Morgunblaðið - 19.08.1988, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988
. Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
ÁrniJörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst IngiJónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið.
Deilt um Jan
Mayen-svæðið
Hvernig á að leysa
útflutningsgreina
Uppfærsla, niðurfærsla eða millifærsla koma til greina
VERÐBÓLGAN er undirrót flestra þeirra vandamála sem islenska
efnahagslífið á nú við að etja; um það eru allir sammála. Innlendar
kostnaðarhækkanir samfara lækkandi afurðaverði grafa undan út-
flutningsgreinunum. Aðgerðir til að snúa þeirri þróun við miða því
að því að auka tekjur útflutningsgreina og lækka tilkostnaðinn hlut-
fallslega og um leið að draga úr verðbólgu, innlendri þenslu og inn-
flutningi.
að vakti nokkra undrun að
ríkisstjórn Dánmerkur
skyldi taka þá ákvörðun á
þriðjudag að vísa deilu sinni við
Noreg, vegna lögsögumarka
milli Jan Mayen og Grænlands,
til Alþjóðadómstólsins í Haag.
Deila þessi hefur staðið síðan
1980 og kreíjast Danir, fyrir
hönd Grænlendinga, 200 mílna
efnahagslögsögu en Norðmenn
vilja að miðlína gildi. Þessi deila
snertir hagsmuni íslendinga
þar sem við höfum gert samn-
ing við Norðmenn um ævarandi
nýtingarrétt íslendinga á fiski-
stofnunum á svæðinu. Til að
mynda nýtum við 85% loðnu-
stofnsins á svæðinu en Norð-
menn 15%.
Kröfur íslendinga til Jan
Mayen-svæðisins eiga sér langa
sögu. Árið 1927 ritaði Jón Þor-
láksson, forsætisráðherra,
ríkisstjóm Noregs, bréf um
réttarstöðu Jan Mayen eftir að
norskt landnám á eyjunni hafði
verið tilkynnt íslendingum. Tók
ráðherrann fram að Islendingar
hefðu ákveðinna hagsmuna að
gæta þar sem Jan Mayen væri
næst íslandi og íslendingar
hefðu þar notið gæða, m.a. sótt
þangað rekavið. Þá væri veður-
athugunarstofa á eyjunni mikil-
væg íslenskum hagsmunum.
Síðan segir í bréfí Jóns Þorláks-
sonar: „Jafnframt því, að látin
er í ljós viðurkenning á starf-
semi veðurstofunnar, skal tekið
fram, að ríkisstjóm Islands tel-
ur sanngjamt, að náttúru-
auðæfí eyjarinnar verði nýtt í
þágu veðurstofunnar, að því
marki, sem hún telur nauðsyn-
legt, en að því leyti sem til
greina gæti komið að nýta eyna
í þágu annatra hagsmuna óskar
ríkisstjóm íslands að áskilja
íslenskum ríkisborgurum jafn-
an rétt á við hvaða borgara
annars ríkis sem vera skal.“
Engin mótmæli eða athuga-
semdir vom gerð við þetta bréf
af hálfu norskra stjómvalda á
sínum tíma.
Um þennan fyrirvara
íslensku ríkisstjómarinnar var
getið í Stórþingsfrumvarpi árið
1928 um innlimun Jan Mayen
í norska ríkið svo og í áliti ut-
anríkis- og stjórnlaganefndar
Stórþingsins árið 1929.
Á þessu bréfi Jóns Þorláks-
sonar hafa íslendingar meðal
annars byggt kröfur sínar auk
þess, að eðlilegt sé að hafa hlið-
sjón af því, að Jan Mayen hafði
um langt skeið verið allt eins
íslensk sem norsk þótt eyjan
hafí verið innlimuð í ríki Norð-
manna með konunglegri tilskip-
un árið 1929.
íslendingar og Norðmenn
áttu á tímabili í hörðum deilum
um réttarstöðuna við Jan May-
en en þeim deilum lauk á far-
sælan hátt með samningum
þjóðanna í milli árið 1980 og
1982. Norðmenn féllust á að
íslendingar héldu óskertri 200
mflna lögsögu til norðurs í átt
að Jan Mayen og gerður var
fyrmefndur samningur um
sameign og samnýtingu auðæfa
hafsins. Samningur þessi var
byggður á því að miðlína skyldi
gilda á milli Jan Mayen og
Grænlands eins og hafréttar-
sáttmálinn gerir ráð fýrir.
Rök íslendinga fyrir rétti á
Jan Mayen-svæðinu voru fyrst
og fremst sögulegs eðlis. Það
sama er ekki hægt að segja um
kröfur Dana en þeir telja að
Grænlendingum beri 200 mílna
lögsaga, eins og Islendingar
hafa til norðurs, vegna af-
skekktrar legu og fámennrar
byggðar á Jan Mayen.
I fréttasamtali við Morgun-
blaðið fyrr í vikunni sagði Eyj-
ólfur Konráð Jónsson, formaður
utanríkismálanefndar Alþingis:
„Við eigum ekki síður hags-
muna að gæta á þessu svæði
en Norðmenn, þvert á móti.
Með því að sniðganga okkur
en draga Norðmenn fyrir
Haag-dómstólinn telja Danir
sig geta firrt okkur rétti, sem
við viðurkennum ekki að sé
hægt að gera.“
Eyjólfur Konráð Jónsson
leggur einnig á það áherslu, að
íslendingar, Norðmenn og Dan-
ir semji um lausn í Jan Mayen-
deilunni, með viðræðum, í stað
þess að bíða í 2-3 ár eftir niður-
stöðu Alþjóðadómstólsins. Hin
mikla óvissa sem myndi skapast
við þá meðferð yrði engum til
gagns. Steingrímur Hermanns-
son, utanríkisráðherra, hefur
sömuleiðis látið í ljós þá skoðun
að deiluna verði áð leysa við
samningaborðið.
Islendingar geta ekki unað
við það að vera sniðgengnir af
vinaþjóðum sínum í þessu mikla
hagsmunamáli og að samnings-
bundin réttindi okkar verði
skert. Það er því nauðsynlegt
að stjómvöld sýni festu og
krefjist þess að fá aðild að við-
ræðunum og að tekin verði hlið-
sjón af sjónarmiðum Islendinga.
Efnahagsráðstafanir eru í raun
kjarasamningar útflutningsfyrir-
tækja þar sem verið er að bæta
þeim upp tap vegna innlendra
kostnaðarhækkana.
Millifærsla, niðurfærsla og
uppfærsla
Oftast er talað um að til séu
þrenns konar meginleiðir í efna-
hagsaðgerðum sem miða aðallega
að því að treysta rekstrargrundvöll
atvinnufyrirtækja og sameiginlegur
þáttur allra þeirra er takmörkun
launabreytinga. Þessar leiðir eru í
fyrsta lagi millifærsla fjár til at-
vinnuveganna, í öðru lagi niður-
færsla kaupgjalds og verðlags og í
þriðja lagi uppfærsla tekna útflutn-
ingsgreina með gengisfellingu.
í millifærslu felst fjáröflun með
einhveijum hætti, svo sem beinum
eða óbeinum sköttum eða hugsan-
lega niðurskurði á ríkisútgjöldum,
sem varið yrði til beinna eða
óbeinna framleiðslustyrkja til út-
flutningsatvinnuveganna. Skatt-
heimta eða niðurskurður myndi
draga úr kaupmætti og innlendri
efírspum, þenslunni, og einnig hafa
áhrif á innflutning.
Niðurfærsla kaupgjalds og verð-
lags væru beinar ráðstafanir með
samkomulagi eða lögum til lækkun-
ar launa sem síðan yrði fylgt eftir
með lækkun verðlags. Með þessu
yrði dregið út innlendri eftirspum
og launakostnaður atvinnuveganna
lækkaði, sem aftur hefði það í för
með sér að verðbólga og vextir
lækkuðu.
Uppfærslan, eða gengisfellingin,
felur í sér að verð á erlendum gjald-
eyri er hækkað þannig að tekjur
atvinnuveganna eru hækkaðar í
hlutfalli við innlent verðlag en þýð-
ir jafnframt að kaupmáttur laun-
þega minnkar. Þessi gengisbreyting
dregur úr eftirspum, svo framar-
lega sem ekki komi til samsvarandi
hækkun á kaupi, og jafnframt
hækka innfluttar vörur umfram
innlendar.
Gengisfellingin hætt að bíta
Sú leið sem við íslendingar þekkj-
um best er uppfærsluleiðin, enda
hefur gengisfelling þann kost að
vera fljótvirk og skila auknum tekj-
um strax til útflutningsatvinnu-
vega. Einnig er hún tiltölulega ein-
föld aðgerð meðan hinar tvær em
flóknar og kosta umfangsmikla
skriffínnsku, aukið eftirlit og áróð-
ur.
Bit gengisfellingar hefur þó
slævst verulega; aðallega af tveim-
ur ástæðum. Útflutningsfyrirtæki
hafa mörg safnað vemlegum er-
lendum skuldum sem hækka við
gengisfellingu þar sem flest lánin
em gengisbundin. Sama má segja
um útgerð sem fær ekki kjarabætur
gegnum gengisfellinguna. Þá gerir
innlend verðtrygging það að verk-
um að verðbólguáhrif gengisfelling-
arinnar hækka höfuðstól lána.
Hækkun innfluttrar vöm, sem óhjá-
kvæmilega fylgir gengisfellingu,
dregur á eftir sér vísitöluhækkun
og þar með almenna verðlags-
hækkun. Áhrif gengisfellinga em
því mun fljótari að fíara út en áð-
ur, sérstaklega ef ytri skilyrði hafa
ekki breyst á meðan.
Niðurfærsluleiðin hefur verið
talsvert til umræðu upp á síðkastið.
Ef formúlan gengur upp er sú leið
mjög fysileg. Þá væm laun t.d.
lækkuð um 10% með lögum og all-
ar gjaldskrár og opinber þjónusta
lækkaði jafnhliða. Við það lækkar
framfærsluvísitala, sem aftur hefur
áhrif á lánskjaravísitölu og við það
lækka vextir og fjármagnskostnað-
ur. Verslanir hafa þá tök á að
minnka álagningu á innfluttar vör-
ur þannig að í heild má búast við
að verðlag lækki um 6%. Verð-
bólgan á, innan tveggja mánaða,
að komast niður í 6-7% og vextir í
10-13%. Lækkun lánskjaravísitölu
leiðir til lækkunar verðtryggðra
lána og þegar verðbólgan er komin
niður í þessa viðráðanlegu stærð
væri hægt að afnema lánskjaravísi-
töluna.
Breyttar forsendur
Niðurfærsluleiðin hefur einu
sinni verið farin, af minnihluta-
stjóm Alþýðuflokksins árið 1959,
en íslenska hagkerfíð núna er ekki
sambærilegt við það sem þá var.
Mönnum kemur saman um að þá
hafí atvinnulífíð verið meira og
minna bundið höftum og leyfisveit-
ingum stjómvalda, sem fyrir vikið
áttu mun auðveldara með að stýra
efnahagsþróuninni. „Á þessum tíma
máttu menn varla reka niður girð-
ingarstaur án þess að skrifa og biðja
um leyfí," sagði einn viðmælandi
blaðsins.
Umræður um þessa leið hafa
komið upp öðru hvom. Árið 1968
lagði Alþýðuflokkurinn þessa leið
til, þegar ríkisstjómin glímdi við
vanda vegna aflabrests og lækkun
útflutningsverðlags en gengisfell-
ing varð fyrir valinu. Arið 1972
skipaði ríkisstjómin nefnd til að
gera úttekt á íslenskum atvinnu-
vegum og leiðum til efnahagsúr-
bóta. Niðurfærsluleiðin var þar
skoðuð vandlega en aftur varð
gengisfelling fyrir valinu. Niður-
færsluleið var enn í umræðunni
1984 en þótti vandframkvæmanleg.
í skýrslu nefndarinnar frá'1972
segir t.d. um niðurfærsluleiðina að
ýmislegt mæli með að hún verði
farin til að leysa efnahagsvandann
sem þá var við að glíma, ekki síst
til að eyða verðbólguhugsun með
þjóðinni. Hins vegar virðist aðstæð-
ur í launa- og verðlagsmálum vera
þær að ekki sýnist fært að ná fram
neinni umtalsverðri verðhjöðnun
eftir þessari leið, og að óvissa um
framkvæmd verðlækkana í kjölfar
kauplækkana sé mikil en það ráði
samst algerlega úrslitum um árang-
ur. Því sé erfítt að hugsa sér niður-
færsluleið sem aðaluppistöðu í
heildarlausn. „Til að niðurfærsla
komi til greina sem aðaltæki þarf
að vera fyrir hendi mikil áhersla á
gildi verðlagsmarkaðarins og vilji
til þess að færa verulegar fómir
fyrir framtíðina," segir síðan orð-
rétt í skýrslunni.
Skiptar skoðanir um
leiðirnar
Á meðan gengisfelling náði
markmiðum sínum var engin
ástæða til að fara áhættusamar
leiðir eins og niðurfærslu. Núna
hafa hins vegar vaknað efasemdir
um að gengisfelling gangi upp og
því var farið að skoða aðrar leiðir
betur. Af samtölum við forsvars-
menn atvinnulífsins kemur fram að
verulega skiptar skoðanir eru um
leiðir og markmiðin.
Friðrik Pálsson forstjóri Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna sagði við
Morgunblaðið að ef menn treystu
sér í aðrar leiðir en gengisfellingu
benti margt til að þær væru betri.
Útlán bankanna takmi
vegna þröngrar lausafjj
ÞRÖNG lausafjárstaða bankanna veldur því, að þeir takmarka nú útl-
án. Iðnaðarbankinn einn hefur ekki gripið til takmarkana. Ástæður
þessara aðgerða eru ýmist auknar kröfur Seðlabankans um fjárbind-
ingu, minnkandi innlán eða meiri vanskil á endurgreiðslum til bank-
anna. Þetta veidur erfiðri lausafjárstöðu. í sumum tilvikum eru allir
þessir þættir samverkandi. í Morgunblaðinu í gær var sagt frá minnk-
andi útlánum Landsbankans. Þvi var leitað til forsvarsmanna hinna
bankanna og þeir spurðir hvort sömu aðgerða væri að vænta hjá þeim.
„Við höfum í undirbúningi svipað- greiða til baka þau lán sem þeir
ar aðgerðir og ætlum að hafa sam-
band við útibúin okkar um þær. Þeg-
ar búið verður að ákveða vextina
verður farið í það,“ sagði Jón Adolf
Guðjónsson bankastjóri Búnaðar-
bankans. Hann sagði að heldur hefði
dregið úr innlánum og greinilegt
væri að bæði fyrirtæki og einstakl-
ingar ættu erfíðara en áður með að
hafa fengið. Hann kvaðst reikna með
að um tímabundnar aðgerðir væri
að ræða.
„Við erum reyndar búnir að standa
á bremsum núna um nokkurt skeið,"
sagði Guðmundur Hauksson hjá Út-
vegsbankanum. „Það er nokkuð
síðan við ákváðum að hægja á eins
og frekast er unnt vegna þess að
breyttar reglur um laust fé hjá Seðla-
banka hnepptu okkur. Þannig að við
erum ekki að grípa til neinna sérs-
takra aðgerða núna.“ Hann sagði
þetta aðhald vera almennt og gilda
um alla viðskiptavini bankans. „Þetta
er sá tími ársins sem þjóðfélagið er
frekar neikvætt fyrir bankann, seinni
hluti sumars er það venjulega. Af
þeim ástæðum þurfum við að halda
vel á spilunum á þessum tíma. Síðan
stefnir í þyngsli í efnahagslífinu al-
mennt, þannig að ég held að það sé
ljóst að bankar muni, óháð reglum
Seðlabankans, byggja upp svolítið
sterkari lausafjárstöðu.“
Ólafur Ottósson aðstoðarbanka-
stjóri Alþýðubankans sagði að ekki