Morgunblaðið - 11.09.1988, Side 68

Morgunblaðið - 11.09.1988, Side 68
SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1988 VERÐ I LAUSASOLU 70 KR. A m HRESSANDI, FRÍSKA BRACÐ NÝTT FRÁ KODAK 6 1» , RAFHLAÐA SEM ENDIST OG ENDIST Skjálftavirknin í Grímsey heldur áfram, en um smá- skjálfta er að ræða sem fólk finnur vart fyrir. Að sögn Al- freðs Jónssonar, fréttaritara Morgunblaðsins í Grimsey, urðu tvær skjálftahrinur aðfaranótt laugardagsins. Fyrri hrinan hófst skömmu eftir miðnættið og hin síðari nokkru seinna um nóttina. Fólk varð ekki mikið vart við þessar hrinur enda um smáskjálfta að ræða. Smáskjálftar mældust áfram í • gærmorgun enda var við því búist miðað við fyrri reynslu af jarð- skjálftum á þessu svæði. Skjálfta- virkni held- ur áfram 'í Grímsey Óvist hvort olíuverð munilækka segja talsmenn olíufélaganna VERÐ á gasoliu á Rotterdam- markaði lækkaði um rúma 3 dollara um miðja vikuna í kjöl- far lækkunar hráolíuverðs og var grunnverð á tonninu af gasolíu rúmir 120 dollarar. Birgðir af olíu eru hér til 1-2 mánaða og óvíst er hvort lækk- un innkaupsverðs kemur fram í útsöluverði, þar sem það er háð svo mörgum öðrum þáttum, að sögn forsvarsmanna olíufé- laganna. Olíuverð hefur lækkað í sumar. Þannig hefur grunnverð gasolíu lækkað um rúma 20 dollara, sem og steinolía, bensín um 25 dollara og hráolía um 10 dollara, sem er svipuð lækkun hlutfallslega. Þegar olíuverð varð lægst á árinu 1986 fór verðið niður í 100 dollara tonnið af gasolíunni. Sérfræðingar eru ekki á eitt sáttir hvort vopnahlé í stríði írana og íraka verði til þess að hráolíu- verð haldi áfram að lækka. Olíu- vinnsla Arabaríkjanna jókst þó um eina milljón fata í ágústmánuði samanborið við júlímánuð, en óvíst er hvort þetta er viðvarandi fram- leiðsluaukning. Morgunblaðið/KGA FYRSTU RETTIR HAUSTSINS Svínvetningar drógu fé sitt í dilka í gær og urðu einna fyrstir bænda á þessu hausti til þess þegar fé af Auðkúluheiði í Austur- Húnavatnssýslu var réttað í Auðkúlurétt. Á næstu dögum og vikum fylgja réttir um allt land. Flugleiðir Um 350 milljóna rekstr- artap á fyrri hluta ársins Afkoma félagsins mjög áþekk því sem hún var á sama tíma í fyrra LIÐLEGA 350 miiyóna króna rekstrartap varð þjá Flugleið- um á fyrri helmingi yfirstand- andi árs, en endurskoðaðir reikningar fyrir þetta tímabil voru kynntir á stjórnarfundi félagsins undir lok vikunar. Afkoma félagsins er mjög áþekk þvi sem hún var á sama tímabili i fyrra, en þá nam rekstrartapið rétt um 330 millj- Ljóðasamkeppni Morgunblaðsins: Skilafrestur að renna út FRESTUR til að skila inn ljóðum í ljóðasamkeppni Morgun- blaðsins rennur út fimmtudaginn 15. september nk. Eins og áður hefur komið fram anna frjálst val. Ganga skal frá í auglýsingum efnir Morgun- blaðið til ljóðasamkeppni í tilefni 75 ára afmælis sfns 2. nóvember nk. Veitt verða verðlaun fyrir tvö kvæði, sem dómnefnd telur bezt að þeim komin, tvö hundruð þús- und krónur fyrir hvort kvæði. í dómnefndinni eiga sæti Rannveig G. Ágústsdóttir, Þóra Jónsdóttir, Kristján Karlsson og Matthías Johannessen. Þátttakendur skulu einungis senda inn eitt kvæði hver, áður óbirt, og er efni ljóð- ljóðinu, sem merkt er kjörorði, í lokuðu umslagi, en nafn og heim- ilisfang fyigi með í lokuðu ógegnsæju umslagi merktu sama kjörorði og handrit. Úrslit verða birt í Morgun- blaðinu 3. nóvember. Eftir það má vitja handritanna á ritstjóm Morgunblaðsins og verða þá jafn- framt afhent opnuð umslög með nafni og heimilisfangi, eins og kjörorð á handriti segir til um. ónum króna. Eiginlegt tap Flug- leiða fyrstu sex mánuðina er um 343 miHjónir, þegar tekið hefur verið tillit til vaxtatekna og gjalda og söluhagnaðar af flugvél fyrr á árinu, en var 330 miLIjónir í fyrra. Þeir Sigurður Helgason, for- stjóri, og Halldór Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs félagsins, kváðust í viðtali við Morgunblaðið telja þetta viðun- andi niðurstöðu, en hafa beri í huga þegar rekstur félagsins sé skoðaður, að megintekjumar á fluginu verði til yfír sumarmánuð- ina þijá — júní, júlí og ágúst — en í maí og september megi segja að reksturinn sé í jafnvægi. Hina 7 mánuði ársins er á hinn bóginn tap á flugrekstrinum. Einungis eins þessara sumarmánuða gætir í þessu sex mánaða uppgjöri, þ.e.a.s. júnímánaðar. Einnig gætir í þessu upþgjöri verkfallanna í vor, þó að áhrifín frá þeim hafa ekki verið eins langvarandi og ætla mátti, a.m.k. hvað varðar millilandaflugið, segja Flugleiða- menn. Rekstrartelqur Flugleiða nú fyrstu 6 mánuðina vom alls um 3,8 milljarðar króna, en þær vom um 3,3 milljarðar a sama tíma í fyrra. Rekstrargjöldin nú fyrri hluta ársins vom hins vegar um 4,1 milljarður á móti um 3,6 mill- jörðum á sama tímabili á síðasta ári. Hagnaður af sölu einnar flug- vélar fyrr á árinu nam um 28 milljónum króna á þessu tímabili. Uppsafnaður söluskattur sjávarútvegs: 637 milljómr endur- greiddar á árinu 421 milljón hefur runnið til vinnslunnar ÞEGAR hafa verið greiddar út 637 miiyónir af þeim 937 milljónum sem varið var á fjárlögum til endurgreiðslu á uppsöfnuðum sölu- skatti í sjávarútvegi, að sögn Kristjáns Skarphéðinssonar, deildar- hagfræðings hjá sjávarútvegsráðuneytinu. Þar af hafa vinnslunni verið greiddar 421 milljón af þeim 673 milljónum sem áætlað var að kæmu í hennar hlut. Að auki voru útgerðinni veittar 234 milljón- ir og Útflutningsráði 30 milljónir. Eftir er að greiða vegna útflutn- ings í ágústmánuði. 2% af útflutningsverði fram- leiðslu er nú greitt til frystingar vegna vegna uppsafnaðs söluskatts í framleiðslukostnaði. Greiðsla fer fram hjá tollstjóra þegar afurðir eru fluttar út. Sá háttur hefur verið hafður á frá því að aflatrygginga- sjóður, sem áður annaðist þessar greiðslur, var lagður niður 1986. Þjóðhagsstofnun áætlar uppsöfnun í hverri grein sjávarútvegsins og ákveður endurgreiðsluhlutfall sem er mismunandi eftir afurðaflokkum. Áætlunin er endurskoðuð nokkrum sinnum á ári og er nú unnið að reglubundinni endurskoðun í Þjóð- hagsstofnun. Hún tekur til endur- greiðsluhlutfalls vegna áætlaðs út- flutnings í september, október og nóvember. Ákvörðunar er að vænta á næstunni. Sú ákvörðun mun taka mið af stöðu þessa liðar á fjárlögum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.