Morgunblaðið - 11.09.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 11.09.1988, Blaðsíða 51
88ei aaaMaTia?. .n HUQAQUvmua .QioA.iaviuwioM OS MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1988 51 1957. Var þrátt fyrir allt auðveld- ast eða síst ómögulegt. Og nú þegar þetta ætlar sýnilega að ganga og búið að finna leiðir, fer heildarmyndin að blasa við. Hvemig er hægt að vera í svo víðtækri samvinnu eða samruha á mörkuðum og vinnumarkaði án þess að menningin sé þar í bland? Enda eru víðtækar umræður nú í gangi í Evrópu um menningars- amskiptin. En þá fer að vandast málið. „Eg virðist vera eini maður- inn í þessari ríkisstjóm sem ekki veit hvað orðið menning merkir," varð rithöfundinum André Mal- raux, menningarmálaráðherra De Gaulles, einhvetju sinni að orði á ríkisstjórnarfundi. Menningu þjóðar er svo erfitt að handsama og setja í öskju. Hún vill flæða út yfír alla barma eða bara verða að engu undir lokinu. En í allri umræðunni, á ráðstefnum og í menningarstofnunum, virðist samt grunntónninn sá sami. Að í menningarsamstarfi Evrópuþjóða í framtíðinni verði ekki miðað að því að hræra öllu saman, heldur þvert á móti að njóta góðs af fjöl- breytninni. Ekki eigi að búa til eina allsheijar samanhrærða menningarkássu Evrópu, heldur miklu fremur nota kínversku að- ferðina, þar sem borðið er hlaðið margvíslegum girnilegum smá- réttum úr ýmsum áttum. Menn smakki hver á annars rétti. Þetta er stefnan hjá EBU, sambandi evrópskra sjónvarps- og útvarps- stöðva í Genf, sem Ríkisútvarpið er aðili að. Og það var áberandi í erindum á miklu málþingi rithöf- unda, listamanna og menningar- postula um kjamann í evrópskri menningu í París sl. janúar. ít- alski rithöfundurinn Alberto Moravia sagði þar eitthvað á þá leið, að menning Evrópu væri í senn eins og marglitar bætur í bútateppi og jafnframt einlit, lif- andi og djúpstæð. En til þessa mikla málþings var efnt vegna þess að nú þegar kom- ið er að menningarþættinum í samvinnu Evrópubandalagsins, þá læðist að grunur um að menn- ingarsamstarf Evrópu kunni að lokast inni í samfélagi bandalags- landanna tólf. En evrópsk menn- ing nær frá fomu fari langt út yfír þeirra landsvæði. Menning Evrópu flæddi á fyrri öldum frá Napólí til Amsterdam og frá Lissabon til Prag og mótaði á svæðinu öllu stefnur á borð við renesansinn, barroklistina og ró- mantísku stefnuna. Og nú vilja Evrópumenn alls ekki missa út áhrifaflæði og gagnkvæmt and- svar frá til dæmis Tékkóslóvakíu og Póllandi eða frá Norðurlönd- um, svo eitthvað sé nefnt. Án þeirra væri þetta ekki Evrópu- menning. Eða frá íslandi, sem lagði á miðöldum til dæmis vem- lega markandi skerf í Evrópusjóð- inn með sagnaritun sinni. ísland var í lifandi sambandi við miðaldamenningu Norður- Evrópu og hefur aldrei staðið utan við áhrifavald hins sameiginlega menningararfs meginlandsins. Sigurður Pálsson rithöfundur var boðinn af íslandi á málþingið. í innleggi tók hann skemmtilega líkingu af laxinum sem leitar út á hafíð og kemur aftur. Situr ekki heima. íslenskir rithöfundar og ekki aðeins þeir heldur íslend- ingar yfírleitt leiti til útlanda eins og laxinn og komi aftur. Og hann benti á íslenska orðið heimskur, sem dregið er af orðinu heima. íslenskt mál, undirstaða íslenskr- ar menningar, segi okkur að sá sem situr alltaf heima sé heimsk- ur. Ætli við kunnum nú að lenda utan veggja í menningarsam- skiptum Norður-Evrópu? TVI------------ HÁSKÓLANÁM í KERFISFRÆÐI VORÖNN1989 Markmið kerfisfræðinámsins er að gera nemendur hæfa til að skipuleggja og annast tölvuvæðingu hjá fyrirtækjum og annast kennslu og þjálfun starfsfólks sem notar tölvur. Hægt er að hefja nám í janúar og september. Stúdentar af hagfræðibraut ljúka námi á þremur önnum en aðrir stúdentar geta þurft að sækja tíma í fomámi, sem er ein önn til viðbótar. Áhersla er lögð á að fá til náms fólk sem í dag starfar við tölvuvinnslu og í tölvudeildum fyrirtækja auk nýstúdenta. Nemendur sem vilja halda áfram að vinna hluta úr degi jafnframt námi þurfa að ræða við kennslustjóra um möguleika á því. Eftirtaldar námsgreinar verða kenndar: Fornám: Bókfærsla Rekstrarhagfræði Tölvufræði Stærðfræði Vélritun Þriðja önn: Lokaverkefni Stutt námskeið í ýmsum greinum svo sem: tölvufjarskipti, verkefnisstjórn- un, forritunar-málið ADA, „Object-oriented" forritun, þekkingarkerfi, OS/400-stýrikerfi. Innritun á vorönn stendur yfir til 19. september nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Verzlunarskólans, Ofanleiti 1. Kennslustjórinn verður til viðtals á skrifstofu skólans fyrir hádegi á meðan innritun stendur yf ir og í síma 688400. Fyrsta önn: Vélamál Forritahönnun Turbo Pascal Almenn kerfisfræði Stýrikerfi Verkefni Önnur önn: Kerfishönnun Kerfisforritun Gagnasöfn og upplýsingakerfi Forritun í Cobol Gagnaskipan TÖLVUHÁSKÓLI V.í. __________________I erg< reynir á slyrk Mjólkin styrkir þig - Þú slyrkir böm um allan heim Þann 11. september kl. 15:00 fylkja allir liði á Lækjartorgi og hlaupa, skokka eða ganga í þágu bágstaddra barna um heim allan. Þá er gott að geta hresst sig á leiðinni með góðum drykk. Mjólk er holl - Mjólk minnir okkur líka á málstaðinn. Sýnum samhug - Verum öll með!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.