Morgunblaðið - 19.08.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.08.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988 HANDKNATTLEIKUR / FLUGLEIÐAMÓTIÐ „Njósnarar" frá A-Þýskalandi TVEIR „njósnarar" frá Aust- ur-Þýskalandi koma hingaðtil lands í dag. Þeir koma hingað til að kortleggja landslið Tékkóslóvakíu og Spánar, sem keppa á Flugleiðamót- inu, sem hefst á morgun. Austur-Þjóðvetjar leika í riðli með Tékkum og Spánvetjum á Ólympíuleikunum í Seoul. „Njósnaramir" hafa sérstaklega augu með tékkneska landsliðinu, þar sem þeir hafa lítið séð til Tékka að undanfömu. Fyrstu leikimir á Flugleiðamót- inu verða á morgun. íslendingar mæta Tékkum kl. 17 í Laugar- dalshöllinni, þar sem íslenska landsliðið leikur alla sína leiki. Spánvetjar og Svisslendingar leika kl. 14 á Selfossi og á Akur- eyri leika Sovétmenn gegn B-liði íslands. KNATTSPYRNA / ENGLAND Rush til Liverpool ENSKA meistaraliðið Liverpool keypti í gær framherjann lan Rush frá Juventus á Italíu. Kom þetta gífurlega á óvart, en Rush lék sem kunnugt er með Liverpool áður — var seldur þaðan fyrir 3,2 milljónir punda og hafði aðeins leikið eitt keppnistímabil með Juventus. Ekki fékkst staðfest hve mikið ensku meistaramir greiða fyrir Rush, en talið er að það sé um 3 milljónir punda. Rush, sem er 26 ' ára, skoraði á sínum tímá rúmlega 200 mörk á sjö ára ferli með Li- verpool. Hann gerði hins vegar að- eins sjö mörk í ítölsku deildinni með Juventus í fyrra. „Liverpool er eitt besta lið heims þannig að ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um hvort ég ætti að fara þanga aftur er mér bauðst það,“ sagði Rush í gær. „Þetta er stórkostlegt fyrir okk- ur. Áhorfendur verða glaðir, svo og leikmenn mínir. Eg er viss um að það verður gott fyrir enska '"** knattspymu að fá Rush aftur heim,“ sagði Kenny Dalglish, stjóri Liverpool í gær. lan Rush leikur í Liverpool-búningn- um á nýjan leik á keppnistímabilinu sem er að hefjast. HANDBOLTI Sovézka landsliðið: Opin æf ing fyrir íslenska þjátfara Íslenskum handknattleiksþjálfur- um býðst einstakt tækifæri í dag, föstudag, því þá ætlar hinn heimsþekkti sovézki landsliðsþjálf- ari Anatolij Evtushenko að leyfa þeim að fylgjast með æfingu sovézka landsliðsins. Æfingin er í Laugardalshöll klukkan 15 til 17 og á eftir heldur Evtushenko fyrir- lestur og svarar fyrirspumum. HSÍ samdi um það við Evtus- henko fyrir nokkru að hann leyfði íslenzkum þjálfurum að kynnast æfingum Sovétmanna, sem taldir em eiga bezta handknattleikslið heimsins í dag. Þess má geta að Evtushenko hefur aldrei áður gefið þjálfurum í öðmm löndum kost á að fylgjast með æfingum sovézka liðsins né hefur hann fyrr haldið opinberan fyrirlestur. Allir handknattleiksþjálfarar em velkomnir á æfinguna í dag. KNATTSPYRNA / LANDSLEIKIR 50. landsleikur Atla Atli Eðvaldsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, lék í gær sinn 50. landsleik fyr- ir ísland. Að því tilefni afhenti Ellert B. Schram, formaður KSÍ, Atla blómvönd fyrir leikinn. Atli hefur þar með komist upp að hlið Áma Sveinssonar í annað sæti yfir leikjahæstu landsliðsmenn frá upphafi. Marteinn Geirsson á sem fyrr flesta landsleiki að baki, 67. KNATTSPYRNA / 1. DEILD KVENNA Inga Birna með þrennu KÁ-stúlkur gerðu góða ferð til ísafjarðar í gærkvöldi og sigmðu ÍBÍ 6:0. Það er því ljóst að nánast þarf kraftaverk til að ÍBÍ haldist í deildinni, en KA siglir lygnan sjó um miðja deild. í leikhléi hafði KA skorað 4 mörk og var annað markið sérlega glæsilegt. Amdís Ólafsdóttir einlék þá frá miðju í gegnum alla Isafjarðarvömina og skoraði með þmmuskoti frá vítapunkti efst í vinkilinn. Inga Bima- Hákonardóttir gerði tvö mörk í fyrri hálfleik og íris Thorleifsdóttir eitt. Stórsókn gestanna bar tvisvar árangur um miðjan seinni hálfleik og þær Inga Bima og Amdís bættu við mörkiim fyrir KA. Ikvöld Þrir leikir verða leiknir í 2. deildarkeppninni í knatt- spymu í kvöld kl. 19. Fylkir fær Selfoss í heimsókn. Víðir leikur gegn ÍR og KS mætir Breiðabliki á Siglufirði. í 2. deild kvenna mætast Þór og KS og ræður sá leikur úrslit- um úr um hvort liðið fylgir Breiðabliki upp í 1. deild. FH GOLF / NORÐURLANDAMOTIÐ HOLMSVELLI LEIRU Völlurinn frábær — minn- ir á skosku sjávarvellina Svía - Sigurjón Arnarsson lék á einum undir pari í gær Morgunblaöiö/Björn Blöndal FJórlr úr íslenska llölnu, þeir Sigurður Sigurðsson, Hilmar Björgvinsson, Sveinn Sigurbergsson og Siguijón Amars- son, en hann lék á einum undir pari vallarins í gær sem var besti árangur dagsins. y KNATTSPYRNA Keppni hafiní .4. flokki ÚRSLITAKEPPNI íslandsmóts- ins í knattspyrnu, í 4. flokki karla, hófst í gær í Kaplakrikan- um í Hafnarfiröi. Keppni heldur áfram í dag kl. 16.00 og þá hefst keppni í 5. flokki í dag kl. 16.00 á KR-vellinum. Fjórir leikir fóm fram í 4. flokkn- um í gær sem fyrr segir. Þór frá Akureyri sigraði Fram í fyrsta leik, 4:3, síðan vann KA lið Selfoss 4:2, ÍR sigraði KR 2:1. Allt vom _ þetta frekar jafnir leikir — en sá síðasti var það aftur á móti ekki. Þá sigmðu FH-ingar lið ÍA ömgg- lega, 6:1. Keppni heldur áfram í dag í 4. flokknum; kl. 16.00 mætast annars vegar Akureyrarliðin Þór og KA og hins vegar Fram og Selfoss, og kl. 17.15. he§ast síðan tveir leikir: ^ÍR-FH og KR-ÍA. - sagði liðsstjóri LANDSLIÐ þriggja þjóða, ís- lands, Svíþjóðar og Finnlands æfðu á Hólmsvelli í gær. Sigur- jón Arnarsson átti frábæran leik og lék á einum undir pari vallarins og íslandsmeistarinn Sigurður Sigurðsson lék á ein- umyfirpari. Jóhann R. Benediktsson landslið- seinvaldur var ánægður með árangur sinna manna og sagði að menn hefðu sett stefnuna á að sigra Norðmenn og Finna Bjöm í sveitakeppninni og Blöndal á góðum degi væm skrífar strákarnir til alls líklegir í einstakl- ingskeppninni. íslensku stúlkumar léku einnig einn hring í gær og sagði Kristín Pálsdóttir einvaldur kvennaliðsins að stúlkurnar hefðu leikið vel og hún væri ánægð með árangurinn. „Stúlkurnar em stað- ráðnar í að gera sitt besta um helg- ina, andinn er góður og svo er bara að sjá hvað setur.“ Sænska liðið lék einn hring á vellinum og sagði Ame Andersson liðsstjóri sænska liðsins að völlurinn væri frábær og hann minnti sig einna helst á skosku sjávarvellina. „Völlurinn er sérlega skemmtilega hannaður og okkur fannst sérstak- lega gaman að leika á 3. braut og 16. braut. Liðið hjá okkur er ein- göngu skipað unglingalandsliðs- mönnum, bestu kylfíngarnir em að undirbúa sig fyrir þátttöku á „World Cup“ sem fram fer í Svíþjóð í næsta mánuði og gátu því ekki leikið hér. Við gemm okkur góðar voriir um sigur, það er mikil breidd í golfíþróttinni í Svíþjóð og við eig- um marga snjalla kylfinga.“ Arne Andersson sagðist ekki vita mikið um íslenska liðið, þetta væri í fyrsta sinn sem hann kæmi hingað til lands. Honum sýndist að völlurinn væri þess eðlis að menn þyrftu að hafa leikið á honum í nokkur skipti til að ná góðu skori og íslenska lið- ið hefði það forskot á hinar þjóðim- ar. „Við emm með hálsbólgu sem við fengum í rigningunni á miðviku- daginn, sögðu fínnsku stúlkumar Outi Eriksson og Sann Kahiluoti sem létu það samt ekki á sig fá og léku einn æfíngarhring í gær ásamt þeim Marika Soravouo og Elina Schuurman. Þeim fannst kalt á Suðumesjum og kvörtuðu undan vindinum sem gæti haft áhrif. Þær sögðust samt vera ánægðar með árangurinn í gær og von væri á betra veðri um helgina. Þijár þeirra sögðust hafa komið hingað til lands fyrir 4 ámm og leikið á Norður- landamótinu sem fram fór á Grafar- holtsvellinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.