Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 20
 t 2Uwðimt>taíiií> Barátta um hvem bolta Ragnheiður Víkingsdóttir, fyrir- liði Vals, var að vonum ánægð með úrslitin, en hún tók nú við fimmta bikamum sem fallið hefur í skaut liðsins í ár. „Leikurinn tók mikið mark af veðri sem kom niður á gæðum knattspymunnar. Það var barátta um hvem bolta og lítill friður gefínn til að byggja upp spil. Opin færi vom fá og sigurinn hefði þess vegna getað lent hvom megin sem var, en reynsla okkar Valsstúlkna vó þungt,“ sagði Ragnheiður í samtali við Morgvnblaðið eftir leikinn. I. L V H ublttbíh SigursæK lið Valsstúlkumar hafa verið iðn- ar við að vinna til verðlauna í ár. Liðið hefur tekið þátt í fimm mótum það sem af er og sigrað í þeim öllum. Kvennalið Vals varð Reykjavíkurmeistari innan- húss í vetur og þá sigmðu þær einnig í Islandsmóti innan- húss. Stúlkumar urðu síðan Reykjavíkurmeistarar úti í vor og þrátt fyrir að enn séu tvær umferðir eftir í fslandsmótinu, hafa þær tryggt sér sigur þar. Punkturinn yfir i-ið var svo bikarsigurinn á sunnudag og er óhætt að segja að Logi Ólafsson hafi náð góðum ár- angri með lið sitt í ár. KNATTSPYRNA / BIKARURSLIT KVENNA Bikarmeistarar Vals 1988: Morgunblaðiö/Sverrir Efri röð frá vinstri: Logi Ólafsson þjálfari, Ingibjörg Jónsdóttir, Kristín Briem, Guðrún Sæmundsdóttir, Margrét Óskarsdóttir, Bryndís Valsdóttir, Amey Magnus- dóttir, Jóhanna Kristjánsdóttir, Margrét Bragadóttir, Jón Zoega formaður Vals og Hilmir Elísson. Neðri röð frá vinstri: Rut, Cora Barker, Sólrún Ástvaldsdóttir, Ragnheiður Víkingsdóttir fyrirliði, Sigrún NorðQörð, Védís Ármannsdóttir, Magnea Magnús- dóttir, Sigrún Ásta Sverrisdóttir og Anna Gísladóttir. Meistarar fimmta árið í röð! VALSSTÚLKUR unnu það ein- stæða afrek á sunnudag að sigra í bikarkeppni KSÍ fimmta árið í röð er þær lögðu ÍA á Laugardalsvelli með einu marki gegn engu. Leikurinn fórfram á aðalleikvanginum og má þakka það vasklegri fram- göngu Valsstúlkna sem sendu vallarstjóra skriflega beiðni þess efnis fyrir leikinn. Hvor- ugt liðið réð þó við veðrið sem setti mikinn svip á leikinn. Kalt var í lofti og mikið rok sem oft á tíðum hafði meira að segja um ferðir knattarins heldur en spyrnur leikmanna. Mikil bar- átta einkenndi spilið eins og vera ber í úrslitaleikjum og höfðu Skagastúlkurnaryfir- höndina þar þrátt fyrir að Valur hrósaði sigri þegar upp var staðið. Valsliðið byrjaði betur þrátt fyr- ir að leika á móti sterkum vind- inum í fyrri hálfleik. Skagastúlk- umar komust smám saman betur inn í leikinn og sóttu Katrín sig sífellt. Þær áttu Friöriksen besta færi hálfleiks- skrifar ins, og raunar það eina umtalsverða, þegar Jónína Víglundsdóttir skaut hörkuskoti að marki Vals af víta- teig. Þar sáu margir knöttinn inni, en Sigrún NorðQörð markvörður Vals sló hann með tilþrifum yfír þverslá. Síðari hálfleikur var öllu fjörugri en sá fyrri. Ingibjörg Jónsdóttir komst í gott færi er hún óð upp kantinn og skaut af stuttu færi eftir að hafa leikið á vamarmann ÍA. Steindóra Steinsdóttir í Skaga- markinu sá við henni og varði vel. Nokkm síðar skapaðist mikil hætta við Valsmarkið eftir hornspymu Magneu Guðlaugsdóttur. Mikil þvaga myndaðist í teignum og Sigr- ún markmaður lá í valnum eftir að hafa freistað úthlaups. Jónína skaut að tómu markinu, en einum vamar- manna Vals tókst að nikka boltan- um yfir markið. Slæm vamarmistök Á 62. mínútu kom svo úrslita- mark leiksins. Góðri sókn Vals lauk með því að Ingibjörg sendi laglega sendingu á stöllu sína Bryndísi Valsdóttur sem var ein og óvölduð eftir slæm vamarmistök. Bry'ndís renndi knettinum ömgglega í netið fram hjá Steindóru sem ekki átti möguleika á að veija, enda færið stutt. Þar með vom úrslitin ráðin því mörkin urðu ekki fleiri. Valsstúlkur sigmðu í baráttuleik þar sem sigur- inn hefði auðveldlega getað lent hvom megin sem var. Sigurliðið hefur oft sýnt betri knattspyrnu en það gerði í þessum leik og þegar upp er staðið er ekki ólíklegt að reynsla Valsstúlkna í úrslitaleik sem þessum hafí skipt meginmáli. Skagaliðið er ungt að ámm og leikmenn þess eiga framtíðina fyrir sér. Halldóra Gylfadóttir var lang- best í liði þeirra og vann geysilega vel. I LOTTÓ: 3 10 23 28 30 Áhorfendur Þrátt fyrir leiðindaveður á meðan á leiknum stóð var fjöldi manns samankominn til þess að fylgjast með stúlkunum spila. Það hafði greinilega áhrif að leikurinn var á aðalleikvanginum og vel fór um áhorfendur í stúkunni. Skagamenn Qölmenntu að venju og hvöttu sitt lið óspart áfram. Þá létu stuðningsmenn Vals ekki sitt eftir liggja. Sáttar þegar upper staðið Fyrir okkur er sigur að komast svona langt í keppninni sem raun ber vitni," sagði Halldóra Gylfadóttir, fyrirliði ÍA í spjalli við Morgunblaðið eftir leikinn. „Við emm með ungt og óreynt lið og engum datt í hug að við myndum ná svona langt. Við byijuðum illa í leiknum en sóttum okkur stöðugt og áttum okkar færi alveg til jafns við Val en þær höfðu reynsluna með sér. Þetta er búið og nú einbeitum við okkur að því að ná öðm sætinu í deildinni," sagði Halldóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.