Morgunblaðið - 11.09.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.09.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1988 Stiörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Fiskurinn f dag er röðin komin að hinu dæmigerða fyrir Fiskamerkið (19. febrúar — 19. mars). Tákn þess eru tveir fiskar sem synda hvor í sína áttina en á milli þeirra er band sem teng- ir þá saman. Þetta táknar að fiskurinn er mótsagnakennd- ur. Hann leitar oft i tvær átt- ir og hefur úr mörgu að velja hvað varðar leiðir i lífinu. Hann er Qölhæfur. Sveigjanlegur Oft er sagt að fiskurinn búi yfir þeim hæfiieika að geta flotið með straumnum þegar þannig stendur á og geta síðan tekið á sprett og varist gegn straumum lífsins. Hann er þvi m.a. sveigjanlegur. Útsjónarsamur og viökvœmur Fiskurinn er margsiunginn i eðli sínu. Hann er stundum viðkvæmur og skiptir um skoðun eftir veðri og vindum. Það má einnig orða þetta öðruvisi og segja að hann sé útsjónarsamur og séður, eða kunni að sæta lagi og spila á aðstæður sér í hag. Mannþekkjari Fiskurinn er oft það næmur á aðra að hann á auðvelt með að fá fólk til að gera það sem hann vill að það geri. Hann kann að tala við svo til hvem sem er og segja það sem fólk vill heyra og þar með fá aðra á sitt band. Það eru þvi til stórir fiskar f sjónum sem gieypa smærri fiskana. Laus við stifni Þetta þýðir að í raun verðum við að varast að gefa fastmót- aðar lýsingar á Fiskamerkinu. Merkið er margsiungið og sami einstaklingurinn getur verið misjafii, m.a. eftir tfma- bilum. I raun er fátt fast þeg- ar Fiskurinn er annars vegar. Óútreiknanlegur Það sem er einna algengast að sjá þegar Fiskurinn er ann- ars vegar er þægileg og lipur framkoma. Hann er dagfars- prúður, en á til að vera óút- reiknanlegur og mislyndur. Sem betur fer er það hins Vegar svo að þegar verri hliðin snýr fram þá dregur hann sig yfirleitt í hlé og lætur lítið á sér bera. Skilningsrikur Áð öllu jöfnu er Fiskurinn viðsýnn og skiiningsríkur. Hann lendir því oft ( hlutverki hlustandans og þess sem tekur á móti vandamáium vina sinna. Á hinn bóginn er næm- leikinn stundum það mikill að hann forðast vandamál til að vemda sjálfan sig. Takmarkalaus Einn helsti hæfileiki Fisksins er fólginn í aðlögunarhæfni eða þvi að geta fallið inni svo til hvaða umhverfí sem er. Þetta á rætur að rekja til sveigjanleika, næmleika og imyndunarafls. Ég hef undan- farið hugsað mikið um það að eitt helsta einkenni Fisksins sé fólgið í takmarkaleysi, í þvi að hann er án landamæra. Þetta lýsir sér m.a. þannig að hann dæmir ekki, heldur reyn- ir að taka á móti og skilja. Hann er forðómalaus og laus við stffni og býr ekki til veggi á milli sfn og annarra. TréÖ sem svignar Fiskurinn er því mjúkur og eftirgefanlegur, en samt sem áður oft klókur. Hann bakkar, sætir lagi og kemur aftur. Hann er þvi ekki mjúkur í þeirri merkingu að vera veik- ur, þvert á móti, enda segir einhvers staðar að tréð sem svignar undan storminum sé sterkast, þvf það rís upp aft- ur, en brotnar ekki. BRENDA STARR UÓSKA FERDINAND Þakka þér fyrir frú, okkur Þeir hafa hætt við að skera Sögðu þeir af hveiju? þykir vænt um þetta ... i'nata upp. HUNDAR HAFA EKKI HNÉ! Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Vamarstefíð í spili dagsins er gamalkunnugt. Norður gefur; NS á hættu. Norður ♦ ÁD5 ¥74 ♦ DG1092 ♦ ÁD4 Austur ... 4 984 ¥ KD9632 ♦ Á7 ♦ 85 Suður ♦ KGIO ¥ÁG10 ♦ 8643 ♦ KGIO Vestur Norður Austur Suður 1 tígull 1 hjarta 2 grönd Pass 3 grönd Pass Pass Pass Útspil: Hjartaátta. Sagnhafi sér átta slagi og verður að brjóta tigulinn til að fá þann niunda. Til þess hefur hann þó tæplega tíma, því vöm- in verður skrefínu á undan að fría hjartað. Þó er von, ef austur misstígur sig í fyrsta slag — lætur drottninguna. Austur fær að eiga þann slag og þá áttar hann sig líkléga á mistökunum. Innkoma vesturs á tigulkóng fer fyrir lftið; hann á ekki hjarta til og vömin tapar tíma f kapphlaupinu um að fría liti. Austur átti auðvitað að láta hjartaníúna duga f fyrsta slag. Suður neyðist til að drepa og vestur heldur hjartafimmunni og getur því brotið hjartað þegar hann kemst inn á tígul. Vestur ♦ 7632 ¥85 ♦ K5 ♦ 97632 SKÁK Umsjón Margeir . Pétursson Á hinu árlega opna móti í Vest- ur-Berlín í sumar kom þessi staða upp í skák austurrfska alþjóða- meistarans Klinger, sem hafði hvítt og átti leik, og V-Þjóðverjans Löffler. 23. Rd6! (Þetta er mun nákvæm- ara en 23. exf5 — Bxf5, 24. Rd6, því þá gæti svartur reynt 24. — Bxh3) 23. - Dd7 (Nú hlýtur svartur að tapa liði, þvi drottning hans missir valdið á riddaranum á c4. Það var þó ekki betra að taka riddarann: 23. — exd5, 24. exf5 - Bxf5, 25. Bxd5+ - Kh8, 26. Dxh7+ - Bxh7, 27 g6 og mátar, eða 25. - Kf8, 26. Hfl) 24. exf5 - Bxf5, 26. Rxe7+ - Dxe7, 26. Dxc4 - Hbc8, 27 Dh4 — Hxc2, 28. Rd4 og svartur gafst upp. Klinger er fremstur austur- rískra skákmanna um þessar mundir. Hann var einn af sigur- vegurunum í Berlín og á atskák- mótið á Spáni í vor var hann sá eini sem náði að leggja Anatoly Karpov að velli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.