Morgunblaðið - 19.08.1988, Page 15

Morgunblaðið - 19.08.1988, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988 15 Landakotsmál, hvað er nú það? Viðbrögð ráðuneytanna eftirLoga Guðbrandsson Að undanfömu hefur verið mikið rætt og ritað um það sem farið er að kalla Landakotsmál. En um hvað snýst þetta mál í raun og veru? Það vita líklega fæstir. Hlutverk sþítalans Sjálfseignarstofnun St. Jósefs- spítala var falið af heilbrigðismála- ráðherra að reka St. Jósefsspítala, Landakoti, í sama fprmi og St. Jós- efssystur höfðu gert hin síðustu ár, sem þær ráku spítalann. Það að stofnuninni var falinn reksturinn hefur meðal annars í för með sér, að íslenskir borgarar geta krafist þjónustu spítalans, notið hennar og yfirgefið stofnunina án þess að greiða fyrir. Hvers vegna skyldi þetta geta gerst? Abyrgð ríkisins Vegna þess að íslenska rikið hefur ábyrgst að inna af hendi þá greiðslu, sem sjúklingurinn annars yrði að greiða. Og hvaða flárhæð hefur ríkið þá ábyrgst að greiða? I 46. gr. laga um almannatrygg- ingar er það ákveðið á svo afdrátt- arlausan hátt, að ekki getur farið á millj mála. Gjaldið skal ákveðið „þannig að samanlagðar tekjur stofnunar standi undir eðlilegum rekstrar- kostnaði á hverjum tíma, miðað við þá þjónustu, er heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra ákveður að stofnunin veiti“. Því þarf að gæta að tvennu, þeg- ar gjald er ákveðið, 1. að stofnunin veiti þá þjón- ustu, er heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra hefur ákveðið að stofnunin veiti, 2. að kostnaðurinn sé eðlilegur miðað við þessa þjónustu. Þegar þessi tvö skilyrði eru upp- fyllt ber rikinu skylda til að greiða kostnaðinn samkvæmt lögum. Þegar farið var að ákveða gjöld til sjúkrahúsa í fjárlögum, virðist sú skoðun hafa ríkt a.m.k. í fjár- málaráðuneytinu, að því bæri að ákveða einhliða, hver greiðsla ætti að koma fyrir þjónustu sjúkrahús- anna. Sjúkrahús og þá ekki síður Landakotsspítali en önnur heyra undir heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið. Heilbrigðismála- ráðherra ber að ákveða þjónustu þeirra og það hefur hann fyrir löngu gert varðandi Landakotsspítala. Spítalinn á ekkert val um það, hvort hann hiýðir þeim fyrirmælum eða ekki. Þegar Qárveitingar hafa ekki dugað til að greiða fyrir þá þjón- ustu, hefur orðið að ákveða, hvort hlýtt skuli fyrirmælum heilbrigðis- ráðherra eða dregið úr þjónustunni til þess að fjárveitingin dygði. Hefur margoft verið óskað eftir því í bréfum spítalans til heilbrigðis- málaráðuneytisins, að ráðuneytið tæki af skarið og gæfi ný fyrir- mæli, en svar við þeim beiðnum barst ekki. Var því óhjákvæmilegt að álykta sem svo, að fyrri fyrir- mælum hefði ekki verið breytt. Önnur ástæða var einnig til þess að álíta það. Rekstrarhalli, sem ætíð hefur fylgt þessum spítala sem öðrum, var bættur ár eftir ár. Mátti skilja hegðun ríkisins þannig, að spítalanum bæri áfram að veita sömu þjónustu, án tillits til þess, að upprunaleg fjárveiting nægði ekki. Mismunurinn yrði bættur síðar. Þegar reikningar ársins 1986 lágu fyrir, fyrrihluta árs 1987, var rúmlega helmingur hallans greidd- ur, en frestur tekinn af hálfu ríkis- ins til þess að kanna eftirstöðvam- ar. Var ríkisendurskoðun fengin til að kanna reksturinn og mátti búast við, að eftirstöðvamar yrðu greidd- ar að þeirri athugun lokinni, en þá gerðist ekkert og hafa eftirstöðv- amar ekki enn verið greiddar. Greinilegt var af afstöðu ráðuneyt- anna, að halli ársins 1987 yrði held- ur ekki greiddur. Stefnubreyting ríkisins Þegar hér var komið sögu í byrj- un árs 1988, var orðið ljóst, að ríkið hafði breytt um stefnu og ætlaði sér ekki að standa við áðumefnda reglu í 46. gr. almannatrygginga- laganna. Varð nú ekki lengur beðið eftir fyrirmælum heilbrigðisráðu- neytisins um breytingu á rekstri, heldur varð að taka þessar ákvarð- anir einhliða. Að öðrum kosti stefndi beint í gjaldþrot. Heilbrigðisráðuneytinu var gerð grein fyrir því, hvaða ráðstafanir væru nauðsynlegar til þess að halda rekstrarkostnaði þessa árs innan ijárveitingar. Starfsemi Landa- kotsspítala er einkum fólgin í rekstri legudeiida, en göngudeildir litlar. Var því óhjákvæmilegt að loka legudeildum, ef draga ætti nægilega saman kostnað til að halda honum innan Qárveitinga. Var því ákveðið að loka tveimur göngum með 52 rúmum samtals það sem eftir var ársins, eða frá 1. aprfl. Spítalar bæjarins skiptast á um að taka á móti bráðveikum sjúkling- um, þ.e. taka bráðavaktir. Til þess að spftalinn geti tekið þessar bráða- vaktir, þarf hann að hafa leguiými til þess að taka á móti sjúklingum. Það hefur hann ekki, ef tvær af deildum hans eru lokaðar því spítal- inn er einfaldlega ekki nógu stór til þess að geta tekið á sig þær skyldur, sem þessu fylgja. Enginn væri neinu betur settur með því að stjómendur spítalans hefðu blekkt sjálfa sig og aðra, og talið, að hann gæti ráðið við vaktina með svo skert fymi. Var því einnig tilkynnt, að spítal- inn yrði að hætta að taíka bráða- vaktir frá 1. apríl. Hveijum ber að hlýða? En hvað skeði? Nú brá svo við, að fyrirmæli bárust frá heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra um að hætt skyldi við fyr- irhugaðan samdrátt, svo að spítalinn gæti haldið áfram bráðavöktum. Þannig er greinilegt, að spftal- Inn hefur allan þennan tima ver- ið að halda uppi þeirri „þjónustu, Logi Guðbrandsson „Til að komast hjá hallarekstri, hefði ekki þurft annað en að ráðu- neytin hefðu sinnt laga- skyldu sinni. Þá hefði á tiltölulega auðveldan hátt mátt halda rekstr- arkostnaði innan fjár- veitinga. Og það án þess að grípa til þess ómerkilega ráðs, að halda uppi ófrægingar- herferðinni, sem geng- ið hefur yfir spítalann.“ er heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra hefur ákveðið að spítal- inn veiti“. Fyrir þessa þjónustu ber ríkinu að greiða svo að nægi fyrir eðlileg- um rekstrarkostnaði. Rekstrarkostnaður spftalans hef- ur verið í svipuðu horfí, ef ekki lægri en annarra sambærilegra spftala. Þannig er kostnaður á hvem legudag lægri en gerist á t.d. Borgarspftala og FSA. Enn hefur ekki verið sýnt fram á, að kostnaður spítalans væri óeðli- legur og hefur þó verið reynt. Verð- ur þætti Stefáns Ingólfssonar verk- fræðings og ónafngreinds starfs- manns Fjárlaga- og hagsýslustofn- unar, höfundar frægs „Minnis- blaðs" til ráðherra, gerð skil síðar á þessum vettvangi. Að fara að lögum Stjómendur spítalans hafa ætíð leitast við að fylgja fyrirmælum laga, og þá laga eins og þau raun- verulega eru, en ekki eins og þeir teldu að þau ættu að vera. Gera verður þá kröfu til ráðu- neytanna, að einnig þau fari að lög- um. Skylda ráðuneytanna hefur ætíð verið sú að samræma þá ákvörðun, sem heilbrigðismálaráðherra tekur varðandi þjónustuna og tillögur fjármálaráðherra um fjárveitingu. Vanræksla þeirra á þessari sam- ræmingu leiðir ekki að lögum til þess, að spftalinn eigi að halda uppi ókeypis þjónustu. Vanræksla þeirra leiðir ekki til þess, að spítalinn „bijóti fjárlög“, eins og það hefur verið orðað af ráðherra. í þessu sambandi getur aðeins einn maður brotið fjárlög. Þaðan af síður leiðir þessi van- ræksla til þess, að réttindi ráðuneyt- anna aukist. Þau öðlast þannig ekki rétt til þess að setja skilyrði fyrir efnd sinni á lögbundnum (46. gr. almtr.laganna) skyldum sínum. Þau skilyrði, sem sett voru í sam- komulagi ráðherranna, sem gert var á dögunum em ekki aðeins ólög- mæt, heldur em þau jafnframt van- efnd á samningi, sem ríkið hefur gert. Eða er ríkið með þau sérrétt- indi að geta vanefnt samnings- skyldur sfnar þegar því býður svo við að horfa? Samningur sá, sem ríkið gerði, er það keypti Landa- kotsspftala, er ótvíræður um, að reksturinn skuli falinn sjálfseignar- stofnun þeirri, sem nú annast hann. Með því að setja þau skilyrði fyrir efndum á lagaskyldu sinni, sem sett em í samkomulagi ráðherranna og sem stofnunin var rieydd til að samþykkja, er rofinn þessi samn- ingur. Þessi skilyrði em auk þess í engu samhengi, hvorki að efni eða stærð, við þau vandræði, sem nú steðja að spftalanum, og alfarið má rekja til vanrækslu ráðuneytanna á laga- skyldum sínum. Var hægt að leysa vandann? Til að komast hjá hallarekstri, hefði ekki þurft annað en að ráðu- neytin hefðu sinnt lagaskyldu sinni. Þá hefði á tiltölulega auðveldan hátt mátt halda rekstrarkostnaði innan flárveitinga. 0g það án þess að grípa til þess ómerkilega ráðs, að halda uppi ófrægingarherferð- inni, sem gengið hefur yfir spítal- ann. Höfundur er framkvæmdastjári Landakotsspítala. Útsala Allt að 70% afsláttur. V • SíÐASTI DAGUR HAGKAUP Kringlunni Skeifunni Kjörgarði Akureyn Njarðvík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.