Morgunblaðið - 19.08.1988, Síða 31

Morgunblaðið - 19.08.1988, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988 31 Aldarafmæliskveðja; Kristín Hreiðars- dóttlr frá Presthúsum Einn dag er sólin hæst á himinbraut, ein hjartans gleði skærst, ein sárust þraut; þá hún er sigruð svaii haustsins ber þér silfurker. (Hulda.) Þetta erindi kemur mér í hug í dag, á 100 ára afmæli vinkonu minnar, Kristínar Hreiðarsdóttur. Fyrir einni öld breiddi hún út faðm- inn, sem lítið barn á móti morgun- sólinni og lék sér að stráum í túni foreldra sinna að Hátúnum í Land- broti, Vestur-Skaftafellssýslu, en þar er hún fædd 19. ágúst 1888. í eina öld hefur morgunsólin risið á hverjum degi síðan og jafnoft hnig- ið til viðar. Aldarsólin hennar varpar nú rauðum geislum á vesturfjöllin og bregður bliki á hærri fjöll í fjarska. Sá sem árrisull er og hefur verið svo gæfusamur að gefa sér tíma til að ganga á vit fegurðarinnar, er ríkur maður, þótt hann hafi ein- hvem tíma á langri göngu orðið að kynnast hinu mótdræga í lífínu. Með því að sigrast á því hefur hann öðlast reynslu og getur með þakk- látum huga tekið undir með hinni djúpvitru skáldkonu. Foreldrar Kristínar voru hjónin Júlíana Magnúsdóttir og Hreiðar Bjamason, sem þá bjuggu að Há- túnum í Landbroti. Júlíana móðir Kristínar átti ættir sínar að rekja frá Stafnesi. Afi hennar og langafí Kristínar var Jón Bjömsson bóndi í Loddu eða Loðvíksstofu á Staf- nesi, Miðnesi, sá er veitti hröktu og hrjáðu fólki húsaskjól í hinu mikla Bátsendaflóði, aðfaranótt 9. janúar 1799. Hreiðar faðir hennar var kominn af ætt séra Jóns Steingrímssonar hins knnna eldklerks. Af þeim stofni em margir traustir og vitrir íslend- ingar komnir. Enda hafa þeir hald- ið minningu hans í heiðri og reynt að tileinka sér trú hans og lífsstefnu. Það er ekki ætlunin að rekja ævisögu Kristínar, en þó vil ég nefna nokkur atriði úr lífí hennar, sem mér fínnst skipta máli. Kristín Hreiðarsdóttir er af fá- tæku fótki komin. Faðir hennar var tvíkvæntur og átti 24 böm til sam- ans í báðum hjónaböndum. Kristín var næstyngsta barnið af síðara hjónabandi hans, og er nú ein á lífí af þeim stóra bamahópi. Föður sinn missti hún tveggja ára gömul. Þá tvístraðist bamahópurinn. Kristín litla fór í fóstur til frænku sinnar, frú Sólveigar Einarsdóttur, ekkju Jóns Sigurðssonar prófasts í Skaftafellssýslu, og fólks hennar. Fyrst var hún hjá frú Sólveigu að Kálfafelli og síðan á Maríubakka og þar ólst hún upp. Arið 1913 fluttist Kristín til Hafnarfjarðar og giftist Oddi Jóns- syni frá Keldunúpi á Síðu 1914. Þau bjuggu í Hafnarfírði fyrstu árin en þaðan fluttust þau búferlum að Móhúsum í Garði, Gerðahreppi í Gullbringusýslu og héldu þar heimili um skeið, uns þau fluttust að Presthúsum í Garði. Þar bjuggu þau lengst eða í rúm 60 ár. Kristín og Oddur eignuðust fjög- ur böm, sem öll em á lífi. Þau em Júlíus Guðjón, Sólveig Sigrún, Jónína Sóley og Ingimar. Þau gift- ust öll og eiga afkomendur. Niðjar Kristínar og Odds em orðnir 79 að tölu. Einnig ólst upp hjá þeim Eyjólfur Gíslason. Hann kom til þeirra á bamsaldri eftir að hafa misst móð- ur sína. Hann er kvæntur og á böm. Heimilið að Presthúsum var hlý- legt menningarheimili. Húsmóðirin glaðlynd og ljúf í viðmóti. Gestrisin var hún og mikið fyrir blómarækt. Presthús er grasbýli en Oddur stundaði líka sjósókn, var útvegs- bóndi og formaður á bátum um árabil. Hann keypti einnig físk af öðmm og verkaði hann til útflutn- ings. Atvinnu stundaði hann alloft ut- an heimilis. Vann m.a. við vitabygg- ingar og var þá verkstjóri. Þegar Oddur var að heiman annaðist Kristín öll störf úti og inni ásamt bömum þeirra. Stundum dvöldust á heimilinu kennarar, aðkomumenn, sem ráðnir vom til kennslustarfa í Garði, bæði við bama- og unglingakennslu. Böm og gamalmenni vom þar einn- ig tíma og tíma og nutu aðhlynning- ar húsfreyjunnar. Auk þess vom þar stundum vertíðarmenn, sem rém á sjóinn með Oddi. Oddur hafði fyrr á ámm verið kirkjuorganisti í Skaftafellssýslu. Vom þau hjónin bæði söngelsk. Oddnr eignaðist orgel á sínum efri ámm sem hann spilaði oft á. Þá var bjart yfír Presthúsaheimilinu, því Kristín söng ásamt börnunum, sem öll höfðu hlotið sönghneigð í vöggugjöf. Júlíus og Ingimar urðu báðir eftirsóttir harmónikuleikarar. Það fór ekki fram hjá neinum að skaftfellsk áhrif ríktu á heimili þeirra hjónanna, sem þau höfðu borið með sér að austan og í Garð- inn eins og annað skaftfellskt fólk, sem þar hafði fest rætur. Kristín ræddi oft um frú Sólveigu frá Maríubakka, fóstm sína. Hana tók hún sér til fyrirmyndar í hús- haldi og einnig í uppeldi og mótun bama sinna. Það var gaman að hlusta á hana segja brosandi frá frú Sólveigu, sem hún bar svo mikla virðingu fyrir og hlýhug til. Enda lét hún eldri dóttur sína heita Sól- veigu Sigrúnu eftir henni. Kristín er félagsmálakona og vann heilshugar að félagsmálum svo lengi sem henni entist heilsa. Hún starfaði í Kvenfélaginu Gefn í Garði, var starfsfús og samvinnu- þýð. Einnig er hún ævifélagi í Slysa- vamafélagi íslands. Kirkjunnar málefni lét hún ekki fram hjá sér fara. Hún er trúuð kona í þess orðs bestu merkingu. Hún var kirkju- rækin og ég minnist þess þegar þau Oddur fóm með böm sín í Utskála- kirkju. Þá var í senn reisn og mildi í fasi Kristínar, sem ávallt gekk þá í íslenskum búningi og sýndi með því hversu þjóðleg hún er í eðli sínu. Það var Kristínu mikið gleðiefni að bömin þeirra Júlíus og Sigrún sett- ust að í Garðinum, einnig fósturson- urinn Eyjólfur Gíslason og fjöl- skyldur þeirra allra. Þá gat hún haft samband við þau daglega með- an þún átti þar heima. Árið 1977 lést Oddur. Tregaði hún hann mikið, en kærleikurinn sem hún bar til hans mildaði sorg- ina. Eftir þetta fluttist hún í Garðabæ að Hofslundi 11 til dóttur- dóttur sinnar, Sigurveigar Sæ- mundsdóttur og manns hennar, Halldórs Snorrasonar. Þar hefur hún unað hag sínum vel, notið ástúðar og virðingar sem öllu eldra fólki kemur best. Okkur hjónunum þótti gaman að heimsækja hana þangað og er minnisstæð sú birta og hlýja sem andaði frá samskiptum þeirra, Sig- urveigar og ömmu hennar. Jónína Sóley býr í Reykjavík og hefur því getað heimsótt móður sína oft og létt henni stundimar eftir að árin færðust yfír. Ingimar settist áð í Svíþjóð. Hún saknaði hans auðvitað mikið fyrstu árin eftir að hann fór, en gladdist yfír velgengni hans þeg- ar árin liðu og hún fékk góðar frétt- ir og heimsóknir af fjölskyldunni. Kristín átti heima hjá dótturdótt- ur sinni Sigurveigu í 10 ár. En þá hnignaði heilsu hennar og síðustu tvö árin hefur hún dvalist að Hrafn- istu í Hafnarfírði og notið þar góðr- ar umönnunar. Hún lítur enn í bækur sér til ánægju, þótt minnið sé farið að dofna. Ég tengdist Kristínu Hreiðars- dóttur þegar ég fluttist í Garðinn 1929 og giftist systursyni hennar, Sigurbergi H. Þorleifssyni. Þeir Sigurbergur og Oddur höfðu lengi unnið saman bæði á sjó og við vita- byggingar. Auk þess var mikill samgangur á milli heimila systr- anna, tengdamóður minnar og Kristínar. Þá eignaðist ég vináttu Kristínar. Sú vinátta hefur varað æ síðan. Nú hugsum við hjónin og bömin okkar með gleði og þakklæti til þeirra daga sem við heimsóttum Kristínu og Odd í Presthúsum, bæði á björtum sumardögum jafnt sem vetmm. Aldrei brást það að okkur var fagnað af ljúfmennsku þeirra beggja. Ég veit að það verða margir vin- irnir, sem hugsa til Kristínar á ald- arafmæli hennar. Við hjónin, böm okkar og fjölskyldur þeirra, flytjum Kristínu og öllum ástvinum hennar, hjartanlegar blessunaróskir. Megi sólargeislar ævikvöldsins verma hina merku og mætu konu. Ásdís Káradóttir Kristín ætlar að taka á móti gest- um í Samkomuhúsinu í Garði i dag, milli kl. 16 og 20. Arni Arinbjarnarson orgelleikari. Orgeltón- leikar í Fíla- delfíukirkju ÁRNI Arinbjarnarson orgelleik- ari heldur tónleika í Fíladelfíu- kirkjunni mánudaginn 22. ágúst kl. 20.30. Á efnisskrá em verk eftir Buxtehude, Bach, César Franck og Max Reger. Ollum er heimill aðgangur að tónleikum þessum. (Fréttatilkynning) 5 kettir og læða blúsa í öngstrætinu JASS Guðjón Guðmundsson FISCHERSUND er lítil og óhijáleg gata hér í bæ en við hana standa þó tvær merkar stofnanir. Við horn Aðalstræt- is er gæludýrabúð og nokkr- um skrefum vestar í öngstræt- inu er Duus-hús þar sem Heiti potturinn mallar, eina örugga athvarf manna af kattakyni. Þangað læddust fimm kettir síðastliðið sunnudagskvöld og breimuðu blús fyrir pakk- fylltu húsi áhorfenda og skömmu síðar bættist læða í hópinn og fór þá að krauma í pottinum, eins og vænta mátti. Kettimir vom Gunnlaugur Briem, trommur, Birgir Braga- son, bassi, Eyþór Gunnarsson, píanó, Magnús Eiríksson, gítar, söngur og blístur og Kristján Kristjánsson, munnharpa og söngur. Læðan var Ellen Kristj- ánsdóttir. Giggið hófst á því að Kristján, sem er bróðir Ellenar, sem er kona Eyþórs (svo það fari ekki milli mála), kynnti sveitina og jafnframt að æfingar hefðu stað- ið yfír liðlangan daginn en ekki söguna meir, enda vom slegnar ófáar feilnótur og allt hrátt í pottinum. En það skipti ekki máli því þeir náðu sér oft vel á strik og áttu salinn. Það er trú undirritaðs að íslendingar séu blúsaðasta þjóð veraldar. Hér þýðir lítið að bjóða upp á topp- númer í jassi eða klassík, á því verður alltaf halli, en um leið og einhver minnist á blús þá er eins og gullæði grípi landann. Kristján Kristjánsson hefur búið í Lundi í Svíþjóð undanfarin tólf ár og meðal annars lagt stund á munnhörpunám. Þá hef- ur hann gert víðreist um meginl- andið með mal sinn og hörpu og leikið á götuhomum. Það þarf ekki að fjölyrða um það að Kristj- án er mikill músíkant og geysi- lega skemmtilegur munnhörpu- leikari. Hann er líka „entertain- er“ af guðs náð og í skjóli þess náði hann sambandi við áheyr- endur eins og hann væri inni í stofu hjá þeim í helgarsam- kvæmi. Prógrammið byggðist að mestu leyti á standördum úr blússögunni og einnig brá fyrir nokkrum rokklögum. Braggabl- ús Magnúsar heyrðist líka svo og Hornaíjarðarblús. Magnús var vel heima í þessum félags- skap og lék við hvem sinn fíng- ur, auk þess sem hann sönglaði og blístraði í melódískum ein- leiksköflum eins og George Ben- son og Tania Maria gera gjarn- an. Eftir langt og ítarlegt hlé kom höfuðlæða íslensks jass og gerði stormandi lukku með Cry me a River. Ellen hefur yndislega háa rödd og flutti hún þennan trega- fulla söng sem hún hefur svo mikiar mætur á, af sannri tilfinn- ingu. Kvöldinu lauk með blús eftir Morgunblaðið/Bj arni b/6 hlutar sveitarinnar sem flutti blús í Heita pottinum. Magnús Eiríksson í algleymi snarstefsins. Kristján þar sem hann fékk heit- an salinn til að taka undir viðlag- ið og mátti ekki tæpara standa því áheyrendur voru haldnir óskaplegri tjáningarþörf eftir alla þessa keyrslu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.