Morgunblaðið - 03.08.1988, Side 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988
Burt með einkarekst-
ur á kostnað ríkisins
Hvað sýnir Landakotsdæmið?
eftir Hörð Bergmann
Enn bætist við sannanir fyrir því
hversu fráleitt er að leyfa eins kon-
ar verktakastarfsemi innan heil-
brigðiskerfisins. Við höfum fengið
enn eitt dæmið um hve dýrkeypt
reynist að láta ríkissjóð kaupa
lækningar og rannsóknir sem unn-
ar eru í ákvæðisvinnu á háum verk-
takatöxtum. Það er í lagi að kaupa
vinnu af verktaka þegar maður
ræður hvaða vinna er keypt og hve
mikil. En fáránlegt er að gera slíkt
viðskipti þegar seljandinn ræður
hvað og hve mikið skal keypt af
þjónustu hans eða vöru. Það er
með slíkum skilyrðum sem ríkis-
sjóður, sjóður okkar allra, kaupir
sífellt meira af læknisverkum og
rannsóknum. Dæmið frá Landakoti
staðfestir það sem átti að vera orð-
ið ljóst fyrir löngu: Þetta gengur
ekki. Það samræmist ekki hags-
munum almennings.
Fáránleikinn birtist í því að selj-
andinn vill ráða — og heftir til þessa
fengið að ráða — hve mikið af þjón-
ustu hans kaupandinn skal fá og
greiða. Fjárlög eiga að mati selj-
enda læknisþjónustu og rannsókna
á Landakotsspítala ekki að tak-
marka umsvif þeirra. Útgjöldin
eiga að ráðast af því hve miklu
þeir afkasta. Tekjur þeirra ráðast
nefnilega af því.
Dæmið frá Landakoti staðfestir
að hagsmunir almennings annars
vegar og lækna í ákvæðisvinnu
hins vegar fara ekki saman. Það
sýnir enn einu sinni hvemig forrétt-
indahópur hefur fengið að grafa
frárennsli úr sameiginlegum sjóð-
um okkar og lætur renna í stríðum
straumi í eigin vasa. Það er ekki
búið að lýsa inn í hvert skot í því
frárennsliskerfi sem verktakamir á
Landakotsspítala hafa komið upp.
Ljóst er þó að þessi „sjálfseignar-
stofnun" er að fara fram á að við
borgum 10 mifljónir á mánuði um-
fram það sem fulltrúar okkar á
Alþingi hafa samþykkt að taka af
okkur handa þeim. Og málsvarar
hennar eru greinilega stórhneyksl-
aðir á því að þeir skuli leyfa sér
að æmta.
Það verður auðvitað reynt að
halda áfram að sveipa það sem
hefur gerst á Landakotshæðinni
þoku og ota að almenningi niður-
stöðu eins og Tíminn birtir í fyrir-
sögn daginn sem þetta er skrifað:
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um
málefni Landakots: Tómur mis-
skilningur? Vonandi eiga þeir sem
stýra blaði heilbrigðisráðherra eftir
að átta sig á því að það er ekki
lengur vænlegt til fylgis að reyna
að hylma yfír það sírennsli í sér-
fræðingavasana sem enn viðgengst
innan heilbrigðiskerfísins. Væn-
legra verður að reyna að treysta
undirstöður heilbrigðisþjónustunn-
ar með því að draga úr þeim gífur-
lega launamun sem þama við-
gengst og nýta betur takmarkað
fjármagn sem hægt er að láta
renna til þess.
Dæmið af Landakotsspítala
staðfestir svo ekki verður um villst
hve óhagkvæmt er fyrir almenning
en gróðavænlegt fyrir lækna að
reka heilbrigðisþjónustu þannig að
greitt sé fyrir hvert læknisverk
samkvæmt háum taxta. Það er
hamast svo við að skera og rann-
saka að áður en árvökull fjármála-
ráðherra hefur áttað sig ér bak-
reikningurinn orðinn 300 milljónir.
Og mátti hann þó vita að margt
gæti gerst í ábatasömu ákvæðis-
vinnukerfi á skattlausu ári.
Ákvæðisvinnukerfí við lækning-
ar bitnar ekki aðeins á almenn-
ingi. Fjármagn til heilbrigðisþjón-
ustu verður alltaf takmarkað eins
og til alls annars. Þegar einn fær
óeðlilega mikið fær annar þeim
mun minna. Hafí viss hópur innan
kerfísins tök á að láta renna til sín
margföld laun annarra verður of-
framboð á þeim sem vilja komast
í forréttindahópinn en hinir hverfa
á braut. Þetta er einmitt að ger-
ast. Við höfum nú fleiri lækna á
hveija þúsund íbúa en nokkur önn-
ur þjóð. Og það eru svo margir
búnir að afla sér hinna eftirsóttu
réttinda að það bíða nú þegar ná-
lægt 300 erlendis eftir að stöður
losni hér eða nýjar verði viður-
kenndar. En skortur á hjúkrunar-
fræðingum og sjúkraliðum fer vax-
andi.
Ákvæðisvinnan bitnar líka
á læknastéttinni
Sé dregið úr ákvæðisvinnunni
verður pláss fyrir nokkra, sem eru
í útlegð, í fastlaunuðum stöðum.
Fyrsta skrefíð ætti að vera að
leggja niður ákvæðisvinnu við
læknisverk á Landakoti og heilsu-
gæslustöðvunum og setja alla á
föst góð laun, svona þrisvar sinnum
hærri en lægstu launin. Aðrar heil-
brigðisstéttir ættu að leggja ráð-
herrum fjármála og heilbrigðismála
lið við að byija að vefja ofan af
forréttindakerfínu. Varla vænta
þær þess að komast í ákvæðisvinnu
skv. taxta við lyfjagjöf og umönn-
un!
En þetta eru ekki einu ástæðurn-
ar fyrir því að nú er orðið brýnt
að losna við akkorðið í heilbrigðis-
kerfínu. Það er nefnilega farið að
bitna á læknastéttinni sjálfri á
margan hátt ef að er gáð. í seinni
tíð hafa verið dregin fram það
mörg dæmi um hvemig svona kerfí
virkar á venjulegt fólk eins og
lækna að almenningur fer að halda
að þar í flokki sé að fínna fleiri
fégráðuga skúrka en gengur og
gerist. Slík ímynd hæfir ekki stétt
sem gætir dyranna sem skilja milli
lífs og dauða. Haldi slík ímynd
áfram að skýrast með dráttum frá
öllum fjölmiðlum, sem eðlilega sýna
hneykslismálum af þessum vett-
vangi áhuga, hlýtur það að gera
læknum erfítt fýrir í starfi. Þess
vegna má ætla að margir í stétt-
inni vilji losna við freistingamar
sem fylgja því að flýta sér sem
mest við verkin. Þótt tekjur þeirra
ráðist af því hve hratt þeir vinna
og hve mörg verkefni er hægt að
skapa.
Fólk, sem leitar til sérfræðinga
í uppmælingavinnu með kvilla sína,
áhyggjur, böm eða bamaböm
kemst oft ekki hjá því að merkja
á aðförum læknisins á hvemig
gmndvelli hann vinnur. Það leynir
sér ekki í þessari vinnu fremur en
annarri þegar menn eru í akkorði.
Og þeir sem gera sér grein fyrir
því að gjaldið sem þeir borga fyrir
mínútumar, sem þeir fá, er aðeins
hluti þess sem þær kosta hljóta oft
að verða hneykslaðir. Allt grefur
þetta óhjákvæmilega undan mögu-
leikum á eðlilegu sambandi læknis
og skjólstæðings hans. M.a. þess
Hörður Bergmann
„Það er fráleit skipan
að kaupa læknisþjón-
ustu innan opinbers
heilbrigðiskerfis eins
og verið væri að kaupa
vinnu af verktaka eða
vinnu samkvæmt gjald-
skrá á markaði. Meg-
inástæðan fyrir því að
það gengur ekki er sú
að þá ræður kaupandi
læknisþjónustunnar,
ríkissjóður fyrir okkar
hönd, í rauninni ekki
hve mikið hann kaup-
ir.“
vegna ætti læknastéttin að sjá kosti
við að losna við kerfið.
Breyting er löngu tímabær
Ég býst við að flestir, sem þetta
lesa, minnist þeirra dæma sem