Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA KNATTSPYRNA Fimm leikmenn hafa yfirgefið Víkingsliðið Á SÍÐUSTU dögxim hafa fimm af leikmönnum Víkings hætt, þar á meðal fyrrum fyrirliði liðs- ins Jóhann Þorvarðarson. Guðmundur Hreiðars- son hefur takið við fyrirliðastöðunnni. Af þessum fimm leikmönnum léku tveir þeirra stórt hlutverk framan af móti, Jóhann Þorvarðarson og Gunnar Öm Gunnarsson. Þá hafa Guðmundur Pétursson, Loftur Ólafsson og Ólafur Óiafsson hætt æfingum. KNATTSPYRNAN Birkir og Ágúst lUlár í landsliðs- hópinn Landsleikurgegn Fær- eyingum á Akranesi SIEGFRIED Held, landsliðs- þjálfari í knattspyrnu, hefur valið þá Birkir Kristinsson, markvörð úr Fram og KR-ing- inn Ágúst Már Jónsson ílands- liðið, sem leikur gegn Færeyj- um á Akranesi á morgun. Þeir taka sæti Bjama Sigurðs- sonar, Brann og Gunnars Gfslasonar, Moss, sem koma ekki frá Noregi. Annars er landsliðs- hópurinn óbreyttur fá leiknum gegn ólympíuliði Svía á dögunum. Lands- leikurinn, sem hefst kl. 18.30 á Akranesi, er þrettána viðureign þjóðanna. Landsliðið er skipað þessum leikmönnuni: Markverðir: BirkirKristinsson, Fram.................2 Guðmundur Hreiðarsson, Vfkingi..........2 Aðrir leikmenn: Ágúst Már Jónsson, KR..................17 Amljótur Davíðsson, Fram................1 Atli Eðvaldsson, Val...................50 Guðni Bergsson, Val....................19 Halldór Áskelsson, Þór.................21 Ólafur Þórðarson, Akranes..............22 Ómar Torfason, FVam....................30 Pétur Amþórsson, Fram..................18 Pétur Ormlsev, Fram....................29 Ragnar Margeirsson, Keflavík...........31 Sævar Jónsson, Val.....................42 Viðar Þorkelsson, Fram.................19 Þorsteinn Þorsteinsson, Fram............9 Þorvaldur Örlygsson, KA.................6 HANDKNATTLEIKUR / FLUGLEIÐAMOTIÐ Morgunblaðið/Einar Falur Sovétmenn með geysilega öflugt landslið Þorglls Óttar Mathlasan, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, sést hér skora í landsleik gegn Svisslendingum, sem komu á óvart og lögðu íslendinga að velli á Flugleiðamótinu. Sovétmenn hafa sýnt mikla yfírburði í mótinu og eru með geysilega öflugt landslið. ■Sjá fréttír frá Flugleiðamótinu/B4, B5, B6, B7 HANDKNATTLEIKUR „Verð að bíða fram yfir Olympíuleikana í Seoul“ - segir Atli Hilmarsson sem hefursamið við Granollers á Spáni ATLI Hilmarsson, landsliðs- maður í handknattleik úr Fram, hefur samið við spánska félag- ið Granollers um að leika með liðinu næsta vetur. Það er þó háð því að HSÍ gefi samþykki sitt fyrir félagaskiptunum, en frestur til að skila inn félags- skiptum í erlent félag rann út um síðustu mánaðamót. Eg fer til Spánar hvort sem HSÍ samþykkir félagsskiptin eður ei. Við hjónin ætlum að læra á Spáni og það verður bara að koma í ljós hvort ég leik með Granollers eða tek mér frí frá handknattleik," sagði Atli í samtali við Morgun- blaðið. Atli fær ekki staðfestingu frá skólanum fyrr en 15. september, en þá verður meirihluti stjómar HSI á ólympíuleikunum í Seoul. Það verður því ekki fyrr en að þeim loknum að ákvörðun verður tekin. Ef Atli fær samþykki þá getur hann leikið með Granollers í fyrsta leik liðsins 23. október. Að öðrum kosti fær hann ekki að leika í sex mán- uði. Þess má geta að keppnistíma- bilinu á Spáni lýkur 11. júní. Fram og Granollers hafa þegar komist að samkomulagi um verð og Atli bíður því aðeins eftir ákvörð- un HSÍ. „Ég verð að bíða fram yfir ólympíuleikana, en ég er bjart- sýnn. Ég get ekki séð hvað önnur félög hafa við þetta að athuga fyrst Fram hefur gefið samþykki sitt,“ sagði Atli. Þetta er fyrsta málið sem kemur upp af þessu tagi síðan nýjar reglur um félagaskipti voru samþykktar, en HSÍ er heimilt að veita undan- þágur. Það kemur þó ekki í ljós fyrr en eftir ólympíuleikana, í byij- un október. Morgunblaöiö/Júlíus Atli Hllmarsson til hægri, ásamt Josep Blanchart, framkvæmdastjóra Granollers. HANDBOLTI Ámimeð slitin liðbönd ÁRNI Friðleifsson, lands- liðsmaður í handknattleik úr Víkingi, verður frá æfing- um og keppni I þrjár til fjór- ar vikur. Ami sleit liðbönd í ökkla á vinstri fæti, þegar hann var að leika knattspyrnu á gervi- grasinu í Laugardal. „Það var kæruleysi hjá mér að vera að leika knattspymu nú þegar Flugleiðamótið stendur yfír,“ sagði Árni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.