Morgunblaðið - 03.08.1988, Side 57

Morgunblaðið - 03.08.1988, Side 57
komið hafa til umfjöllunar í seinni tíð, sem minna að sínu leyti á hve tímabært er orðið að breyta verk- takaakkorðinu í heilbrigðisþjón- ustunni. Tryggingastofnun viðurkenndi eiginlega að samninganefnd henn- ar hefði samið af sér sumarið 1985 þegar nýir sérfræðingataxtar tóku gildi. A.m.k. blöskraði sjúkratrygg- ingadeildinni svo reikningarnir að það var hætt við að borga — og eitthvað krukkað í gjaldskrána áð- ur en opnað var fyrir sérfræðinga- kranann á ný. Síðan sækir í sama farið. Eins og menn muna kannski var ríkisendurskoðandi greinilega miður sín í fjölmiðlaviðtölum í jan- úar í vetur. Bæði af því að það var lokað á starfsmenn hans í nafni þagnarskyldu þegar þeir ætluðu að athuga hvað var á bak við reikn- inga heilsugæslulæknis. En ekki síður vegna þess hve háir reikning- ar bárust mánaðarlega frá þeim sem eru í akkorðinu, eða á bilinu 300—900 þúsund. Upphæð sem ber að skoða í ljósi þess að meirihluti sérfræðinganna, sem senda þessa reikninga, er á föstum launum við einhvem spítala, þetta er bara ríkishluti aukavinnunnar og sjúkl- ingahlutinn ótalinn. Hvað sem líður hæpnum reikn- ingum frá heilsugæslustöðvum þá virðist enn meiri ástæða til að at- huga með gagnrýni einkarekstur á kostnað ríkisins í Landakotsspítala. Hvers vegna fær yfírlæknir sem rekur rannsóknastofu fyrir eiginn reikning föst laun frá ríkinu þar á ofan? Hvers vegna rekur ríkið ekki stofuna í stað þess að ausa milljón- um í þennan millilið? Hvers vegna ráða hagsmunir lækna með einka- rekstur á kostnað ríkisins hús- næðiskaupum og leigukjörum spítalans? Og hvers vegna fá þeir vildarkjör hjá lyfjabúri hans? Allt sannar þetta ógöngur sem úrelt og óréttlátt kerfi leiðir fólk í. Það gerir stétt, sem þarf öðrum fremur á því að halda að njóta trausts, tortryggilega í augum al- mennings. Vekur gremju hinna lág- launuðu í heilbrigðiskerfinu. Og nú MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988 8S 57 er fjácmálaráðherra líka nóg boðið eftir að hafa skoðað dæmið frá eina spítalanum sem fær að nota ákvæð- isvinnukerfíð. Það er ekki nema von. Kerfið er óréttlætanlegt. M.a. má skoða það í ljósi upplýsinga frá Davíð Á. Gunnarssyni, fram- kvæmdastjóra ríkisspítala, sem Tíminn birti 22. þ.m.: „Davíð sagði að ríkisspítalar hafí farið innan við 1% fram úr fjárlögum á síðasta ári en talað væri um að Landakot hafi farið 15% fram úr áætlun." Að lokum vil ég ítreka þetta: Það er fráleit skipan að kaupa læknisþjónustu innan opinbers heil- brigðiskerfís eins og verið væri að kaupa vinnu af verktaka eða vinnu samkvæmt gjaldskrá á markaði. Meginástæðan fyrir því að það gengur ekki er sú að þá ræður kaupandi læknisþjónustunnar, ríkissjóður fyrir okkar hönd, í raun- inni ekki hve mikið hann kaupir. Sá sem selur þjónustuna ræður meira um það. Frá því að sjúkling- ur eða forráðamaður barns kemur til læknis ræður hann öllu um hvað gert er. Fjölda rannsókna, aðgerða og hversu margar endurkomurnar verða. Ég þykist hafa fært hér sterk rök fyrir því að af þeim sök- um og mörgum öðrum sé ekki rétt- lætanlegt að láta lækna vinna eins og hveija aðra vertaka. Það er löngu tímabært að fara að brölta upp úr feninu sem þetta hefur leitt okkur í. Þannig að stefnt verði að því að allir læknar taki föst laun eins og aðrar heilbrigðisstéttir. Ég veit að fjármálaráðherra skil- ur þetta og reynir að láta ekki plata sig. En enn er eins og heilbrigðis- ráðherra sé að hugsa sig um. Von- andi áttar hann sig á því að það þarf meira til að tryggja framtíð góðrar heilbrigðisþjónustu en harða skattheimtu. Það þarf líka að loka fyrir sjálfvirkt rennsli úr sjóðnum sem á að standa undir henni og tryggja heilbrigðisstéttum jafn- rétti. Einkarekstur á kostnað ríkis- ins á ekki rétt á sér. Höfundur er fræðalufulltrúi. Hefur fjöldinn afstöðu? Erlendar bækur Björn S. Stefánsson Jon Elster og Aanund Hylland (ritst.): Foundations of social choice theory. Cambridge Uni- versity Press og Universitets- forlaget 1986. Bók þessi er annað bindi í ritröð- inni „Studies in rationality and social change" sem Norðmennirnir Jon Elster og Gudmund Hernes ritstýra, og um leið fjórða bindi í norskri ritröð, „Demokrati og sam- funnsstyring". Fjallað er um það, hvort rök séu til að telja að hópur manna eða heilt þjóðfélag hafí óskir eða vilji eitt frekar en annað, eða hvort slíkt eigi einungis heima í huga einstaklinga. Forsenda lýðræðis er að fólk sem heild hafi afstöðu til mála í forgangsröð, en það er bundið miklum vandkvæðum að skilgreina slíka röð. Vandkvæðin við það komu skýrt fram árið 1950, þegar Kenneth Arrow, síðar Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, setti fram fræga kenningu um það sem væri ómögulegt í þessu sam- bandi og orðað hefur verið svo fyrirvaralaust, að lýðræði sé óframkvæmanlegt. Greinar bókarinnar fjalla um rök Arrows og síðari rit um málið. Meðal annarra efna sem rædd eru er hvort rök séu til að bera saman nytsemi máls fyrir tvo eða fleiri einstaklinga. Nokkrir höfundanna ræða hvort hugsa megi út for- gangsröðun sem byggist á allt öðru en gert er ráð fyrir í ómögu- leikakenningu Arrows. Höfund- arnir eru norskir, enskir og banda- rískir, lærðir í heimspeki, hag- fræði og stjórnmálafræði. ÁTAKILANDGRÆÐSLU LAUGAVEG1120,105 REYKJAVlK SiMI: (91)29711 Hlaupareikningur 251200 Búnaðarbankinn Hellu m «o «1 ftj E I5 # -2 k. co O MERKI UM GOBAN UTBUNAB NÍÐSTERK ÞUNGAVIGTARLÍNA Fœst í nœstu sportvöruverslun. HAGSTÆÐASTA VERÐIÐ Óvenju rúmgóöur og ótrúlega vel búinn fjölskyldubíll sem hentar svo sannarlega vel fyrir íslenskar aöstæöur. Þú getur valið um fimm mismunandi útgáfur af Monza, allt frá Monza SL/E með 1,8 lítra vél, beinskiptingu og vökvastýri til lúxusbílsins Monza Classic S/E með 2 lítra vél og sjálfskiptingu, auk alls lúxusbúnaðar og meira að segja fullkomnu þjófavarnarkerfi, Chevrolet Monza SL/E 1,8 lítra vél beinskiptur/sjálfskiptur Chevrolet Monza SL/E 2,0 lítra vél sjálfskiptur__________________ Chevrolet Monza Classic 2,0 lítra vél beinskiptur/sjálfskiþtur Öll hugsanleg greiðslukjör t.d.: 25% út - afgangur á 30 mán. 50% út - afgangur á 24 mán. 75% út - afgangur á 6-8 mán. Sumarkjör okkar á Chevrolet Monza þýða - þrátt fyrir gylliboö annarra - hagstæöasta veröið á markaðnum í dag VERÐ FRÁ KR. 614.000-GERIÐVERÐSAMANBURÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.