Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 KNATTSPYRNA / 2.DEILD ■ Morgunblaðið/KGA Tómas Ingl Tómasson gerði þriðja mark Eyjamanna gegn FH-ingum — skoraði beint úr aukaspymu með glæsi- legu skoti. Loksins tapaði FH Dýrmæt stig Eyjamanna í fallbaráttunni FH-INGAR biðu sinn fyrsta ósigur í 2. deild í sumar er þeir sóttu Eyjamenn heim um helgina. Þegar yfir lauk höfðu heimamenn gert þrjú mörk en FH-ingar eitt. Frá Sigfúsi Gunnari Guðmundssyni i Eyjum Tvö mörk Páls Grímssonar á fyrstu mínútunum settu FH- inga út a'f laginu. í bæði skiptin voru FH-ingar sofandi. Fyrra mark- ið skoraði Páll eftir stungusendingu en það síðara kom eftir fyrirgjöf fyrir mark- ið á Pál. Hann skall- aði þá boltann á markið, Halldór Halldórsson varði en hélt ekki bolt- anum og Páll ýtti honum inn í markið. Eftir þetta sóttu FH-ingar meira og sköpuðu sér góð færi til að að skora en ekkert gekk upp við mark- ið. Átti stórgóð markvarsla Adolfs Óskarssonar stóran þátt í því_ en auk þess björguðu vamarmenn ÍBV nokkmm sinnum á sðustu stundu. Glœsimark Tómasar Inga í seinni hálfleik sótti FH meira en gekk erfiðlega að skapa sér góð færi. Guðraundur Hilmarsson fékk rauða spjáldið á .71. mínútu og eft- ir það vora úrslitjn ráðin. Tómas Ingi Tómasson. bætti við þriðja marki Eyjamanna með stórglæsi- legu skoti úr aukaspymu rétt utan teigs. Pálmi Jónsson minnkaði síðan muninn úr vítaspyrnu, sem dæmd var heimamenn þegar skammt var til leiksloka. Þar með var sigur heimamanna í höfn en FH-ingar sátu uppi með fyrsta tap sitt í 2. deildinni í sumar. PAU Grfmsson HörA fallbarátta framundan Lið ÍBV lék nú mun betur en undanfarið en FH-ingar áttu dapr- an dag. Stigin þrjú sem ÍBV fékk í þessum leik gætu reynzt liðinu dýrmæt í þeirri hörðu fallbaráttu sem framundan virðist milli átta liða í 2. deild. Svo litlu munar á þessum átta liðum að þeim er öllum hætt við falli og má því sjálfsagt búast við harðri baráttu í næstu leikjum í deildinni. FH-ingar eru enn sem fyrr efstir þegar fimm umferðir era eftir. Þeir hafa þegar tryggt sér 1. deildar- sæti en Fylkismenn era aðeins þremur stigum á eftir og munu sjálfsagt veita þeim harða keppni um efsta sætið. ■ Úrslit/B18 ■ Staðan/B18 IBV-FH 3:1 (2:0) Mörk ÍBV: Páll Grfrasson (2., 4.), Tómfts Ingi Tómasson (71.). Mark FH: Páími Jónsson (82.). Madur leiksins: Adolf óakarsson, FH. Fyrsta jafntef li Tindastóls í 2. deild í sumar ÞRÓTTUR og Tindastóll gerðu jafntefli 1:1 á Valbjarnarvelli á laugardag og er þetta fyrsti jafnteflisleikur Tindastóls í 2. deildinni ísumar. Guðmundur Jóhannsson skrifar Þróttarar era nú með 8 stig og eru 5 stigum á eftir KS og UBK þegar aðeins fímm umferðir eru eftir. Staða þeirra er því orðin mjög alvarleg og 3. deildin blasir við. Fall í 3. deild væri mikið áfall fyrir fé- lagið, sem lék í 1. deild fyrir nokkrum árum. Stigin, sem vantar, koma ekki nema liðið vinni leiki og beijist á fullu í 90 mínútur en það hefur oft skort og liðið tapað dýrmætum stigum á síðustu mínútunum. Þá er einnig athyglisvert, að liðið hefur aðeins unnið einn leik í deildinni í sumar og engan heimaleik. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað. Mikið var um langar send- ingar, sem rötuðu ekki rétta leið og hart barizt á miðjunni. Liðin vora álíka mikið með boltann og fengu bæði sín tækifæri. Jafntefli vora því ekki ósanngjörn úrslit í leiknum. Þróttarar skoraðu mark sitt í fyrri hálfleik beint úr aukaspyrnu rétt utan vítateigs. Björgvin Björg- vinsson sendi þá boltann mjög glæsilega með innanfótarsnúningi í bláhornið. Rúmum stundarfjórðungi fyrir leikslok var dæmd vítaspyrna á Magnús Bergs fyrir að fella Eyjólf Sverrisson innan vítateigs. Eyjólfur skoraði sjálfur öragglega úr henni og jafnaði þar með leikinn. Eftir þetta opnaðist leikurinn nokkuð. Bæði liðin reyndu að tryggja sér þijú stig en hvorugu tókst það og jafntefli varð því stað- reynd. ■ Úrslit/B18 ■ Staðan/B18 Þróttur-UMFT 1:1 (1:0) Mark Þróttar: Björgvin Björgvinsson (33.). Mark Tindastóls: Eyjólfur Sverrisson (74.,vtti). Maður leiksins: Eyjólfur Sverrisson, Tindastóli. UBK sigraði KS í slökum leik Frá Rögnvaldi Þórðarsyni á Siglufirði Breiðablik gerði góða ferð til Siglufjarðar á laugardaginn og fór heim með þijú dýrmæt stig. Um 1.200 áhorfendur voru á fyrsta deildarleiknum á nýja grasvellinum, en þeir urðu fyrir vonbrigðum. Leik- urinn var afar slak- ur og ekki var að sjá á heimamönn- um að stigin væra þeim nauðsynleg í baráttunni á botni 2. deildar. Siglfirðingar byijuðu samt betur, en eftir að Rutter skoraði, var sem allur vindur væri úr þeim og virtist sem þeir ætluðu að hanga á þessu eina marki. Kópavogsmenn sóttu hins vegar í sig veðrið, spilið var þeirra sem og baráttan og uppsker- an eftir því. ■ Úrslit/B18 ■ Staöan/B18 KS-UBK 2 : 3 (1 : 1) Mörk KS: Steve Rutter (24.) og Paul Friar (88.). Mörk UBK: Jón Þórir Jónsson (44. og 54.) og Þorsteinn Hilmarsson (63.). Maður leiksins: Jón Þórir Jónsson UBK. Jón Þórir Jónsson bar af öðrum leikmönnum á Siglufirði. Hér er hann til hægri í leik gegn FH fyrr í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.