Morgunblaðið - 19.08.1988, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988
Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg
Ingvar Helgason ásamt konu sinni, Sigríði Guðmundsdóttur, veitir
viðurkenningunni viðtöku. Lengst til hægri er Klaus Bretow sendi-
ráðsritari.
Þýska alþýðulýðveldið:
Ingrari Helgasyni
veitt viðurkenning
ÞÝSKA alþýðulýðveldið veitti
Ingvari Helgasyni bílinnflytj-
enda viðurkenningu miðvikudag-
inn 17. ágúst fyrir að hafa stuðl-
að að viðskiptum við fyrirtæki í
Austur—Þyskalandi í yfir 30 ár.
Klaus Bertow sendiráðsritari af-
henti Ingvari heiðursskjalið
„Kammer fÚr Aussenhandel“ og
merki helgað kjörorðinu „Við-
skipti tengja þjóðir“.
I ávarpi bar Klaus Bertow sendi-
ráðsritara fram þakkir til Ingvars
Helgasonar fyrir að hafa stuðlað
að biómlegum viðskiptum ríkjanna,
en Ingvar hefur undanfarin ár setið
sem fulltrúi Verslunarráðs íslands
í viðskiptanefnd beggja ríkjanna.
Einnig kom fram að væntanlegar
eru á markaðinn nýjar tegundir af
Wartburg og Trabant bifreiðum.
Júlíus Vífill Ingvarsson, fram-
kvæmdastjóra Ingvars Helgasonar
h.f., sagði að hinn nýi Wartburg
væri framhjóladrifinn með Volks-
wagen-vél og Trabantinn sé með
fjórgengisvél. Þessar breytingar
voru gerðar í samræmi við mengun-
arvamir í flestum ríkjum Vestur—
Evrópu.
Námskeið fyrir íþrótta-
kennara aldraðra
FÉLAG áhugafólks um íþróttir
aldraðra mun gangast fyrir
námskeiði fyrir iþróttakennara
og aðra þá er leiðbeina öldruð-
um í hvers konar íþróttum og
líkamsrækt. Námskeiðið hefst
I Árbæjarskóla í Reykjavík 26.
ágúst nk. kl. 9.00 og því lýkur
sunnudaginn 28. ágúst.
Á námskeiði þessu verða verk-
legir þættir, eins og leikfími, sund,
dansar og aðrar íþróttir. Tveir
reyndustu kennarar Danmerkur á
þessu starfssviði, Nina Velin og
Lizzi Dibbem, munu annast alla
kennslu á þessu námskeiði. Auk
þess mun Ársæll Jónsson, sér-
fræðingur í öldrunarsjúkdómum,
flyrtja erindi er hann nefnir „Þrek
og þjálfun eldra fólks".
Fyrir tveimur árum hélt félagið
námskeið fyrir þá sem sinntu leið-
beinendastörfum eða ætluðu að
heíja þau. Þátttakendur komu
víðs vegar af landinu og urðu 56
að tölu. Námskeiðið var hvetjandi
og árangursríkt. Nú þegar hafa
70 þátttakendur látið skrá sig.
Áhugi er mikill og þörf fyrir slík
námskeið greinileg.
Morgunblaðið/BAR
Kjörorð Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra er: „Aldrei of seint!“. Myndin er tekin á Miklatúni
á útivistardegi aldraðra 15. júní sl.
Flugskólamenn um skýrslu um öryggismál í flugi:
Yfirvöld skella eigin skuld á
flugskóla og viðhaldsaðila
Dauðadómur yfir einkaf lugi á landsbyggðinni, ef
allt flugnám fer til Reykjavíkur og Akureyrar
Ekki við skólana
að sakast
„MÉR sýnist á þessari skýrslu, að
verið sé að hvítþvo yfirvöld og
skella skuldinni á flugskóla og
viðhaldsaðila. Það er hlutverk
Flugmálastjómar að sjá til þess,
að þeir sem kenna flug séu starfi
sínu vaxnir," sagði Leifur Hallgr-
imsson hjá Mýflugi í Mývatnssveit
í samtali við Morgunblaðið. Hann
var, ásamt fleirum, spurður álits
á skýrslu um flugöryggi, sem
gerð var á vegum samgönguráðu-
neytisins. í Morgunblaðinu á
sunnudag var sagt frá gagnrýni
skýrslunnar á störf flugskóla.
Bæði Leifur og Pétur Elísson hjá
Flugklúbbi Egilsstaða töldu að
það væri dauðadómur yfir einka-
flugi á landsbyggðinni, ef leggja
ætti niður flugkennslu þar, eins
og lagt er til í skýrslunni. Stefán
P. Þorbergsson, yfirkennari hjá
Vesturflugi i Reykjavík, sagði
þessa skýrslu mjög ófullnægjandi,
hún hefði getað átt við fyrir tíu
árum, en alls ekki í dag. „En ef
skýrslan verður til þess að Flug-
málastjóm taki við sér og hafi
meira samstarf við okkur, þá ger-
ir hún gagn,“ sagði Stefán.
Einkaflug yrði
lagt í rúst
„Við erum ekki hrifnir af því
hvemig gagnrýni er sett fram í þess-
ari skýrslu," sagði Leifur Hallgríms-
son hjá Mýflugi. „Það er vegna þess
að Flugmálastjóm ber ábyrgðina.
Það má vera að þeir hafi ekki mann-
afla til að rækja sitt hlutverk, en
það færir sökina ekki yfir á okkar
herðar." Leifur sagðist vera mjög
óánægður með þá tillögu Skýrslunn-
ar, að stöðva flugkennslu utan
Reykjavíkursvæðis og Akureyrar.
„Það yrði til þess að allt einkaflug
yrði lagt í rúst. Það gefur auga leið
að fólk flytur ekki í langan tíma til
Reykjavíkur til þess að læra að
fljúga, nema til þess að verða at-
vinnuflugmenn. Það yrði rétt eins
og með hveija aðra skólagöngu. Ég
get líka mótmælt því harðlega, að
kennslan sé á einhvem hátt óper-
sónuleg. í þau ár sem við höfum
rekið hér flugskóla höfum við haft
einn kennara og hann hefur alltaf
haft mjög-góða yfirsýn yfir nám og
frammistöðu neménda," sagði Leif-
ur.
Kunna ekki á malarvelli
Um þá gagnrýni skýrslunnar, að
nemendur utan af landi væm síður
hæfir til að fljúga við stóra flugvelli
með stjómaðri flugumferð sagði
hann: „Það má vel vera að það sé
rétt. Reyndar hafa okkar nemendur
getað spjarað sig vel í umferð í
Reykjavík, vegna þess að við höfum
lagt á það áherslu að kynna þeim
flugumferð og farið með þá suður.
Hins vegar þarf líka að skoða þetta
á hinn veginn. Þegar flugmenn sem
hafa lært í Reykjavík eða á Akur-
eyri koma og lenda hér, er það oft
ansi skrautlegt. Þeir hafa enga þjálf-
un í að lenda á litlum malarvöllum,
þeir eru vanir löngum og breiðum
malbikuðum brautum með fullkomn-
um búnaði, aðflugshallaljósum og
þess háttar. Það væri skynsamlegra
að kenna á malarvöllum, vegna þess
að meirihluti flugvalla sem eru not-
aðir í einkafluginu eru litlir malar-
vellir," sagði Leifur Hallgrímsson.
„Ég er ekki viss um að skólamir
geti komið í veg fyrir slys í flug-
inu,“ sagði Pétur Elísson hjá Flug-
klúbbi Egilsstaða. „Þau virðast
fremur verða þegar líður frá skólan-
um og menn fara að ryðga í fræðun-
um. Það er fremur eftirmenntunin
sem veldur, en sjálf frumkennslan í
skólunum. Menn taka sitt einkaflug-
mannspróf og fljúga síðan kannski
ekki nema einu sinni til tvisvar á
ári.“ Pétur sagði landsbyggðarmenn
vera óánægða með það, ef koma
skal á einum eða tveimur flugskól-
um, það leiddi til þess eins að einka-
flug á landsbyggðinni legðist af og
flug hér á landi yrði hrein atvinnu-
mennska eingöngu.
Eftirmenntunin er
brotalömin
Pétur sagði að Egilsstaðamenn
væru vel settir hvað stjómað flug
snertir, þar sem alla daga er vakt
og umferð á flugvellinum þar. „Brot-
alömin í þessu öllu er eftirmenntun-
in, uppriQun fræðanna. Við höfum
verið með eftirmenntunamámskeið
hér og það sýnir sig að þess er þörf.
Við erum vel settir hér hvað kenn-
ara varðar. Við erum með þtjá at-
vinnuflugmenn sem hafa tekið að
sér bæði bóklega og verklega
kennslu," sagði Pétur Elísson.
Skýrslan er 10 árum
á eftir tímanum
Vesturflug er staðsett í Fluggörð-
um við Reykjavíkurflugvöll, í nýju
húsnæði þar sem er kennslustofa
fyrir allt að 20 nemendur. Þar em
öll bókleg námskeið flugskólans fyr-
ir einkaflugmannspróf og stundum
em þar haldin blindflugsnámskeið.
Auk þess er aðstaðan stundum leigð
Flugleiðum og Amarflugi til nám-
skeiða. Stefán P. Þorgeirsson yfir-
kennari hjá Vesturflugi sagði að sér
þætti umrædd skýrsla um flugöryggi
vera eins og hún hefði verið samin
fyrir tíu ámm, en ekki í fyrra. Hann
segir óréttmætt hvemig kennslu-
gögn og kennarar em gagnrýnd.
„Þama er ekki rætt hveijir ættu
frekar að kenna. Við höfum ijóra
fastráðna kennara allt árið og ef
fleiri en einn kenna sama nemandan-
um hafa þeir samráð um það sín í
milli. Hér er allt námsefni á íslenku
og hver nemandi fær það allt í einni
möppu. Auk þess er honum bent á
ítarefni í erlendum bókum sem við
höfum hér og hann hefur aðgang
að,“ segir hann.
Kennt á eigin
vélar skólans
Stefán segir að ekki sé lengur
kennt á einkaflugvélar hjá Vestur-
flugi. „Flugmálastjóm fór fram á
það, en hvergi er bannað að kenna
á einkavélar. Við fómm að þessum
tilmælum að því undanskildu að við
ljúkum við að kenna þeim nemendum
sem hófu nám á einkavélum, þeir
em tveir eftir. Þegar þetta gerðist
ijölguðum við flugvélum okkar, eig-
um nú Qórar kennsluvélar og höfum
auk þess eina á leigu til að kenna
blindflug."
Ófullkomnar reglur
Stefán sagði augljóst að ekki
væri einvörðungu við flugskóla að
sakast hvað varðaði öryggismál
flugsins. Hann tók sem dæmi, að
umrædd skýrsla samgönguráðu-
neytisins greinir frá því að í 95%
tilvika væri flugmanns getið sem
orsakar slysa. Ennfremur að meðal-
flugtímafjöldi sem flugmennimir
áttu að baki var 380 klst flug. „Það
em þá um 300 klukkutímar sem
flugmaðurinn hefur flogið eftir að
skólinn sleppir af honum hendinni.
Á tveggja ára fresti eiga einkaflug-
menn að fara í hæfnipróf til að end-
umýja flugskírteinin. Einkaflug-
menn fljúga að meðaltali líklega um
50 - 60 tíma á ári. Það þýðir að
þeir hafa tekið hæfnipróf all mörgum
sinnum sem lenda í slysi og hafa
380 tíma reynslu. Þama er ekki við
skólana að sakast heldur reglumar
um viðhald flugskírteina. Það þarf
að herða kröfur um hæfniprófín,
bæði um flugtíma sem menn fljúga
á ári og um form prófsins."
Stefán sagði að reglur vantaði á
mörgum sviðum. Til dæmis um hve
langan tíma þarf í verklegt atvinnu-
flugmannspróf. „Við höfum okkar
reglu um 15 tíma. Sumir hafa ekki
sætt sig við það og snúið sér annað,
þar sem þeir sleppa með styttri
tíma.“ Hann sagðist geta sætt sig
við lágmarks inntökukröfur í at-
vinnuflugskóla, en þó ekki vera
sannfærður um ágæti Háskólans í
þeim efnum. „Það er ekkert sem
tryggir að stúdentspróf gefi okkur
betri flugmenn."
Gott samstarf skólanna
Stefán sagði ekki rétt, að óheyri-
leg samkeppni væri á milli flugskól-
anna. Þvert á móti væri gott sam-
starf a.m.k. á milli skólanna í
Reykjavík. Þeir hafl samráð sín í
milli um form og innihald kennslunn-
ar. f skýrslunni er mælt með að
keyptur verði flughermir. Stefán
segir það vera til bóta, einkum við
blindflugskennslu og þjálfun á
tveggja hreyfla vélar. „Það gæti
stytt þann tíma sem tekur nemand-
ann að kynnast því hvað flug er, en
kemur þó aldrei í stað flugvélarinn-
ar.“
„Við höfum reynt að bæta okk-
ur,“ segir Stefán P. Þorbergsson að
lokum. „En það er erfitt þegar leið-
beiningar og reglur vantar. Ef þessi
skýrsla verður til þess að Flugmála-
stjóm taki við sér og hafí meira
samstarf við okkur, þá gerir hún
gagn.“