Morgunblaðið - 19.08.1988, Side 34

Morgunblaðið - 19.08.1988, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988 Minning: Krístmann Dan Jen- sen frá Fáskrúðsfírði Fæddur 26. apríl 1942 Dáinn 10. ágúst 1988 Dáinn, horfinn. - Harmafregn. Hvflíkt orð mig dynur yfir. (Jónas Hallgr.) Ljóðlínur listaskáldsins góða eru mér ofarlega í huga þegar ég minn- ist vinar míns, samstarfsmanns og nábúa, Kristmanns Dan Jensen. Hann lést á Landakotsspítala 10. ágúst sl. eftir 3ja vikna þunga sjúk- dómslegu aðeins 46 ára gamall. Kristmann fæddist á Fáskrúðs- firði 26. apríl 1942. Foreldrar hans voru hjónin Björg Magnúsdóttir og Jens Lúðvíksson, skipstjóri og út- gerðarmaður. Jens var m.a. skipstjóri á Hrönn, einum af þremur bátum Samvinnu- félags útgerðarmanna á Fáskrúðs- firði. Þá gerði hann út bátana Ró- bert Dan og Hvanney. Jens vann það afrek á skipstjóraferli sínum 22. febrúar 1944 að bjarga 19 rúml. báti, Báru SU frá Fáskrúðsfírði, með fimm manna áhöfn. Bára hafði fengið á sig brotsjó fyrir utan Homafjarðarós og farið heila veltu í sjónum. Jens var þá staddur á bát sínum Hvanney inn á Homafirði. Hann hélt þegar af stað út úr ósn- um og tókst að bjarga Bámnni og koma henni inn á Djúpavog í af- takaveðri. Þótti þessi björgun kraftaverki næst. Jens lést árið 1969. Björg og Jens eignuðust 3 syni: 1. Róbert Dan, starfsmann Vita- og hafnamálastofnunar. Hann er kvæntur Kristbjörgu Stefánsdóttur, hjúkmnarkonu. Þau eiga fjögur böm: Björgu Dan, Sigrúnu Dan, Andra Dan og Eddu Dan. 2. Krist- mann Dan, lést 4ra ára gamall. 3. Kristmann Dan, sem hér er minnst. Kristmann ólst upp á Fáskrúðs- fírði og eftir skólagöngu starfaði hann m.a. nokkuð til sjós. Hann var á strandferðaskipinu Heklu og á Búðafelli SU á sfldveiðum. Á árinu 1959 var hann skipveiji hjá Land- helgisgæslunni. Hann gerðist vöm- bifreiðarstjóri fljótlega eftir að hann öðlaðist réttindi til þess og starfaði á eigin bílum til 1971. Arið 1972 hóf hann störf hjá Hraðfrystihúsi Fáskrúðsfjarðar hf. og starfaði þar meðan kraftar leyfðu eða um 17 ára skeið. Hann kvæntist eftirlifandi eigin- konu sinni, Elsu Guðrúnu Hjalta- dóttur frá Fáskrúðsfirði 14. nóvem- ber 1965. Þau eignuðust fjóra syni: 1. Jens Dan, starfsmann hjá Hrað- frystihúsi Fáskrúðsíjarðar hf. 2. Hjalta Dan, lést 1984 17 ára gam- all. 3. Nökkva Dan, 14 ára. 4. Hjalta Dan 2ja ára. Elsa og Kristmann reistu íbúðar- húsið á Hamarsgötu 3, sem er næsta hús ofan við æskuheimili Kristmanns, þar sem móðir hans býr en. Nú höfðu þau fyrir stuttu lokið við myndarlega stækkun á húsi sínu. Kynni okkar Kristmanns hófust árið 1967. Þá var hann eins og fyrr getur vörubifreiðarstjóri. Krist- mann þótti einstaklega lipur bílstjóri og vinsæll hjá þeim sem nutu þjónustu hans. Ég veit að mörgum þótti gott að leita til hans vegna þess hversu fljótur hann var til, enda var hann að eðlisfari afar duglegur, greiðvikinn og þægilegur. Þegar Hraðfrystihús Fáskrúðs- fjarðar hf. hóf byggingu á nýju fiystihúsi árið 1973 var Kristmann fenginn til að stjóma 25 tonna bflkrana sem fiystihúsið hafði fest kaup á. Kraninn hafði m.a. það hlut- verk að reka niður staura í gmnn fiystihússins með sérstökum hamri sem fenginn var frá brúargerðinni á Skeiðarársandi. Starfaði Krist- mann um tíma suður á söndum til að kynna séi* þennan sérstaka staurarekstur. Hann vann svo á bflkrananum á hinum ýmsu stöðum á Austurlandi við hafnargerðir næstu árin ásamt ýmsu því sem til féll hjá fyrirtækinu, því maðurinn var sérstaklega flölhæfur til verka. Hann vann á hinum ýmsu flutnin- gatækjum fyrirtækisins og við við- hald á vélum og tækjum og í raf- magni. Það var svo fyrir um það bil ára- tug að ég undirritaður óskaði eftir því við Kristmann að hann tæki að sér umsjón með öllum fískvinnslu- vélum fyrirtækisins, því ég var viss um að fjölhæfni hans, dugnaður og samviskusemi myndi njóta sín vel við Baader-vélamar. Eg varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum, því Kristmann skilaði því verki eins og best verður á kosið og hefur hann verið einn af lykilmönnum fyrirtækisins árum saman. Fyrir nokkrum árum tók fyrirtækið upp sérstakt gæðastýringakerfi. Mark- miðið var að fylgjast mun nánar með framleiðslu frystihússins og stefna að því að gæðakerfí hússins yrði það gott að uppþíðing á fram- leiðslunni væri úr sögunni til að ákvarða gæði hennar. Frá því að þetta verkefni hófst hafa fjórir starfsmenn frystihússins ásamt framkvæmdastjóra komið saman til fundar á hveijum morgni, þar sem farið er yfir árangur dagsins á und- an og rætt málin framundan. í þess- um hópi var Kristmann. Árangurinn varð sá að Hraðfiystihús Fáskrúðs- fiarðar hf. varð fyrsta frystihúsið á Islandi sem uppþíðingu var hætt hjá. Það var stutt á milli heimila okk- ar Kristmanns og hittumst við og fjölskyldur okkar oftar en annars hefði verið. Þeir eru orðnir margir umræðufundimir sem við Krist- mann höfum átt á bflastæðinu í Tröð eða á milli húsanna. Það var notalegt að fá hann í heimsókn í garðinn á hinum fallegu sumar- kvöldum á Fáskrúðsfirði þegar ekki blakti hár á höfði. Þeir voru marg- ir málaflokkamir sem við tókum fyrir og stundum bættust fleiri í hópinn. Kristmann hafði gaman af að segja frá og ef um stórtíðindi var að ræða bætti hann stundum við frá eigin bijósti til að gera hlut- ina skemmtilegri. Skein þá glettnin úr augum hans. Þessara samfunda okkar Kristmanns mun ég mjög sakna. Kristmann var samvinnu- og fé- lagshyggjumaður og átti sæti í stjóm Framsóknarfélags Búða- kauptúns þegar hann lést langt fyrir aldur fram. Ég vil fyrir hönd fyrirtækja kaup- félagsins.og vinnufélaganna þakka samstarfið við mikilvægan starfs- mann og góðan félaga. Kristmann var góður heimilis- faðir og voru hjónin og synimir ákafiega samrýnd. Hann var nær- gætinn við móður sína og þeir hafa Mig langar með örfáum orðum að minnast elskulegs stjúpföður míns, Sverris Einars Egilssonar, sem alla tíð rejmdist mér sem besti faðir, og móður minni tryggur og traustur forunautur. Ég kynntist Sverri fyrst ellefu ára gömul sem miklu prúðmenni og spaugsömum gefandi manni. Og aldrei skal ég gleyma fyrstu jólagjöfinni (sem hann valdi sjálfur) það vom ljósblá Baby doll-náttföt sem mig hafði lengi langað til að eignast. Árið 1961 á fertugs aftnæli mömmu, 22. apríl, eignaðist ég bróður sem var mikil hamingja í lífi okkar allrá. Nokkmm áram seinna fæddust fyrstu bamabömin sem urðu 9, eitt þeirra andaðist á unga aldri. En hvert var betra að fara í sunnudagsbfltúr enn á Grettó til afa og ömmu, þar sem alltaf vom opn- ir armar til að taka á móti smáfólk- inu litla. Síst hefði mig gmnað sl. sunnudag þegar hann og mamma komu í heimsókn til okkar, áður en eflaust verið fáir þeir dagar sem hann leit ekki inn til hennar. Það hefur ávallt verið gott að koma á heimili Kristmanns og Elsu. Þau bæði gestrisin og vingjamleg. Mikill er því söknuður fjölskyldu hans sem sér á eftir ástkæmm eig- inmanni, föður, syni, bróður og tengdasyni, aðeins fjómm ámm eftir fráfall Hjalta. Ég veit að minn- ingin um góðan dreng mun lifa og ylja um hjartarætur um ókomna tíð. Ég efast ekki um að heimkoma Kristmanns hefur verið góð, þar sem ástvinir hans sem famir vom á undan honum hafa umvafið hann allri sinni ástúð og hlýju. Ég og fjölskylda mín sendum Elsu, sonum hennar, Björgu, Ró- bert og fjölskyldu, Éllý og Hjalta svo og öðmm ástvinum hugheilar samúðarkveðjur. Megi góður Guð styrkja ykkur og blessa í ykkar miklu sorg. Blessuð sé minning Kristmanns Dan Jenssonar. Gísli Jónatansson hann ók henni upp á Reykjalund, þar sem hún hefur dvalið um tíma, að það yrði í síðasta skipti sem ég sæi hann héma megin, en vegír Guðs era órannsakanlegir. Guð haldi vemdarhendi sinni yfir móður minni, bróður, tengdadóttur, og syni þeirra, fósturbömum, mök- um þeirra, bamabömum og systkin- um hans. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvflast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns sín. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum; Þú smyr höfúð mitt með olíu; bikar minn er barmafullur, Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og I húsi Drottins bý ég langa ævi. (Sálmur 23) Góðar minningar em það besta í heimi hér. Þakka ég allt stjúpa mínum. Guðný Sigríður Sigurbjömsdóttir Guð blessi minningu afa okkar, Sverris E. Egilssonar, og varðveiti ömmu og fjölskyldu okkar. Eg hef augu mín til fjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, Skapara himins og jarðar. Hann mun eigi láta fót þinn skriðna; vörður þinn blundar ekki. Nei, hann blundar ekki og sefur ekki, hann, vörður ísraels. Drottinn er vörður þinn, Diottinn er skuggi þinn, þér til hægri handar; um daga mun sólarhitinn eigi vinna þér mein, né heldur tunglið um nætur. Drottinn mun vemda þig fyrir öllu illu, hann mun vemda sál þína; Drottiim mun vaiðveita útgang þinn og inngang héðan í frá og að eilífu. (Sálmur 121) Bamabörnin t Maðurinn minn, GUÐJÓN HALLSSON, Lækjarvegi 2, Þórshöfn, andaðist í Kristnesspítala miövikudaginn 17. ágúst. Jarðaförin auglýst síðar. Elfsabet Þorstelnsdóttlr. t Eiginmaður minn, faöir og tengdafaðir, ALBERTJ. FINNBOGASON, Hallkelshólum, Grímsnesl, veröur jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 20. ágúst kl. 13.00. Jarösett verður f Selfosskirkjugarði. Margrét S. Benedlktsdóttir, Rannveig Björg Albertsdóttir, Gfsll Hendriksson. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR KR. SlMONARSON, Holtsgötu 12, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 22. ágúst kl. 13.30. Hulda Guðmundsdóttir, Kristján Benjamfnsson, Gyða Guðmundsdóttir, Haraldur Baldursson, Adolf Guðmundsson, Erla Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Birting afmælis- og minningargreina Morgnnbladið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins i Hafnarstræti 85, Akureyri. t Ástkær faðir okkar, tengdafaöir og afi, FRfMANN stefánsson, Biómsturvöllum, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju laugardaginn 20. ágúst kl. 14.00. Sveinn Frfmannsson, Sædfs Vigfúsdóttir, Asdís Frfmannsdóttir, Jónas Björnsson, Halldór Vlgnir Frfmannsson, Lilja Dóra Victorsdóttir og barnabörn. t Jarðarför eiginmanns mfns, föður okkar, tengdaföður, bróðir og afa, SIGFÚSAR SIGURÐARSONAR frá Nautabúi fyrrv. verkstjóri RARIK, Vfðigrund 4, Sauðárkróki, er lést 14. ágúst sl. fer fram frá Sauöárkrókskirkju laugardaginn 20. ágúst 1988 kl. 11.00 fyrir hádegi. Svanlaug Pétursdóttir, Bogga Sigfúsdóttir, Björgvin Lúthersson, Sigurður Sigfússon, Inglbjörg Hafstað, Stefanfa Sigfúsdóttir, Snorri Jóhannsson, Yngvi Sigfússon, Addrún Antonsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug við fráfall og jaröarför EINARS BJÖRNSSONAR, Litla-Landi. Sérstakar þakkir til Haröarfélaga. Margrét Einarsdóttir, Magnús Einarsson, Ingibjörg Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. SverrírEinar Egilsson — Minning

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.