Morgunblaðið - 03.08.1988, Síða 72

Morgunblaðið - 03.08.1988, Síða 72
Tork þurrkur. Þegar hreinlæti er nauðsyn. JtL asiacohf Vesturgötu 2 Postholf 826 . 121 Reykjavik Simi (91) 26733 MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Reykjavík: Gasolíuflekkur a ytri höfninni MEGN olíulykt vakti athygli fólks, sem var við vinnu í Viðey í gærmorgun. Hafnaryfirvöld í Reykjavik voru strax látin vita og fóru hafnsögumenn að leita uppruna olíuþefsins. Þeir fundu gasolíuflekk á Viðeyjarsundi og rak flekkinn undan vindi frá landi. Að sögn Halls Árnasonar hafn- sögumanns var ekki um mikið magn olíu að ræða og uppruni lekans ókunnur. Svo virðist þó sem olían hafi komið úr Sundahöfn eða ná- ^^renni hennar. Hallur sagði að úti- lokað væri að hún hefði komið frá olíuskipi, sem á þessum tíma var að losa farm sinn í Örfirisey. Hugsan- legt er, að rekja megi olíuflekkinn til vinnuvéla, það mun vera algengt að í rigningu skolist af bryggjum olía, sem lekið hefur af tækjum og getur þá myndað flekki á sjónum. Gasolía dreifist mjög mikið þegar hún kemur í sjó, einn dropi þekur um fermetra af yfirborði sjávar. Ekki var talið að fuglalífi eða mann- virkjum stæði ógn af þessari olíu. Síðdegis í gær var flekkurinn á reki út Engeyjarsund og má búast við að olían gufi upp á skömmum tíma. Hallur Árnason segir að það sé nokkuð algengt að lítilsháttar olía fari í sjóinn við höfnina. Venjulega sé það fyrir slysni eða bilun í tækj- um. „Menn eru orðnir miklu passa- samari með þetta núna en áður, enda er vel fylgst með allri meng- un, “ sagði hann. Reykjavík styrkir byggingn tónlistarhúss: Felld niður 40 millj- óna gatnagerðargjöld Á BORGARRÁÐSFUNDI í gær var Samtökum um byggingu tón- listarhúss formlega úthlutað lóð fyrir húsið i norðausturhorni Laugardalsgarðs. Jafnframt sam- þykkti borgarráð að fella niður gatnagerðargjöld af húsinu, en þau nema rúmum 40 milljónum króna. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði niðurfellingu gatnagerðargjaldanna vera styrk borgarinnar við byggingu JLiendinga- met í Ejjum Lendingamet var sett í Vest- mannaeyjum á sunnudaginn. Þá lentu 203 flugvélar á vellinum þar. Gamla metið var 195 lendingar á þjóðhátíð 1986. Veður var mjög gott á sunnudaginn og var hægt að lenda á báðum flugbrautum. hússips. Davíð sagðist ekki muna til þess að jafnstór styrkur hefði verið veittur áður á þennan hátt af hálfu Reykjavíkurborgar. Nærri mun láta að hann nemi 3-4% af áætluðum byggingarkostnaði hússins. „Það munar mikið um þessa við- bót,“ sagði Gunnar S. Bjömsson, formaður byggingamefndar tónlist- arhússins. Hann sagði að styrkurinn gerði kleift að hefja framkvæmdir fyrr en ella og nú væri hægt að setja vinnu við teikningar í fullan gang. Vonast væri til að henni lyki upp úr miðju næsta ári og þá væri hægt að hefja útboð á framkvæmd- um. „Við ætlum að ljúka allri hönnun- arvinnu áður en framkvæmdir verða hafnar," sagði Gunnar. Hann sagði að fjársöfnun til húsbyggingarinnar gengi bærilega og menn væru alls ekki svartsýnir í þeim efnum. Meðal annars hefur fyrirtækjum verið boð- ið að „kaupa“ stóla í tónleikasal hússins og hafa 50-60 fyrirtæki sýnt því áhuga. Áætlað er að ljúka bygg- ingu tónlistarhússins árið 1997. Ölafur Jóhann Sigurðsson látínn Ólafur Jóhann Sigurðsson rit- höfundur lést á Landakotsspítala sl. laugardag, 69 ára að aldri. Banamein hans var heilablóðfall. Ólafur Jóhann var einn helsti rit- höfundur landsins og með annarri bók sinni, Við Álftavatn, 1934 vakti hann þjóðarathygli, aðeins 16 ára W0%amall. Höfuðverk hans er skáld- sagan Fjallið og draumurinn, 1944. Ólafur Jóhann hlaut bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs 1976 fyrir ljóðabækumar Að laufferjum og _Að brunnum. Ólafur Jóhann Sigurðsson fædd- ist 26. september 1918 að Hlíð í Garðahreppi. Foreldrar hans voru -‘TSigurður Jónsson búfræðingur, kennari og hreppstjóri á Torfastöð- um í Grafningi, og kona hans, Ingi- björg Þóra Jónsdóttir. Ólafur sótti fyrirlestra um nútímabókmenntir og skáldsagnaritun við Columbia University í New York veturinn 1943—44. Auk ritstarfa stundaði hann blaðamennsku um skeið, vann að bókaútgáfu, auk prófarka- og handritalesturs fyrir ýmis útgáfu- fyrirtæki allt til ársins 1975. Meðal annarra verka Ólafs Jó- hanns en þeirra sem nefnd hafa verið em Skuggarnir af bænum, 1936, Liggur vegurinn þangað?, 1940, Litbrigði jarðarinnar, 1947, sem er ein þekktasta skáldsaga hans, Vorköld jörð, 1951, Nokkrar vísur um veðrið og fleira, 1952, Gangvirkið, 1955, Hreiðrið, 1972, Seiður og hélog, 1977, og Drekar Morgunblaðið/Kristján Þ. Jónsson Reykjavíkurflugvöllur sést hér í sömu aðflugsstefnu og flugvélin sem fórst í gær. Myndin var tekin i gærkvöldi. Flak vélarinnar sést hægra megin á myndinni en vélin brotlenti á gömlu Njarðargötunni. Davíð Oddsson um Reykjavíkurflugvöll: Staðsetning* flugvallarins bundin af aðalskipulagi SAMKVÆMT aðalskipulagi Reykjavíkur sem samþykkt var til fimm ára síðastliðið vor verður enginn breyting hvað varðar staðsetningu flugvallar fyrir innanlandsflug í nánustu framtíð. Ólafur Jóhann Sigurðsson og smáfuglar, 1983. Auk þess sem Ólafur Jóhann skrifaði skáldsögur og smásögur þýddi hann verk eftir Steinbeck, Mýs og menn, auk sam- nefnds leikrits. Eftirlifandi kona Ólafs Jóhanns er Anna Jónsdóttir héraðslæknis á Kópaskeri Árnasonar og konu hans Valgerðar Sveinsdóttur. Eiga þau tvo syni. Davíð Oddson borgarstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að á meðan ekki væri vilji til að flytja innanlandsflugið til Keflavíkurflugvallar yrði að búa við þær aðstæður sem nú væru til staðar. „Það er engan veginn hlaupið að því að flytja flugvöll, og það gera menn ekki á sama hátt og færa til skrifborð. Reyndar er það svo að aðflug yfir íbúðabyggð er sáralítið í Reykjavík, og miðað við hvemig þessum málum er háttað víða erlendis þá fæ ég ekki séð að hér sé meiri hætta á ferðum en þar,“ sagði Davíð. Flugslysið í gær er hið mann- skæðasta sem orðið hefur á Reykjavíkurflugvelli allt frá árinu 1920, ef stríðsárin eru ekki með- talin. Alls hafa sex dauðaslys orð- ið á Reykjavíkurflugvelli frá árinu 1920. Síðast fórst flugvél á vellin- um í febrúar 1967. Sú vél var í flugtaki í blindæfingaflugi. Tveir menn létust. Berjaspretta enn lítil ENN ER beijaspretta stutt á veg komin og verða ber líklega ekki þroskuð fyrr en um miðjan mánuðinn eða seinna. I fyrra var sprettan mjög góð. Að sögn Loga Helgasonar verslunarstjóra Vínbersins, en þar eru íslensk ber seld á haust- in, kaupir hann krækiber og að- albláber af tínslumönnum á Vestfjörðum og í Þingeyjarsýslu og hafa þau selst mjög vel. Beija- sprettan er sæmileg fyrir vestan en ekki nærri eins góð og í fyrra. Þá hófst tínsla 1. ágúst en hefst í fyrsta lagi um miðjan mánuðinn í ár. Samkvæmt upplýsingum frá fréttariturum Morgunblaðsins víða um land er spretta enn lítil og ber seint á ferð í ár. Vestan- lands, á Norðurlandi vestra og austanlands hefur veðurfar ekki verið hagstætt beijasprettu en ef veður skánar gæti orðið nokk- uð af beijum. Ber eru einnig lítið þroskuð á Suðurlandi. í Aðaldal á Norðurlandi eystra eru góð beijalönd en þar er ástand beija svipað enda hefur tíðin verið rysjótt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.