Morgunblaðið - 11.09.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.09.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1988 Grunnskólarnir: Enn er eftir að ráða í 40 til 50 kennarastöður ENN Á eftir að ráða í stöður 40—50 grunnskólakennara á landinu. Að sðgn Sigurðar Helgasonar, deildarstjóra grunnskóladeildar menntamálaráðuneytisins, vantar helst kennara á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi. 441 beiðni hefur borist ráðu- neytinu um að fá að ráða leiðbeinendur til starfa og er búið að afgreiða 420 þeirra. Þetta er talsverð fækkun frá í fyrra, en þá voru 690 leiðbeinendur við kennslu í grunnskólum landsins. Á síðasta skólaári voru réttinda- kennarar 2.441 en leiðbeinendur 690, eins og áður sagði. Að sögn Sigurðar verður fjöldi kennara mjög svipaður og í fyrra, þannig að hlutfall leiðbeinenda minnkar taisvert frá síðasta skólaári. Hlutfall leiðbeinenda er þó mis- munandi eftir landshlutum. Á fræðsluskrifstofu Vestfjarða feng- ust þær upplýsingar, að þar væru leiðbeinendur um 40% af kennara- liðinu. Það dygði þó ekki til og fortölur þyrfti til að fá leiðbeinend- ur til starfa. Þá ætti enn eftir að ráða í all margar stöður, t.d. væri nær kennaralaust á Tálknafírði. Ófremdarástand væri á hveiju hausti vegna kennaraskorts. í Reykjavík á enn eftir að ráða í 2—3 hálfar stöður, en leiðbein- endur eru jafnan færri í Reykjavík en í öðrum landshlutum, sam- kvæmt upplýsingum frá Skóla- skrifstofu Reykjavíkur. Vonast er til að gengið verði frá ráðningu í flestar þær stöður, sem enn eru ómannaðar, á Austurlandi næstu daga. Enn eru þó auglýstar nokkrar stöður. Á Fræðsluskrifstofu Vestur- lands var sagt að búið væri að ráða í allflestar stöður og ástandið þar væri þokkalegt. Margir tækju þó á sig mikla yfírvinnu. Á Suðurlandi hefur gengið mjög vel að ráða kennara og allar stöð- ur mannaðar samkvæmt upplýs- ingum Fræðsluskrifstofunnar í umdæminu. Svipaða sögu er að segja frá Norðurlandi eystra og Reykjanesi. Ekki var hægt að fá upplýsingar á Fræðsluskrifstofu Norðurlands vestra. Alþjóðlega skákmótið í Sochi: Jón L. er efstur ásamt Dolmatov Morgunblaðið/Árni Sæbeig Hannes Guðmundsson, formaður Golfklúbbs Reykjavíkur, við öskuhaugana í Gufunesi, en þar verð- ur væntanlega gerður golfvöllur á næstu árum. Golfvöllur í Gufunesi Borgaryfirvöld hafa falið Golfklúbbi Reykjavíkur að skila inn hönnunardrögum að 18 holu golfvelli i Gufunesi. Áformað er að flytja ösku- hauga borgarinnar frá Gufu- nesi á næstu árum og sam- kvæmt nýafgreiddu aðalskipu- lagi borgarinnar þá verður um fjörutíu hektara svæði í Gufu- nesi sett undir golfvöll. „Þetta tækifæri hefur aldrei boðist áður á íslandi, að golf- klúbbi bjóðist að móta land undir golfvöll eftir eigin höfði," sagði Hannes Guðmundsson, formaður Golfklúbbs Reykjavíkur. Að sögn Hannesar er ætlunin að borgin sjái um að móta „landslag" vallar- ins og sjái um að flytja þangað jarðveg. Hönnunarvinna er á frumstigi og er áætlað að skila inn hugmyndum til borgarinnar fyrir næsta vor. „Við erum mjög þakklátir borg- aryfírvöldum fyrir að þau sjái sér fært að ráðstafa 40 hekturum lands undir golfvöll í viðbót við það sem fyrir er,“ sagði Hannes Guðmundsson. „En þetta er mjög brýnt fyrir golfklúbbinn, okkar aðstaða er nú nýtt til hins ýtrasta og fyrirsjáanlegt er að við getum ekki tekið inn alla þá sem sækja munu um inngöngu á næstunni," sagði Hannes. Sverrir Hermannsson bankastjóri Landsbankans: • • Onnur fyrirgreiðsla en afurðalán stöðvuð „ÞAÐ er rikisvaldið sem bannar okkur að standa frekar undir þessu. Það setur reglur um að bankar skuli hafa svo og svo mikið laust fé handa á milli á hveijum tíma. Landsbankinn er með um 70% fisk- vinnslunnar á sínum snærum og er búinn að standa undir þessu misserum saman. Nú er svo komið að hann getur þetta ekki leng- ur,“ sagði Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, aðspurð- ur um þá yfirlýsingu að Landsbankinn stöðvi fyrirgreiðslu til fisk- vinnslufyrirtækja nema afurðalán. JÓN L. Ámason, stórmeistari, er efstur ásamt sovéska stór- meistaranum Dolmatov með 3,5 vinninga eftir fimm um- ferðir á sterku alþjóðlega skákmóti í Sochi i Sovétríkj- unum. Helgi Ólafsson, stór- meistarí, tekur einnig þátt í mótinu og er með 2,5 vinninga ásamt fleirum, en í 3.-5. sæti eru þrír Sovétmenn með 3 vinninga. Mótið er í tólfta styrkleikaflokki og eru Helgi og Jón einu þáttak- endumir frá Vestur-Evrópu, en auk þeirra og Sovétmanna tefla á mótinu skákmenn frá Júgóslavíu og Kúbu. Sjöttu umferð átti að tefla í gær, en mótið er alls þrett- án umferðir og því lýkur 23. sept- ember. Jón L. hefur gert jafntefli í þremur skákum og unnið tvær og var önnur vinningsskákin gegn Jón L Árnason Brasov frá Júgóslavíu. Helgi hefur gert jaftitefli í öllum sfnum skák- um, en haft vænlegar stöður í að minnsta kosti tveimur þeirra, án þess að honum tækist að knýja fram sigur. Hann sagði að Landsbankinn hefði gengið á lausafé sitt til þess að halda fískvinnslunni gangandi, þrátt fyrir reglur um lausafjárstöðu. Hann hefði fyrir löngu átt að hætta þessu, því ríkisvaldið hefði kannski fyrr tekið við sér, þegar það hefði séð fyrirtækin stöðvast. „Lands- bankinn hefur verið aðalfjármála- stofnunin sem hefur stundað þessa iðju. Þar við bætist að fyrirtækjun- um er ekki gerður greiði með því að þau haldi áfram að hlaða upp tapi.“ Aðspurður um hvað þetta þýddi fyrir fyrirtækin, sagði Sverrir: „Þegar fyrirtækin eru rekin með bullandi halla þá nægja þeim engan vegin hefðbundin afurðalán og þau hljóta mjög fljótlega að loka hvert á fætur öðru. Vandinn vex, skuld- imar hlaðast upp og örðugleikamir á að rétta við á nýjan leik verða æ meiri. Og ég get vísað á ríkisvaldið í þessu efni. Seðlabankinn setur okkur reglur til þess að fara eftir. Við erum búnir með kvótann okk- ar. Ég er heldur þeirrar skoðunar að Landsbankinn hefði átt að gera þetta um síðustu áramót. Þá hefði kannski ekki dregist svo mjög úr hömlu að rétta við þennan atvinnu- veg, sem afkoma okkar hvílir nú að mestu leyti á. Ríkisstjómin hefur ekki komið sér saman um aðgerðir I efnahagsmálum sem hafa dugað og ég er óskaplega svartsýnn. Fundurinn í Stykkishólmi jók ekki á bjartsýni mína. Ég sé ekki að forustumenn þeirra flokki sem tekið hafa að sér að stjóma Iandinu geti komið sér saman um nokkum skap- aðan hrærandi hlut. Ég vil þó ekk- ert vera að dæma þetta, ég er hættur í pólitík," sagði Sverrir Her- mannsson að lokum. Kostakaup: Nýr eigandi tekinn við FRIÐRIK Gislason, Kópavogs- búi á þritugsaldri, hefur fest kaup á verslunni Kostakaup i Hafnarfirði. Verslunin opnaði að nýju í hádeginu á föstudag, en hafði þá verið lokuð frá 1. september er fyrri eigendur óskuðu eftir að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Friðrik Gíslason á og rekur einn- ig Vídeómeistarann og Mynd- bandaleigur kvikmyndahúsanna. Hann vildi í samtali við Morgun- blaðið ekki tjá sig um kaupverð né fjármögnunarleiðir, en kvaðst aðspurður telja að það eigið fé sem hann legði í reksturinn væri nægi- legt. Friðrik kvaðst mundu reka verslunina ásamt konu sinni og sagðist eiga von á að flestir fastra starfsmanna héldu störfum stnum. Slökkviliðið kallað í Duggnvog SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kallað út aðfaranótt laugardags að Dugguvogi 3. Þar er til húsa fyrirtækið Meistarínn og hafði kviknað í kæligeymslum á neðstu hæð hússins, en í þeim voru mat- væli geymd. Mikinn reyk Iagði af eldinum og voru reykkafarar fyrst sendir inn í húsið til að komast að upp- tökum eldsins og fínna bestu leiðina að honum. Eftir að það tókst gekk greiðlega að ráða niðurlögum hans. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu urðu ekki miklar skemmdir af völdum eldsins en því meiri reykskemmdir. Elds- upptök eru ókunn. Frá vettvangi f Dugguvogi. Morgunblaöið/Ingvar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.