur.
2. vinningur var kr. 609.606,- og skiptist hann á milli 274
vinningshafa, kr. 2.252,- á mann.
3. vinningur var kr. 1.422.428,- og skiptist á milli 5.492 vinn-
ingshafa, sem fá 259 krónur hver.
Sölustadirnir eru opnir frá
mánudegi til laugardags
og loka ekki fyrr en 15 mínútum
fyrir útdrátt.