Morgunblaðið - 19.08.1988, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 19.08.1988, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988 Á rekstrarupphæð að ráða hver fær þjónustu? Spamaður í launum til starfsmanna útilokar fatlaða sem þurfa á mestri þjónustu að halda eftirÁstuM. Eggertsdóttur Undanfarin ár hafa risið upp litl- ar sérstofnanir á vegum ríkisins fyrir fatlað fólk um land allt, þar á meðal sambýli. Launagjöld starfs- manna eru greidd af flárlögum en heimiliskostnað greiða íbúar af lífeyristekjum sínum. Hver stofnun fær ákveðna fjárveitingu sem er útreiknaður launakostnaður tiltek- ins fjölda starfsmanna og greiðir ríkið ekki annan kostnað á sambýl- um. Litlar ríkisstofnanir sem þessar hafa engan sveigjanleika í rekstri og má því lítið út af bera til þess að endar nái ekki saman. Þjónustuþörf fatlaðra er mjög mismunandi eftir fötlun hvers og eins, t.d. þurfa sumir aðeins litla aðstoð eða eftirlit en aðrir aðstoð við flestar athafnir daglegs lífs. Á sambýlum eru fötluðum búnar heimilislegar aðstæður sem er ákjósanlegt þjónustuform fyrir þá sem vegna fötlunar sinnar þurfa aðstoð i daglegu lífí. Aðsókn að þeim er mikil og er oft knýjandi þörf á tafarlausri vist- un vegna veikinda eða andláts að- standenda. Miðað við þann fjölda piássa sem standa til boða er oft ekki hægt að velja fólk með ákveðna þjónustuþörf inn á þau sem hentar leyfílegum starfsmanna- fjölda á hveijum stað. Dæmi eru um að aukinn launakostnaður vegna neyðartilvika af nefndum ástæðum leiddi af sér ótrúlegt þref og stagl við stjómvöld sem enduðu með yfirlýsingum efnislega á þá leið að reglur kerfísins leyfðu ekki mannúðarsjónarmið í þessu sam- bandi, jafnvel þó þau væru lög- bundin, hér giltu fjárlög. Það hefur vafíst fyrir mörgum forstöðumönnum ríkisstofnana sem reknar eru samkvæmt sérlögum samþykktum af Alþingi að þau gilda ekki í framkvæmd, heldur fjárlögin hveiju sinni. Fræðslustjóramálið svonefnda er dæmigert fyrir það, þar sem áhuga- samur og dugmikill starfsmaður vann að úrbótum fyrir sérkennslu- nemendur í umdæminu, skv. grunn- skólalögum, en Qárlögin kváðu á um að ekki væri hægt að greiða lögbundna sérkennslu. Starfsmað- urinn stóð við sannfæringu sína að rétt væri að fara eftir ákvæðum grunnskólalaga og því var honum vikið úr starfi. Hliðstæður fræðslusljóramálsins eru eflaust margar með þeim til- brigðum þó að stjómendur ríkis- valdsins á hveijum tíma nota mis- munandi kennsluaðferðir við að inn- ræta forstöðumönnum að sérlögin nái jafn langt og Qárlögin leyfa hverju sinni. Margir hafa velt því fyrir sér hvers vegna alþingismenn sam- þykki viðstöðulaust lög sem vitað er fyrirfram að ekki er hægt að framfylgja nema að takmörkuðu leyti vegna þess að ríkið hefur ekki efni á að greiða kostnaðinn sem þeim fylgir. Lögin verða þá e.k. yfírlýsing eða óskhyggja um stefnu stjómvalda í tilteknum málaflokk- um. Dæmi um það em lög um mál- efni fatlaðra sem tóku gildi þ. 1. jan. 1984 en með þeim voru í fyrsta sinn sett lög um heildarskipulag á uppbyggingu ríkisins á þjónustu og stofnunum fyrir fatlaða. Til að greiða stofnkostnað af framkvæmdum var stofnaður sér- stakur sjóður, Framkvæmdasjóður fatlaðra. í hann á að renna jafn- virði 55 milljóna króna á verðlagi 1. jan. 1983 sem hækkar skv. bygg- ingavísitölu og jafnframt tekjur erfðafjársjóðs. Með þessu laga- ákvæði átti að tryggja að fram- kvæmdir í þágu fatlaðra næðu fram að ganga. Upphafleg hugmynd laganna var sú að gera myndarlegt fímm ára átak til að rétta hlut fatlaðra í sam- félaginu. Þegar til kastanna kom var yfír- lýsingin um að nú skyldi gert átak til að rétta hlut þessa þjóðfélags- hóps á við aðra dregin til baka. Sjóðurinn var sterkur svo nemur hundruðum milljóna króna. Rök stjómvalda á hveijum tíma hljóta að vera: lítið framkvæmdafé og fáar framkvæmdir spara ríkinu rekstrarfé til nýrra stofíiana. Málefni fatlaðra eiga trúlega skilningi að mæta hjá þorra þjóðar- innar, þar með eru taldir stjóm- málamenn og ráðherrar. En mála- flokki fatlaðra nægir ekki skilning- ur og samúð ráðamanna ef þar við situr. Verkin verða að tala. Tregðu stjómvalda til að fram- fylgja lögunum má eflaust skýra á marga vegu. Þekking og skilningur viðkomandi ráðamanna á þörf fatl- aðra fyrir aðstoð og þjónustu þarf að vera fyrir hendi en ætla má að svo sé ekki þegar ijárlög era sam- þykkt. Nefna má dæmi um stofnanir sem búið er að koma á laggimar en fá ekki fárveitingar í samræmi við þjónustuþörf skjólstæðinganna og árlegar tillögur um nýjar stofn- anir til fjárlaga sem ekki ná fram „Ef fjárveitingar til lítilla þjónustustofnana fyrir fatlaða eru ósveigjanlegar og taka ekki tillit til breytileika á þjónustuþörf, þá þarf að velja einstaklinga sem hentar rekstrar- upphæðinni á hveijum stað í stað þess að meta þörf fyrir þjónustu. Með þeim aðgerðum væri fötluðum mismun- að á grófasta hátt og mannúðin farin veg allrar veraldar.“ að ganga. Erfítt virðist vera að sannfæra valdhafa um raunveralegt ástand og félagslegar ástæður hjá fotluðu fólki og fjölskyldum þeirra. Eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að ræða opinberlega um einkamál sem varða viðkvæmustu tilfínning- ar fólks. Opinber umfjöllun um málefni fatlaðra er lítil og umræður um þau fara fram í þröngum hópi fatlaðra sjálfra, aðstandenda þeirra og starfsmanna. Það er því á ábyrgð viðkomandi ráðuneyta að upplýsa fj árveitingavaldið hveiju sinni um ástand mála og knýja fram úrbæt- ur. í þeim þjóðfélagsumræðum sem hæst ber um þessar mundir er „Bréf til þín“ eftir Tony Fitzgerald Kæra vinir. Þakka ykkur fyrir að gefaykkur tíma til að lesa þetta bréf. Eg hef skrifað þér það, því ég trúi að inni- hald þess sé mikilvægt. Fyrst vil ég þó kjmna mig. Ég heiti Tony Fitzgerald, ég er Ástr- ali, búsettur í Englandi og hef oft- sinnis heimsótt land ykkar síðan 1976. Sum ykkar þekkja mig vel, önnur hafa heyrt mig eða séð og sum ykkar hafa enga hugmynd um hver ég er. Ég er kristinn og íslenska þjóðin á sérstakan sess í hjarta mínu. Vegna þess hef ég Falskt öryggi eftirÞórhall Ottesen Tilefni þessara blaðaskrifa er það að nú er nóg komið hvað varðar sjálfvirkan sleppibúnað, það er að segja sjálfvirkan skotbúnað fyrir björgunarbáta um borð í íslenskum skipum. Hefur undirritaður starfað sem stýrimaður hjá Skipaútgerð ríkisins síðan 1985, og tekið þátt í þremur ársskoðunum á björgunar- tækjum um borð í skipunum, og nú síðast í byijun ágúst. I fáum orðum sagt hefur þessi hnitmiðaði skotbúnaður staðið á sér í öll skipt- in, og veit ég að þetta er ekkert einsdæmi hjá okkur. Fyrir utan það að þar sem þessi búnaður er um borð í því skipi sem undirritaður starfar á, eru illfáanlegir viðgerðar- menn til þess að skoða þennan bún- að frá fyrirtækinu sem smíðaði búnaðinn þó ekki nema til þess að loka gálganum (eftir að búið er að beija hann út með sleggju) til að hægt sé að komast í gegnum skoð- un og setja bátinn á sinn stað til yndisauka fyrir starfsmenn skipsins og aðra þá sem hugsanlega sjá þessi ósköp. Ég man eftir því þegar verið var að ná lögleiðingu á þessum gálga og menn gengu svo langt að nota ævafoma aðferð sem hnefaréttinri til að undirstrika gæði þessa tækis og nauðsyn þess að láta þetta um borð í öll íslensk skip og helst er- lend líka. Það hefur ekkert heyrst eða sést skrifað eftir þessa sömu menn, kannski vita þeir sjálfir reynslu þessa tækis nú eða þeir ná engu framúr pennanum lengur, eða menn séu jafnvel svo slæmir í hend- inni ennþá eftir þessi átök á sínum tíma til að ná lögleiðingu á þessu bjargtæki, svo mikið gekk á. Það er furðulegt að menn geti hannað og smíðað hluti sem þetta tæki, sem að mínu mati og annarra manna, sem ég hef talað við um þessi mál, er rusl og fengið lögleið- ingu á þeim um borð í skipum og titlað það sem helstu von íslenska sjómannsins, ef eitthvað kemur fyr- ir sem er jú alitaf fyrir hendi eins og dæmin sýna og sanna. Það skyldi ekki vera svo að þarna hafí verið á ferðinni pólitík, vinskapur við hönnuði og önnur fjölskyldu- tengsl sem ollu því að þetta tæki var lögboðið um borð í öll skip, en fyrir sjómenn er þetta sannkallaður harmleikur. Undirrituðum fínnst að Siglinga- málastofnun ríkisins eigi að vinna að því að fá lögleiðinguna afnumda nú þegar (ef ekki er búið að því) því þessir menn á þeim bæ vita allra best hvemig mál standa með þennan búnað. Mfn skoðun er sú að þetta sé enn eitt dæmið um virð- ingarleysi gagnvart íslenskum sjó- mönnum að troða þessu drasli um borð í skipin (sjáifsagt fyrir mikla peninga) og reka svo sterkan áróð- ur fyrir því hve öraggt þetta tæki sé og allt að því eina björgunartæk- ið um borð að þeirra eigin sögn. Lágmarkskrafan er sú að menn fái Þórhallur Ottesen „Undirrituðum finnst að Sigling-amálastofnun ríkisins eigi að vinna að því að fá lögleiðing- una afnumda nú þegar (ef ekki er búið að því).“ að setja þetta í land, og láta bara smfða grind sem báturinn er festur í og menn vita nákvæmlega hvem- ig virkar (einungis með handafíi áhafnar), heldur en að láta menn vera með spumingamerki á vörun- um ár eftir ár, „virkar hann eða virkar hann ekki?“ Maður talar nú ekki um ef þyrfti að nota hann skyndilega í nauð. Höfundur er stýrimaður á ms. Heklu. beðið mikið fyrir landinu og skrifa ykkur nú bréf í framhaldi af því. í heimsóknum mínum til íslands, hef ég talað á mörgum samkomum og séð Guðs kraft snerta líf margra, á sama tíma verð ég var við vax- andi hungur eftir Guðs sannleika. Við athugun á sögu þjóðarinnar, sem er bæði rík og heillandi, get ég þó séð grundvallarhluti sem hafa hindrað að allt Guðs ráð fengi að opinberast. Ég bið þig að lesa áframhaldið með opnu hjarta. Biblían kennir okkur, að það sem við sáum, munum við uppskera. Ég trúi því að við fæðingu kristninnar hér á landi hafí verið sáð hlutum sem í dag gefa uppskera í samræmi við þá sáningu. Uppskeran er krist- indómur sem heftir á sér yfírskin guðhræðslunnar en afneitar krafti hennar eins og segir í ritningunni. í upphafí vora Þór, Týr og Óðinn dýrkaðir hér á landi sem aðalguðir og prestar Ásatrúarinnar ríktu líka sem stjómendur eða goðar. Ég þarf ekki að tíunda þessa hluti, þetta þekkið þið. En svo fór kristin trú að breiðast . út, rómversk kaþólsk. Alþingi lýsti því yfír árið 1000 að kristin trú yrði ríkistrú á ís- landi. Þó máttu menn blóta goðin á laun og goðamir urðu í reynd áhrifavaldar í hinni nýju trú lands- ins, í upphafí. _En gerum nú langa sögu stutta. Luter kom fram á sjónarsviðið og boðaði m.a. réttlætingu fyrir trú á Jesúm Krist og að Biblían væri hið sanna orð Guðs. Danmörk tók lút- erskuna og svo ísland og hefur lút- erska kirkjan verið ríkiskirkja landsins fram á þennan dag. Allt þetta hefur kallað fram mik- inn styrkleika hjá íslensku þjóðinni, en á sama tíma orsakað að margir játa trúa á tilvist Guðs og ástunda jafnvel trúarlegar athafnir án þess þó að eiga lifandi persónulegt sam- félag við Drottin Jesúm Krist. Samkvæmt Biblíunni er kristin- dómurinn ekki trúarbrögð sem inni- halda einungis lög, reglur, boð, bönn og trúarathafnir. Kristindómurinn er að meðtaka Jesúm Krist sem frelsára sinn og Drottin og lifa trúarlífínu í krafti Heilags Anda. Loforð Biblíunnar er, að ef við gefum líf okkar til Jesú á þennan hátt þá snertir Guð anda okkar, sál og líkama og gefur líf í nægtum. Ef við höfnum krafti fagnaðarer- ástæða til að óttast að fjárveitingar til Framkvæmdasjóðs fatlaðra verði skomar niður við trog á næsta ári eins og á liðnum áram og jafnframt rekstrarfé til stofnana. Flestar nýjar stofnanir fyrir fatl- aða era litlar og hafa engan sveigj- anleika í rekstri. Knappar fjárveit- ingar til þeirra hafa þær afleiðingar að mikið fatlaðir einstaklingar víkja fyrir þeim sem era meira sjálfbjarga vegna þess að fjárráð stofnana leyfa ekki nema lágmarks starfsmanna- ráðningar. Staðreyndin er oft sú að þeir sem mest era fatlaðir þurfa brýnast að fá þjónustu. Munurinn á nauðsynlegum starfsmannaflölda eftir eðli fötlunar er allt að tvö stöðugildi á hvem fatlaðan einstakling. Fagráðuneyti ber að sjálfsögðu skylda til að standa vörð um hags- muni skjólstæðinga sinna, upplýsa og greiða fyrir tilhliðranum sem hljótast af breytingum á rekstrar- kostnaði milli ára sem verða óhjá- kvæmilega án þess að gera boð á undan sér vegna eðlis málsins. Ef Qárveitingar til lítilla þjón- ustustofnana fyrir fatlaða era ósveigjanlegar og taka ekki tillit til breytileika á þjónustuþörf, þá þarf að velja einstaklinga sem hentar rekstrarapphæðinni á hveijum stað í stað þess að meta þörf fyrir þjón- ustu. Með þeim aðgerðum væri fötl- uðum mismunað á grófasta hátt og mannúðin farin veg allrar veraldar. Höfundur starfaðií sjöársem framkvæmdastjóri Svæðisstjómar um málefni fatiaðra í Reykjavík. Tony Fitzgerald „ Við athugnn á sögxi þjóðarinnar, sem er bæði rík og heillandi, get ég þó séð grundvall arhluti sem hafa hindr- að að allt Guðs ráð fengi að opinberast.“ indisins um Jesúm Krist þá endum við í því að fylgja trúarbrögðum sem era háð því sem menn geta gert en ekki því sem Kristur vann á krossinum. Grundvöllur lútersku kirkjunnar er sú opinberan Martins Lúters, að við réttlætumst (eignumst frið við Guð, rétta stöðu) fyrir trú. Í dag era margir sem lifa undir hlíf þessarar opinberanar en fram- ganga ekki í trú hennar. Nú í ágústmánuði mun ég heim- sækja íslands í boði Trú og Líf- kirkjunnar og tala á samkomum bæði í Reykjavík, Vestmannaeyjum og kannski víðar. Við munum boða fagnaðarerindið í krafti, §alla um efni þessa bréfs og treysta Guði fyrir táknum og undram því Guð er Guð kraftaverkanna. Það er ekki mitt að dæma, en ég kem sem þjónn þinn og ég veit að það era margir í ykkar yndislega landi sem þrá lausn í líf sitt og að sjá kraft kristin- dómsins virka í daglega lífínu. Ég býð þér að koma og vera með okkur á þessum samkomum í ágúst og að við í sameiningu mættum heyra og sjá fagnaðarerindi Jesú Krists. Þakka þér fyrir að lesa þetta bréf til enda og ég hlakka til að sjá þig. Höfundur er ástralskur predikari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.