Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 B 15 HREYSTI Einhæf vinna og þrekleysi geta leitt til „kroniskrar“ þreytu Heilbrigt líf — hagur ailra reyta og sljóleiki eru oft fylgifiskar einhæfrar vinnu og þar sem stöðugur hávaði ríkir og mikill umgangur og erill. Slík þreyta getur orðið „kron- isk“ og veldur þá oft þunglyndi og andlegu og líkamlegu spennu- ástandi svo fólki líður illa. Þessi áhrif vaxa oft í réttu hlut- falli við slæmt líkamsástand. Slíku ástandi er hægt að komast hjá með fyrirbyggjandi aðgerðum eða bregðast við og snúa til betri vegar hafi skaðinn skeð. Breyting á um- hverfísþáttum vinn- unnar og meiri fjöl- breytni í störfum eru strax fyrir- byggjandi aðgerð- ir. Gott andrúmsloft meðal starfsfólks, samstaða og félags- skapur skapa já- kvæðari afstöðu fólks til starfsins og umhverfisins. Mikilvægt atriði gleymist oft en það er bæði fyrirbyggjandi og eykur starfsgetu og velliðan. Hvaða atriði skyldi það nú vera? Jú, einmitt, gott líkamsástand, þ. e. heilbrigði og þrek. Með því að iðka holla hreyf- ingu og íþróttir reglulega eykst þjálfunarástand líkamans sem verður hraustari bæði andlega og líkamlega. Næringarþörf líkamans verð- ur að uppfylla með neyslu hollr- ar fæðu og forðast niðurrifs- þætti svo sem reykingar og áfengisneyslu. Hvfldin, sem fæst með næg- um svefni, spilar stórt hlutverk í heilbrigðum lífsvenjum og skil- ar sér f auknu starfsþreki og veliíðan. Sé hins vegar ekkert að gert geta afleiðingar þreytunnar, sem hlaðist hefur upp andlega og líkamlega, orðið vítahringur sem erfítt er að losna úr. Áhrif- in á Ifkamann lýsa sér m. a. á eftirfarandi hátt: 1. Taugaboð berast hægar til og frá heila. 2. Hugsun sljóvgast. 3. Skynjun og tilfínning dofnar. 4. Allar sjálfráðar hreyfing- ar verða óöruggar. 5. Þolinmæði og skapsmun- ir ganga til verri vegar sem or- sakað geta árekstra og leiðindi gagnvart öðru fólki. Valið er auðvelt, byrjið strax í hollustunni. Fyrsta skrefíð er að bytja að trimma og stunda holla hreyfíngu reglulega. Síðan er að snúa sér að öðrum þáttum heilbrigðra lífshátta smátt og smátt. Stundum heyrir maður ýmsar afsakanir hjá fólki fyrir því að geta ekki byijað að trimma eða stunda .holla hreyfíngu í ein- hvetju formi reglulega. Ég nefni hér á eftir fímm afsakanir, sem heyrast, og læt svör við þeim fylgja með. 1. Ég hef ekki tíma. Svar: Vikan er 33G hálftímar. Þrír hljóta að vera aflögu. 2. Það er of seint að bytja, ég er of gömul/gamall. Svar: Holl hreyfíng seinkar öldrun og eldra fólk verður nraustara og hressara. Þess vegna er enn meiri ástæða til að hreyfa sig. 3. Ég er of þreytt/þreyttur eftir vinnu til að trimma. Svar: Góð hreyfing og líkam- leg útrás gefur endumæringu og þú afþreytist, hressist. 4. Ég er of stressuð/stressað- ur til að hafa mig af stað. Svar: Líkamieg áreynsla losar um andlega og sálræna spennu. 5. Ég hef enga grunnþjálfun ogtreysti mér ekki til að skokka. Svar: Gönguferð er gott trimm, síðar má auka við ef menn vilja. , Hermann Níelsson Holl hreyfing Með þátttöku í hollri hreyfingu verða allir sigurveg- arar. FLUGA VIKUNNAR Black Brahan FLUGA vikunnar heitir Black Brahan, tiltölulega lítið notuð fluga enn sem komið er, en kyngimögnuð og í sókn meðal veiðimanna. Hún er nýlega komin fram á sjónarsviðið sem fluga í al- menningseign ef þannig mætti orða það. Það eru svona 5 ár síðan að vinur minn einn Guðmundur laumaði nokkrum Guðjónsson heimahnýttum í skrífar vaga mjnn er Veiði- dagur í Álftá var fram undan. Hann harðbannaði mér meira að segja að sýna veiðifélaga mínum þær og alls ekki leyfa hon- um að nota þær því þá gæti það slysast að hann sæi hvemig leyni- vopnið iiti út. Pjórir af fimm flugu- löxum'þeim sem ég nældi í daginn þann tóku Black Brahan og sann- aði hún kosti sína með ýmsum hætti, til dæmis fengust tveir laxar á þessa flugu eftir að aðrar höfðu verið reyndar á undan án árangurs. Síðan hefur undirritaður veitt mjög vel á þessa flugu og eftir að hún fór að fást í verslunum fóru fleiri frægðarsögur að berast um ágæti hennar. Ef litið er á myndina og upp- skriftina, má sjá að búklitur þessar- ar flugu er það sem skilur milli hennar og annarra flugna. Sjálflýs- andi jiturinn skipar Black Brahan á bekk með þeim flugum sem nota má með góðum árangri í vor- og snemmsumarsveiðinni, er vatnið er oft í kaldara lagi og jafn vel skol- að. Hún er líka góð haustfluga er skapið fer að hlaupa upp í laxinum og einnig er þetta góð fluga til þess að fá töku við erfíð skilyrði, í litlu vatni og sól, það gerir hinn sérkennilegi litur flugunnar. Þetta er í raun fluga sem nota má með góðum árangri frá bytjun veiðitíma til enda hans og ef hægt væri að veiða tjúpur og gæsir á flugu væri Black Brahan örugglega góð (þann veiðiskap einnig. Lítum svo á hina einföldu uppskrift flugunnar: „But“ er silfurvaf. Búkur: Rautt eða bleikt lurex. Efnið þarf að lakka og veíja sérstaklega vandlega, því það er afar viðkvæmt og -trosnast mikið. Silfurvaf yfir lurexið. Skegg, vængir og stél eru svört hár og nema vængendar og stélendi sam- an, en skeggið nær aftur að „butt- inu“. Raunar er vænglengdin nokk- uð einstaklingsbundin og fyrstu flugumar sem undirritaður fékk og sá af þessari gerð voru með nokkuð lengri hárum en sú útgáfa sem á myndinni má sjá. Þá má við þetta bæta, að þessi uppskrift hefur verið reynd með grænu og bláu lurexi, en ekki gefíð eins góða raun. Mætti þó sjálfsagt nota lurexið meira í nýjum flugugerðum. Ur ýmsum áttum Meira um myndbönd Iveiðiþættinum nýlega var greint frá áformum myndbanda- klúbbs um að vinna klukkustundar- löng myndbönd af fímm íslenskum laxveiðiám á þessu sumri og halda svo verkinu áfram á næstu sumrum. Ámar sem vinna er hafin við eru sem þá sagði, Laxá í Kjós, Miðfjarðará og Vatnsdalsá, en hinar tvær verða trúlega Norð- urá og Laxá í Dölum. Það er hinn íslenski Myndbandaklúbbur sem stendur að verkinu og þess má einn- ig geta, að klúbburinn hefur þegar runnið úr hlaði með kennslumynd- bandi bresku um fluguveiði. Þar sýna Arthur Oglesby og gestir hans hinar ýmsu útgáfur fluguveiðinnar í valinkunnum breskum veiðivötn- um. Allir eru kennaramir meðal þekktustu veiðimanna Breta. Laxinn yflrleitt smár f sumar Þetta er greinilega smálaxasum- ar og það veglegt sem slíkt, en víða hafa einhverjar stærstu smálaxa- göngur í manna minnum gengið í ár. Meira að segja stórlaxaáin mikla Laxá í Aðaldal hefur ekki farið varhluta af þessu. Á einni blaðsíðu veiðibókarinnar á Núpaveiðum höfðu 26 laxar verið bókaðir. Að- eins 9 þeirra voru um og yfír 10 pund. Þegar Morgunblaðsmenn litu við inn við EUiðaár fyrir skömmu, er veiðimenn vom að ljúka morgun- veiðinni, gat að líta fallega veiði, um 25 laxar höfðu verið dregnir á 6 stangir og Skúli veiðivörður sagði, „þið hefðuð átt að vera héma fyrir nokkmm dögum, þegar allar stan- gimar fengu kvótann og 48 laxar lágu hér fyrir utan húsið. Þá var nóg að gera að bóka og taka sýni.“ En þegar veiðiverðir hófu að bregða fískunum á vogina sem hangir úti fyrir og er alveg hárrétt, kom í ljós að oft hefur maður séð þyngd ein- stakra laxa ofmetna. Sérstaklega smálaxa. 4 pundarar verða 5 pund, 3-pundarar verða 4 pund og 5 punda laxar allt að 7 pund. Sumir segja, að hálft eða heilt pund til eða frá skipti engu máli, nema þeg- ar laxinn er orðinn vemlega stór, um og yfír 10 pund, þá skipti meira máli að vega nákvæmlega. Þessu em veiðiverðir, leigutakar, leigusal- ar og fiskifræðingar ósammála, nákvæm meðalvigt í einstökum ám séu mikilvægar upplýsingar. Allur lax úr Elliðaánum er veginn sér- staklega af veiðivörðum og sögðu þeir þá sögu að iðulega þegar veiði- menn hefðu talið óþarfí að vega sérstaklega þar eð þeir hefðu sjálf- ir gert það við ána, þá hefðu þeir reynst mun léttari á vigtinni í veiði- húsinu. Þeir tóku fram, að þeir vændu veiðimenn alls ekki um ósannindi, heldur væm margar vasavigtir alls ekki réttar og fískur- inn oft ekki veginn við rétt skil- yrði. Því skipti mestu að þeir settu alla fiskana á rétta vigt. Þeir felag- ar Skúli og Magnús létu í ljós þá skoðun, að laxinn í Elliðaánum væri síst smærri heldur en í mörg- um ám sem skráðar em með hærri meðalþyngd að jafnaði. Munurinn lægi í því að vigtun væri rétt í El- liðaánum, en víða annars staðar væri tilhneiging til að slá á laxa. Stóra Laxá dauðari en nokkru sinni fyrr.... Stóra Laxá í Hreppum er að gera menn gráhærða, sumar eftir sumar em menn að reikna með því að hún takið við sér, en nú er fjórða og versta ördeyðusumarið í fullum gangi þar eystra eftir metveiðina miklu. Osinn er ónýtur sögðu menn, ef hann verður lagaður þá verður allt í lagi bættu menn við og bentu á, að ævinlega rennur lax upp í ána í vatnavöxtum á haustin. En nú er ekkert að ósnum en samt vantar laxinn þótt víða eystra sé nóg af honum. Bara ekki í stóm Laxá. Þótt Stóra Laxá sé ekki með háa krónutölu á veiðileyfín miðað við það sem gengur og gerist, þá er augljóst að verð hennar er fáránlegt miðað við veiðivonina sem þar er. Allar helgar veiðitímans á tveimur neðstu svæðunum kosta til dæmið 7200 hver stöng dag hvem og virk- ir dagar 6200. Fyrstu vikurnar á efsta svæðinu kosta sömuleiðis 7200 hver dagsstöng. Nýlega keyptu tveir veiðimenn báðar stan- gimar á miðsvæðinu og þegar þeir komu í hús og flettu veiðibókinni sáu þeir að skráðir höfðu verið 5 laxar frá opnun 20.júní. Þeir fóm um allt svæðið en urðu aldrei varir og sáu ekkert. Af því að þetta vom vanir menn og skilyrði vom góð tóku þeir sig til og skyggndu alla helstu veiðistaðina. Þeir sáu ekki svo mikið sem silungstitt. Stanga- veiðifélag Reykjavíkur er ekki með Stóra á leigu, heldur hafa þeir hana í umboðssölu fyrir bændur. í ljósi þess og einnig í ljósi þess að SVFR ber samkvæmt eigin reglugerðum, að vernda hagsmuni félaga sinna, væri réttast að félagið hvetti félaga sína til að kaupa ekki veiðileyfí í ána að óbreyttu ástandi, nema að bændur féllust á að lækka stórlega verðið, því áin stendur ekki einu sinni undir því í augnablikinu að seljast sem silungsveiðistöð. Þetta er umhugsunarefni fyrir hlutaðeig- andi aðila, því með sama áfram- haldi missa allir áhuga á Stóm Laxá með tímanum og það er eng- um til bóta. Þá er það annað sem fleygt hef- ur verið um Stóm Laxá. Það er svo skrýtið með hana, að í venjulegu sumri kemur ganga í ána snemma* í júní. Svo lítið fyrr en í september, jafn vel ekki fyrr en í október, allt eftir árferði. Samt er áin flengd með tíu stöngum allt sumarið og hætt þegar hallar september.ein- mitt um það leyti sem áin bytjar oft að fyllast af físki. Næsta á, Litla laxá, er sama markinu brennd með haustgöngumar, þar dettur engum í hug að renna snemma sumars eða um hásumar. Þar er ekki veitt á stöng einfaldlega vegna þess að laxinn gengur ekki í ána á þessum lögboðna veiðitíma. Nú spyija margir hvort ekki væri vit að breyta veiðitímanum í Stóm Laxá, annað hvort að færa hann veralega aftur, leyfa jafn vel veiði út október, eða tvískipta honum, leyfa veiði í júní og fram í miðjan júlí. Hvíla svo ána og hefja ekki veiðar á ný fyrr en um miðjan sept- ember. Sýnist slíkt fyrirkomulag eigi vitlaust sé ætlunin að nýta ána sem stangaveiðiá. á annað borð. VEIÐI Guðmundur Guðjónsson skrífar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.