Morgunblaðið

Dato
  • forrige månedaugust 1988næste måned
    mationtofr
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 19.08.1988, Side 43

Morgunblaðið - 19.08.1988, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988 43 ÆTLAR STEINGRIMUR AÐ SPRENGJA STJÓRNINA? Velvakandi góður! Allt frá því núverandi ríkisstjóm tók til starfa, hefur Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra stöðugt verið að gefa yfirlýsingar, sem ekki er hægt að skilja öðruvísi en svo, að hann vilji stjómarsam- starfið feigt. Hann hefur í flölmiðlum lýst sig andvígan flestum aðgerðum ríkis- stjómarinnar, en þó stutt þær þegar á hefur reynt. Hann hefur hvað eftir annað reynt að koma höggi á ráð- herra samstarfsflokka sinna, einkum forsætisráðherra. Og síðast en ekki sfst, þá hefur hann af og til líkt þjóð- félaginu við sökkvandi skip eða brennandi borg og hjálpað til við að kynda elda verðbólgunnar með ótímabærum yfirlýsingum um geng- isfellingar. Þessar sífelldu ögranir Steingríms hafa enn færst í vöxt. Forsætisráð- herra var ekki fyrr farinn til Banda- rílq'anna en hann hóf söng um að óeðlilegt væri að taka sér frí á þess- um tíma og gaf í skyn, að forsætis- ráðherra væri á einn eða annan hátt að bregðast skyldum sínum með ferð- inni. Þessar aðdróttanir em auðvitað marklausar, einkum í ljósi þess, að fáir ráðamenn íslenskir hafa verið eins ferðaglaðir og Steingrímur á langri ráðherratíð sinni. Framsóknarmenn hafa flestir fylgt foringja sínum í þessum til- hneigingum hans til stjómarand- stöðu. Nú hyggjast þeir á næstunni halda miðstjómarfund og munu þá væntanlega taka ákvörðun um fram- hald stjómarþátttöku sinnar. Það er ljóst að í herbúðum þeirra em marg- ir, sem telja heillavænlegast að sprengja stjómina og em fyrir því ýmsar ástæður. í fyrsta lagi er efna- hagsvandinn mikill og illviðráðanleg- ur. í öðm lagi mega framsóknar- menn vera ánægðir með það fylgi, sem skoðanakannanir hafa gefið þeim fyrirheit um. Og í þriðja lagi er Steingrímur Hermannsson ekki forsætisráðherra. Það hefur meiri áhrif en sýnist í fyrstu, því þeir hafa, að því er virðist, tekið hann í tölu hálfguða. Til dæmis hefur Tíminn að undanfömu íjallað um hann, eins og flölmiðlar í Norður-Kóreu Qalla um_ leiðtogann Kim II Sung. Á hinn bóginn er margt sem held- ur framsóknarmönnum í stjóminni. í fyrsta lagi finnast í hópi þeirra ábyrgir menn, sem vita að eins og sakir standa er ekki völ á skárri kostum en núverandi ríkisstjóm. í annan stað halda sumar ráðherra flokksins i stóla sfna af alefli og mega ekki til þess hugsa að verða bara óbreyttir þingmenn. í þriðja lagi óttast margir þingmanna þeirra að lenda í stjómarandstöðu og missa áhrif sín. Og víst er, að ýmsir hags- munaaðilar, sem hafa árum saman lifað á því að hanga í pilsfaldi fram- sóknarmadömunnar munu beita fyrir því af alefli, að flokkurinn sitji áfram. Af þessum sökum verður fróðlegt að sjá, hvort framsóknarmenn fylgja eftir hótunumn sínum eða éta ofan í sig stóm orðin einu sinni enn. En hvemig sem fer, þá hafa hótanimar um stjómarslit, upphlaup og alls konar yfirlýsingar nú þegar skilað flokknum þeim árangri, að ekki hef- ur verið haggað við „gæludýmm" hans í landbúnaði, heldur hefur fjára- usturinn í þá hít verið aukinn til muna. Meðan þessar aðferðir færa fram- sóknarmönnum hvem sigurinn á fætur öðmm í hrossakaupunum í ríkisstjóminni, þá er ekki von til þess að Steingrímur þagni. Reyknesingur Háspenna - lífshætta • Ohöppum og tjónum af völdum háspennu fer fjölgandi. Flest slík óhöpp verða fyrir vangá eða hugs- unarleysi. • Ökumenn: Hafið gát á háspennulínum, ef þið emð með hátt loftnet, eða emð með háfermi í bílnum. Reisið ekki bílpall upp í línur, eins og mörg dæmi em um við vegagerð og aðrar framkvæmdir. • Gröfu- og kranastjórar Fylgist vandlega með öllum hreyf- ingum tækjanna og farið með sérstakri gát, ef þið emð að störf- um í nánd við háspennulínur. • Ef ökutæki eða vinnuvél snertir háspennulínu er sjálfsagt að reyna strax að komast undan línunni og meta síðan aðstæður, áður en reynt er að komast út úr ökutækinu. Ef sýnt þykir, að spenna liggi á tækinu, er ömgg- ast að hreyfa sig hvergi, fyrr en tiyggt er að spenna sé ekki leng- ur á línunum. • Ef eldur kemur upp í tækinu, kann að vera eina björgunarvonin að stökkva út. Ef tækið snertir enn háspennulínu verður að var- ast að snerta samtímis tækið og jörðu. • Stjórnendur flugdreka: Leikið ykkur ekki í nágrenni við háspennulínur. Nælonlína getur leitt háspennt rafmagn í röku veðri. Sleppið línunni, ef flækja við raflínur er fyrirsjáanleg. • Iðkendur fallhlífarstökks: Metið aðstæður, vinda og veður, áður en lagt er til stökks þar sem háspennulínur geta verið í sviflínu. Þessir hrlngdu . . . Á milli mála Helga hringdi: „Ég vil lýsa yfir vonbrigðum mínum með það, hvernig þáttur- inn „Á milli mála“ á Rás 2 er orðinn. Þegar Eva Ásrún og Sig- urður Gröndal sáu um þáttinn var hann alveg frábær og tónlistin sem þau spiluðu var með því besta sem heyrðist. Allir virtust ánægð- ir með þetta, en samt var skipt um stjómendur og nú er þátturinn alveg orðinn ómögulegur. Ég vil skora á þá sem em sammála mér að láta í sér heyra um þetta mál.“ Háfur týndist við Ell- iðavatn Þann 6. ágúst týndist lítill sil- ungaháfur hjá bryggjunum norð- arlega við Elliðavatn. Teygjuband var fest við háfinn og á því hnút- ur. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 652178. Endursýnið myndina um Árna í Árnabúð Vesturbæingur hringdi: „Er ekki hægt að endursýna sjónvarpsmyndina um Áma kaup- mann í Ámabúð á Fálkagötu. Eg missti sjálfur af þættinum, en heyrði að hann hefði verið bæði fróðlegur og skemmtilegur." Góð þjónusta í verslun- inniPingpong Ánægður viðskiptavinur hringdi: „Eg vil koma á framfæri j)ökk- um til verslunarstjórans í tísku- versluninni Ping pong við Lauga- veg. Dóttir mín keypti sér þar hvít ballföt fyrir skömmu. Hún fór í þeim á dansleik, og þar skettist á nýju fötin. Ég fór þá í verslun- ina til að spytja ráða varðandi hreinsun á fötunum. Þá brást stúlkan sem var verslunarstjóri þannig við, að hún afhenti mér innleggsnótu fyrir nýjum fötum á sama verði og greitt hafði verið fyrir hin.“ Flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni Reykvíkingur hringdi: „Ég vil mótmæla því sjónar- miði, að leggja beri Reykjavíkur- flugvöll niður. Slysahætta vegna staðsetningar vallarins er sáralítil en ávinningurinn af því að hafa hann þama í Vatnsmýrinni er á hinn bóginn mikill. Það er mjög mikilvægt fyrir samskipti borg- arbúa og landsbyggðarmanna að hafa flugvöll í hjarta Reykjavíkur og hugmyndir um byggingu nýs em óraunhæfar vegna kostnaðar- ins, sem því myndi fylgja." 1 KIENZLE ■ T riFANDI ÍMANNA TÁKN JÁRNAMENN! BYGGINGA- VERKTAKAR! Vorum að fá sendingu af JÁRNAKLIPPUM Höfum einnig fyrirliggjandi: Mótahreinsivélar. Rafstöðvar. Rafmagnstalíur. Flísasagir. Steypuhrærivélar. Verkstæðiskrana. Loftþjöppur. SALA-SALA-SALA-SALA LEIGA-LEIGA-LEIGA-LEIGA QJ VÉLA- OG PALLALEIGAN Sími687160. Fosshálsi 27, Reykjavík. SÉRBLAÐ á fimmtudögum Auglýsingar í viðskiptablaðið þurfa að hafa borist auglýsinga- deild fyrir kl. 12.00. á mánudögum. - blaé allra landsmanna k

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 187. tölublað (19.08.1988)
https://timarit.is/issue/121988

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

187. tölublað (19.08.1988)

Handlinger: