Morgunblaðið - 19.08.1988, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐE) IÞROTTIR PÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988
45
I V-ÞÝSKALAND
KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ
Arnór og Asgeir klárir í
slaginn gegn Sovétmönnum
Amórog GuðmundurTorfason opnuðu markareikning sinn íBelgíu
ARNÓR Guðjohnsen hefur
fengið grænt Ijós hjó And-
erlecht um að leika með lands-
liðinu gegn Sovétmönnum í
heimsmeistarakeppninni á
Laugardalsvellinum 31. ágúst.
Anderlecht leikur sama dag
gegn Charleroi. Þá er Ásgeir
Sigurvinsson einnig klár íslag-
inn, þar sem Stuttgart leikur
ekki íV-Þýskalandi sama dag
vegna heimsmeistaraleiks V-
Þýskalands og Finnlands.
mór skoraði fallegt mark með
skalla þegar Anderlecht lagði
Molenbeek að velli, 2:0, á miðviku-
dagskvöldið í belgísku 1. deildar-
keppninni. Amór og félagar höfðu
áður unnið Guðmund Torfason og
félaga hans hjá Genk, 3:0.
Guðmundur Torfason skoraði
fyrsta mark nýja félagsins Genk -
kom Genk yfír, 1:0, þegar félagið
gerði jafntefli við Evrópubikar-
meistara Mechelen, 1:1. Guðmund-
ur skoraði með skalla.
Anderlecht, St. Tmiden og Ware-
gem em með fullt hús stiga eftir
tvær umferðir í Belgíu.
Óvíst er hvort að Guðmundur
Torfason fái frí frá Genk til að leika
gegn Sovétmönnum, þar sem leikið
er í Belgíu sama dag, 31. ágúst.
Genk mætir þá Standard Liege.
Eins og kom fram í Morgun-
blaðinu í gær, þá er Sigurður Grét-
arsson klár í leikinn gegn Sovét-
mönnum. Bjami Sigurðsson og
Gunnar Gíslason koma í leikinn, en
enn er ekki útséð hvort að Sigurður
Jónsson fái frí hjá Sheffíeld Wed-
nesday.
„Við eigum að geta teflt fram
okkar sterkasta liði gegn Sovét-
mönnum. Það verður gaman að
koma heim til að glíma við þá. Við
gerðum jaftitefli, 1:1, við þá heima
síðast. Nú er kominn tími til að
vinna," sagði Amór, en það var
einmitt hann sem skoraði mark ís-
lands gegn Sovétmönnum fyrir
tveimur árum.
Arnór Guðjohnsen.
Ásgelr Sigurvlnsson.
Tvö rauð og
níu gul
spjöld á lofti
Dómarinn, sem dæmdi leik Köln
og Bochum í Bundesligunni á
þriðjudagskvöldið, var haldur betur
í sviðsljósinu. Hann sýndi níu leik-
mönnum gult spjald og tveimur
rautt - þeim Kempe hjá Bochum
og Pierre Littbarski hjá Köln.
Fyrir utan það dæmdi hann mjög
umdeilda vítaspymu á Bochum á
síðustu mín. leiksins. Thomas Allofs
skoraði sigurmark Kölnarliðsins, -
1:0, úr vítaspymunni.
FRAKKLAND
St. Germain
á toppnum
París St. Germain hélt toppsæt-
inu í Frakklandi með því að
ieggja Sochaux að velli, 1:0, á mið-
vikudagskvöldið. Argentínumaður-
inn Gabriel Calderon skoraði eina'r~'
mark leiksins.
Parísarliðið er með fimmtán stig
eftir sex leiki. Bordeaux og Toulon
em með fjórtán stig. Bordeaux vann
stórsigur, 5:0, yfír St. Etienne.
Englendingurinn Clive Allen skor-
aði eitt af mörkunum.
Mónakó mátti þola tap, 1:2, gegn
Auxerre á heimavelli sínum. Mar-
seille, sem hefur haft hug á að fá
þjálfara Stuttgart, Arie Haan, til
sín, vann Marta Racing Club, 2:0.
HANDKNATTLEIKUR
Alþjóðlegt unglinga
mót í Mosfellsbæ
ATLANTIC-mótið, mót lands-
liða unglinga f handknattleik,
hefst í kvöld í Mosfellsbæ.
Keppt verður f pilta- og
stúlknaflokki. Fjögur lið taka
þátt í hvorum flokki, A- og
B-lið íslendinga, Bretar og
Færeyingar.
etta er í fyrsta skipti, sem
þessi keppni er haldin. HSÍ
stendur að keppninni. í framtí-
ðinni munu Skotar og Englend-
ingar senda sitt hvort liðið á mó-
tið en að þessu sinni aðeins eitt
sameiginlegt lið. Gert er ráð fyrir
að mótið verði árlegur viðburður
og haldið til skiptis í löndunum
fjórum.
Síðar er ætlunin að bjóða fleiri
rikjum, sem liggja að Atlants-
hafinu, þátttöku í mótinu og hafa
Bandaríkin, Kanada, Grænland
og fleiri verið nefnd í því sam-
bandi.
Allir leikimir fara fram í
íþróttahúsinii að Varmá dagana
19.-24. ágúst eða á sama tíma
og Flugleiðamótið. Leikin verður
tvöföld umferð í hvoram flokki.
FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR
Þrír af bestu
hlaupurum heims
keppa ekki í Seoul
ÞRÍR af bestu hlaupurum fró
Kenýa - tveir heimsmeistarar
og einn ólympíumeistari,
keppa ekki á Ólympfuleikunum
f Seoul vegna velkinda.
að era þeir Julius Korir, sem
varð meistari í hindranarhlaupi
á ÓL í Los Angles. Hann hefur
verið veikur og hafði ekki kraft til
að tryggja sér farseðilinn til Seoul
á úrtökumótinu í Kenýa. Billy Konc-
hellah, sem varð heimsmeistari í
800 m hlaupi í Róm í fyrra og
Paul Kipkoerch, sem varð heims-
meistari í 10.000 m hlaupi á svo
eftirminnilegan hátt - stakk aðra
hlaupara í úrslitahlaupinu hreinlega
af. Kipkoerch hefur ekki náð sér
eftir malaríu.
Allir þessir snjöllu hlauparar vora
taldir mjög sigurstranglegir á
Ólympíuleikunum og því mikill sjón-
arsviptir að þeir verða ekki með.
Billy Konchellah heimsmeistari í
800 m hlaupi.
mmw im
Fylkisvöllur
---- SELF0SS
íkvöld kl. 19.00
Daihatsu
HAGKAUP
BÓKABÚÐ
JÓNASAR
Hraunbæ 102
SPORTBÆR lomabuÖin
Hraunbae102 A.Ja.U1\A.
Hraunbæ 102
Veitingahúsið H AVUAH /DD
BLASTEINN BAn^Aníha
Hraunbæ 102 Hraunbæ102
TTjá
STELLU
Hraunbæ 102, s: 673530 Hraunbæ 102
VERSLANAKJARNINN