Morgunblaðið - 03.08.1988, Side 69

Morgunblaðið - 03.08.1988, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988 Fámennt á útihá- tíðinni í Atlavík EeUsstöðum. LJOST er að Atlavíkurhátíðin varð ekki sú fjáröflun sem for- ráðamenn Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands voru bún- ir að gera sér vonir um heldur þvert á móti, þvi tap varð á sam- komunni. Ekki er enn Ijóst hve tapið er mikið en það er töluvert. Einungis 1.200 manns borguðu sig inn en um 2.000 manns voru á svæðinu. Forráðamenn UÍA tejja að um 3.000 hefðu þurft að borga sig inn til þess að endar næðu saman. Að sögn lögreglu fór hátiðin vel fram og umgengni um skóginn var góð. UÍA var gert að greiða kostnað af 25 lögreglumönnum og telja þeir það óréttl- áta ákvörðun þegar Vestmanneyingar þurftu einungis að bera kostnað af fjórum lögreglumönnum og hátíðin á Melgerðismelum átta. Morgunblaðið/Björn Sveinsson Atlavíkurhátíðin var ekki eins vel sótt og vonir stóðu tíl og er tap af henni talsvert. Forráðamenn Atlavíkurhátíðar voru vonsviknir með þá litlu þátt- töku sem var á samkomunni en oft hefur þetta verið fjölmennasta útisamkoma landsins um verslun- Mikið um ö 1 vunarakstiir um verslunarmannahelgi UMFERÐIN gekk vel fyrir sig um verslunarmannahelgina þrátt fyrir mikla umferð alla dagana, að sögn Ómars Smára Armannssonar aðalvarðstjóra. Lögreglan leit eftir útbúnaði bUa og kannaði beltanotkun og var útkoman afar góð, að sögn Ómars Smára. Hafði áróður undanfarna daga haft áhrif á vegfarendur. Hins vegar varð lögreglan að hafa afskipti af ölvuðum ökumönnum og sagði Ómar Smári að það væri sá blettur á verslunarmannahelg- inni sem erfitt væri að afmá. Hins vegar var ökuhraði jafn og lítið um of hraðan akstur. Umferð var mest á Suðurlandi þar sem veður var best og lá mesti straumurinn að Laugarvatni og Þingvölium. Lögreglan notaði þyrlu Landhelgisgæslunnar við eftirlit. Þannig náðist yfírlit yfír umferðarþungann og beindi lög- Akureyri: Mikiðmagn áfengis gert upptækt FRÁ fimmtudegi til mánudags voru 25 ökumenn stöðvaðir á Akureyri grunaðir um ölvunar- akstur. Þá voru 20 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur og 40 manns vistaðir fyrir ölvun. Að sögn lögreglunnar á Akur- eyri var óhemju mikið magn af áfengi gert upptækt, nokkur hundruð flöskur. Umferðin gekk greiðlega á Akur- eyri og í nágrenni, að sögn lögregl- unnar þar, en þó urðu þar átta umferðaróhöpp og tveir útafakstr- ar. Harður árekstur varð á brúnni yfír Skjóldalsá og rifbeinsbrotnaði ökumaður annars bflsins. Bundið slitlag er á þessum vegarkafla en vegurinn er þröngur og lausamöl til sitt hvorrar hliðar. Engir far- þegar voru í bflunum en ökumenn- imir voru báðir í bflbeltum og hefur það eflaust afstýrt frekari meiðsl- um. Bílamir eru taldir ónýtir. reglan liðstyrk sínum að þeim stöðum þar sem fjölmennast var. Mikil umferð var um hálendið, einkum um Kjalveg og þar var þyrlan í eftirlitsflugi á sunnudag. Á sunnudag var flogið yfír helstu mótssvæði. Að sögn Ómars Smára var greinilegt að fólk var farið að tygja sig heim á leið þegar á sunnudegi enda var veðurspá mánudagsins ekki sem best. Mikil umferð var á Suðurlandi á sunnu- dag og greinilegt að margir lögðu leið sína til Laugarvatns, Þingvalla og Hveragerðis. Óli H. Þórðarson hjá Umferðar- ráði sagðist afar ánægður með hve fá slys hefðu orðið um helgina. Umferðarslys nú em mun færri en á sama tíma í fyrra. Þá lýsti hann yfír mikilli ánægju með öku- ljósa- og bílbeltanotkun vegfar- enda og líkti því við koilsteypu. Sagði hann að hér væri um greini- lega svörun að ræða við þeim áróðri dunið hafí á fólki. Þá væri einnig ánægjulegt að sjá að fólk væri farið að spenna bömin í aftur- sætinu í bílbelti. Hins vegar var það skuggi á verslunarmannahelg- inni hve margir voru teknir fyrir ölvunarakstur, en þeir vom nú hátt á annað hundrað. í fyrra vom 58 teknir fyrir akstur undir áhrif- um áfengis. Jöfn og mikil umferð var á Suðurlandi á sunnudag. Morgunblaðið/Einar Falur Milli 10 og 12 þúsund ferðalang- ar fóru um Umferðarmiðstöðina Fólksflutningar um helgina gengu vel og stóráfallalaust fyr- ir sig. Milli 10 og 12 þúsund fóru um Umferðarmiðstöðina í Reykjavík og Flugleiðir flugu með 4700 manns innanlands. Að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafulltrúa Flugleiða gekk flug á þeirra vegum mjög vel og flestar vélanna héldu áætlun. Oftast var flogið til Vestmannaeyja, en félagið flutti einnig ijölmarga til Akureyrar og Egilsstaða. Síðasta flug Flugleiða til Vest- manneyja á mánudagskvöldið féll niður vegna þoku. Þá stöðvuðust líka ferðir Leiguflugs Sverris Þór- oddssonar milli lands og Eyja, en á vegum þess var haldið uppi reglu- legum ferðum þangað meðan á þjóðhátíðinni stóð. armannahelgina. Að þessu sinni var boðið upp á margar af vinsæl- ustu hljómsveitum og skemmti- kröftum landsins svo sem Stuð- menn, Strax, Bubba Morthens, Megas, Bjama Arason og Bjartm- ar Guðlaugsson ásamt fleiri hljóm- sveitum en það dugði ekki til. Magnús Stefánsson hjá UÍA telur að veðrið vikuna fyrir versluna mannahelgina eigi mikinn þátt í því hve samkoman var fámenn. Ljóst er að sambandið tapar tölu- verðu fé á samkomuhaldinu nú. Það sama á við um þær hljómsveit- ir sem komu fram á hátíðinni en þær fá greitt eftir Qölda seldra aðgöngumiða. Löggæsla er stór kostnaðarliður í útihátfð sem þess- ari og verður samkoman að bera kostnað af þeim fjölda lögreglu- manna sem lögreglustjóri ákveður þegar leyfí fyrir samkomunni e^~ veitt. í þetta sinn var ákveðið að þeir yrðu 25 og sagði einn for- svarsmanna UÍA að honum virtist sem útihátíðimar sætu ekki við sama borð í þessum efnum. Lög- reglustjórinn í Vestmannaeyjum léti þjóðhátíð bera kostnað af fjór- um lögreglumönnum og sýslumað- ur Eyjafjarðarsýslu léti samko- muna á Melgerðismelum borga átta lögreglumönnum. Að auki væri svo fíjöldi manna við gæslu úr röðum félagsmanna íþróttafé- laganna, hjálpar- og björgunar- sveita. Að auki yrðu þessar sam- komur að standa skil á söluskatti f ríkissjóð en vilyrði fyrir niðurfell-_ ingu hans hefði ekki fengist hjá^ Qármálaráðherra nú. Þetta varð til þess að UÍA hækkaði verð að- göngumiða úr 4000 kr. í 5000 kr. og kann hátt verð aðgöngumiða að eiga sinn þátt í dræmri aðsókn á margar útihátíðir nú. Björn Mikill fyöldi fór um Umferðarmið- stöðina á leiðinni til Eyja. Alls munu milli tíu og tólf þúsund manns hafa farið um stöðina um helgina og áttu engin teljandi vandræði sér stað í þeim flutningum. Afar marg- ir voru fluttir í Þórsmörk og til Laugarvatns, en einnig fór nokkur fjöldi til Þingvalla, Víkur í Mýrdal og austur á Kirkjubæjarklaustur. Kirkjubæjar- klaustur: Friðsælt Klausturlíf MILLI ellefu og tólf hundr- uð manns sóttu hátíðina Klausturlíf ’88, sem haldin var á Kirkjubæjarklaustri um Verslunarmannahelg- ina. Veður var gott og gekk hátíðin stórslysalaust fyrir sig. Félagsheimilið Kirkjuhvoll og Ungmennafélagið Ármann stóðu fyrir hátíðinni en Björg- unarsveitin Kyndill aðstoðaði við framkvæmdina. Ekki kom til teljandi vandræða vegna ölvunar og engin veruleg óhöpp urðu í umferðinni. Stór hluti gestanna var fjölskyldu- fólk, enda var dagskráin mið- uð við það.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.