Morgunblaðið - 11.09.1988, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 11.09.1988, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1988 Jltrgi! Útgefandi mtÞIafeffe Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Auglýsingastjóri BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Hvað ber á milli? Eftir orrahríðina á stjóm- málavettvangi undanfama daga, þegar hin svokallaða nið- urfærsluleið var afskrifuð af forsætisráðherra vegna and- stöðu Alþýðusambands íslands við hana, liggja fyrir þrjár tillög- ur í ríkisstjóminni. Rejmsla okkar eins og ann- arra þjóða er sú, að við úrlausn efnahagsvanda em flestar leiðir hefðbundnar. í stómm dráttum má segja, að gmndvallarágrein- ingurinn standi um það, hvort velja eigi frjálsræði eða miðstýr- ingu. Eins og áður hefur verið bent á hér á þessum vettvangi hefur fijálsræðið stuðlað að vax- andi velmegun hér eins og ann- ars staðar. Marxisminn og aðrar kennisetningar miðstýringar- manna hafa verið á undanhaldi og þau ríki þar sem þeir ráða em fátæktar- og ofstjómarríki. Um þessar staðreyndir þarf ekki að deila. Það er ekki heldur gert innan ríkisstjómarinnar, en á hinn bóginn er augljóst að flokkamir sem þar eiga fulltrúa hafa mismikla trú á gildi opin- berrar forsjár og íhlutunar. Vilji þeir starfa saman verða þeir að fínna meðalveg í því efni. í upphafí hugmynda Þor- steins Pálssonar, forsætisráð- herra, segir, að markmið ríkis- stjómarinnar sé hjöðnun verð- bólgu, lækkun vaxta og bætt afkoma útflutnings- og sam- keppnisgreina. Ráðherrann vill að fjárlög ársins 1989 verði af- greidd án rekstrahalla og að lánsijárlög einkennist af ströngu aðhaldi í erlendum lántökum, með því verði best lagður traust- ur gmnnur að stöðugleika í efnahagslífínu. Þá verði laun fryst með afíiámi samnings- bundinna og lögákveðinna áfangahækkana, strangt aðhald verði með verðlagsþróun, hjöðn- un verðbólgu leiði til áfram- haldandi lækkunar nafnvaxta, aðhald í ríkisfjármálum lækki vexti á skuldabréfum ríkisins og skapi skilyrði fyrir almennri raunvaxtalækkun í framhaldi af þvi. Til greina komi að Seðla- bankinn leggi fíystideild Verð- jöfnunarsjóðs fískiðnaðarins til lán i því skyni að taka upp verð- jöfnun á frystum fískafíirðum í framhaldi af verðfalli erlendis. Með hliðsjón af horfum um físk- afla á næsta ári verði tekin ákvörðun um hvort og hvemig heimild Seðlabankans til 3% breytingar á gengi krónunnar verði nýtt. Þingflokkur og framkvæmda- stjóm Framsóknarflokksins vilja að þessum gmndvallarsjónar- miðum sé fullnægt: Framleiðslu- atvinnuvegum sé skapaður ör- uggur rekstrargmndvöllur. Dregið sé vemlega úr viðskipta- halla og erlendum lántökum. Dregið verði mjög úr fjármagns- kostnaði með lækkun raunvaxta og lánslg'aravísitalan verði af- numin svo og aðrar vísitölubind- ingar í samræmi við fyrri sam- þykkt ríkisstjómarinnar. Dregið verði markvisst úr þenslu með samdrætti í framkvæmdum á vegum ríkisins og hallalausum ríkisbúskap og einnig í fram- kvæmdum sveitarfélaga og einkaaðila á þeim svæðum þar sem þenslan er mest. „Verð- bólga hjaðni hratt og örugg- lega“ ályktuðu framsóknarmenn síðan í lok yfírlýsingar sinnar. Ráðherrar Alþýðuflokksins vilja áfram verðstöðvun, launa- og búvömverðstöðvun og frest- un á fískverðsákvörðun til 31. janúar 1989. Frystideild Verð- jöfnunarsjóðs fískiðnaðarins verði heimilað að taka innlent eða erlent lán með ríkisábyrgð að fjárhæð 550 milljónir króna til greiðslu verðbóta úr almennri frystideild sjóðsins með tilliti til afkomu frystiiðnaðarins. Til að lækka vexti og fjármagnskostn- að á Seðlabankinn að reikna dráttarvexti mánaðarlega, ákveða sérstaklega vaxtamun innlánsstofnana við ákvörðun vaxta á afurðalánum til sjávar- útvegsins, ræða við lánastofnan- ir um lækkun vaxta, fjármála- ráðherra beiti sér fyrir lækkun vaxta á spariskírteinum um 3% og ríkisstjómin hlutist til um beina íhlutun Seðlabankans um vaxtaákvarðanir lánastofnana fáist ekki viðunandi niðurstaða um vaxtalækkanir í viðræðum við þær. Fjárlög fyrir árið 1989 verði afgreidd með tekjuafgangi og lánsfjárlög fyrir næsta ár byggist á ströngu aðhaldi. Þegar þessar yfírlýsingar stjómarflokkanna eru skoðaðar, hljóta enn að vakna spumingar um, hvort efnisleg ástæða sé til þess ágreinings sem blossar upp hvað eftir annað í stjómarsam- starfínu. í stuttu máli má segja, að stefna Framsóknarflokksins sé með almennasta orðalaginu, en þó með skilyrðum einkum varðandi afnám lánskjaravísi- tölunnar sem stangast jafnt á við tillögur ráðherra Alþýðu- flokksins og forsætisráðherra, er hafa tekið stefnuna eftir svo- kallaðri millifærsluleið. Spumingin: Er ríkisstjómin að fara frá? hefur verið of- arlega á dagskrá undan- fama sólarhringa. Hún er ekki lögð fram að ástæðu- lausu. Deilumar innan ríkisstjómarinnar hafa ver- ið sérstaklega magnaðar í þessari viku. Enginn flokkanna hefur þó ákveðið að slíta samstarfínu. Oddvitar stjómarflokkanna skiptast opinberlega á orðsendingum um stefíiu og starfsaðferðir en setjast síðan niður á bak við luktar dyr og leita sameiginlegra leiða. í orði kveðnu er tekist á um efnahagsmál en í raun er hér um pólitíska baráttu að ræða, sem leiðir líklega að lokum til þess að upp úr stjómarsamstarfínu slitnar eins og jafnan þegar andrúmsloftið er komið á þetta stig. Fyrir níu árum yfírgáfu alþýðuflokks- menn þriggja flokka stjóm með Alþýðu- bandalagi og Framsóknarflokki á þessum sama árstíma. Upp úr því tók minnihluta- stjóm Alþýðuflokksins við og sat fram í febrúar 1980 en til kosninga var efnt í byijun desember 1979. Atburðimir haustið 1979 voru næsta sérkennilegir. Þá varð í raun uppreisn innan þingflokks Alþýðu- flokksins gegn ríkisstjóminni, formaður flokksins, Benedikt Gröndal, þáverandi utanríkisráðherra, sat allsheijarþing Sam- einuðu þjóðanna í New York. Þegar hann sneri aftur stóð hann frammi fyrir því, að flokkur hans var að hverfa úr ríkisstjóm. Þing var kailað saman 10. október 1979 og daginn eftir lagði Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, fram lausnarbeiðni ríkis- stjómar sinnar og sagði meðal annars að hann hafnaði kröfu Alþýðuflokksins um að ijúfa þing og efna til kosninga innan tveggja mánaða frá þingrofí og væru bæði Framsóknarflokkur og Alþýðubanda- lag andvígt því að standa þannig að mál- um. Stjómarflokkamir væru þar með ekki á einu máli um þingrof og réttinum til þess yrði þess vegna ekki beitt í samræmi við munnlegt samkomulag við sijómar- myndun. Þá sagðist Ólafur persónulega teíja það óforsvaranlegt að eftia til kosn- inga um hávetur í svartasta skammdeg- inu. „Slíkar kosningar gætu orðið skrípa- mynd þar sem fjöldi fólks væri í reynd sviptur atkvæðisrétti." (Kosningamar fóm fram 2. og 3. desember 1979 og var þátt- takan í þeim 89,3%, slakarí en venjulega, þó meiri en í aprílkosningunum 1983 þeg- ar hún var 88,3% og hafði þá ekki verið minni í þingkosningum síðan 1946.) Og Ólafur Jóhannesson sagði einnig í þessari ræðu: „Ég álít það fullkomið ábyrgðarleysi að leysa þingið upp, áður en það er í raun og veru tekið til starfa, og efna til harðvítugrar kosningabaráttu við ríkjandi aðstæður í efnahags- og atvinnumálum, en þær ætti ég að þekkja flestum öðmm betur. Þar bíða mörg mikilvæg verkefni sem kalla á úrlausn. Ég nefni það t.d., að fjárlög yrðu væntanlega ekki afgreidd á tilskildum tíma, sama máii gegnir um Iánsfjáráætlun og hlyti af því að skapast mikil óvissa um margvíslegar framkvæmd- ir. Svo að segja allir kjarasamningar em lausir eða verða það um áramót. Kosninga- barátta væri að mínum dómi ekki heppileg- ur undirbúningur friðsamlegrar eða far- sæliar lausnar í átökum á vinnumarkaði. Ákvörðun um fískverð rennur út um ára- mót. Verðbólga mundi vafalaust magnast meðan kosningabarátta stæði yflr því að á því tímabili yrði erfitt að beita nokkram úrræðum til að hemja hana.“ Geir Hallgrímsson, þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, andmælti þessum sjónarmiðum Ólafs Jóhannessonar. Hann sagði þess áður dæmi að fíárlög hefðu ekki verið afgreidd fyrr en í byijun þess árs sem þau ættu að gilda. Það væm meiri líkur fyrir því að fjárlög að afstöðn- um kosningum og með þingmeirihluta gætu orðið vopn í baráttunni gegn verð- bólgunni en lög sem yrðu gerð við þær aðstæður sem ríktu á Alþingi eftir að sam- staða innan ríkisstjómarinnar rofnaði. Ætti hið sama við um önnur úrlausnarefni svo sem kjarasamninga. Geir Hallgrímsson sagði ennfremur: „Sjálfstæðisflokkurinn er þeirrar skoðunar, að þegar svo er kom- ið að ríkisstjómin hefur misst meirihluta sinn með þeim aðdraganda, sem hér hefur orðið, og við það ástand, sem nú hefur skapast í íslensku efnahagslífí og þjóðlífí, m.a. vegna aðgerða þessarar sömu stjóm- ar, þá sé ekki um annað að ræða og ann- að sé raunar ábyrgðarleysi en að þing verði rofíð og til kosninga efnt, kjósendum gefínn kostur á að kveða upp sinn dóm og mynda nýjan ábyrgan meirihluta á Alþingi íslendinga.“ Að breyttu breytanda væri unnt að end- urtaka þessar ræður við núverandi aðstæð- ur í stjómmálalífínu, ef þannig færi að upp úr samstarfí stjómarflokkanna slitn- aði. Skrykkjótt samstarf í ræðu sem Benedikt Gröndal flutti eft- ir að Ólafur Jóhannesson hafði lagt ffarn lausnarbeiðni sína sagði hann meðal ann- ars: „Alþýðuflokkurinn gekk til þess stjómarsamstarfs, sem nú er að ljúka, fyrir liðlega 13 mánuðum með miklar von- ir um að stjóminni tækist að vinna á hin- um alvarlegu efnahagsvandræðum, sem þjakað hafa þjóðina, og koma fjöldamörg- um góðum málum til leiðar. Um þetta má lesa í samstarfsyfírlýsingu ríkisstjómar- innar, hver áformin vom og hveijar vonim- ar. Því miður höfum við orðið fyrir miklum vonbrigðum. Stjómarsamstarfið hefur ver- ið skrykkjótt alla tíð. Það hefur komið í ljós að í raun og vem er innan ríkisstjómar- innar um að ræða grundvallarágreining varðandi viðhorf til þeirra mála sem leysa þarf, og hefur það valdið því að stjómar- samstarfíð hefúr gengið svo skrykkjótt sem öllum er kunnugt um. Þess vií ég þó geta, að ég tel að ríkisstjómin hafí komið mörgum góðum og merkum málum til leið- ar.“ Benedikt Gröndal sagði að alþýðuflokks- menn hefðu kosið að fara úr stjóminni og óska eftir þingrofí og kosningum vegna þess að næstu tvo mánuði á undan hefði komið í ljós, að innan stjómarinnar væri ekki samstaða um neitt, „þá óttumst við að að öllu óbreyttu mundi verða siglt út í svipað stjómarfar og var í allan fyrravet- ur, sem sagt stöðugar, gagnslausar skammtímalausnir á vandamálunum, án þess að tekið sé á þeim til frambúðar." Einnig þessa ræðu væri unnt að endurtaka nú. Stjómarsamstarfíð hefur verið skrykkj- ótt. Ágreiningur milli oddvita stjómar- flokkanna þriggja hefur verið að magnast opinberlega og nú síðast í átökunum um það, hvort farin skyldi svokölluð niður- færsluleið eða ekki. I stuttu máli má segja að gangur mála sé á þann veg, að einn daginn lýsi Þorsteinn Pálsson skoðun sinni á einhveiju máli opinberlega. Fjölmiðla- menn snúa sér samstundis til Jóns Bald- vins Hannibalssonar, sem lýsir undmn sinni á skoðun Þorsteins og að hún skuli sett ffarn en segist þó ekki alfarið vera á móti henni, Steingrímur Hermannsson velur þann kost að vera á móti skoðun Þorsteins eða segir að hann geti ekki tjáð sig um hana, af því að hann hafí nú hald- ið að samkomulag væri um að segja ekki neitt. Næsta dag er svo röðin í þessu yfír- lýsingaflóði öfug og flestir era jafn nær um það, sem raunvemlega er að gerast. Flóðbylgjan hrífur menn með sér og þeim gefst ekki tóm til að staldra nógu lengi við til að athuga sinn gang. í hraðanum er slegið á loft lausnarorðum eins og „nið- urfærsluleið" og látið eins og það sé unnt að framkvæma það með einu pennastriki að lækka laun um 9%. Stjómmálamönnum er illa við að viður- kenna opinberlega að þeir geti ekki starf- að hver með öðmm, þess vegna em það alltaf málefnin sem em sögð ráða því að lokum, að upp úr samstarfi slitnar. Hið sama á þó við í stjómmálum eins og í lífínu sjálfu, að mannlegi þátturinn vegur oft þyngst þegar til úrslita dregur. Hið skrykkjótta samstarf í ríkisstjóminni á ekki einungis rætur að rekja til hefð- bundins ágreinings um efnahagsmál, sem var fyrir hendi áður en þessir þrír flokkar settust saman í stjóm. Rysjótt pólitískt veður Eins og fram hefur komið hér að ofan neituðu framsóknarmenn og alþýðubanda- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. 'SEPTEMBER 1988 35 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 10. september Morgunblaðið/KGA Blómarósir i Ólafsfírði lagsmenn því haustið 1979 að verða við tilmælum alþýðuflokksmanna, samstarfs- manna sinna í ríkisstjóm, um að ijúfa þing og efna til kosninga. Álþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur vom á hinn bóginn sam- mála um þingrofíð og til að vinna að fram- gangi þess var minnihlutastjóm Alþýðu- flokksins mynduð 15. október 1979 undir forsæti Benedikts Gröndals. Kallaði hann stjóm sína skammtímastjóm sem starfaði í trausti þess að Sjálfstæðisflokkurinn myndi veija hana vantrausti og hefði hún fyrst og fremst það verkefni að stuðla að þingrofí og kosningum 2. og 3. desember. Kosningamar 1979 verða einkum minn- isstæðar fyrir það, að í þeim kynntu sjálf- stæðismenn stefnu sína undir kjörorðinu: Leiftursókn gegn verðbólgu. Var þá ætlun- in með samræmdum aðgerðum að ráðast skipulega gegn verðbólgunni og kveða hana niður á skömmum tíma. Hinir flokk- amir snemst harkalega gegn þessari stefnu og þá studdist Steingrímur Her- mannsson meðal annars við gömlu setning- una „allt er betra en íhaldið". Má spyija á haustmánuðum 1988: Em ekki talsmenn þess sem nú er kallað niðurfærsla að boða hið sama og gert var með öðmm hætti í leiftursókninni, að lækka verði launakostn- að til að unnt sé að sigrast með skjótum hætti á verðbólgunni? Eftirleikur kosninganna varð hins vegar sá, að dr. Gunnar Thoroddsen og nokkrir þingmenn sjálfstæðismanna snemst í byij- un febrúar 1980 gegn meirihluta þing- flokks sjálfstæðismanna og fóm í stjómar- samstarf við Alþýðubandalag og Fram- sóknarflokk undir forystu dr. Gunnars. Skal sú saga ekki öll rifjuð upp hér. í kosningunum 1979 vom flokkamir fjórir, sem buðu fram, þ.e. Alþýðubanda- lag, Álþýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, auk sérlista þing- manna Sjálfstæðisflokksins: Jóns Sólnes í Norðuriandslgördæmi eystra og Eggerts Haukdals í Suðurlandskjördæmi. Stjómin fór frá vorið 1983 og í kosningunum þá vom þeir Jón Sólnes og Eggert Haukdal ekki lengur með lista en Bandalag jafnað- armanna undir forystu Vilmundar Gylfa- sonar, sem áður var þingmaður Alþýðu- flokksins, o g Samtök um kvennalista bætt- ust við flokkana en framsóknarmenn buðu frafn sér í Norðurlandskjördæmi vestra og Sigurlaug Bjamadóttir, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, var með sérlista á Vest- Qörðum. í kosningunum 1987 vom hvorki Sigurlaug né framsóknarmenn í Norður- landskjördæmi vestra með lista en við bættust sérlisti Stefáns Valgeirssonar, þingmanns framsóknar í Norðurlandskjör- dæmi eystra, Flokkur mannsins, Borgara- flokkurinn, flokkur Alberts Guðmundsson- ar þingmanns Sjálfstæðisflokksins, og Þjóðarflokkurinn. Hvort sem því ræður tilviljun eða annað má segja, að veður hafí verið óvenjulega rysjótt á vettvangi stjómmálanna einmitt síðan í kosningunum 1979. Steingrímur Hermannsson hafði þá nýlega tekið við forystu í Framsóknarflokknum en síðan hefur verið skipt um formenn í öllum hinna hefðbundnu flokkanna og meira að segja tvisvar í Alþýðubandalagi og Alþýðu- flokki. Svipað umrót í stjómmálalífínu og nú var á fímmta og sjötta áratugnum. Þá urðu sviptingar innan margra flokka og til forystu völdust menn sem síðan störf- uðu saman eða vom á öndverðum meiði í stjómmálaforystunni þar til um og yfir 1970. Fram til 1959 þegar 12 ára sam- starf hófst með Alþýðuflokki og Sjálfstæð- isflokki í viðreisnarstjóminni réðust sveifl- umar ekki síst af samskiptum einstakl- inga. Þeir sem sátu í viðreisnarstjóminni, en þrír þeirra em enn á lífi, Auður Auð- uns, Gylfí Þ. Gíslason og Eggert G. Þor- steinsson, hafa allir verið á einu máli um að lykillinn að langlífí hennar hafi verið sá góði samstarfsandi sem myndaðist inn- an stjómarinnar. Þá eins og jafnan endra- nær gátu menn fundið sér ótal tilefni til ágreinings en ákváðu að gera út um hann innan ramma samstarfsins' í stað þess að sprengja hann. Eitt frægasta dæmið um ágreining í viðreisnarstjóminni er frá vor- inu 1970, þegar einn ráðherranna, Eggert G. Þorsteinsson, stöðvaði framgang frum- varps til laga um frelsi í verðlagsmálum. Að meta stöðuna rétt Sagan veitir enga forskrift fyrir því sem gerist í samtímanum en með því að velta henni fyrir sér eiga menn ef til vill auðveld- ara með að greina á milli aukaatriða og aðalatriða á líðandi stundu. í hraða fjöl- miðlunar samtímans og vegna samkeppni á því sviði hættir mönnum ef til vill til að staldra um of við aukaatriði. Á dögunum var til dæmis í fréttatíma hljóðvarps ríkis- ins gefíð til kynna, að framtíð ríkisstjómar- innar myndi ráðast á þingi Sambands ungra framsóknarmanna! Þegar til þess þings er litið undrar líklega flesta, hvemig nokkmm gat dottið þetta í hug. Eins og málum er komið sýnist framtíð ríkisstjóm- arinnar velta á því, sem oddvitar stjómar- flokkanna ákveða. Ekkert bendir til þess að hið sama kunni að gerast nú og haust- ið 1979, þegar þingflokkur Alþýðuflokks- ins tók beinlínis völdin af Benedikt Grön- dal á meðan hann var í útlöndum. „Er við öðm að búast af ungum og þróttmiklum hópi þingmanna, sem gekk til þessa sam- starfs með svo miklar vonir, en að þeir hirtu ekki um hinar hefðbundnu leiðir?“ spurði Benedikt Gröndal í umræðunum um afsögn stjómar Ólafs Jóhannessonar haustið 1979. Verður þannig spurt um þingflokk einhvers stjómarflokkanna núna? Það er ólíkegt. Þeir standa hver um sig að baki sínum formönnum, þótt sitt sýnist hveijum eins og jafnan er. Frá því í upphafi áttunda áratugarins, þegar þriggja flokka stjóm Alþýðubanda- lags, Framsóknarflokks og Samtaka ftjáls- lyndra og vinstri manna settist að völdum, hefur sú breyting orðið á störfum ríkis- stjóma, að þar leggja menn fram tillögur til að láta bóka afstöðu sína og skýra frá þeim utan funda en ekki endilega til að ná sameiginlegri niðurstöðu um stjómar- stefnu. í þessari vinstri stjóm sem sat frá 1971 til 1974 gerðist það til að mynda í apríl 1972 að ráðherrar Alþýðubandalags- ins, þeir Magnús Kjartansson og Lúðvík Jósepsson, létu bóka andstöðu sína við lengingu flugbrautar á Keflavíkurflugvelli og aðrar framkvæmdir þar í þágu vama landsins. Er þetta líklega fyrsta opinbera dæmið um slíka starfshætti, sem síðan hafa þótt næsta sjálfsagðir. Nú í vikunni lét til dæmis Steingrímur Hermannsson bóka tillögu sína um niðurfærslu í ríkis- stjóminni, þegar honum var ljóst að hún næði ekki fram að ganga. Slíkar bókanir þjóna þeim tilgangi að undirstrika sundur- lyndi innan ríkisstjóma, ef til vill friða þær einhveija utan þeirra og kunna að duga sem vopn í dægurbaráttunni og yfírlýs- ingastríðinu. Eins og málum er nú háttað er líklega óhætt að segja, að stjómarflokkamir séu enn einu sinni að meta stöðuna og reyna að átta sig á því, hvað til bragðs skuli taka. Að sjálfsögðu ræða menn mest opin- berlega um efnahagsmál og úrræði í þeim. Þar em vissulega mikilvæg gmndvallarat- riði sem skilja á milli flokkanna en þeir vom ásáttir um að ýta til hliðar, þegar gengið var til stjómarsamstarfsins. Enginn flokkanna sættir sig við að sitja í stjóm sem þverbrýtur eitthvert þessara atriða. Framtfð ríkisstjómarinnar ræðst hins veg- ar af því við núverandi aðstæður, hvemig hver um sig metur hina pólitísku stöðu og hvort betra sé að sitja áfram eða hefja eftirleikinn. „Deilurnar innan ríkisstj órnarinn- ar hafa verið sér- staklega magnað- ar í þessari viku. Enginn f lokkanna hefur þó ákveðið að slíta samstarf- inu. Oddvitar stjórnarflokk- anna skiptast op- inberlega á orð- sendingum um stefnuog starfs- aðferðir en setj- ast síðan niður á bak við luktar dyr og leita sameigin- legra leiða.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.