Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐDD
•' f s, {■■< -
íÞRótntt ÞRŒXJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988
B 13
KNATTSPYRNA / ENGLAND
| SKOTLAND
Liverpool meistari
meistaranna
Reuter
Reuter
Fögnuður
John Aldridge gerði bæði mörk
Liverpool á laugardaginn. Hér til hlið-
ar reynir Eric Young að stöðva mið-
heijann, en að ofan fagna samhetjar
hans fyrra markinu.
Celtic
sótti en
Dundee
sigraði
Celtic sótti nær látlaust gegn
Dundee United á laugardag-
inn, en vöm heimamanna var þétt
fyrir. Kevin Gallacher gerði eina
mark leiksins á 17. mínútu eftir
varnarmistök meistaranna. Roy
Aitken lék á ný með Celtic eftir að
hafa verið í banni, en allt kom fyr-
ir ekki.
Rangers fékk Steve Archibald
og félaga í Hibemian í heimsókn
og lauk viðureigninni með marka-
lausu jafntefli.
Jim Bett misnotaði vítaspymu
fyrir Aberdeen er liðið gerði 1:1
jafntefli við St. Mirren. Robert Con-
nor gerði mark heimamanna, en
Peter Godfrey jafnaði.
John Aldridge afgreiddi Wimbledon
Frammistaða hans í leiknum setur Dalglish í vanda, því til stóð að selja miðherjann
John Aldridge, framhetji Liverpo-
ol, skoraði bæði mörk liðsins í
2:1 sigri þess á Wimbledon í keppni
liðanna um góðgerðarskjöldinn á
laugardag. Góð frammistaða hans
í leiknum setur Kenny Dalglish,
framkvæmdastjóra Liverpool, í
nokkurn vanda, því að almennt
hefur verið álitið, að Aldridge ætti
að víkja úr liðinu fyrir Ian Rush,
sem keyptur var aftur til Liverpool
fyrir skömmu.
Leikur um góðgerðarskjöldinn er
árviss atburður í upphafi keppn-
istímabils í Englandi og er á milli
ensku deildarmeistaranna og bikar-
meistaranna. Bikarmeistarar
Wimbledon fóru vel af stað og tóku
forystuna á 17. mínútu. John Fas-
KNATTSPYRNA / FRAKKLAND
hanu skallaði þá knöttinn snyrtilega
í netið eftir fyrirgjöf frá Dennis
Wise.
Aðeins sex mínútum síðar tókst
Liverpool að jafna. Hinn nýi mark-
vörður Wimbledon, Simon Tracey,
fór í skógarferð, John Barnes náði
boltanum og sendi hann í áttiha að
markinu. Þar kom John Aldridge
aðvífandi og ýtti honum í markið.
Sigurmark leiksins kom á 69.
mínútu. Barnes átti sendingu á
Aldridge, sem skoraði af stuttu
færi. Liverpool tókst þar með að
hefna ófaranna frá því í bikarúr-
slitaleiknum í vor, þegar liðið tap-
aði 1:0 fyrir Wimbledon. Aldridge
misnotaði vítaspyrnu í þeim leik en
nú fékk hann uppreisn æru.
Örugglega verður erfitt' fyrir
Kenny Dalglish að taka ákvörðun
um hvort hann á að losa sig við
Aldridge vegna komu Rush eða
ekki. Aðstaða þessi er hálfneyðar-
leg en sýnir hvílíkt stjörnuleið Li-
verpool er. Leikurinn við Wimbledon
nú um helgina er 10. leikur liðsins
um góðgerðarskjöldinn frá árinu
1974.
KNATTSPYRNA / BELGÍA
París SG
óþekkjanlegt
fráþvfífyrra
Liðið situr eitt á toppnum eftir 1:0-sigur í Toulon
PARÍS SG er á toppnum í
frönsku 1. deildinni eftir 1:0
sigur á útivelli gegn Touion um
helgina. Liðið hefur 18 stig,
tveimur meira en Auxerre og á
einn leiktil góða.
Það var Xuereb sem gerði eina
mark leiksins á 40. mín. PSG
var sterkari aðilinn og það furðu-
lega við liðið er að það er skipað
nánst sömu leik-
mönnum og í fyrra,
en þá lék liðið af-
skaplega illa. Nú er
að vísu annar þjálf-
ari við stjórnvölinn hjá PSG, Júgó-
Bernharö
Valsson
skrifarfrá
Frakklandi
slavinn Tomislav Ivic, sem virðist
ætla að gera góða hluti.
Bordeaux lék í Toulouse. Heimal-
iðið sótti miklu meira í fyrri hálf-
leik, en þrátt fyrir það skoraði
Bordeaux fyrst og var Clive Allen
þar að verki. Hann skoraði á 33.
mín. „Bordeaux er með svo sterkt
lið að þó þeir spili á útivelli og séu
undir pressu þá kemur reynslan
þeim alltaf til hjálpar,“ sagði einn
leikmanna Toulouse eftir leikinn.
Heimamenn náðu þó jöfnu — það
var gamla kempan Dominique Roc-
heteau sem jafnaði þremur mín.
fyrir leikslok.
Nantes átti stórleik í Montpellier
og gengu gestimir gjörsamlega yfir
heimamenn, og sigruðu 4:1. Thi-
erno Youm skoraði fyrsta markið
fyrir Nantes, Vercauteren bætti
öðm við úr víti, og Mo Johnston
gerði tvö, á 68. og 81. mín. Mark
Montpellier skoraði Combuari á 77.
mín.
Meistarar Mónakó sigruðu Saint
Etienne 1:0 á útivelli. Það var Dib
sem gerði markið á 92. mín. þannig
að meistararnir sluppu með skrekk-
inn. „Græningjarnir" í St. Etienne
voru mun meira með boltann, en
Mónakó náði að knýja fram sigur.
Matra lék heima í París gegn
Laval og var 2:0 undir í byijun
seinni hálfleik. Brisson gerði bæði
mörkin. Fyrir Matra skoruðu svo
Anziani, á 57. mín. og Fernier jafn-
aði á 84. mín.
Marseille sigraði svo Strasbourg
á útivelli, 3:2. Jean-Pierre Papin
skoraði tvívegis og Eric Cantona
gerði eitt mark. Fyrir Strasbourg
skoruðu Mege og Reicherd.
■ Úrslit/B 18.
■ Staöan/B 18.
Amór Guðjohnsen átti góðan leik með Anderlecht um helgina.
Arnór
skoraði
eitt
ARNÓR Guðjohnsen skoraði
einu sinni og átti glæsilega
hjólhestaspyrnu á laugardag-
inn er Anderlecht sigraði Rac-
ing Mechelen 6:3 í belgísku 1.
deildinni. Guðmundur Torfa-
son og félagar í Genk töpuðu
hins vegar, 0:4, gegn Ant-
werpen.
Eg skoraði fimmta markið, kast-
aði mér fram og skallaði í
netið,“ sagði Arnór í samtali við
Morgunblaðið. „Þetta var skemmti-
legur leikur, við spiluðum mikla
sóknarknattspymu eins og alltaf á
heimavelli. En við fengum á okkur
þijú mörk og erum auðvitað ekki
ánægðir með það,“ sagði Amór.
Racing Mechelen kom upp í 1. deild-
ina sl. vor.
Krneevic skoraði þrívegis í leikn-
um, tvö með skalla og eitt af stuttu
færi eftir að markvörður Meche-
len-liðsins hafði varið skot en misst
knöttinn frá sér.
Arnór var nálægt því að skora
annað mark í leiknum; „ég tók hjól-
hestaspyrnu utan við vítateig og
boltinn skall í þverslónni. Ég var
óheppinn; þetta hefði getað orðið
mark ársins hefði ég skorað!" sagði
Arnór.
Anderlecht er með fullt hús eftir
þijá leiki og sagði Amór byijunina
lofa góðu.
■ Úrsllt/B 18.
■ Staðan/B 18.