Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 GOLF / NORÐURLANDAMÓTIÐ A HÓLMSVELLI í LEIRU Hef aldrei lent í öðiu eins veðri“ DANIR áttu alla sigurvegarana á Norðurlandamótinu í golfi sem lauk á Hólmsvelli í Leiru á sunnudagskvöldið. Keppend- ur á mótinu fengu heldur betur að kynnast andstœðum í veðr- inu á Suðurnesjum, því að fyrri keppnisdaginn var norðan strekkingur, en seinni daginn snerist vindur til suðaustanátt- ar með hávaðaroki og rigningu og þótti jaf nvel íslensku kepp- endunum nóg um. íslensku sveitirnar höfnuðu í 3. sæti og kom góð frammistaða íslensku stúlknanna á óvart. Sveinn Sig- urbergsson náði bestum ár- angri íslensku keppendanna í einstaklingskeppninni og hafn- aði í 4. sæti, en í kvennaflokki varð Karen Sævarsdóttir í 6. sæti. Danir og Svíar börðust um verð- launasætin eins og vænta mátti og í lokin skildi aðeins eitt högg sveitimar að í karlaflokki, en dönsku stúlkumar Bjöm léku frábærlega vel Blöndal í rokinu og rigning- skrífar unni á sunnudaginn og náðu þá að stinga sænsku sveitina af. Á síðustu hol- unni í karlaflokki áttu Svíar góða möguleika á að ná jöfnu og sigra þar sem þeir höfðu leikið síðustu 36 holurnar betur en danska sveit- in, en sænska kylfingnum Stephen Atako-Lindskog sem varð í 2. sæti á mótinu mistókst stutt pútt og það kostaði sigurinn. Danimir léku á 1549 höggum, Svíar voru á 1550 höggum, íslenska sveitin var á 1574 höggum, síðan komu Norðmenn á 1605 höggum og lestina ráku Finnar með 1621 högg. Dönsku stúkumar léku á 968 höggum, sænsku stúlkumar voru á 994 höggum, íslensku stúlkumar voru á 1016 höggum, þær finnsku voru á 1064 höggum og norsku stúlkumar sem voru síðastar léku á 1079 höggum. Simonson Norðurlandameist- arl f karlaflokki „Veðrið var afleitt og byrjunin á síðasta hringum var einnig afleit, ég átti 3 högg á næsta mann, en lék fyrstu holuna á 7 höggum og missti forskotið niður 1 eitt högg. En eftir það náði ég mér vel á strik og það sem skipti sköpum var hversu mér tókst vel upp í stuttu innáskotunum og púttum," sagði Norðurlandameistarinn í karla- flokki Henrik Simonsen frá Dan- mörku. Simonsen lék seinni hringinn frá- bærlega vel á sunnudaginn þrátt fyrir slæma byijun og kom inn á 75 höggum sem var besta skor dagsins. Hann lék á 295 höggum samtals, Sthephen Atako-Lindskog frá Svíþjóð var annar á 303 högg- um, landi hans, Robert Karlsson varð þriðji á 304 höggum og síðan kom Sveinn Sigurbergsson á 305 höggum. „Eg hef leikið fremur illa í sumar og því kom þessi árangur skemmti- lega á óvart og ég vona að hann verði til þess að ég verði valinn í danska landsliðið sem tekur þátt í „World Cup“ í Svíþjóð í næsta mánuði. Veðrið í dag var afleitt, kuldi rok og rigning, en ég var í þremur peysum og fann því ekki fyrir kulda," sagði Henrik Simonsen ennfremur. sagði Sveinn Sigurbergsson sem náði bestum árangri íslensku kylfinganna iviuiyunuiaoio/cinar raiur Svelnn Slgurbergsson stóð sig best i tslensku karlasveitinni. Danska stúlkan Maron Blnau hlutskörpust í kvennaflokkl „Sigurinn í dag verður mér ógleymanlegur og er stærsta stund- in í lífí mínu“, sagði danska stúlkan Maren Binau eftir að hún hafði tryggt sér Norðurlandameistaratit- ilinn í kvennaflokki. Sigur Binau var öruggur, hún lék á 316 höggum og var heilum 10 höggum betri en sænska stúlkan Pia Wiberg sem hafnaði í 2. sæti. Karen Sævars- dóttir varð 6. á 335 höggum. Binau sagði að minningin um mótið myndi seint líða sér úr minni, því kuldinn og rokið seinni keppnisdaginn hefði verið með ólíkindum og það væri ákaflega erfítt að leika vel við að- stæður sem þessar. Góóur árangur islendinga íslensku sveitirnar náðu góðum árangri og sérstaklega er frammi- staða stúlknanna góð. Þær hafa hingað til vermt neðsta sætið á þessu móti, en með góðum keppnis- anda og baráttu tókst þeim að skjóta fínsku og norsku stúlkunum aftur fyrir sig. „Það ríkir sigurandi í herbúðum okkar og við erum í sjöunda himni með árangurinn," sagði Kristín Pálsdóttir landslið- seinvaldur eftir mótið. „Stelpurnar sýndu að þetta er hægt og ég vona að þessi árangur verði okkur hvatn- ing til að gera enn betur.“ Sveinn Sigurbergsson náði best- um árangri íslensku keppendanna og varð í 4. sæti í einstaklings- keppninni eftir harða baráttu við tvo Svía sém urðu í öðru og þriðja sæti. „Þetta er það versta veður sem ég hef lent í á golfvellinum", sagði Sveinn eftir'' að hann hafði lokið keppni blautur og kaldur eftir 10 tírna keppni. Úlfar Jónsson varð í 6. sæti og var vonsvikinn með árangurinn. Hann byijaði illa fyrri daginn en náði sér síðan vel á strik eftir fyrri hringinn á sunnudag og tókst með því að tryggja sér 6. sætið. „Það er alltaf gaman þegar vel ípfémn FOLK ■ CHRISTIAN Post frá Dan- mörku náði bestu skori á 18 holun- um í karlaflokki. Hann lék fyrsta hringinn á 69 höggum og var lengi vel með í baráttunni um Norður- landameistaratitilinn. En á síðasta hringnum fór allt úrskeiðis hjá Dananum sem lék á 86 höggum og hafnaði hann í 5. sæti. Björn Knútsson átti lakasta skorið í karlaflokki, hann lék síðasta hring- inn á 93 höggum, en hafði fram að því komið verulega áóvart með góðum leik og var með efstu mönn- um. Bestu skori á 18 holur hjá íslenska liðnu var 73 högg sem Sveinn Sigurbergsson náði. Morgunblaðiö/Einar Fali Karon Sœvarsdóttlr stóð sig best í kvennasveitinni. Hér sést hún sækja bolta sinn nii í eina holuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.