Morgunblaðið - 19.08.1988, Síða 5

Morgunblaðið - 19.08.1988, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988 5 Utanríkismálanefnd um Jan Mayen málið: Þegar verði óskað eftir formlegum viðræðum Morgunblaðið/Ingólfur Friðgeirsson Loðnu landað úr Hólmaborg á Eskifirði. Fyrstu loðnunni landað á Eskifirði Eskifirði. HÓLMABORG SU 11 kom til heimahafnar á Eskifirði á þriðju- dagsmorgun með um 1.200 tonn af loðnu, og er það fyrsta loðnan sem íslensk fiskiskip veiða hér við land á þessari vertíð. Loðn- unni var landað hjá loðnuverk- smiðju Hraðfrystihúss Eskifjarð- ar hf., sem mun greiða rúmar þijú þúsund krónur fyrir tonnið. Að sögn Þorsteins Kristjánsson- ar, sem var skipstjóri á Hólmaborg- inni í þessari veiðiferð, var skipið 8 daga í túmum og urðu nokkrar frá- tafir frá veiðum vegna bilana. Bæði hafði skipið farið inn til Bolung- arvíkur vegna vélarbilunar og höfðu þeir síðan orðið að halda í land, áður en fullfermi var fengið, þar sem „asdic“-tæki var bilað. Þorsteinn sagði að loðnan hefði veiðst norður á Hala og virtist þar vera um talsverða loðnu að ræða, en þó illveiðanlega sökum straums. Stórstreymi var á meðan á veiðiferð Hólmaborgar stóð, en Þorsteinn sagði að nokkru áður en þeir komu á miðin, hefði verið mokfiskirí hjá færeyskum loðnubátum er þama voru að veiðum þegar straumur var minni. Enginn lagís er á veiðisvæðinu, einungis stakir borgarísjakar á reki og sagðist Þorsteinn vonast til að loðnan yrði í veiðanlegra ástandi þegar Hólmaborgin k'æmi aftur á miðin, en þá yrði þar smástreymi. Bandarískí vinsældalistinn: Plata Sykur- molanna færðist upp um ellefu sæti Life’s too Good, hljómplata Sykurmolanna, er nú í 71. sæti bandaríska breiðskífulistann og fór upp um ellefu sæti á einni viku. Platan hefur nú þegar selst í yfir 200.000 eintökum í Bandaríkjunum og fregnir herma að salan sé um 7.000 eintök á dag. Líkur eru á að tónleikaferð hljómsveitarinnar sé snar þáttur í aukinni plötusölu, en í gærkvöldi lék hljómsveitin í San Diego og leikur í San Juan Capisatr- ano í kvöld. í Bretlandi hafa selst yfir 90.00 eintök af plötunni og er stutt í að hún nái þar gullsölu. Nokkuð er síðan platan náði gullsölu á íslandi, en alls hafa selst um 6.000 eintök af henni hér. Áætlað er að viðgerð á „asdic“- tæki Hólmaborgarinnar ljúki í dag, þriðjudag, og að skipið komist aftur á veiðar í nótt. - Ingólfur Utanríkismálanefnd Alþingis hefur sent frá sér ályktun vegna Jan Mayen málsins. I henni fagn- ar nefndin því að norsk stjórn- völd ætla að hafa náið samstarf við íslendinga vegna þeirrar ákvörðunar Dana að vísa málinu til alþjóðadómstólsins i Haag. Orðrétt er ályktun nefndarinnar þannig: „Utanríkismálanefnd árétt- ar þá stefnu Alþingis íslendinga að réttindum íslands á Jan Mayen svæðinu verði fylgt fram af fullri festu. Ljóst er að engar viðræður um Jan Mayen svæðið geta borið árangur án aðildar Islendinga. Nefndin lýsir undrun sinni á þeirri ákvörðun Dana að vísa deilumálum varðandi þetta svæði til Alþjóða- dómstólsins án undangengis sam- ráðs við íslendinga. Nefndin fagnar því á hinn bóginn að norsk stjóm- völd hyggjast hafa náið samstarf við íslendinga út af þessari ákvörð- un Dana. Utanríkismálanefnd treystir því að leysa megi ágreiningsefni þjóð- anna með samkomulagi og mælir með því að af íslands hálfu verði þegar óskað eftir formlegum við- ræðum við Dani, Grænlendinga, og Norðmenn vegna deilna um svæðið milli Grænlands og Jan Mayen.“ Lögreglubifreið í hörðum árekstri MJÖG harður árekstur varð a afrennslisbraut milli Miklubraut- ar og Reykjanesbrautar um klukkan hálfníu í gærmorgun. Ökumaður lögreglubils, sem ekið var með forgangsmerki á leið í neyðarkall, missti stjórn á bílnum sem þeyttist upp á umferðareyju og lenti á sendibifreið sem var á leið í gagnstæða átt. Ökumaður sendibílsins slapp ómeiddur en lögreglumennimir tveir tognuðu, annar á hálsi, hinn á handlegg. Bílamir báðir em mik- ið skemmdir og talið er að lög- reglubíllinn, Saab, sé ónýtur. Áttræðisafmæli KRISTÍN Geirsdóttir, Hringveri á Tjömesi er áttræð í dag, 19. ágúst. Kristín er nú í sjúkrahúsinu á Húsavík. Hún varð fýrir því óhappi að lærbrotna í sumar en er nú á góðum batavegi. Óskum ef tir oókaupa gamla kœliskápa, þvotta- vélar eða upþvottavélar á kr.3000 Otrúlegt en satt Viö hjá Heimilistækjum erum tilbúnirtil þess aö gefa 3000 krónur fyrir hvert tæki; gamla kæliskápinn, þvottavélina eöa uppþvottavélina þína án tillits til gerðar, ástands og aldurs. Viö tökum tækiö sem greiöslu upp í nýjan fullkominn PHILIPS eöa PHILCO kæliskáp, þvottavél eöa uppþvottavél. stykkió ATH. Að sjálfsögðu sendum við nýja tækið og sækjum það gamla þér að kostnaðarlausu. Haföu samband strax, lagerinn er ekki ótæmandi. Heimilistæki hf Sætúni 8 • Hafnarstræti 3 • Kringlunni SÍMI: 69 15 15 SÍMt:69152S SÍMI:691520 l/có &iUM,$ueýyiaH(!egA L sawuKgujH

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.