Morgunblaðið - 03.08.1988, Side 59
ÖC*
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988
59*
Mmning:
son, Akranesi
Um hádegi sl. mánudag fengum
við vinnufélagar Eggerts Magnús-
sonar tilkynningu um það að hann
væri látinn. Þetta kom á óvart því
hann hafði farið heim að kvöldi
föstudags án nokkurs merkis þess
er koma skyldi, en að morgni mánu-
dags er hann ætlaði til vinnu sinnar
kom kallið. Þannig kemur dauðinn
alltaf á óvart hvemig sem á stend-
ur og erum við starfsmenn hér hjá
Sementsverksmiðju ríkisins, nú að
kveðja annan félaga okkar með
rétt tveggja mánaða millibili.
Eggert Magnússon var fæddur
11. júní 1921 að Söndum hér á
Akranesi og þar bjó hann alla tíð
síðan. Foreldrar hans voru þau
Magnús Magnússon og Guðrún
Símonardóttir og áttu þau 13 börn
og eru nú 10 eftir á lífi. Áf-þeim
búa enn 5 á lóð þeirri er tilheyrði
foreldrahúsum þeirra, þ.e. fjórir
bræður og ein systir, en Eggert var
fimmti bróðirinn.
Um tvítugt fer Eggert í vélvirkja-
nám hjá Einari Vestmann, sem þá
starfrækti vélsmiðjuna Loga hér á
Akranesi. Síðan liggur leið Eggerts
í Vélskóla íslands og þaðan útskrif-
ast hann 1948 og starfaði síðan á
íslenskum botnvörpuskipum
1948—1952. Eftir það var hann
rúm tvö ár á norskum olíuskipum
og í vélsmiðjunni Sindra í Reykjavík
rúmt ár.
Árið 1957 hóf Eggert störf hjá
Sementsverksmiðju ríkisins og var
því með elstu starfsmönnum hér.
Fyrstu árin hjá SR starfaði hann í
líparítnámu verksmiðjunnar inni í
Hvalfirði, en þar var þá ekkert raf-
magn svo keyra þurfti dieselvélar
og sá Eggert um keyrslu á þeim.
Síðan kom hann til starfa í verk-
smiðjunni sjálfri og var lengst af
sem stjómandi manna og véla við
framleiðslu eða þar til fyrir átta
árum að hann veiktist og þurfti
hann þá að gangast undir heilaað-
gerð. Eftir það náði hann aldrei
fullri heilsu en smátt og smátt virt-
ist hann bæði hressast og styrkj-
ast. Hann vann þó síðan aðeins
hálfan daginn á vélaverkstæði verk-
smiðjunnar og sem dæmi um það
hve hress hann var orðinn riijast
það upp að hann mætti í fyrsta sinn
á árshátíð verksmiðjunnar 1. febrú-
ar sl. sem haldin var á Hótel Loft-
leiðum og tók þátt í tveggja daga
fögnuði, m.a. leikhúsferð o.fl., með
vinnufélögum sínum.
Eggert Magnússon fór sér venju-
lega hægt, en vel var á haldið þar
sem hann kom nærri og allt gert
af stakri samviskusemi sem honum
einum var lagið. Eggert Magnússon
var prúðmenni svo af bar og aldrei
vissi ég til þess að hann legði öðrum
illt orð í eyra eða gengi nokkum
tíma á hlut annars manns. Það var
ekki til í huga hans að gera slíkt.
Eggert var að eðlisfari dulur, en
gat þó verið kátur og glaðvær þeg-
ar því var að skipta. Þetta vissum
við sem best þekktum hann og
kynntumst hinni óvenjulegu kímni
hans og þegar hann hló sjálfur sem
innilegast hreifst maður með. Þótt
Eggert væri hlédrægur var hann
Birtíng afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í
Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins í Hafnar-
stræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
strax leggja því máli lið og hafði
mikinn áhuga fyrir vexti þess og
viðgangi. Einnig þegar nokkrir
menn tóku sig saman og stofnuðu
til rekstrar sölufélags á m.a. afurð-
um Akraprjóns hf. Þar var Eggert
strax reiðubúinn að gerast þátttak-
andi og fylgdist af áhuga með þeim
málum. Þótt þessi rekstur væri
síður en svo dans á rósum, þá rask-
aði það ekki rósemi Eggerts, sem
vissi að hlutimir ganga ekki alltaf
fyrir sig eins og best verður á kos-
ið, heldur kosta þrautseigju og þol-
inmæði.
Eggert var mikill trúmaður.
Hann var virkur félagi í KFUM. og
sótti sinn styrk til kirkjunnar og í
lestur góðra bóka. Eggert 'Var ekki
einn þeirra, sem trana sér fram,
heldur þvert á móti hlédrægur að
eðlisfari, en hugsaði því meir um
hlutina, hvernig þeir gætu gengið
sem best. Þá gat hann verið manna-
glaðastur á góðri stund.
Eins og áður sagði, þá var Egg-
ert einn 13 systkina. Hann braust
samt til mennta og útskrifaðist úr
Vélskólanum í Reykjavík árið 1948.
Eftir það stundaði hann sjómennsku
á íslenzkum botnvörpungum næstu
4 árin og næstu 2 á norskum olíu-
skipum. Á olíuskipum má segja að
Eggert hafði siglt um heimshöfin
og séð sig um í heiminum. T.d. siglt
um Súesskurð og komið til margra
landa, t.d. Austurlanda nær og fjær.
Lengstur varð þó starfsferill Egg-
erts hjá Sementsverksmiðjunni, en
þar hóf hann störf 1957 og var þar
enn í starfi er lokakallið kom.
Nú að leiðarlokum vil ég fyrir
hönd okkar meðeigenda Eggerts í
Akrapijóni hf. votta honum virð-
ingu okkur og þökk fyrir ánægju-
legt samstarf og vottum ættingjum
hans og vinum innilega samúð.
Rúnar Pétursson
félagslyndur. Hann starfaði mikið
í KFUM og allt frá því að séra
Friðrik Friðriksson stofnaði þann
ágætan félagsskap hér á Akranesi
starfaði Eggert þar og vissi ég til
þess að sá félagsskapur var honum
alla tíð mikils virði.
Að lokum vil ég fyrir hönd starfs-
félaga hans hér hjá SR kveðja þenn-
an góða vin okkar um leið og við
vottum aðstandendum hans inni-
lega samúð.
Guðmundur Þórðarson
Að morgni mánudagsins 25.júlí
lést Eggert Magnússon, vélfræð-
ingur, Krókatúni 4a, Akranesi, er
hann var að búa sig til vinnu í Sem-
entsverksmiðjunni, sem búin var að
vera hans starfsvettvangur í rúm
30 ár.
Eggert var fæddur að Söndum á
Akranesi 11. júní 1921 og var því
orðinn 67 ára er hann féll frá með
svo sviplegum hætti. Foreldrar hans
voru þau hjónin á Söndum, Magnús
Magnússon og Guðrún Símonar-
dóttir. Eggert var einn 13 systkina
og þar í miðjum hópi, 6 eldri og 6
yngri.
Kynni þess, er þetta ritar af
Eggerti urðu fyrst veruleg eftir að
Eggert gekk inn í fyrirtækið Akra-
pijón hf. árið 1975, sem meðeig-
andi. Þá þegar tókust mjög góð
persónuleg kynni við Eggert, sem
styrktust því meir sem árin urðu
fleiri. Ef ég ætti að lýsa Eggerti,
þá finnst mér einfaldast að segja
að hann var góður maður, sem
hvergi mátti vamm sitt vita. Hann
var mjög framfarasinnaður og hafði
gaman af að leggja góðum málum
lið. Þegar Fiskeldisfélagið Strönd
hf. var stofnað, þá vildi Eggert
Æ-
Úrval l.flokks notaðra bíla í okkar eigu. Allir skoðaðir og yfirfarnir.
Sýnishorn úr söluskrá:
MAZDA 626 LTD
Árgerö ’87. Ekinn 23 þ/km. Hvítur.
MAZDA 323 QTI
Árgerö ’86. Ekinn 26 þ/km. Svartur.
MAZDA 323 1,6 QLX 8TATION
Árgerö '87. Ekinn 47 þ/km. Hvítur.
MAZDA 323 1 ,3
ÁrgerÖ ’82. Ekinn 92 þ/km. Blór.
MAZDA 920 LTD
Árgerö '82. Ekinn 53 þ/km. Graenn.
TOYOTA CARINA
Árgerö ’84. Ekinn 60 þ/km. Graenn.
CHEVROLET MONZA
Árgerö ’87. Graenn.
COLTTURBO
ÁrgerÖ '84. EKinn 47 þ/km.
MAZDA 920 1,6
Árgerö ’87. Ekinn 18 þ/km. Dökk-
grér.
TOYOTA COROLLA
Árgerö ’86. Ekinn 40 þ/km.
Munið okkar
hagstæðu
verð og
greiðslukjör!
BMW 9201
Sjólfskiptur. Árgerö ’84. Ekinn 77
þ/km. Blágrór.
MAZDA 323 1 ,B
Sjólfskiptur. Árgerö ’84. Ekinn 65
þ/km. Vínrauöur.
VOLVO 340
Argerö ’86. Ekinn 41 (j/km.
Fjöldi annarra bíla
á staðnum.
MAZDA 629 QLX
Argerö ’86. Ekinn 25 þ/km.
TOYOTA COROLLA 1 y3
LIFTBACK
Árgerö ’88. óekinn. Hvítur.
DAIHATSU CHARADE
Árgerö '88. óekinn. Blór.
MAZDA 323 1,6 QLX 8TATION
Árgerö ’87. Ekinn 47 þ/km. Hvftur.
MMC TREDIA QL8
ÁrgerÖ ’84. Ekinn 35 þ/km. Graen-
sans.
OPEL CORSA
Árgerö ’84. Brúnn.
Opið laugardaga
frá kl. 1—5
BÍLABORG H.F.
3 dyra. Árgerö ’84. Ekinn 74 þ/km. FOSSHÁLSl 1, SÍMI68 12 99
GUMMIBATUR
MEÐ
MÓTOR
3ja manna
Verð kr. 14.600.-
Stgr. kr. 13.870.-
2ja manna
Verð kr. 11.900.
Stgr. kr. 11.305.
Innifalið í verði:
Gúmmíbátur fyrir tvo ★ Raf-
mótorar ★ Rafgeymir 12 V ★
Hleðslutæki ★Arar ★ Pumpa.
Sendum í póstkröfu.
Kreditkortaþjónusta.
Ármúla 40, sími 35320.
/I44R