Morgunblaðið - 19.08.1988, Síða 44

Morgunblaðið - 19.08.1988, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR PÖSTUDAGUR 19. AGUST 1988 ínémR FOLX ■ Á miðvikudag var einn leikur í 4. deild karla í knattspymu. Leikn- ir P. og Austri E. áttust við í E- riðli og lauk leiknum með jantefli 3:3. Þar með endurheimti Austri sæti sitt í 3. deild. Þröstur Sigurðs- son skoraði tvö mörk fyrir Leikni og Albert Hansson gerði eitt. Fyrir Austra skoruðu Sigurjón Kristjáns- son, Bergur Stefánsson og Hilmir Ásbjömsson. ■ / þríðju deild voru sex leikir í fyrrakvöld. í A-riðli sigraði Stjarnan Leikni R. 5:1. Svein- björn Hákonarson skoraði þrennu fyrir Stjörnuna og Valdimar Kri- stófersson og Heimir Erlingsson sitt markið hvor. Jóhann Þorkels- son gerði mark Leiknismanna. Afturelding vann Gróttu með þremur mörkum gegn einu. Viktor Viktorsson, Óskar Óskarsson og Ragnar Rögnvaldsson skoruðu fyrir Aftureldingu, en mark Gróttu gerði Erling Aðalsteins- son. Á gervigrasinu í Reykjavík sigraði Víkveiji Njarðvík 2:1. Níels Guðmundsson skoraði bæði mörk Víkverja en Rúnar Jónsson * svaraði fyrir Njarðvík. Grindavík sigraði ÍK 4:1 á heimavelli. Í B- riðli áttust við Huginn og Þróttur og sigraði Huginn 4:2. Sveinbjöm Jóhannson gerði þrennu fyrir Hug- inn og Halldór Róbertsson eitt. Guðbjartur Magnason skoraði bæði mörkin fyrir Þrótt. ■ HELENA Ólafsdóttir, skor- aði mark KR gegn Stjörnunni á miðvikudagskvöldið. Leiknum lauk með 1:1 jafntefli. ■ AC MILANO sigraði hol- > lensku Evrópumeistarana PSV Eindhoven 2:0 í vináttuleik á mið- vikudag. ítöisku meistaramir léku án Ruud Gullit sem er meiddur, en það virtist ekki koma að sök. Það var Hollendingurinn Marco van Basten sem kom Milano yfir á 28. mínútu og rétt fyrir leikslok gulltiyggði Daniella Massaro sig- ur ítalska liðsins með þrumuskoti af 25 metra færi. ■ COCA Cola mótið í tennis fer fram á Víkingsvelli við Stjörnu- gróf dagana 25.-28. ágúst. Mótið er opið og skráning fer fram á Víkingssvæðinu fyrir þriðjudaginn 23. ágúst. ■ GRETA Waitz, sem hlaut silf- urverðlaun í maraþonhlaupi kvenna á síðustu ólympíuleikum, tekur ákvörðun um það í þessari viku, hvort hún muni keppa í Seoul eða ekki. Hún gekkst undir skurðaðgerð í síðustu viku en vonast til þess að feta hafíð æfíngar í lok þessarar. I Opið öldungamót í golfí verð- ur haldið á golvelli Selfoss á laugar- daginn. Keppt verður í tveimur flokkum, 50 - 54 ára og 55 ára og eldri. Vegleg verðlaun verða veitt fyrir þijú efstu sætin með og án forgjafar í hvorum flokki ásamt ýmsum aukaverðlaunum. FRJALSAR / OLYMPIULEIKARNIR IMuddari og slökunarfræðingur með frjálsíþróttamönnum til Seoul STJÓRN Frjálsíþróttasam- bandsins hefur ákveðið að senda Örn Jónsson, nuddara og slökunarsérfræðing, sem sérstakan aðstoðarmann íslensku frjálsíþróttamann- anna, sem keppa á Ólympíu- leikunum f Seoul. Við viljum gera allt, sem í okkar valdi er til þess að gera möguleika íþróttamannanna á að ná sem bestum árangri f Seoul sem mesta,“ sagði Ágúst Ásgeirsson, formaður FRÍ, í sam- tali við Morgunblaðið. Fijálsíþróttamennimir, sem keppa í Seoul, hafa notið aðstoðar Amar Jónssonar í sumar. Hann nam nudd í Svíþjóð og sérhæfði sig jafnframt í slökun, þ.e. hvem- ig auðvelda má íþróttamanni að slaka á undir keppnisálagi og auka einbeitni sína. Þar sem Öm verður sérstakur aðstoðarmaður frjálsíþróttamannanna, sem keppa í Seoul, stendur FRÍ straum af kostnaði við för hans á leikana. Aldrei hafa verið sendir jafn margir aðstoðarmenn með íslenskum ólympíuförum. Tveir læknar, Gunnar Þór Jónsson og Stefán Carlsson, fara til Seoul. Annar þeirra sinnir handboltalið- inu en hinn öðrum keppendum, þ.e. fijálsíþrótta-, júdó-, sund- og siglingamönnunum. Þá sendir Ólympíunefndin einnig sérstakan sjúkraþjálfara með öllum hópnum, Andrés Kristjánsson. FRJALSAR IÞROTTIR / STANGARSTOKK Bubka „sýnir“ stangar- stökk í Seoul SERGEI Bubka, sovéski stangarstökkvarinn, verður án efa í sviðsljósinu á Ólympíuleikunum í Seoul, en talið er að keppni í þeirri grein verði einungis sýning hans á getu sinni, en hann hefur stokkið 10 cm. hœrra en helstu keppina- utar hans í greininni. Bubka hefur tvisvar sinnum á þessu ári bætt heims- metið í stangarstökki, og á undanfömum árum hefur þessi 24 ára gamli fijálsíþróttamaður unnið til nærri allra þeirra verðlauna, sem hægt er að vinna til í greininni. Það er einungis einn verðlaunapeningur, sem ekki hefur ennþá komist f safnið hans, og það er gullverðlaunapeningur frá ólympfuleikum. Grfpur hærra um stöngina en aðrir Bubka er eini maðurinn í heiminum, sem hefur farið yfír. 6 metrana í stangarstökki, og það gerði hann i sjötta sinn, er hann bætti heimsmetið í síðasta mánuði; stökk 6,06 metra. Sagt er að hann sé ákveð- inn í þvf að bæta heimsmetið svo mikið að enginn hans samtíðarmanna geti gert sér vonir um að kom- ast nálægt því á þessari öld. Styrkur hans sem stangarstökkvara er af mörgum talinn liggja fyrst og fremst í því hversu fljótur hann er (hann hleypur 100 metrana á 10.40 sek.) og hversu hátt á stönginni hann heldur, en fáir stangarstökkvar- ar hafa afl til þess að grípa um stöngina eins ofar- lega og hann. Bubka kom fyrst fram á sjónarviðið utan Sovétríkj- anna árið 1983 f Helsinki. Þá var hann aðeins 19 ára gamall, og sigraði þar í fyrstu keppninni um heims- meistaratitil í stangarstökki sem fram fór. Fyrsta heimsmet hans sigldi svo í kjölfarið í maí árið eftir, þegar hann stökk 5,85 metra. Tveimur mánuðum seinna hafði hann svo tvæbætt metið áður en Frakk- inn Thierry Vigneron stökk 5,91 m í ágúst. Það liðu hins vegar ekki nema 14 mínútur áður en met Vigner- on tilheyrði fortíðinni, því Bubka, sem horfði á þetta gerast meðan röðin- kæmi að sér, stökk 5,94 metra. Seglst geta stokklö 6,20 m Árið 1985 rauf Bubka svo 6 metra múrinn og árið eftir var hann kominn í 6,01 metra. Í fyrra stökk hann 6,03 en nú er metið komið upp í 6,06, en það setti hann í Nice í Frakklandi 10. júlí síðastliðinn. Sergel Bubka, stangarstökkvarinn knái, hefur verið ósigrandi. Þeir sem á hæla honum koma í stangarstökkinu, ef svo má að orði komast, eru 10 cm. fyrir neðan hann, þannig að ekki er hægt að búast við því að honum verði veitt mikil keppni í Seoul. Bubka er þess einnig fullviss að hann hafí ekki sagt sitt síðasta orð í stangarstökkinu. „Ég veit að ég á eftir að ná enn betri árangri en fram að þessu," sagði Bubka, og bætti við að hann gæti stokkið 6,20 metra. Hann verður þó að láta sér nægja þann mögu- leika í bráð að komast yfír 6,10 m, en þá hæð felldi hann naumlega í þremur tilraunum í Nice, þegar hann bætti heimsmetið síðast. FRJALSAR IÞROTTIR „Big Ben“ fær375 þús. kr. fyrir sek. í Köln BEN Johnson, sem hefur átt viö meiðsli að striða og mótti þola tap fyrir Carl Lewis í Zilrich, keppir næst í Köln á sunnudaginn. B ig Ben“ - eins og Ben Johnson er kallaður, sem fékk 11.5 millj. ísl. kr. fyrir að keppa í Ziirich, fær hann 3.750 milij., eða 375 þús. fyrir sek. fyr- ir að keppa í Köln. Þessi mikli hlaupari verðus svo í sviðsljósinu á Ólympíuleikvanginum í Vestur- Berlín, þar sem úrslitakeppni Grand-Pix hefst 26. ágúst. Þar far hann tækifæri til að hefna tapsins fyrir Lewis í Ziirich. REYKJAVIKURMARAÞON Fleiri og betri þátt- takendur en áður ÞÁTTTAKENDUR í Reykjavík- urmaraþoninu verða fleiri og betri en áður. Þegar hafa 800 keppendur skráð sig til keppni en búist er við að þeir verði ekki færri en 1000, sem þátt taka í hlaupinu. Reiknað er með að fjöldi útlendinga í hlaupinu verði meiri en áður, eða um 150 talsins. Agúst Þorsteinsson, hjá FRÍ, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að að von væri á hlaupara, sem ætti mun betri tíma, en gild- andi brautarmet væri. „Það er einn Dani, sem boðið hefur verið til keppni, sem á tímann 2:17.35 í maraþoni, en gildandi brautarmet er 2:19.46,“ sagði Ágúst. „Þá er einnig von á Svíanum Lars Ake Palm, sem hlaupið hefur á 2:19 sleftum, svo og Júgóslava nokkrum, Borut Podgomik, sem hingað kemur á eigin vegum, en besti tími hans er 8 sekúndum und- ir gildandi brautarmeti," sagði Ágúst að lokum. Það er því ekki loku fyrir það skotið að nýtt met sjái dagsins ljós næstkomandi sunnudag. KNATTSPYRNA Hrósum Valsmenn íhinu franska L’Equipe NJÓSNARI f rá franska liðinu Mónakó var staddur á leik Valsmanna og Völsunga á sunnudaginn, og í franska blaðinu L’Equipe birtist síðan stutt umfjöllun hans um hina íslensku mótherja Mónakó í Evrópukeppni meistaraliða. Henry Eiancheri, en svo heitir Frakkinn, sem fylgdist með leiknum, hrósaði Valsmönnum mjög mikið í grein sinni; sagði liðið hafa verið gott og að sig- Bemharö urinn gegn Völs- Valsson ungum hefði getað orðið enn stærri. Hann sagði það hafa komið sér mest á óvart hve liðið væri gott tæknilega og hversu vel leikmenn þess notuðu vallarbreidd- ina. Þá sagði hann að leikur þessa íslenska liðs væri allt öðruvísi en Frakkar gerðu sér í hugarlund um íslenska knattspymu, og átti þá við að íslenskir leikmenn væra ekki risar, sem eingöngu beittu líkaman- um i knattspymunni. Eiancheri sagði vömina, með Guðna Bergsson í broddi fylkingar, vera helsta aðal Valsliðsins, en hann hældi Guðna, og sagði hann vera góðan leikmann á öllum sviðum knattspymunnar. Þá taldi hann að Mónakó liðið yrði að gefa Siguijóni Kristjánssyni, sem skoraði tvö mörk í leiknum, góðar gætur, og einnig nefndi hann að hafa yrði auga með Atla Eðvaldssyni, en hann hefði spilað undanfarin ár í þýsku úrvals- deildinni. í lok greinar sinnar sagði hann að Valsmenn yrðu líklega erfíðir heim að sækja, og þá sérstaklega ef norðannepjan hér á Fróni, næddi um hina suðrænu mótheija Vals. skrifarfrá Frakklandi Sigurjón Krlstjánsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.