Morgunblaðið - 19.08.1988, Page 23

Morgunblaðið - 19.08.1988, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988 23 Búrma: Stj ómarflokkur- inn leitar leiðtosfa Bangkok. Reuter. MIÐSTJÓRN stjórnarflokksins i Búrma koma saman til fundar í gær í því skyni að velja nýjan leiðtoga landsins. Að sögn heimildarmanna í Rangoon, höfuðborg Búrma, munu flokksstjórnin og þingið koma saman í dag, föstudag, og verður arftaki Sein Lwins, sem sagði af sér á föstudag í siðustu viku, þá tilnefndur. Stjómarerindrekar í Rangoon friðsamlegum kröfugöngum stjóm- voru sammála um að fátt benti til þess að takast myndi að finna nýjan leiðtoga sem bæði harðlínumenn inn- an flokksins og almenningur í landinu gæti fellt sig við. „Svo virð- ist sem harðlínumennimir séu reiðu- búnir til að beita stjómarandstæð- inga hörðu en síðan er einnig að fínna menn innan flokksforystunnar sem eru tilbúnir til að fallast á tils- lakanir án þess þó að innleiða fjöl- flokkakerfí," sagði vestrænn sendi- maður í símtali við fréttamann Reut- ers. Leiðtogar stjómarandstöðunnar hafa krafíst þess að bundin verði endi á 26 ára alræðisvald Sósíalista- flokksins og lýðræði innleitt í landinu. Mótmælin leiddu til þess að Sein Lwin sagði af sér sem leið- togi flokksins á föstudag eftir að hafa gegnt embættinu í 18 daga. Talið er að allt að 3.000 manns hafí týnt lífí í síðustu viku er hemum var beitt til að bijóta á bak aftur mótmæli andstæðinga stjómarinnar. Allt var með kyrmm kjömm í Rangoon í gær en fréttir bámst af arandstæðinga. Mikill fjöldi fólks safnaðist saman við stærsta sjúkrahúsið í Rangoon á fimmtudag í trássi við ákvæði herlaga sem sett hafa verið í Búrma. Stjórnarandstæðingar krefjast þess að alræðisvaldi Só- síalistaflokksins verði hnekkt og lýðræðislegir stjómarhættir inn- leiddir. Reuter Taiwan: Sleppt úr haldi eftir 34 ár Moskvu. Reuter. ÞRÍR sovéskir sjómenn sem ver- ið hafa í haldi á Taiwan í 34 ár héldu í gær aftur heim til Sovétríkjanna. Að sögn sovéska blaðsins fz- vestía var áhöfn skipsins Tupase handtekin þann 23. júní 1954. Um borð vom 37 menn og vora þeir fluttir í fangabúðir. 29 mönnum var sleppt ári síðar og fímm til viðbótar fengu frelsi árið 1956. Þremur mönnum var hins vegar haldið fíingnum þar til í þessari viku. í fzvestíu sagði að mennimir hefðu oft fyllst vonleysi vegna „af- skiptaleysis fóstuij arðarinnar". Að sögn blaðsins grétu mennimir, sem allir em vel við aldur, eins og böm er þeir fengu á ný að beija ættjörð- ina augum. Líbanon: Ætla ekki að leysa er- lendu gísl- anaúrhaldi Beirút. Reuter. ÍSLAMSKA öfgahreyfingin Ji- had, Heilagt strið, sem heldur tveimur Bandaríkjamönnum i gislingu í Libanon, sendu í gær út yfirlýsingu þar sem segir að erlendu gislarnir verði ekki leyst- ir úr haldi fyrr en gengið verði að öllum kröfum hreyfingarinnar. Hreyfíngin lýsir því yfír að hún ein geti ákveðið hvort gíslamir verði leystir úr haldi, teknir af lífí eða þeim haldið áfram í gíslingu. Hún krefst þess að félögum hennar í f ang- elsum erlendis verði leystir úr haldi og að „öllum Palestínumönnum og Libönum verði sleppt úr fangelsum í ísrael, Suður-Líbanon og Austur- Beirút." Hreyfíngin krefst þess enn- fremur að ísraelsher og Suður- Líbanonher yfirgefi öryggissvæðið í Suður-Líbanon, að uppbygging hefj- ist í Suður-Líbanon og Beirút, auk þess sem „þeim verði greiddar bætur sem orðið hafa fyrir barðinu á sam- særi Bandaríkjamanna og ísraela." Óþekktur maður, sem sagðist fé- lagi í hreyfingunni, hafði á miðviku- dagskvöld hringt til alþjóðlegrar fréttastofu og sagt að breski gíslinn Terry Waite væri á lífi og yrði látinn laus innan skamms. Afganistan: Skæruliðar harma dauða Zia-ul-Haqs Pakistanir lesa úr Kóraninum i Karachi til að sál Mohammeds Zia- ul-Haqs njóti friðar i eilifðinni. Fráfall Zia harm- að út um allan heim Lundúnum, Santa Barbara, Bonn. Reuter. LEIÐTOGAR ýmissa ríkja lýstu í gær yfir harmi sínum vegna fráfalls Mohammeds Zia-ul- Haqs, forseta Pakistans. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti sagði meðal annars að starfandi for- seti Pakistans, Ghulam Ishad Khan, gæti reitt sig á stuðning Bandaríkjastjórnar. Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti Iofaði áframhaldandi stuðningi Bandaríkjamanna við Pakistani í samúðarkveðju sinni til pakistan- skra stjómvalda, þar sem sagði að Zia hefði haft „þor til að taka við milljónum Afgana á flótta vegna hatrammrar styijaldar og til að veita afgönsku andspymunni lið." Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, sagði að Zia hefði „áunnið sér virðingu út um allan heim fyrir stuðninginn við afgönsku þjóðina í kjölfar innrásar Sovét- manna í Afganistan og sér í lagi fyrir gestrisni sína við þijár milljón- ir afganskra flóttamanna." Talsmaður vestur-þýsku stjóm- arinnar, Herbert Schmuelling, sagði að stjóm sín vonaði að fráfall Zia minnkaði ekki líkumar á varanleg- um friði í Afganistan. Perez de Cuellar, aðalritari Sam- Harðlínumenn Hekmatyars sagðir geta glatað stuðningi Pakistana Islamabad, Moskvu. Reuter. TALSMENN afganskra skæruliðahópa sögðust í gær harma mjög fráfall Zia-ul-Haqs Pakistansforseta en forsetinn var einarður stuðningsmaður skæruliðanna. Um Pakistan hafa vopnasendingar vestrænna ríkja og auðugra arabaríkja til skæruliða farið, þar hafa flestar skæruliðahreyfingarnar aðalstöðvar og tvær milljónir afganskra flóttamanna eru í Pakistan. Skæruliðar segjast ekki óttast að nýir leiðtogar Pakistana muni hætta að styðja þá en stjórn- málaskýrendur telja mögulegt að framvegis muni pakistönsk stjórn- völd styðja hófsamari öfl meðal afgönsku frelsissveitanna. Sovét- menn og Kabúl-stjórnin hafa sent samúðarskeyti vegna dauða Zia en árétta jafnframt kvartanir sínar vegna brota Pakistana áfriðar- samningnum sem gerður var í Genf í apríl siðastliðnum. Félagi í hinum róttæka Hezb-i- iat-i-Islami, annars stjómmála- einuðu þjóðanna, vottaði Zia enn- fremur virðingu sína. „Gáfur hans og innsýn í alþjóðamál gerðu hann að virtum og tryggum félaga í bar- áttu okkar við vandamál sam- tímans," sagði aðalritarinn meðal annars. Islami stjómmálaflokki, sem stjómað er af afganska skæmliða- foringjanum Gulbuddin Hekmaty- ar, sagði um Zia forseta: „Muja- hideen-skæmliðar hafa misst mik- ilvægan stuðningsmann. Hann var dyggur félagi í „Jihad" [heilögu stríði] Afgana.“ Talsmaður Jam- flokks, sagði dauða Zia mikið áfall fyrir ríki múslima og afgönsku þjóðina. Hann sagðist ekki óttast að Pakistanar myndu hætta að styðja við bakið á skæmliðunum; pakistanska þjóðin vildi halda stuðningnum áfram og hver sem tæki við af Zia myndi áreiðanlega Náinn samstarfsmaður Zia- ul-Haq tekur við starfi hans Islamabad, Reuter. ”*■ GHULAM Ishaq Khan, sem nú gegnir forsetaembættinu í Pakistan eftir fráfall Mohammads Zia-ul-Haqs forseta í flugslysinu í Pakistan á miðvikudag, var náinn samstarfsmaður Zia. Ishaq Khan var fjár- málaráðherra í stjórn Zia-uI-Haqs árið 1978 og er talinn hafa skipu- lagt þá stefnu forsetans að fella framþróun efnahagslífsins að grund- vallarsiðaboðiun múhameðstrúarmanna. Andstæðingar Zia-ul-Haqs segja að Ishaq Khan hafi verið lykilmaður í valdatökunni árið 1977. Eftir valdatökuna var hann skipaður ráðuneytisstjóri í vamarmálaráðu- neytinu og átti náið samstarf við Zia sem var yfirmaður hersins. Ishaq Khan er 73 ára að aldri, fæddur 20. janúar árið 1915, í Bannu-héraði í norðvesturhluta landsins. Frá árinu 1966 starfaði hann í fjármálaráðuneytinu. Hann var bankastjóri á ámnum 1971 til 1975. Ishaq Khan hóf afskipti af stjómmálum árið 1985. Það ár var hann kosinn á þing. Hann var síðar kosinn forseti efri deildar þingsins, en samkvæmt stjórnarskrá Pakist- ans gegnir sá hinn sami embætti forseta í fjarvem starfandi forseta. Ghulam Ishaq Khan. Reuter verða vinur skæmliðanna. En tals- maðurinn bætti þó við: „Við verð- um að sjá hvað gerist næstu vik- umar.“ Vestrænir stjómarerindrekar í höfuðborg Pakistans, Islamabad, töldu líklegt að nýir stjómendur í landinu myndu fara vægar í sak- imar gagnvart Kabúl-stjóminni sem nú á í vök að veijast vegna brottflutnings sovéska herliðsins frá Afganistan. „Vopn verða ekki flutt til skæruliða í jafn stríðum straumi og fyrr,“ sagði einn þeirra. Margir telja að dauði Zia muni geta styrkt þijá hófsama flokka í samfylkingu sjö helstu afgönsku skæruliðahópanna. Þessir flokkar em jákvæðari en hinir §órir gagn- vart friðartilraunum sendimanns Sameinuðu þjóðanna, Diego Cordovezar. Najibullah, leiðtogi Kabúl- stjómarinnar, sendi í gær Ghulam Ishaq Khan, sitjandi forseta Pa- kistans, samúðarskeyti og kvað lát Zia hafa valdið sér hryggð. Hann sagðist vona að samband ríkjanna kæmist í eðlilegt horf og lagði áherslu á gildi friðarsamningsins sem gerður var í Genf. Forsætis- nefnd Æðsta ráðs Sovétríkjanna sendi einnig Khan samúðarkveðj- ur. TVlSS-fréttastofan sovéska sagði þó að þess yrði krafist að nýir leiðtogar Pakistans svömðu ásökunum Sovétstjómarinnar um ítrekuð brot Pakistana á Genfar- samningnum. Pakistanar héldu áfram að skipta sér af innan- landsátökum í Afganistan og senda skæmliðum vopn. Þeir brytu þannig gegn ákvæðum samnings- ins. Fyrir skömmu kölluðu Sovét- menn Pakistana „alþjóðlega hermdarverkamenn" og sovéskir embættismenn veltu því fyrir sér hvort Zia forseti myndi standa við fyrri loforð um að telja afganska skæmliða á að sleppa sovéskum föngum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.