Morgunblaðið - 11.09.1988, Page 66

Morgunblaðið - 11.09.1988, Page 66
66_________MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1988_ égsé ekki 'síðasti móhíkaninn “ Munið þið eftir þeim tíma þegar oll hverfí í borginni höfðu sína skraddara, skóara og bólstrara. Þá hafði hús- mæðrunum ekki enn verið sleppt lausum út á vinnumarkað- inn og í innkaupaferðalagi dagsins var ferðinni ef til vill heitið á ótal staði. Fiskbúðin, kjötbúðin, mjólkurbúðin, baka- ríið og síðan var kannske endað á nýlenduvörukaupmannin- ' um. Þá var ekki rexað um hvaða útvarpsstöð ætti að hlusta á heldur heyrðist aðeins róleg og einmanaleg rödd þularins stynja: „Fritz Weishappel lék píanósónötu í g-dúr, ópus 10 eftir Beethoven. Þar á undan, íslenskir einsöngvarar og kórar með lagið „Hraustir menn.“ Næst syngur og leikur ABBA-flokkurinn lag sitt “ Þá sat nýtnin í fyrirrúmi. Menn gerðu aftur og aftur við skó sína, bólstruðu sófann bara aftur þegar áklæðið var slitið enda gengu slíkar mubl- ur oftar en ekki í erfðir. Nú eru sko aldeilis breyttir tímar. Við kaupum vörur sem eru allar í einnota umbúðum. Skórn- ir okkar eru einnota, sófarnir sömuleiðis, einnota myndavél- ar eru einnig til. Við skulum vona að við lítum menningar- arfleifð okkar ekki sömu augum. Hinar fornu iðngreinar eiga undir högg að sækja enda hefír innflutningur aldeilis komið pyngju almennings til góða. Hér á síðunni er rætt við ungan mann sem þrátt fyrir allt ætlar að leggja bólstrun fyrir sig. Hver veit nama hann fái nóg að gera ef íslendingar neyðast til að tileinka sér nýtni að nýju. UMSJON STEINUNN ÁSMUNDSDÓTTIR OG ARI GÍSLI BRAGASON S ligurjón Karlsson er 21 árs Reykvíkingur. Hann — Jstundar nám við Iðnskólann i Reykjavík og hefur áhuga á að starfa við bólstrun í framtíðinni.. „Ætli ég sé ekki síðasti móhikan- inn,“ sagði Siguijón við mig þegar ég bað hann að rekja þróun náms- ins í bólstrun og fyrri störf sín í iðninni. Þetta byijaði þannig að ég fór að vinna hjá Pétri Snæland 17 ára gamall. Ég starfaði þar í hálft ár og þar kynntist ég Sveini Halldórs- syni, meistaranum mínum. Ég byij- aði að vinna hjá honum á kvöldin en fór í fullt starf hjá honum og hætti hjá Pétri Snæland. Þetta var í febrúar 1985 og við unnum í bflskúr sem hann hafði vinnuað- '■stöðu í. Við lögðum síðan útí stórt verkefni ásamt öðrum manni. Það má segja að það hafi verið hálfgert útibú frá Pétri Snæland. Við fram- leiddum húsgögn en þetta gekk stutt og við hættum með þetta. Við Sveinn héldum svo áfram með bólstrun og minniháttar fram- leiðslu. Það verður að segjast eins og er að framtíð bólstrunar er tvísýn á íslandi. Maður getur í mesta lagi fengið vinnu hjá einhveiju stórfyrir- tæki en það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn. Maður er jú einu sinni byijaður á þessu. Þú ert í Iðnskólanum núna? Já en það er langt síðan bólstrun var vinsælt fag í Iðnskólanum. Fyr- -* ir 10-15 árum var þetta fag kennt en hin síðari ár hefur innflutningur- inn alveg drepið stéttina. Stunda- taflan mín er vægast sagt fyndin því það er svo langt síðan skólinn hefur haft þessa grein til kennslu. Ég stunda því eingöngu bóklegt nám en það nær ekkert inná bólstr- un. Mér finnst að Meistarafélag bólstrara ætti að beita sér fyrir því að Iðnskólinn geti tekið við fólki eins og mér. Ég veit t.d. um nokkra sem hyggjast nema bólstrun í fram- tíðinni. Hvað er bólstrun? Það sem var hér áður fyrr kallað „fjaðrabólstrun". Það er til dæmis að binda upp setur og svo eru ýmis efni sem notuð eru í staðinn fyrir svampinn, svokallað ullarstopp. En núna er allt í svampi og svokallað nosak en það er vfr sem spenntur _.<?.r í setumar og svo líka trégrind- SIGURJÓN KARLSSON ur. Fólk lætur minna klæða þessi nútímahúsgögn heldur en þau gömlu. Hins vegar þykja gömul húsgögn fín í dag. Maður verður mikið var við það. Það eru margir sem eltast við antikmuni og antik- húsgögn og munir fara á mjög háu verði. Það er alltaf töluvert um það að við klæðum gömul húsgögn. Snúum okkur meir að þínum högum. Þú fluttist ungur að heiman, ekki satt? Jú, ég flutti 1984 til kæmstunn- ar minnar, Margrétar Sigmunds- dóttur. Við bjuggum til að byija með í herberginu hennar en fengum síðan kjallara foreldra hennar. Við gerðum hann allan upp. Innréttuð- um hann uppá nýtt og ég bjó til stóla, sófa, rúm og það má segja að þama hafi námið komið sér vel. En maður stefnir hærra. Maður þarf að hugsa sig vel um áður en maður æðir útí einhveija vitleysu en maður stefnir að því að eignast eigin íbúð. Heldurðu að það sé algengt að ungt fólk fari að búa í dag? Það er ekki algengt meðal minna gömlu félaga og þeirra sem ég hef umgengist í gegnum árin. Ég held alveg örugglega að ég hafi verið sá fyrsti sem fór að búa. Ég sé ekkert eftir þessu enda hefur það blessast þokkalega. Ég er einn af þeim sem þurfa að hafa nóg fyrir stafni. Nóg af verkefnum í gangi. Er tími fyrir áhugamál, Sigur- jón? Já, ef maður hefur áhuga á ein- hveiju þá getur meður alltaf gefíð sér tíma í það. Ég byijaði í Karla- kór Reykjavíkur 1986. Það var nú alveg óvart. Ég hitti einn kórfélaga á dansleik og hann sagðist ætla að sækja mig og taka mig með sér í prufii. Ég tók hann nú ekkert alvar- lega en svo hringdi hann í mig helg- ina eftir og sagðist ætla að sækja mig og taka mig í prufu. Ég svitn- aði og kólnaði til skiptis og vissi ekkert hvað ég átti að segja. Eftir prufuna fékk ég inngöngu í kórinn og hef gólað síðan. Þetta blessaðist allt. ÉG hef ekki fengið mikla kennslu í söng en það hafa verið námskeið á haustin á vegum kórs- ins. Ég hef fengið tilsögn í söng á þessum námskeiðum. Ég syng ann- an tenór. Ertu ekki langyngstur? Jú, ég er langyngstur. Það er enginn undir þrítugu néma ég en ég læt kynslóðabilið ekkert á mig fá. Þetta eru hressir karlar. Er mikil vinna að vera hér? Já, já. Fyrirutan styrktartónleika sem við höldum fyrir styrktarmeð- limi þá er sungið um jólin í stór- mörkuðum og víðar. Um þessar mundir erum við að byggja félags- heimili uppi í Eskihlíð. Við erum bjartsýnir á að geta byggt það á nokkrum árum. Við seldum félags- heimilið okkar á Freyjugötunni og íbúð sem við áttum í Breiðholti. Svo tökum við sjálfír eins mikinn þátt í byggingunni og við getum. Vinn- um í sjálfboðavinnu við ýmis störf í byggingunni. Við ætlumst til að allir, sem eru í kómum, taki þátt í þessu starfí. Ferðast kórínn mikið? Við erum nýkomnir úr ferðalagi sem ísraelsstjóm bauð okkur í. Það var í tilefni af 40 ára afmæli stjóm- arinnar þar. Við fórum í apríl og þama upplifði maður margt sem maður hefur ekki upplifað áður. Maður fór til Landsins helga, á slóð- ir Biblíunnar. Við héldum þama þrenna tónleika sem vöktu mikla hrifningu. Það má kannski geta þess að lag sem er hálfgert þjóðlag hjá ísraelum og heitir „Hevenu shalom alechem" var klappað upp og þegar við sungum það var klapp- að í takt og mikil stemmning. Við fórum síðan til Kairó. Þar var fyrir- hugað að halda tónleika. Okkur hafði verið boðið þangað en af ein- hveijum óþekktum ástæðum varð ekkert af tónleikunum þar. Margir úr hópnum, þar á meðal ég og kærastan mín, fengu sér sumar- auka og fóru í skemmtisiglingu nið- ur Nfl. Við sigldum að bænum As- van þar sem hin fræga Asvan-stífla er sem Rússar byggðu einhvem tímann á sjöunda áratugnum. Stíflan veitir rafmagni og vatni um Egyptaland. Við sáum pýramýdana og Sfinxinn. Þetta er hálfgert menningarsjokk. Mjög vanþróað og það var stundum eins og að vera kominn langt aftur í aldir. Fastan stóð yfir á þessu tímabili. Þá mega Egyptar ekki neyta matar og drykkjar frá sólarupprás til sólar- lags. Enda voru þeir úrillir margir þegar þeir báru fram matinn okk- ar. Siglingin niður Nfl tók fjóra daga. Síðan tókum við lest til Ka- iró, keyrðum yfir eyðimörmina, yfir Súez-skurð og þaðan til Tel-Aviv. Á flugvellinum lentum við í mikilli vopna- og sprengjuleit. Frá Tel- Aviv flugum við til London og eftir þriggja daga stopp þar flugum við heim. Hvernig var að koma heim? Mig langaði einna helst til að kyssa jörðina þegar ég kom heim. Þreyttur og lúinn. Síðan var líka gott að fá íslenskan mat en matur- inn þama úti var eins og Sverrir Stormsker lýsti matnum í Dublin. Eins og krókódílaskítur. En maður gleymir þessari ferð aldrei. Þetta var ævintýri líkast. Heldurðu að kórínn farí í fleirí ferðir líkar þessari? Ég hef heyrt hjá kollegum mínum í kómum að það streymi inn tilboð en við emm í fjárkröggum þannig að það er óvíst hvað verður. Okkar aðalstarf er náttúmlega söngurinn og við megum ekki gleyma þvi í byggingarfárinu. Attu ekki eftir að leggja söng- inn fyrir þig? Nei, ég held nú varla. Það er óvíst hvað ég á eftir að læra í söng. Ég vona að ég geti starfað áfram í karlakómum. Þetta er svo gaman. það er verst hvað lítið er af ungu fólki í kómum. Það vantar yngra fólk í starfíð. Það þarf bæði að kynna þetta betur og gera þetta léttara. Mér finnst prógrammið oft vera þungt. Það er alltaf gaman að syngja en það er áreiðanlega öðruvísi að hlusta á það, sagði Sig- uijón að lokum. AGB í Reykjavík, hvass vindurinn leikur sér í sólinni og ég er á leið út úr bænum. Þó ekki langt, aðeins til Vífilsstaðaspítala sem hvítur og reisulegur hefur griðland borgarbúa, Heiðmörkina, í bakgmnni. Inni á björtum og víðum göngum finn ég manninn sem áætlað er að rekja gamimar úr í þetta skiptið, íklæddan læknisslopp. Þetta er Ólafur Baldursson, 24 ára gamall íjölskyldufaðir, læknis- fræðinemi og félagi í Hjálparsveit skáta. Við setjumst í stóra dagstofu þar sem ekkert fær truflað spjall okkar nema þá helst hrekkjóttur húsdraugurinn sem á það til að opna lokaðar hurðir með ofurlitlum smelli. Það gerist þó ekki nema einu sinni á 'meðan viðtalið stendur yfír. Ég bið Ólaf að segja aðeins frá hugðarefnum sínum. Þarna sameinast áhugamenn af ýmsum sviðum í Hjálparsveit skáta em allir áhugamenn eins og í öðmm björgun- arsveitum. Það felur í sér bæði kosti og galla. Kosturinn er fyrst og fremst sá að þama sameinast áhuga- menn af hinum ýmsu sviðum. Áhugamenn um bíla, vélsleða og alls kyns tæki, Qallaklifur, fjallgöng- ur og skyndihjálp og allt er þetta mjög mikilvægt í björgunarstarfinu. Þama er sem sagt hver og einn að vinna að sínu áhugamáli og enginn þarf að pína sig í eitthvað sem við- komandi hefur ekki gaman af. Gallinn við áhugamennskuna er síðan sá að henni fylgir ákveðið agaleysi sem væri væntanlega ekki til staðar í atvinnumannasveit. Ég byijaði í sveitinni í mennta- skóla og starfaði af kappi þar til ég fór í læknadeildina haustið 1984. Þá varð ég að draga talsvert mikið úr þátttöku en hef þó ekki dottið út. Ég er í svokallaðri undanfarasveit og reyni því að fylgjast með og halda mér í lágmarksþjálfun til að vera alltaf tilbúinn í útköll ef svo ber undir. Að vísu reynir það dálítið á þolrifin að halda sér stöðugt í þjálf- un, stundum missi ég dampinn og þá helst þegar próf eru í skólanum, þá vill þetta ansi mikið fara fyrir ofan garð og neðan. í sambandi við undanfarahópinn verð ég að segja mér fínnst hann mjög stórt skref fram á við. Reynd- ar hafa fleiri björgunarsveitir á höf- uðborgarsvæðinu komið sér upp slíkum hópi. Ég hygg að það sé mjög dýrmætt að við skulum hafa lítinn hóp manna sem er alltaf tilbú- inn að leggja af stað með nánast engum fyrirvara og þá sérstaklega í tilfellum eins og snjóflóðum og flugslysum, þar sem tíminn skiptir höfuðmáli. Algengustu útköllin eru auðvitað leitir og þar er tímaþáttur- inn allt annar. Þá er leitarsvæðið oft mjög stórt og því nauðsynlegt að senda út mun meiri mannafla þó slíkt taki lengri tlma. Að leggja drögin að starfinu Samstarf björgunarsveitanna á landinu hefur farið mjög batnandi. Búið er að skipta landinu upp í svæði og hefur hvert þeirra svæðisstjóm sem kallar í viðeigandi sveitir í hveiju tilfelli fyrir sig. Oftar er reyndar náð í allar sveitimar á svæð- inu, nema þá að verkefnið sé mjög afmarkað. Þá er oft náð í Hjálpar- sveit skáta þar sem við höfum á að skipa mjög reyndum mönnum, sem hafa verið í þessu í fjöldamörg ár. Útköllin em sem betur fer ekki mörg á hveiju ári, en það þýðir aft- ur að þetta snýst um hverskonar félagsstarf. Það gefur augaleið að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.