Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 9
B 9 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTTR MUD.JUDAGUK 23. ÁGÚSl' 1988 KNATTSPYRNA / ÍSLANDSMÓTIÐ 1. DEILD Erllngur Krlstjánsson, miðvörð- urinn sterki hjá KA. KA enn á sigurbraut Vannyfirburðasigurá Húsavík KA er líklega það lið er mest hefur komið á óvart í 1. deild- inni til þessa því fyrirfram var liðinu ekki spáð miklum frama. Annað hefur þó komið á dag- inn, KA er nú meðal efstu liða deildarinnar og leikur oft á tíðum skínandi knattspyrnu þar sem barátta og leikgleði eru aðall liðsins. Þetta tvennt sat einmitt í fyrirrúmi í leiknum gegn Völsungi og piltarnir ak- ureyrsku gáfu heimamönnum ógjarnan færi á að byggja upp eigin samleik. Þannig fór að miðvallarleikmenn Völsungs stóðust kollegum sínum í KA engan veginn snúning og með Þorvald Örlygsson og Erling Kristjánsson í firna formi var grunnurinn lagður að sigri KA. Heimamenn byrjuðu þó með áhlaupi er ekki bar ávöxt en líklega von um góða tíð. Næstu mínútur sóttu liðin á víxl og var Þorvaldur Örlygs- Magnús son gjaman á bak Már við sóknarlotur KA skrífar 0g það kom í hans hlut að gera fyrsta mark leiksins. Bjami Jónsson átti snjalla sendingu inn fyrir vöm Völs- unga þar sem Þorvaldur kom aðví- fandi og lyiti knettinum yfir mark- vörð Völsunga. Einungis þremur mínútum síðar vom Akureyringar á hraðferð á ný, Anthony Karl lék upp og fór mikinn — sendi knöttinn inn í vítateig Völs- unga sem ekki voru alveg með á nótunum því Jón Kristjánsson var um stund frír og skoraði með þru- muskoti í þverslána og inn. Þannig var staðan er flautað var til leikhlés. KA-menn fóm hamfömm í upp- hafi síðari hálfleiks, Gauti Laxdal átti skot rétt utan stangar á fyrstu mínútu hálfleiksins og skömmu síðar skomðu Akureyringar sitt þriðja mark. Öm Viðar tók hom- spymu, Þorvaldur náði til knattar- ins og skoraði í bláhomið hjá Har- aldi Haraldssyni markverði Völs- unga. Eftir markið kom fjörkippur í heimamenn, en aðkomupiltar stöðvuðu öll áform þeirra og gerðu Þorvaldur Örlygsson og Erl- ingur Kristjánsson KA. Morgunblaöiö/Rúnar Þór Þorvaldur Örlygsson lék vel á Húsavík og skoraði tvívegis. betur því þeir skomðu fjórða sinni. Aftur kom markið eftir homspymu Amars, en nú var það Erlingur er lék lausum hala og hamraði knött- inn í netið. Hjá KA áttu Þorvaldur og Erling- ur stólpaleik og eins léku Anthony, Bjami Jónsson og Gauti Laxdal vel í jöfnu liði KA. Hjá Völsungi var Bjöm Olgeirsson yfirburðamaður og eins skilaði Helgi Helgason sínu að vanda. Morgunblaöiö/Bjarni Má ég tylla mér? Sigurbjöm Jakobsson, vamarmaður Leifturs, gerir sig líklegan til að setjast á bak félaga s?num Áma Stefánssyni í leiknum á sunnudaginn. Óli Þór Magnússon og Ragnar Margeirsson ÍBK. Þorsteinn Geirsson, Leiftri. Jón Grétar Jónsson, Val. Keflvíkingar af skjálftasvædinu KEFLVÍKINGAR þokuðust af „skjálftasvæðinu" í botnbar- áttunni með sigri á Leiftri í Keflavfk á sunnudaginn. Staða Leifturs versnaði að sama skapi og augljóst að liðið þarf að bæta sig töluvert til að halda sæti sínu í deiidinni. ÆT Urslitin vom nokkuð sanngjöm því Keflvíkingar vom meira með boltann og með heppni hefðu þeir átt að geta gert út um leikinn í fyrri hálfleik. LogiB. Ragnar Margeirs- Eiðsson son komst til að skrífar mynda einn í gegn, en fékk boltann í höndina og auk þess átti liðið fleiri góð færi. Það var þó ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiks að Keflvíkingar náðu forystunni. Gestur Gylfason gaf fyrir mark Leifturs og eftir barning við markteig datt boltinn fyrir fæt- ur Daníels Einarssonar sem skoraði með góðu skoti. Keflvíkingar byrjuðu vel í síðari hálfleik og eftir tíu mínútur bætti Óli Þór Magnússon öðm marki við. Hann fékk sendingu frá Árna Vil- hjálmssyni inn fyrir vöm Leifturs og skaut föstu skoti frá vítateigs- homi. Þorvaldur Jónsson virtist hafa boltann, en missti hann undir sig á klaufalegan hátt. Einu mistök Þorvaldar í leiknum, en hann lék mjög vel að öðm leyti. Skömmu síðar skoraði Óli Þór aftur, með þrumuskoti af löngu færi, en mark- ið var dæmt af sökum rangstöðu. Óli Þór Magnússon og Ragnar Margeirsson vom sprækir í framlínu ÍBK, en döluðu að vísu þegar líða tók á Ieikinn. Þá áttu Gestur Gylfason og Sigurður Björg- vinsson góða spretti. Þorsteinn Geirsson var sprækast- ur í liði Leifturs og Þorvaldur Jóns- son átti ágætan leik í markinu ef ein mistök em undanskylin. „Ég er vissulega ánægður með sigurinn. Hann er mikilvægur," sagði Frank Upton, þjálfari IBK. „Við slökuðum svolítið á undir lok- in, en það kom mér ekki á óvart því þetta var erfiður leikur og ekki gott að leika á fullum krafti allan tímann. Staðan er þokkaleg og ég er ánægður með liðið,“ sagði Upton. Síst of stór sigur - Valsmanna á slökum Þórsurum nyrðra VALSMENN unnu öruggan, og mjög svo sanngjarnan sigur, á liði Þórs á Akureyri á sunnu- dagskvöldið; sigur sem var síst of stór. rátt fyrir þennan stóra sigur var leikurinn í heild ákaflega daufur. Hefur lið Þórs ekki leikið eins illa í langan tíma, og aðeins ■■■■■ með toppleik, hefðu Stefán þeir átt möguleika ( Arnaldsson firnasterkt lið Vals, skrífarfrá en Kvj var svo sann_ Akureyri arlega ekki fyrir að fara hjá þeim í þessum leik. Fyrri hálfleikurinn bauð ekki upp á margt, og var lítið fyrir augað. Valsmenn vom mun meira með knöttinn og sóttu nær allan hálfleik- inn, en án vemlegra marktækifæra. Þeir sem komu næst því að skora mark í fyrri hálfleik, vora Guð- mundur Baldursson, Val, og Halldór Áskelsson, Þór. Guðmundur fékk góða sendingu inn í teig frá Ing- vari Guðmundssyni, en Baldvin í marki Þórs varði vel gott skot hans. Færi Halldórs var frekar þröngt; hann og Sævar börðust um knött- inn, og náði Hálldór að skjóta fram- hjá í aðþrengdri stöðu. Jón Grétar frískur Fyrsta mark Valsmanna kom svo undir lok fyrri hálfleiks, og var þar að verki Jón Grétar Jónsson. Hann fékk góða stungusendingu inn í vítateig Þórs og lyfti laglega yfir Baldvin, sem kom vel út á móti. Jón Grétar var mjög frískur í leikn- um, og sá eini sem virkilega var áberandi í liði gestanna. Seinni mörk Valsmanna komu svo með mínútu millibili um miðjan seinni hálfleikinn, og þar með gerðu þeir út um leikinn. Það fyrra skor- aði Jón Grétar, eftir góða sendingu frá Siguijóni, sem gerði það síðara. Undir lokin fengu Valsmenn svo tvö kjörin marktækifæri til þess að auka enn frekar við muninn. Sigur- jón skaut góðu skoti að Þórsmark- inu, en Baldvin varði mjög vel, og síðan átti Guðmundur Baldvinsson skot hárfínt framhjá. Yfirburðir Valsmanna á öllum sviðum knattspymunnar vom mikl- ir, en heimamenn komu vemlega á óvart með óvenju lélegum leik. Ein- ungis Júlíus Tryggvason átti þokka- legan leik, hinir vom á hælunum allan tímann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.