Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTtR ÞKŒUUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 B 5 Samt er liðið ekki yfir gagn- rýni hafið, þó á undirbúnings- tímabili sé, en niðurrifstal eins og víða heyrðist í Höllinni á sunnudagskvöld. á ekki við. Mánuði fyrir Ólympíuleika er eðlilegt að gera þá kröfu að það sigri Svisslendinga á heimavelli, en tapið er staðreynd. Það boðar samt ekki endalok heldur minnir á að enn er ýmislegt sem þarf að laga. Þjálfarinn veit það, strákarnir eru þess meðvitandi og almenningur þarf að muna að leikir á undirbúningstíman- um eru fyrst og fremst til að að koma því inn að hér séu hvorki nógu góðar og margar hallir og áhugi takmarkaður úti á landi. Hallirnar standa vel fyrir sínu og margar byggingar eru á teikniborðinu, en stuðn- ingsfólk handboltans, sem vill stuðla að því að HM ’93 verði hér á landi, getur best sýnt hug sinn í verki með þv( að mæta á ieiki Flugleiðamótsins. Vel hefur verið mætt í Höllina, en betur má ef duga skal. Steinþór Guðbjartsson Knattspymuvertíðin stendur nú sem hæst og um helgina fór fram Norðurlandamót hér á landi ( golfi — „hinni“ sumar- íþróttinni — en engu að síður beinist athyglin að landsliðinu í handknattleik. Það ætti ekki að koma á óvart, því óðfluga styttist í Ólympíu- ieikana og þar verð- ur fylgst grannt með gengi liðsins. Þrátt fyrir ítrek- aðar aðvaranir gera menn miklar og oft óraunhæfar kröfur til landsliðsins. Fyrir Flugleiðamótið heyrðist víða að liðið ætti að sigra í keppninni, þær raddir fengu byr undir báða vængi eftir sigurinn gegn Tékkum, en óánægjuraddirnar blossuðu upp eftir tapið gegn Sviss- lendingum. Enn einu sinni skal áréttað að árangur landsliðsins á undanfömum árum er með ólík- indum. Að vera í bestu röð og halda sér þar er stórkost- legt í einu orði sagt, en ekki er hægt að ætlast til að leikmennimir séu sem óstöðvandi „róbótar", sem ávallt víkja öllum hindrunum úr vegi. Einnig skal enn einu sinni undir- strikað að málið snýst fyrst og síðast um leikina í Seoul. læra af — undirbúa liðið sem best fyrir Ólympíuleikana. En Flugleiðamótið gegnir öðm og eldti síður mikilvægu hlutverki. Sem flestum ætti að vera kunnugc sækir HSI fast Bestlr Sovétmenn eru ótrúlega góðir í handlrnattleiknum og hafa sýnt fádæma yfirburöi. Tuchkin stendur þar framarlega í flokki og verður Islenska liöinu öruglega erfiður annað kvöld. að halda heimsmeistarakeppn- ina 1993 og er mótið núna liður í þeirri herferð. Leikimir fara fram á sjö stöðum og skiptir miklu að framkvæmdin verði öllum til sóma. Svíar, sem einn- ig sækja um HM '93, hafa reynt KRÖFUR Tapið gegn Svisslendingum sárt en lærdómsríkt Leikmennimir eru ekki óstöðvandi „róbótar“ Góð aðsókn styrldv umsóknina um HM ’93 HANDKNATTLEIKUR / FLUGLEIÐAMOTIÐ Markaregn í Höllinni íslensku A-lands!iðsmennirnir þurftu ekki að hafa mikið fyrir sigrinum á löndum sínum í B- liðinu í gærkvöldi. Leikurinn var hraður og mjög opinn enda voru alls skoruð 52 mörk. Þar af skoraði A-liðið 33 mörk. að var aðeins rétt í byrjun sem jafnræði var með liðunum. Eftir það skildu leiðir, enda mætti B-liðið ofjarli sínum að þessu sinni. Vamarleikur liðanna sat ekki í fyr- irrúmi, en þrátt fyrir það var mark- varslan ágæt á köflum. Sóknarleik- urinn var oft á tíðum hinn skraut- legasti og hjálpaði þar til dómgæsla félaganna dönsku. Kristján og Alfreð voru atkvæða- mestir A-landsliðsmannanna í fyrri hálfleik en hvíldu i sókninni í þeim síðari. Þá kætti Sigurður Sveinsson áhorfendur með nokkrum þrumu- mörkum eins og honum einum er lagið. I B-liðinu var Júlíus Jónasson atkvæðamikill. Þá var Sigurður Bjamason sprækur i síðari hálfleik og Hrafn varði á köflum vel. Rymanov átti mjög góðan leik með Sovétmönnum á Akureyri I gærkvöldi. Vöminni lokað! Svisslendingar skoruðu aðeins (arjú mörk í síðari hálfleik gegn Sovétmönnum SOVÉTMENN sigruðu Sviss- lendinga á átakalausan og auð- veldan hátt á Flugleiðamótinu á Akureyri í gær. Leikurinn var þó jafn framan af og í leikhléi var staðan 8:9, Sovétmönnum ívil. Isíðari hálfleik settu Sovétmenn svo á fulla ferð, lokuðu vöminni ísland A-Island B 33 : 19 Flugleiðamótið í handknattleik, Laug- ardalshöll mánudaginn 22. ágúst 1988. Gangur leiksins: 2-2, 4-2, 5-4, 11-4, 16-5, 17-6, 17-9, 21-9, 22-11, 24-12, 27-15, 31-17, 33-19. Mörk íslands A: Atli Hilmarsson 5, Páll Ólafsson 5, Kristján Arason 5/2, Sigurður Sveinsson 5/3, Alfreð Gísla- son 4, Guðmundur Guðmundsson 3, Bjarki Sigurðsson 2, Þorgils Óttar Mathiesen 2, Jakob Sigurðsson 1, Karl Þráinsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 6/1, Brynjar Kvaran 5. Utan vallar: 4 mín. Mörk íslands B: Júlíus Jónasson 6/5, Sigurður Bjamason 4, Konráð Ólav- sson 3, Héðinn Gilsson 2, Júlíus Gunn- arsson 2, Birgir Sigurðsson 2. Varin skot: Hrafn Margeirsson 10, Bergsveinn Bergsveinsson 3/1. Utan vallar: 2 mín. Dómarar: Elbrönd og Horst frá Dan- mörku. og yfírspiluðu slakt lið Sviss. Þegar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var staðan 11:12, Sovét- mönnum i vil. Eftir það skoruðu Sovétmenn tíu mörk, en Svisslend- ingum tókst ekki að skora eitt ein- asta mark á þeim 24 mínútum sem eftir voru af leiknum. Sviss-Sovétríkin 11 : 22 íþróttahöllin á Akureyri, Flugieiðamót- ið í handknattleik, mánudaginn 22. ágúst. Gangur leiksins: 3:0, 4:2, 4:7, 7:8, 8:9, 8:11, 10:11, 11:12, 11:22. Mörk Sviss: Alex Ebi 3/3, Martin Rubin 2, Hansruedi Schumacher 2, Stefan Scarer 2, Stefan Lanker 1 og Max Delhees 1. Varin skot: Peter Hurlimann 12/1. Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Sovétríkjanna: Alexandr Tuch- kin 6/1, Valerij Gobin 6, Alexandr Rymanov 3, Andrei Shepkin 1, Jurij Nesterov 1, Andrei Tjumentsev 1, Jury Chewtzow 1, Viacheslav Atawin 1/1, Raimondas Valuzkas 1 og Konstantin Sjarowarow 1. Varin skot: Leonid Dorosjenko 7/1 og Igor Tsjumak 5. Utan vallar: 4 mfnútur. Dómarar: Erhard Hoffmann og Manf- red Prause frá A-Þýskalandi. Áhorfendur: 50. Tuchkin og Rymanov voru bestir í liði Sovétmanna, en markvörður Svisslendinga, Hurlimann, bjargaði liði sínu frá stærra tapi. ■ Úrslit B/19 ■ StaAan B/19 Spánn-Tékkó- slóvakía 16 : 15 Flugleiðamótið í handknattleik, Laug- ardalshöll, mánudaginn 22. ágúst 1988. Gangur leiksins: 2-2, 3-2, 3-4, 5-4, 6-6, 7-6, 8-8, 9-10, 10-12, 12-14, 14-14, 14-15, 15-15, 16-15. Mörk Spánar: Ricardo Marin 4/1, Julian Ruiz 3, Juan Munos 3, Juan Sagales 2, Jesús Femandez 2, Jesús Gomez 2. Varin skot: Jamie Fort: 7/1, Miguel Zunica 4. Utan vallar: 6 mínútur. Rautt spjald: Juan Roman Seco, þjálf- ari. Mörk Tékkoslóvakíu: Jan Novak 4, Petr Bammk 3, Tomas Bartek 3, Libor Sovadina 2, Miroslav Bájgar 2/1, Tar- hai 1.' Varin skot: Michal Barda 12, Peter Mesiarik 6/4. Utan vallar: 16 mfnútur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.