Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAPIÐ IÞROI I /|?f pRff^JIjAGlJR 23. ÁGÚST 1988 ♦ t Slgurdur Qrétarsson skoraði fyrra mark Luzem. Sigurður skoraði SIGURÐUR Grótarsson skoraði annað marka Luzern er liðið sigraði Lugano 2:1 um helgina. Leikurinn var í jámum. Þeir voru með átta menn í vöm og við sóttum stanslaust. Þeir skoruðu þó á undan, úr hraðaupphlaupi, en við IHMI náðum að sigra,“ Frð Önnu sagði Sigurður í Bjamadóttur samtali við Morgun- iSviss blaðið. Hann skoraði jöfnunarmarkið — einn leikmanna Luzem átti þrumu- skot að marki, markvörðurinn varði en hélt ekki knettinum. Sigurður fylgdi vel á eftir og sendi knöttinn í netið. Luzem skoraði svo sigur- markið skömmu fyrir leikslok. Luzem er nú í efsta sæti, einu stigi á undan næsta liði. ÍÞRÚmR FOLX ■ LANDSLIÐSÞJÁLFARI Finna var viðstaddur leik Stuttgart og Kickers, en Finnar leika ein- mitt við V-Þjóðveija í HM í Hels- inki 31. ágúst. Eftir leikinn sagði hann: „Guði sé lof fyrir það að við leikum gegn landsliðinu en ekki Sgn Stuttgart." KÖLN á erfítt uppdráttar um þessar mundir, þeir þurfa að líkind- um að leika án 5 fastra leikmanna gegn Karlsruhe í næstu viku. Fjór- ir þeirra eru meiddir og Littbarski er í banni. ■ KALLI Feldkamp, þjálfari Frankfurt, er frá vinnu vegna bak- meiðsla, og er sagt að hann eigi ekki eftir að koma aftur til starfa. Strax er farið að tala um eftirmann hans, og hefur Klaus Schlappner verið nefndur, sem arftaki hans, en Schlappner þjálfaði áður Mann- heim. ■ A.S. RÓMA vill leigja Rudi Völler f eitt ár, og er talið líklegt að hann fari til Fieorentina. H FRANK Neubarth, framheiji Werder Bremen, er meiddur í hás- in, og verður að hvfla sig í óákveð- inn tíma. ■ KARL Heinz Rummenigge , sem leikur nú með Servette, í Sviss og er þar markahæstur með 6 mörk. Mossíöðru sæti deildarinnar Ásgolr Slgurvlnsson lék sinn besta leik f sumar, er lið hans sigraði ná- grannana í Stuttgart Kickers á laugardag. MOSS, lið Gunnars Gíslasonar, reif sig upp f annað sœti norsku 1. deildarinnar eftir sigri á úti- velli á Strömmen um helgina. Mikill gæðamundur var á leik liðanna, og hefði sigur Moss getað orðið mun stærri, en lið- ið misnotaði fjölda marktæki- færa. Það var Jan Kr. Fjærestad, sem skoraði sigurmarkið úr víta- spymu á 9. mínútu. Leikurinn var ekki vel leikinn og má Moss taka ■■■■■■ sig á ætli það sér Sigurjón toppsætið í deild- Einarsson jnni. Sóknarleikur- skrífarfrá jnn var sérstaklega ore9' tilþrifalítill, og má lið, sem misnotar eins góð færi og Moss fékk f leiknum, ekki gera sér of miklar vonir um sigur í deild- inni, nema það lagi hann stórlega. Sem fyrridaginn var Gunnar Gíslason einn sterkasti maður vall- arins. Hann átti góðan leik í vöm- inni, og verður það mikill missir fyrir Moss að missa hann úr röðum síðum. Brann krækti sér í dýrmæt stig um helgina þegar liðið sigraði Bryne 1:0. Leikurinn hefði hins vegar vel getað endað með mun stærri sigri Brann. Sigurmark Brann kom eftir einungis 5 mfnútna leik, og átti Bjami Sigurðsson, markvörður, stóran þátt í þvf. Bjami sendi bolt- ann langt fram völlinn og Odd Jo- hnsen tók knöttinn og sendi ra- kleitt í netið. Á miðvikudag eiga Brann og Moss leik f átta liða úrslitum bikar- keppninnar og mætir Moss Va- leringen en Brann leikur gegn Rade úr þriðju deild. Staðan f deildinni: Rosenborg 34 stig, Moss 28, Tronisö Sogndal 27, Lilleström 26, Vaaleringen Molde 28, Kongsvinger 18, Brann 16, Br 13, Djerv 12, og Strömmen 11 stig. Morgunblaöiö/Bjarni Gunnar Gíslason lék mjög vel í vöminni hjá Moss um helgina og var einn besti maður vallarins. KNATTSPYRNA / V-ÞÝZKALAND KNATTSPYRNA / NOREGUR Bezti leik- ur Ásgeirs ísumar Karlsruhe á toppnum en Stuttgart hefurekki tapað stigi FráJóni Halldórí Garðarssyni ÍV-Þýzkalandi VFB STUTTGART og Stuttgart- er Kickers áttust við um helg- ina og sigruðu Ásgeir Sigur- vinsson og félagar í Vfb Stutt- gart með fjórum mörkum gegn engu. Liðið hefur unnið alla þrjá leiki sína til þessa í 1. deildinni. Bæði liðin höfðu boðið leikmönn- um sfnum tvöfalt hærri upp- hæð fyrir sigur en gengur og gerist en fyrir framan 68.000 áhorfendur sýndu leikmenn Vfb og sönnuðu að þe> eru númer eitt í Stuttgart. Þeir spil- uðu mjög vel, og segja knattspymuspekingar að þeir eigi góðan möguleika á Þýskalands- meistaratitlinum. Tvö fyrstu mörk Stuttgert voru reyndar mjög ódýr. Það fyrra kom eftir að dómarinn hafði dæmt víti á óskiljanlegan hátt. Karl Allgöver skoraði úr vítinu. Annað markið var þannig að markvörður Kickers, og landsliðsmarkvörður Finna, sló knöttinn f markið, en ekki yfír eins og hann ætlaði sér. Fritz Walter innsiglaði svo sigur- inn með tveimur fallegum mörkum. Bæði þessi mörk komu eftir glæsi- legar sendingar frá Ásgeiri Sigur- vinssyni. í fyrra skiptið kom 30 metra löng sending frá Ásgeiri, og Walter skaut viðstöðulaust í mark- ið, en það seinna var skorað með skalla, eftir að Ásgeir hafði tekið aukaspymu. Þetta er án efa besti leikur Ás- geirs það sem af er þessu leiktíma- bili, og voru þeir Walter taldir bestu menn vallarins. Meistaramir steinlágu Gladbach vaknaði loks af löngum dvala. Leikmenn liðsins léku mjög vel gegn Bremen og gáfu ekkert eftir. Hochstatter skoraði í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik gerði Cri- ens tvö mörk áður en Burgsmuller minnkaði muninn fyrir Bremen. Criens skoraði svo sitt þriðja mark í leiknum og innsiglaði langþráðan sigur heimamanna, 4:1. Lið Karísruhe ieikur geysilega vel um þessar mundir og eru allir steinhissa á að þetta lið, með nær óþekkta leikmenn innanborðs, skuli leika svona vel. Sigur þeirra á St. Pauli, 3:1, var verðskuldaður, þrátt fyrir að staðan í leiknum hafí verið 1:1 þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Glesius, Raab og Har- forth skoruðu fyrir Karlsruhe, en fyrir St. Pauli skoraði Staubing. Hamborg tapaði 0:1 fyrir Bayem Munchen á heimavelli. Eins og í undanfömum leikjum, voru heima- menn betri, en tókst ekki að skora þrátt fyrir góð tækifæn. Wegmann skoraði sigurmark MÚnchen með góðum skalla f slána og inn. Fyrir tveimur vikum var Dirk Bakalorz atvinnulaus, en þá fékk hann samning við Frankfurt og spilaði sinn fyrsta leik fyrir liðið um helgina gegn Köln. Það var hann sam lagði upp sigurmarkið, sem Turowski skoraði. Þetta voru fyrstu stig Frankfurt í sumar. Landsliðsmarkvörðurinn Illgner bjargaði liði sínu, Köln, frá enn stærra tapi. SVISS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.