Morgunblaðið - 23.08.1988, Síða 11

Morgunblaðið - 23.08.1988, Síða 11
B 11 MORGUNBLAÐH) IÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 Morgunblaöið/Björn Blöndal Sigurður Sigurðsson sést hér slé kúluna é Bsrgvíkurholunnl. gengur og þetta er besti árangur íslenska liðsins á Norðurlandamót- inu til þessa. Á Norðurlandamótun- um á Grafarholtsvellinum 1974 og 1984 höfnuðu karlaliðin í 4 sæti sem er okkar besti árangur og frammistaða stúlknanna núna er mun betri en búist var við. Einnig er ánægjulegt að sjá hversu margir áhorfendur hafa komið til að fylgj- ast með mótinu," sagði Konráð R. Bjamason forseti Golfsambands ís- lands. Norðurlandamótið hér 1992 Samhliða Norðurlandamótinu fór fram Norðurlandaþing í golfí og sagði Konráð að þar hefði verið samþykkt að Norðurlandamótið árið 1992 yrði haldið á íslandi í til- efni af 50 ára afmæli Golfsambands íslands. Þá hefði verið ákveðið að hér yrði haldið Norðurlandamót fyr- ir 18 ára og yngri árið 1991. Meðal athyglisverðra mála sem tekin hefðu verið fyrir á þinginu, sagði Konráð að nefna mætti tillög- ur um breytingu á orðalagi í reglum um verðlaun til sigurvegara í mót- um og að Svíar hefðu boðið hinum Norðurlöndunum að vera með í að byggja upp tvo golfvelli á Spáni sem yrðu notaðir til æfinga yfir vetrar- mánuðina. ■ Úrslit B/19 Morgunblaðið/Einar Falur Stephen Atako-Lindskog frá Svíþjóð varð í öðru sæti. ÍÞRÚmR FOLK ■ ÚLFAR Jónsson úr GK mun ekki verða í íslenska landsliðinu í golfí sem keppir í „World Cup“ í Svíþjóð í næsta mánuði. Ulfar stundar sem kunnugt er nám við bandarískan skóla í Texas og sagði Úlfar að hann hefði ekki tíma aflögu námsins vegna að þessu # sinni til að keppa á mótinu. Mótið í Svíþjóð er nokkurs konar óopin- bert heimsmeistaramót áhuga- manna og oft kennt við fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Eisen- hower sem gaf verðlaunabikarinn sem keppt er um. Landslið íslands hefur ekki enn verið valið og sagði Jóhann Benediktsson landslið- seinvaldur að hann myndi væntan- lega velja liðið eftir mót á Akur- eyri sem haldið yrði á næstunni og hann tæki mið af. H EIN stúlka úr sænska liðinu, Kararina Michols, varð að hætta keppni fyrri dag mótsins eftir að hún hafði misstigið sig illa. Farið *■ var með sænsku stúlkuna í Sjúkra- húsið í Keflavík þar sem gert var að meiðslum hennar. Þau reyndust ekki alvarleg og hún gat haldið keppni áfram seinni daginn. Hún lék 54 holurnar á 254 höggum, 83, 84 og 87 höggum. ■ BESTU skori á 18 holum í kvennaflokki náði Norðurlanda- meistarinn frá Danmörku, Maren Binau. Hún lék fyrsta hringinn á 75 höggum og hún átti einnig næst ’ besta skorið, 78 högg ásamt Piu Wiberg frá Svíþjóð. Lakasta skor- ið átti norska stúlkan Vibeke Stensrud, hún lék fyrri hringinn seinni keppnisdaginn á 101 höggi. Karen Sævarsdóttir og Ásgerður Sverrisdóttir náðu bestu skori í íslenska liðinu, þær léku fyrstu 18 holumar í mótinu á 79 höggum hvor. ■ ÞRIR keppendur sem kepptu fyrir íslands hönd á Norðurlanda- mótinu á Hólmsvelli í Leiru, þau Karen Sævarsdóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir og Siguijón Am- arsson héldu utan til Belgiu í gærmorgun ásamt Eiríki Guð- mundssyni úr GR. Þau munu keppa á „Belgian Open“ sem er þekkt unglingamót. i ir 5ur „Stúlkumar stóðu sig vel“ Morgunblaöið/Björn Blöndal Þrlr fyrrvorandl landslléselnvaldar I golfl fylgdust með mótinu. Björgvin Þorsteinscon er lengst til vinstri, Kjartan L. Pálsson er fyrir miðju og til hægri er Guðmundur S. Guðmundsson. Þrír fyrrverandi landsliðsein- valdar f golfi, þeir Kjartan L. Pálsson, Guðmundur S. Guð- mundsson og Björgvin Þor- steinsson voru mœttir til að fylgjast með Norðurlanda- mótinu á Hólmsvelli í Leiru. Þeir sögðu að árangur fslenska liðsins hefði verið mun betri en þeir hefðu búist við og stúlkurnar hefðu stað- ið sig sérstaklega vel. Guðmundur S. Guðmundsson sagði að veðrið hefði áreið- anlega sett strik í reikninginn hjá mörgum erlendu keppendunum HBBBHHi sem hefðu átt ! Bjöm hinu mesta basli. Blöndal Björgvin Þor- s^a' steinsson marg- faldur íslands- meistari tók í sama streng og sagði ákaflega erfitt að leik golf við aðstæður eins og þær voru á sunnudaginn. Kjartan L. Pálsson sagði að stúlkumar hefðu komið skemmti- lega á óvart, en karlarnir hefðu leikið svipað og hann hefði átt von á. Það hefði sýnt sig að okkur vantaði meiri breidd í liðið til að ná betri árangri í sveitakeppni. En við værum á réttri leið og nú væri um að gera að halda áfram að hamra járnið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.