Morgunblaðið - 19.08.1988, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 19.08.1988, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988 Kaupfélögin á Akureyri, Húsavík og Kópaskerí: Hagræðing með aukinni samvinnu Kaupfélagsstjórar þriggja kaupfélaga norðanlands og fulltrúar þeirra hittust í fyrradag og ræddu um hvernig auka mætti hagræðingu í rekstri fyrirtækjanna með aukinni samvinnu félaganna. Skipaðar voru nefndir fagmanna innan félaganna þriggja sem ætlað er að koma fram með tillögur um hvemig samvinnunni verði best á komið. Kaup- ' félögin þijú eru Kaupfélag Eyfirðinga á Akureyri, Kaupfélag Þingey- inga á Húsavík og Kaupfélag Norður-Þingeyinga á Kópaskeri. Jóhannes Sigvaldason stjómar- formaður KEA sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ekki væri verið að ræða um samruna félaganna þriggja, heldur aðeins samvinnu á sem flestum sviðum. Kaupfélag Norður-Þingeyinga á Kópaskeri hef- ur til dæmis í hyggju að stofna hluta- félag bænda og kaupfélagsins um slátrunina hjá sér til að fá aukið fjár- magn inn í reksturinn. I framhaldi af því er gert ráð fyrir aukinni ha- græðingu á milli allra þessara þriggja kaupfélaga, hugsanlega tilflutning á sláturfé frá einu ári til annars á milli sláturhúsanna. Þá hefur jafn- * framt verið rætt um hagræðingu í versluninni og afurðasölunni al- mennt, en engar haldbærar úrlausnir liggja fyrir. Nefndunum, sem skipað- ar voru á fundinum í fyrradag, er ætlað að koma fram með hugmyndir í þá átt. í fyrstunni kom fram áhugi hjá Norður-Þingeyingum í þá átt að kaupfélögin þijú myndu sameinast. Fallið var frá þeirri hugmynd fljót- lega og það varð ofan á að stofnað yrði nýtt hlutafélag um slátrunina ^til að fullreyna hvort kaupfélagið gæti leyst úr sínum vandamálum sjálft með aðstoð heimaaðila til að koma rekstrinum á réttan kjöl að nýju. Ekki verður því af sameiningu kaupfélaganna í bili að minnsta kosti, að sögn Jóhannesar. Hann sagði Kaupfélag Norður-Þingeyinga verst statt af þessum þremur kaup- félögum. Eigið fé félagsins væri lítið og samdráttur þar, bæði í hefð- bundnum búskap og sjávarútvegi, hefði verið mikill miðað við aðra staði á landinu. Þótt félögin tvö hefðu verið rekin með halla á síðasta ári, en KEA hefði sýnt rúmlega 50 millj. kr. hagnað sæi KEA sér mikinn hag í samvinnu við kaupfélög í nágrenn- inu þó samvinnan væri ef til vill meira knýjandi hjá hinum félögun- um. Jóhannes sagði að samkeppnin á sviði verslunar hefði verið geysimikil á undanfomum árum eftir að stór- markaðimir hefðu farið að rísa. Matvöruverslunin hjá KEA var byggð upp í litlum hverfaverslunum, sem nánast er úrelt form eftir að samkeppnisaðilamir komu fram og gengur það mun verr fyrir kaup- félagið að bakka út úr fyrra formi heldur en fyrir einkaaðila. Bygging stórmarkaðar á homi Tryggvabraut- ar og Glerárgötu hófst á vegum KEA í fyrra, en framkvæmdir hafa að mestu legið niðri á yfirstandandi ári. Jóhannes sagði óljóst hvenær fram- kvæmdir hæfust að nýju þar sem ástandið í þjóðfélaginu gæfi ekki til- efni til að fara út í fjárfestingar. „Við bíðum eftir því að það rofi til í efnahagsmálunum og reynum að halda sjó á meðan,“ sagði Jóhannés. Morgunblaðið/Rúnar Þór HJOLABATAR A POLLINUM Nýlega keypti Höldur sf. fjóra danska hjóla- báta, sem leigðir eru út á Pollinum, fyrir innan Leirubrúna. Hjólabátarnir hafa notið mikilla vin- sælda þjá Akureyringum í góðum veðrum og fylgir veiðistöng hveijum bát fyrir sig. Leigan er 300 krónur fyrir hálftímann og 400 krónur fyrir klukkutímann og er veiðileyfið innifalið í verðinu. Verðlagsforsendur fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar að bresta? Ottast að efnahagsaðgerðir verði sveitarfélögum erfiðar - segir Úlfar Hauksson hagsýslustjóri Akureyrarbæjar ALLT bendir nú til þess að nokkur halli verði á fjárlögum Akur- eyrarbæjar miðað við óbreytt ástand í efnahagsmálum. Úlfar Hauksson hagsýslustjóri bæjarins sagði í samtali við Morgun- blaðið að þetta færi þó eftir því hvernig sá tími, er eftir væri ársins, kæmi út fyrir bæjarfélagið. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1988 gerði bærinn ráð fyrir 25% verðbólgu að meðaltali, en búast má við að meðaltalið verði eitthvað ríflega það ef marka má spá Þjóðhagsstofnunar, sem gerir ráð fyrir 27-28% meðaltals- verðbólgu á árinu. Úlfar sagði að annað verðlag væri ekki fjarri áætlunum hag- sýslustjórnun bæjarins þannig að bærinn slyppi með skrekkinn. Ljóst væri þó að einhveiju skeik- aði. Almennt sagðist hann telja að meðaltalshækkun verðlags á árinu yrði á bilinu 25-30%, en í áætlunum bæjarins var gengið út frá 18% meðaltalshækkun launa miðað við 1. október 1987 og 25% meðaltalshækkun á vörum og þjónustu frá meðaltalinu árinu áður. „Ég óttast að einhveijar breytingar verði á efnahagsstjóm- inni á næstu mánuðum sem kunni að færa hag sveitarfélaganna til verri vegar. Gengisfelling myndi færa okkur aukna verðbólgu og ef launum yrði á sama tíma hald- ið föstum þar sem bráðabirgðalög- in gilda til áramóta, þá hækka tekjur sveitarfélaga ekki neitt þrátt fyrir vaxandi verðbólgu. Ef á hinn bóginn niðurfærsluleiðin yrði valin sem þýðir það að laun eru beinlínis færð niður, þá lækka tekjur sveitarfélaga samfara minni útsvarsgreiðslum. Hvor leiðin fyrir sig myndi hafa áhrif Er vel til viðræðu um kaupfélagsstjórastöðuna - segir Magnús Gauti Gautason fjármálastjóri KEA ALLAR LÍKUR benda nú til þess að Magnús Gauti Gautason verði um stöðu fyrirtækisins út á við. arftaki Vals Arnþórssonar sem kaupfélagsstj óri Kaupfélags Ey- firðinga á Akureyri. Jóhannes Sigvaldason sijórnarformaður KEA sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að viðræður við hann væru ekki formlega hafnar þó hugmyndimar hefðu verið reifað- ar. Hann bjóst við að Valur Ámþórsson gengi frá ráðningu Magn- úsar Gauta sem aðstoðarkaupfélagsstjóra nú á næstu dögum og hann hæfi störf sem slíkur frá og með 1. september. Þá myndi stjórn KEA fá tóm til að ræða við Magnús Gauta og væntanlega ganga frá ráðningu hans sem kaupfélagsstjóra frá og með áramót- um. Valur Amþórsson hefur þá verið kaupfélagsstjóri í sextán ár. Eins og kunnugt er var í fyrstu rætt við Axel Gíslason aðstoðar- forstjóra Sambandsins um stöð- una, en afsvar hans lá fyrir stjóm- arfundi KEA síðastliðinn þriðju- dag. Fundurinn samþykkti þá að beina þeim tilmælum til Vals að hann réði Magnús Gauta sem að- stoðarkaupfélagsstjóra og í fram- haldi af því myndi stjómin ganga til viðræðna við hann um stöðuna. Magnús Gauti sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær ekki vilja tjá sig opinberlega um þær hug- myndir sem fram væm komnar, aðeins það að hann væri vel til viðræðu um stöðuna við stjómina. Ekki vildi hann heldur ræða stöðu og framtið kaupfélagsins þar sem hann væri ennþá fjármálastjóri fyrirtækisins og sem slíkur væri það ekki hlutverk hans að ræða Magnús Gauti er 38 ára Akur- eyringur, fæddur þann 8. ágúst árið 1950, sonur hjónanna Jó- hanns Gauta Gestssonar og Eddu Magnúsdóttur. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1970 og hélt þá til Uppsala í Svíþjóð þar sem hann lagði stund á háskólanám í rekstrarhagfræði. Heim kom hann árið 1974 og hóf störf hjá KEA þar sem hann hefur verið síðan, nú sem fjármálastjóri. Magnús hóf fyrst að vinna að ýmiskonar hagkvaemniathugunum hjá fyrirtækinu. Árið 1978 varð hann fulltrúi kaupfélagsstjóra á sviði skipulags- og hagmála. Und- ir það svið féll skrifstofustjómun, bókhald og uppgjör svo eitthvað sé nefnt og skömmu síðar féll yfir- umsjón með matvöruverslunum KEA undir hans stjóm. Frá árinu Morgunblaðið/Rúnar Þór Magnús Gauti Gautason fjár- málastjóri Kaupfélags Eyfirð- inga verður að öllum líkindum næsti kaupfélagsstjóri KEA. 1986 hefur Magnús Gauti starfað sem fjármálastjóri fyrirtækisins. Eiginkona Magnúsar er Hrefna Torfadóttir og eiga þau þijú börn, 3, 8 og 15 ára. á tekjur sveitarfélaga." Ef samdráttur verður í hag- kerfínu, hvort sem er af völdum stjómvalda eða okkar sjálfra, hlýt- ur hann að bitna á öllum sveitarfé- lögum í landinu. Akureyrarbær býður upp á mikla þjónustu og dregur hana ekkert til baka auð- veldlega. Því hlýtur að verða að koma til samdráttur í fram- kvæmdum á vegum bæjarfélags- ins. „Ég er þeirrar skoðunar að gengisfelling sé viðurkenning á staðreyndum. Fræðilega era til aðrir möguleikar, en gengisfelling með tilheyrandi hliðarráðstöfun- um myndi rétta hlut landsbyggð- arinnar meira en niðurfærsluleið því úti á landi búa útflutnings- greinamar í stóram stíl. Menn sjá ekki í hendi sér hvemig niður- færsluleiðin er tæknilega fram- kvæmanleg og tel ég að hún hafi ekkert í för með sér nema niður- færslu á launum einum saman," sagði Úlfar. Sigfús Jónsson bæjarstjóri sagði ljóst að á næsta ári yrði annaðhvort að taka meiri lán eða draga enn frekar saman seglin í framkvæmdum á vegum bæjarins. Bæjarfulltrúamir tækju sjálfsagt um það ákvörðun þegar sýnt væri að verðlagsforsendur væra endan- lega að bresta. Sigfús kvað þó bót í máli að útsvarið, sem er um helmingur tekna bæjarins, skuli vera orðið verðtryggt og því hefði óðaverðbólga minni áhrif á fjár- hag bæjarins nú en fyrir stað- greiðslukerfi skatta. „Það er ekki nokkur leið að spá um hvað gert verður eftir einhveija mánuði. Þjóðfélagið er einfaldlega rekið frá degi til dags og margir óvissu- endar era ennþá uppi til dæmis um hvemig staðgreiðslukerfi skatta kemur í raun út. Við höfum þó þann möguleika á næsta ári að hækka útsvar upp í 7,5% úr 6,7%,“ sagði Sigfús.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.