Morgunblaðið - 19.08.1988, Page 16

Morgunblaðið - 19.08.1988, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988 NOFtRÆNT TÆKIMIÁR1988 Umsjón: Sigurður H. Richter Opið hús á Hvanneyri Bændaskólinn í TILEFNI af Norrænu tækniári verða Bændaskólinn á Hvanneyri og Bútæknideild Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins með „opið hús“ á Hvanneyri, sunnudginn 21. ágúst, kl. 13 til 17. Þarna verður kynntur bæði gamli og nýi tíminn í landbún- aði, dýrasýning verður fyrir börnin og léttar veitingar verða á boðstólum. Þetta er tilvalinn sunnudagsbíltúr fyrir fjölskyld- una og allir eru hjartanlega vel- komnir. Hvað er að sjá? — Tækninýjungar í landbúnaði. — Jarðræktar- og matjurtatil- raunir. — Tölvunotkun í landbúnaði. — Gamlar búvélar. — Kýr, kindur, hestar, refir, minkar, kanínur, hænsni. Hvanneyri er aðeins .rúmlega 100 km frá Reykjavík. Skólastarfið Hvanneyrarstaður sviði hefðbundinna búgreina, svo og jarðræktartilraunir. Þær elstu hafa staðið um 30 ára skeið, auk þess sem alltaf eru í gangi athugan- ir sem taka styttri tíma. Hin síðari ár hefur rannsóknum í þágu nýbú- greinanna verið sinnt svo sem kost- ur hefur verið og þar með reynt að sinna þeim kröfum sem gerðar eru um að hafa ávallt sem besta yfírsýn yfír stöðu mála á hveijum tíma. Jarðræktarrannsóknir Jarðræktarrannsóknir hófust fyrir um 40 árum. Fyrstu árin var aðallega um að ræða tilraunir með mismunandi áburðarskammta og nokkrar tilraunir með mismunandi grastegundir. Síðan hafa bæst við athuganir á uppskeru eftir mismun- andi stofnum og meðferð; bæði áburði, sláttutíma, jarðvegsbótum o.fl. Einnig hafa þó nokkrar tilraun- ir verið gerðar með grænfóður. Til- raunastjóri er Ríkharð Brynjólfs- son. Matjurtarannsóknir Fyrir 15 árum hófust tilraunir með ýmsar tegundir matjurta, til heimilisnota. Nú eru skjólbeltin svo- kölluðu orðin að umfangsmiklum tilraunareit, þar sem árlega eru gerðar athuganir á gæðum ýmissa tegunda matjurta, uppskeru og meðferð. Þar hafa einnig verið byggð plastgróðurhús, sem notuð eru til ræktunar á viðkvæmari matjurtum, svo sem jarðarbeijum, stikilsbeijum o.fl. Þá er nú fyrir- hugað að reisa upphitað gróðurhús Bændaskólinn á Hvanneyri var stofnaður árið 1889 og hefur starf- að óslitið síðan. Framanaf var þar eingöngu rekin menntastofnun fyrir verðandi bændur, auk þess sem ýmsar nýjungar í landbúnaði voru reyndar þar í fyrsta sinn við íslen- skar aðstæður. Núverandi skóla- stjóri er Sveinn Hallgrímsson. Nám við bændaskólann tekur nú tvö ár og er bæði bóklegt og verk- legt. Árlega útskrifast um 40 manns úr bændadeild. Árið 1947 var stofnuð framhalds- deild við bændaskólann og þar með hafín kennsla á háskólastigi og tek- ur nám þar þijú ár og lýkur með BS-90-prófí. Síðan er hægt að taka fórða árið við deildina á sérsviði. Tekið er inn annað hvert ár og að jafnaði stunda um 15 manns nám í deildinni. Þessari starfsemi fylgdu óhjá- kvæmilega miklar framfarir á sviði rannsókna og tilrauna við bænda- skólann og hefur sá þáttur í starf- seminni stöðugt verið að aukast. Nú eru ár hvert í gangi tilraunir á Meðal húsdýra sem gefur að líta á Hvanneyri má nefna kanínur, Tilraunir með ýmsar tegundir matjurta eru dijúgur þáttur í sumar- endur og haughænsni. starfinu á Hvanneyri. Bútæknideild RALA Rannsóknastofnun landbúnað- arins (RAIA) annast almennar landbúnaðarrannsóknir. Rann- sóknimar spanna margvíslegustu svið búfræðinnar bæði er varða jarðrækt og búfjárrækt, svo og rannsóknir á landgæðum og land- nytjum. Þá fara einnig fram rann- sóknir á framleiðsluvörum land- búnaðarins sem miða að betri og fullkomnari nýtingu. Höfuðstöðvar stofnunarinnar eru á Keldnaholti og eru þar rann- sóknastofur og skrifstofur flestra deilda. Bútæknideild stofnunar- innar hefur aðsetur á Hvanneyri. Bútæknirannsóknir greinast í nokkur verkefnasvið, þ.e. búvéla- prófanir, heyverkunartilraunir, til- raunir er varða útihús og búfjár- hirðingu, svo og ýmsar verktækni- rannsóknir. Með búvélaprófunum er reynt að fá úr því skorið hve vel hinar ýmsu gerðir búvéla hæfa innlend- um aðstæðum. Árlega eru reynd 10-15 tæki og nokkur hluti þeirra (15-25%) reynist hafa ágalla, eða eru jafnvel ónothæf. Því er ýmist hætt við innflutning eða gerðar eru á þeim endurbætur. Búvéla- prófanir eru nauðsynlegur liður í vélvæðingu búanna, til að veita innflytjendum upplýsingar og jafnframt eru prófanimar mikil- vægur grunnur að bútæknileið- beiningum. Heyverkunartilraunir eru mikil- vægur þáttur í starfsemi deildár- innar. Með þeim er reynt að þróa framleiðsluaðferðir og vinnubrögð sem stuðla að hagkvæmri öflun og geymslu heyfóðurs er sem best hæfír þörfum búfjárins bæði að magni og gæðum. Áframhaldandi rannsóknir á þessu sviði eru eitt af höfuðverkefnum næstu árin. Bætt heyverkun er ein vísasta leið- in til að bæta og auka heimaöflun búanna og draga úr aðkeyptum aðföngum. Rannsóknir er varða útihús og búfjárhirðirtgu hafa það að mark- miði að stuðla að þróun í húsaskip- an og tæknibúnaði á þann veg að byggingarkostnaði sé haldið í lág- marki án þess að gengið sé á af- urðagetu búfjárins. Jafnframt þessu þarf að tryggja góða vinnu- aðstöðu og öruggt starfsumhverfí. Allumfangsmiklar rannsóknir hafa verið gerðar í fjósum og fjár- húsum en nú seinni árin hefur athyglin í auknum mæli beinst að nýbúgreinum, t.d. innra skipulagi húsa og byggingarkostnaði, inn- réttingum og loftræstingu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.