Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRŒUUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 HANDKNATTLEIKUR / HM 1993 Steffo Törnquist ritstjóri íþróttasíðu Expressen í Svíþjóð: Hættið þessu þrasi og látið íslendinga hafa HM1993! STEFFO Törnquist, ritstjóri íþróttasíðu dagblaðsins Ex- pressen í Svíþjóð, sem er stærsta dagblað á Norður- löndum, mælist til þess í rit- stjórnargrein á föstudaginn að sænska handknattleiks- sambandið dragi umsókn sínu um að halda heims- meistarakeppnina 1993 til baka, og komi því þannig til leiðar að keppnin fari fram á íslandi. Hættið þessu þrasi og gefið heimsmeistarakeppnina eftir til íslendinga," segir Tömquist í grein sinni. Hann segir að stríð standi yfir milii íslendinga og Svía, um að haida keppnina, en slíkt hafi ekki gerst síðan á dögum Snorra Sturiusonar. Hann segir að það séu þessar tvær þjóðir sem betjist um keppn- ina, og ef önnur hvor dregur umsókn sína ekki til baka fyrir fund alþjóða handknattleikssam- bandsins í Seoul verði að kjósa. „Eins og staðan er í dag er líklegt að Svíþjóð fái keppnina ef kemur til kosninga," segir Tömquist Hann er þeirrar skoðunar að ís- lendingar myndu skipuleggja keppnina miklu betur; standa miklu betur að henni en Svíar á allan hátt, ef þeir fengju hana. Hann minnist á að Svíar hafa þegar fengið að haida HM í hand- knattleik tvívegis, 1954 og 1967, og ekkert land í heiminum hafi gert það oftar. íslendingar hafi hins vegar ekki haldið HM- keppni. Þá bendir hann á þá stað- reynd að íslenska lýðveldið verði 50 ára [1994 reyndar], íslenska ríkisstjórnin sé tilbúin að standa á bak við þessa miklu keppni, ásamt bæjum og kaupstöðum. í Expressen er rætt við Staffan Holmquist, formann sænska handknattleikssambandsins. „Við höfum ekki hugleitt að draga umsókn okkar til baka. Við ætlum að betjast fyrir því að fá keppnina hingað,“ segir hann. Að sögn Þorbergs Aðalsteins- sonar, landsiiðsmanns, sem farinn er til Svíþjóðar, er skoðun blaða- manns Expiyssen ekki einsdæmi í Svíþjóð. „Öll staðarblöð sem ég hef séð hér eru mjög jákvæð í garð íslendinga vegna baráttunn- ar um HM. Iþróttafréttaritarar í Svíþjóð vilja greinilega að keppnin verði haldin á íslandi," sagði Þor- bergur. Sovétr.-Spánn 28 : 20 Flugleiðamótið í handknattleik, íþrótta- höllin á Húsavík, sunnudaginn 21. ágúst, 1988. Gangur leiksins: 4:2, 7:2, 9:5, 14:9, 14:12, 16:12, 16:15, 18:15, 22:17, 26:20, 28:20. Mörk Sovétríkjanna: Rymanov 5, Tuchkin 5, Gopin 5, Atawin 4/1, Chew- tzov 4, Scharowarow 2, Karschakevich 1, Nesterov 1 og Swiridenko 1. Varin skot: Tschumak, 12 skot. Utan vallan 2 mínútur. Mörk Spánar: Marin 6/3, Munoz 4, Ruiz 3, Sagales 3, Cabanas 2, Gomez 1 og Femandez. Varin skot: Fort, 16 skot. Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Gunnar Kjartansson og Rögnvald Erlingsson. Þeir fá ekki háa einkunn. Áhorfendur: Um 540. Ekki ógnuðu spánskir Sovét- mönnum Fjölbreytileikinn í f/rirrúmi hjá Sovét- mönnum á Húsavík SPÁNVERJUM tókst aldrei að velgja Sovét-risunum undir uggum þrátt fyrir mikla bar- áttu á Húsavík á sunnudag- inn. Lið beggja eru greinilega afar sterk en Sovét-piltar vissulega gæðaflokki ofar. Samleikur þeirra er fimavel útfærður og vissu Spán- veijar hvemig átti að taka á mótheij- um sínum, þar sem fjölbreytileikinn er í fyrirrúmi hjá Sovét- í jöfnu liði Sovétmanna var Ry- manov bestur, frábær leikmaður. Jafn í vöm og sókn. Tuchkin, Ataw- in og Chewtzov vom einnig mjög góðir. Hjá spönskum var Marin yfir- burðamaður, en Munoz og mark- vörðurinn Fort áttu einnig snjallan leik. Magnús Már skrifar mönnum. Morgunblaöiö/Einar Falur og Júlíus Krosstré Alfreð Gíslason og Kristján Arason eru mikilvægir hlekkir í íslenska landslið- inu. Sannkölluð krosstré. Á myndinni þmmar Alfreð boltanum í tékkneska markið á laugardaginn — krafturinn geislar af honum - og hér til hliðar stend- ur Kristján í ströngu í vöminni. Skilar leikmanni númer 5 í gæslu Geirs, ög er með augun á öðmm; tilbúinn að leggja til atlögu. „Gönguhandbolti" ÞAÐ var fátt um fína drætti í leik Spánverja og Svisslend- inga, og sannarlegur göngu- bolti eins og Roma þjálfari Spánverjanna orðaði það. Leikurinn fór mjög rólega af stað. Fram um miðjan hálfleik- inn var jafnræði með liðunum. Þá gerðu Spánveijar fjögur mörk í röð °S komust í 8:4. í Sigurður þeirri stöðu tók vöm Jónsson Svisslendinganna mikinn kipp og þeir tóku mun fastar á móti sóknarlotum Spánveijanna, náðu að tmfla línusendingar og skrifarfrá Selfossi koma í veg fyrir langskot. Með örlítið betri sóknarleik hefðu Sviss- lendingarnir getað komist yfir. Leikur Spánveijanna hresstist nokkuð í síðari hálfleik og þeir nýttu sér vel mistök Svisslendinganna. „Þetta var góður leikur til að vakna, næstu leikir verða betri,“ sagði Roma þjálfari Spánveijanna. Hann sagði liðið mjög þreytt eftir langt ferðalag. Liðið hefði orðið að þola sjö tíma seinkun á flugi og það sæti í leikmönnunum auk þess sem þeir hefðu verið í keppni fyrir þrem- ur dögum. „Ég er ánægður með að mínir menn reyndu að ná upp hraða í leiknum og leika lifandi handbolta, annars var þetta göngu- bolti. Ég hlakka til að leika við ís- lendinga fyrir fullu húsi í Reykjavík," sagði Roma og bætti því við að það væri mjög mikilvægt fyrir íslendinga að fylla allar hallir í þessu móti og á öllum landsleikjum í náinni framtið. Slíkt hefði áróðurs- gildi gagnvart því að Heimsmeist- arakeppnin yrði haldin hér. „Við hófum æfingar fyrirtveimur vikum en Spánveijarnir voru mun betri en við í þessum leik. Við gerð- um of mörg mistök og gáfum þeim of mikið eftir í síðari hálfleik,“ sagði Arno Ehret þjálfari Svissneska liðs- ins um leikinn. Spánn - Sviss 20 : 17 Flugleiðamótið, íþróttahúsið á Selfossi, laugardaginn 20. ágúst 1988. Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 4:4, 8:4,10:7, 10:8, 12:11, 13:11, 13:12, 14:12, 17:13, 20:15, 20:16, 20:17. Mörk Spánverja: Juan Segales 4, Jul- ian Ruiz 4, Ricardo Marin 4,Javier Cabanas 2, Juan Fco Munos 2, Jesus Femandez 1, Jesus Gomez 1, Jamie Fort 1. Varin skot: Zunica, 11 skot. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Svisslendinga: Alex Ebi 6, Jens Meyer 3, Max Delhees 2, Martin Rub- in 1, Rene Barth 1, Roger Keller 1, Cristian Ledermann 1, Marc Bar 1, Stefan Scarer 1. Varin skot: Hiirlimann, 11 skot. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Gunnlaugur Hjálmarsson og Rögnvald Erlingsson — góðir. Ahorfendur: 500.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.