Morgunblaðið - 19.08.1988, Side 4

Morgunblaðið - 19.08.1988, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988 Kaþólsk- lútherskt systrabrúðkaup í Kristskirkju. Kaþólsk-lútherskt systrabrúðkaup TVÖFALT brúkaup var haldið í Kristskirkju í Reykjavík, laugar- daginn 13. ágúst. Þetta var tvöf- alt brúðkaup i fleiri en einum skilningi þvi önnur hjónavígslan fór fram að kaþólskum sið en hin að lútherskum, og sáu þvi tveir prestar tun að gefa hjónin saman. Að sögn séra Ágústar Eyjólfs- sonar, sem þjónar við Maríukirkju í Beiðholti, er þetta í annað sinn hér á landi sem tveir prestar, lút- herskur og kaþólskur, gefa saman tvenn hjón í einu. Séra Ágúst vígði þau Halldór Nellert og Hafdisi Garðarsdóttir, en séra Olafur Jóhannesson, nú prestur í Neskirkju, gaf saman Bryndísi Garðarsdóttur og Jóhann- es Benjamínsson. VEÐURHORFUR í DAG, 18.ÁGÚST1988 YFIRLIT í GÆR: 973 mb lægð um 1.100 km suövestur af Vest- mannaeyjum þokast austur og grynnist. Hiti breytist lítið. SPÁ: Á morgun lítur út fyrir noröaustangolu eða -kalda ó landinu. Súld verður á Austurlandi og annesjum norðanlands. Skúrir suð- austanlands en á Suðvestur- og Vesturlandi lóttir smám saman til. Hiti 10—15 stig suövestan til en 6—10 stig á Norður- og Aust- urlandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUDAG Norðaustanátt, víða súld eða rigning á Norður- og Austurlandi, einkum við ströndina, en þurrt suövestan- lands. HORFUR Á LAUGARDAGNorðanátt, smáskúrir við norðaustur- ströndina en annars þurrt. Léttskýjað á Suður- og Vesturlandi. Hiti 6—10 stig norðaustantil á landinu, en 10—15 stig sunnanlands og vestan báða dagana. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavfk hhl 12 12 ve&ur skýjað riSn'nS Bergen 15 skýjað Helsinki 18 skúr Kaupmannah. 18 skýjað Narssarssuaq 15 iéttskýjað Nuuk 6 skýjað Ósló 18 skýjað Stokkhólmur 17 skúr Þórehöfn 11 alskýjað Algarve 26 heiðskfrt Amsterdam 19 lóttskýjað Barcetona 29 léttskýjað Chicago 26 láttskýjað Feneyjar 30 heiðskfrt Frankfurt 23 hálfskýjað Glasgow 17 úrkoma Hamborg 19 hétfskýjað Las Palmas 31 léttskýfað London 24 skýjað Los Angeles 17 alskýjað Lúxemborg 22 léttskýjað Madríd 31 léttskýjað Malaga 28 mistur Mallorca 31 léttskýjað Montreal 19 skýjað New York 26 mistur Parls 26 léttskýjað Róm 30 þokumóða San Diego 19 skýjað Winnlpeg 17 léttskýjað Magnús Friðgeirsson Iceland Seafood: Frionor trulega boðið lægra verð „ÁHUGI veitingahúsakeðjunnar Burger King á að kaupa fisk af norska fyrirtækinu Frionor og draga saman viðskipti sín við okkur í stað- inn stafar trúlega af því að Frionor hefur boðið lægra verð en við og við þurfum sjálfsagt að mæta því í gæðum, verði og þjónustu," sagði Magnús Friðgeirsson, forstjóri Ice- land Seafood Corporation, dótturfyr- irtækis Sambandsins í Bandaríkjun- um, í samtali við Morgunblaðið. „Ég get ekki ímyndað mér að Burger King dragi úr viðskiptum sínum við okkur og kaupi fisk af norska fyrir- tækinu Frionor í staðinn vegna hval- veiða íslendinga þar sem Norðmenn veiða einnig hvali," sagði Magnús. Dean Wilkinson, talsmaður græn- friðunga í Wasington, sagði í sam- tali við Morgunblaðið síðastliðinn þriðjudag að samtökunum hefði ný- lega borist bréf frá Burger King þar sem fyrirtækið hefði tilkynnt að það hefði fundið viðskiptaaðila, sem ekki seldi íslenskan fisk, og það myndi skera viðskipti sín við íslendinga niður um 20%. „Ég veit ekki til þess að bandarísk fyrirtæki hafi ákveðið að hætta að kaupa fisk af íslendingum og ég hef ekki séð neitt í bandarískum blöðum eða sjónvarpi um mótrnæli grænfrið- unga vegna hvalveiða íslendinga að þessu sinni. Ég vil hins vegar ekki vanmeta áhrif þeirra. Hvalveiðar okkar eru hins vegar mál íslensku ríkisstjómarinnar og hún verður að meta hversu mikilvægt það er að hafa þekkingu á því líffræðilega jafnvægi sem þarf að vera í sjónum, svo og hvaða viðskiptalegir hags- munir geta verið í veði,“ sagði Magn- ús. Markaskrár á öllu landinu samræmdar NÚ í haust verða gefnar út nýjar markaskrár á öllu landinu og verða þær samræmdar þannig að ekki verði misræmi á markaheitum og því hvemig lesið er af mörkum. Hefur þetta í för með sér talsverðar breytingar fyrir marga sauðfjáreigendur þar sem þeir þurfa að sveigja sig að þessu samræmda kerfi. Er þetta í fyrsta skipti sem allar marka- skrár í landinu era gefnar út á sama ári. Samræming markaskránna á þessu ári er gerð samkvæmt afrétt- arlögum og reglugerð um mörk og markaskrár, sem gefin var út á síðastliðnu ári, en samkvæmt henni var ætlast til að allar markaskrár á landinu komi út á þessu ári. Markanefnd vinnur nú að því að skera úr um ágreiningsmál sem markaverðir út um héruð hafa sent til úrskurðar nefndarinnar, en markanefnd sker úr um hver fær að halda sínu marki ef fjáreigendur í tveim eða fleiri sýslum hafa sömu mörk. Að sögn Ólafs R. Dýrmunds- sonar, sauðfjárræktarráðunauts Búnaðarfélags Islands, sem sæti á í markanefnd, fá þeir sem missa mörk sín að halda þeim í skránum sem gefnar verða út nú í haust, en í næstu skrám, sem gefnar verða út að átta árum liðnum, falla þau út. „Þó menn tapi markinu má það vera í skránni, en það verður merkt með bókstafnum F fyrir framan það, sem merkir að það sé á full- orðnu fé, en óleyfilegt verður að marka lömb undir það mark. Það verður því nokkuð um slík mörk í skránum sem nú eru að koma út,“ sagði Ólafur. Nýmæli er að öll mörk á landinu eru skráð í tölvu hjá Búnaðarfélag- inu og auðveldar það samræminguna til muna, en Búnaðarfélagið hefur jafnframt yfirumsjón og eftirlit með útgáfu markaskránna um allt land og samræmir gerð þeirra. „Greinilegt er að mörkum hefur fækkað töluvert, og í sumum skrán- um hefur orðið veruleg fækkun. í heildina gæti ég trúað að fækkunin sé um 20%, og er ástæðan fyrst og fremst fækkun sauðfjárbænda í þéttbýli, en þeim hefur fækkað gífurlega síðustu ár, og einnig er um að ræða nokkra fækkun sauð- fjáreigenda í sveitum," sagði Ólafur R. Dýrmundsson. Ölduselsskóli: Daníel Gunnarsson fær leyfi frá störfum DANÍEL Gunnarsson, fráfarandi yfirkennari Ölduselsskóla, tekur við skólastjóra Bankamannaskól- ans 1. september og kveðst munu annast hana i að minnsta kosti ár. Sjöfn Sigurbjömsdóttir tekur alfarið við starfi skólastjóra Öld- uselskóla af Áslaugu Friðriks- dóttur 1. september en þær eru Slasaðist á mótorhjóli ÍTÖLSK stúlka handleggsbrotn- aði þegar mótorhjól, sem hún var farþegi á, valt á Mývatnsöræfum, við afleggjarann að Dettifossi, um hádegið í gær. Stúlkan, sem var á ferð um landið ásamt samlanda sínum, var fyrst flutt á sjúkrahúsið á Húsavík en síðan til Akureyrar til aðgerðar. nú báðar að störfum við skólann. Kvaðst Sjöfn í gær vera að kynna sér nýtt starf og ekkert hafa að segja við fjölmiðla að svo stöddu. Fræðsluráð veitti síðastliðinn mánudag Daníel Gunnarssyni launa- laust leyfi frá störfum við Öldusels- skóla í eitt ár. Sótti Daníel um leyf- ið af persónulegum ástæðum eins og sagði í umsókninni. Daníel vinnur nú að gerð stundataflna nemenda í Ölduselsskóla en segir afar lítið hafa reynt á samstarf við Sjöfn, enda sé fráfarandi skólastjóri enn við störf og verði út mánuðinn. Kennarar við Ölduselsskóla og foreldrar mótmæltu í vor ákvörðun menntamálaráðherra um skipan Sjafnar Sigurbjömsdóttur í embætti skólastjóra í trássi við stuðningsyfír- lýsingar þeirra við Daníel Gunnars- son. Foreldrar lýstu þvi svo fyrr í sumar að þeir hefðu hætt aðgerðum. Fimm kennarar við skólann hafa sagt upp störfum og mæta ekki til kennslu í haust.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.