Morgunblaðið - 19.08.1988, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988
13
Skógey í A-Skaftafellssýslu:
Uppgræðslan gefur fyrirheit
um 4 þúsund hektara gróðurvin
Verður skemmtilegt útivistarsvæði þegar fram líða stundir
Selfossi.
MIKIL umskipti hafa orðið á
landsvæðinu í Skógey i Nesja-
hreppi í Austur-Skaftafellssýslu
milli Hornafjarðarfljóts og Hof-
fellsár. Sú leiftursókn, sem þar
hefur verið gerð á undanförnum
árum með fyrirhleðslum og sán-
ingu, er byijuð að skila því 4.000
hektara landi sem um ræðir
grænu og gefur fyrirheit um
skemmtilegt útivistarsvæði.
Hægt verður að aka umhverfis
svæðið á varnargörðunum og í
Skógeynni sjálfri og skeijunum
verða skemmtilegar gönguleiðir.
Skógeyjarsvæðið hefur verið á
landgræðsluáætlun frá 1974. Meg-
inþátturinn í öllu landgræðslustarfi
á svæðinu hefur verið að hemja
ámar Hoffellsá og Homafjarðar-
fljót og græða sandinn samhliða
því upp eins hratt og mögulegt
hefur verið. 1986 var girt 15 kíló-
metra löng girðing sem afmarkar
4.000 hektara lands.
Ámar runnu áður óheftar yfir
sandana og þegar þornaði um þá
fauk leirinn sem þær bám fram.
Svo mikið áfok heijaði stundum á
Höfn að oft þurfti að loka fiskverk-
uninni og ekki var hægt að opna
þar glugga á húsum vegna sand-
foks.
Tilraunasáningar á landgræðslu-
svæðinu hófust 1984. Sáningar
þessar hafa tekist mjög vel og hef-
ur alls verið sáð í 1.250 hektara
lands. Stór hluti svæðisins er einnig
sjálfgróinn. í samvinnu við Lions-
klúbbinn á staðnum hefur lúpínu
verið plantað og Alaskavíði. Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins hefur
að auki plantað elri í Skógey í til-
raunaskyni og er vænst mikils af
honum en hann er köfnunarefnis-
bindandi planta sem bætir jarðveg-
inn líkt og lúpínan.
Landgræðslan telur það knýjandi
verkefni að græða sandinn þama
upp og græða svæðið eins hratt og
unnt er. Sandurinn er fijósamur og
tekur fljótt við sér og talið er að
stutt verði í að svæðið verði gróður-
vin vaxin víðigróðri en víðirinn er
þegar farinn að nema land á svæð-
inu.
Það er ekki lengra síðan en 1983
að skerin í Skógey vom með öllu
gróðurlaus og sandi orpin. Nú er
þar alls staðar gróður í vexti. Sker-
in svonefndu sem standa upp úr
svæðinu em mörg hver rofabakkar
5—12 metrar á hæð og sýna mikla
jarðsögu og í raun taldar vera minj-
ar um jarðveg sem þama var í eina
tfð.
Það vom sandstormar sem lögðu
Skógeyna í eyði og síðasti stóri
sandstormurinn gekk yfir 1969. í
eynni vom verðmæt engjalönd sem
vom nýtt til slægna og beitar.
Síðast var heyjað í Skógey 1953.
Eftir að Skógey hefur tekið að
gróa upp að nýju hefur fuglalíf
aukist þar jafnt og þétt. Þrátt fyrir
að landið muni hækka nokkuð upp
vegna áfoks mun stór hluti þess
að öllum líkindum breytast í mýrar-
flóa sökum lágrar stöðu sinnar. Því
má gera ráð fyrir að svæðið verði
athvarf votlendisfugla. Þá hefur
fiskigengd í Hoffellsá aukist í kjöl-
far uppgræðslunnar.
Sig. Jóns.
\e\
Kærkominn gestur í Skógey.
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri og Þrúðmar Sigurðsson i Mið-'
felli landgræðsluvörður í Skógey ganga niður af einu skerinu, ánægð-
ir með útsýnið.
Melgresið í Skógey er sérlega hávaxið og kraftmikið. f þetta svæði var sáð 1986.
Ur Skógey. Skerin sem standa upp úr vatninu eru 5-12 metra há
rofabörð sem geyma mikla jarðsögu.
GÓÐPCZ4!
GOTTVERÐ!
Jón Bakan er nýr pizzastaöur,
sem leggur megináherslu á heimsendingar.
Þú hringir í síma 46614 eða 641974, - velur þér góöa pizzu
og viö hringjum hjá þér dyrabjöllunni stuttu síðar.
Okkar helsta metnáöarmál er
GÓÐ PIZZA! - GOTT VERÐ!
Góöu pizzuna gerum við af alúö, smekkvísi
og áralangri þjálfun, en góöa verðið bjóöum viö
meö því aö spara ýmsa stóra kostnaðarliði, s.s. veitingasal.
Já, láttu svengd og síma ríma.
bMMAVEG114, S.46614 & 641974.
OPIÐ: 11:30-23:30 VIRKA DAGA
&11:30-02 UM HELGAR
P.S.-Ef þú vilt pizzuna á verksmiðjuverði, sækirþú hana til okkar á Nýbýlaveg 14 (vesturgafl).
I J » t' \ >444 1 14.
t » 1,
I 4 4