Morgunblaðið - 11.09.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.09.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNtJDAGUR 11. SEPTEMBER 1988 > Þorbjörg Daníelsdóttir Dagleg sálusorgun Námskeið í september Hjartað eitt þekkir kvöl sína, og jafnvel í gleði þess getur eng- inn annar blandað sér, stendur í Orðskviðunum, 14.10. Iðulega hef ég velt þessum orðum fyrir mér og fór enn að íhuga þau þegar ég sá hinn ágæta þátt í sjón- varpinu, þar sem fólk var svo vin- samlegt að segja frá kvöl hjarta síns og hvemig það gat sefað hana að lokum. Mér finnst það mikil vinsemd að segja frá þessu vegna þess að það er áreiðanlegt að allar mann- eskjur þurfa á því að halda. Allir þekkja kvöl hjartans og hún getur borið alla ofurliði. í sumar sótti ég kristilegt kvennaþing, sem var haldið undir hógværri en öruggri leiðsögn góðra stjómenda. Margar konur, sem stjóma svona þingum, hafa einstakt lag á að stjóma þeim án þess að það sjáist eiginlega að þær em að stjóma. Mér fínnst þetta nýr stíll, sem ég hef reyndar séð nokkuð lengi í kirkjunni. Og mér þótti það enn nýr og góður þáttur í þessum stíl þegar ein þessara kvenna sagði frá sinni eigin lífsreynslu sem þætti í biblíulestri einnar morgunstundarinnar. „Ifyrir tveimur árum,“ sagði hún, „var ég algjörlega vegvillt. Ég er bam kristniboða og eins og svo mörg þeirra átti ég heima alls staðar og hvergi. Eg átti hvergi rætur. Það fór svo að ég gat ekki lengur ráðið við starf mitt og dagjegt Iíf. En þá Ieitaði ég hjálpar. Ég fékk hjálp og núna hef ég aftur náð tökum á lífi mínu, á sjálfri mér, og mér líður vel. Ég held að við verðum öll vegvillt einhvem tíma. Ég held að við fínn- um það öll stundum að við skiljum ekki sjálf okkur lengur. Innra með okkur hrópa raddir, sem við skilj- um ekki. En látum þær hrópa. Þöggum ekki niður í þeim. Látum þær hrópa þangað til þær þagna. Þá fínnum við svörin af því að þá fínnum við Guð.“ Hún tók gamflóka upp úr tösku sinni, marglitan og margflókinn. Fyrst dró hún svarta þræði út úr flækjunni, svo græna, gula, rauða og bláa. „Svona var það,“ sagði hún, „þegar ég leitaði hjálpar til að skilja sjálfa mig. Ffyrst drógum við fram svörtu þræðina og þá gat ég farið að draga svo marga fallega liti fram úr mínum eigin huga." Hjartað eitt þekkir kvöl sína. Samt er það svo að við þekkjum ekki alltaf kvöl okkar. Við fínnum til en vitum ekki nægilega hvers vegna og getum þess vegna ekki læknað kvöl okkar. Enginn ætti að vera einn með kvöl sína. Og enginn ætti að láta eins og hún sé ekki til. Það er hægt að leita til annarra. Og það er óhætt. „Ját- ið syndir ykkar hvert fyrir öðru og biðrjið hvert fyrir öðru til þess að þið verðið heil,“ segir í Jakobs- bréfí 5.16. Talið saman af ein- lægni, það læknar ykkur. Það þarf stundum að leita til þeirra, sem leggja sérstaka stund á lækn- ingu hugans, sálusorgun, hjálp í andlegum veikindum. En langflest fólk bæði þiggur og gefur slíka hjálp á hveijum degi. Mikil um- hyggja gengur frá manni til manns í daglegu annríki, svarar mörgum spumingum og aftrar mörgum frá því að missa tök á sjálfum sér. Og ef erfíðleikamir verða enn meiri er einhveiju þeirra treystandi til að fínna frek- ari hjálp. Tölum saman um erfíð- leikana, biðjum hvert fyrir öðru. Bænin megnar mikið. Septembermánuður er ævin- lega mánuður undirbúningsins undir vetrarstarfíð í kirkjunni. Tvö námskeið em nú á döfínni svo sem hér segir: Fermingarnámskeið í Norræna húsinu' Fermingarstarfanefnd og Nor- ræna húsið standa fyrir námskeiði um fermingarfræðslu í Norræna húsinu dagana 12. til 14. septem- ber. Námskeiðið er haldið sem framhald af könnun fermingar- starfanefndar á fermingarstörf- unum og umræðunni í Presta- stefnu. Megináherzla verður á kennslufræði fermingarstarf- anna, námsefni og námskrárgerð. Norðmaðurinn Finn Wagle verður aðalfyrirlesari en sérfræð- ingar í uppeldis- og kennslumál- um frá Kennaraháskóla íslands halda iíka fyrirlestra. Þau em dr. Wolfgang Edelstein og Erla Kristjánsdóttir lektor. Séra Sig- urður Pálsson heldur einn af aðal- fyrirlestmm námskeiðsins og fleiri prestar skýra frá gerð og kennslu fermingarefnis. Ábendingar til kirkjustjómar verða samdar um æskilega fram- vindu námskrár- og námsefnis- gerðar. Þátttöku þarf að tilkynna fyrir 8. september. Baruastarfsnámskeið í Skálholti og að Löngumýri Námskeið fyrir starfsfólk í bamastarfí verður í Skálholti 16. til 18. október. Þar verður nýtt bamaefni kynnt, hjálpargögn og nýir söngvar. Þetta sama nám- skeið verður haldið að Löngumýri 8. til 9. október. Námskeiðið er haldið á vegum æskulýðsstarfsins undir forystu æskulýðsfulltrúans, séra Torfa Hjaltalíns Stefánsson- ar, og hans ágæta starfsliðs. Að utan Frá námskeiðinu um æskuiýðsstörf í Skálholti í fyrrahaust. Fólk lærir nýjar aðferðir í starfinu, hittist og lærir hvert af öðru, uppörvast fyrir vetrarstarfið og hleðst orku. Ráð undir rifi hveiju í æskulýðsstarfinu um að fá einhveija til að spila á hljóðfæri. Merki og kjörorð 8. heimsþings Lúterska heimssambandsins Stjómamefnd Lúterska heims- sambandsins hefur valið tákn Lútersku kirkjunnar í Brasilíu merki 8. heimsþings Lúterska heimssambandsins. Þingið verður haldið í Brasilíu, f Curitiba Gi- orgio Landsmann, listamaður frá Porto Alegre í Brasilíu, teiknaði merkið árið 1968 til að nota það á 5. heimsþingi LH, sem átti að halda í Brasilfu árið 1970. Þingið var hins vegar haldið í Evian í Frakklandi. Lúterska kirkjan í Brasilíu tók þá merkið sem opin- bert tákn sitt. Táknin þijú í merkinu em krossinn, hnötturinn og hið þekkta tákn höfuðborgarinnar Brasilíu, sem merkir sókn til frek- ara iandnáms. Tákn höfuðborgar- innar Brasilíu var teiknað af Osc- ar Niemeyer, brasilískum húsa- meistara, sem skipulagði höfðu- borgina. Einkunnarorð heimsþingsins verða „Ég hef heyrt hróp fólks míns“. Orðin em úr 2. Mósebók 3.7. Gestgjafamir, lúterska kirkj- an f B’rasilíu, óskuðu eftir ein- kunnarorðum, sem ættu við ástandið í Suður-Ameríku, og vom ánægðir með valið. Séra Káte Mahn frá Vestur-Þýzka- landi, en hún er formaður undir- búningsnefndar heimsþingsins, segir að þessi biblíulegu einkunn- arorð vísi til verka Guðs í sögu mannsins en séu líka hróp til kirkj- unnar um að sjá heiminn eins og Guð sér hann. Náð Guðs frelsar undan ánauð. Ungverskar kirkjur andmæla eyðileggingu þorpa í Rúmeníu Rúmeníustjóm hyggst leggja 7 þúsund þorp í eyði á næstu ámm og taka undir nýtízku landbúnað. íbúamir verða neyddir til að flytj- ast brott og setjast að í háhýsum. Þessi 7 þúsund þorp em hluti af 13 þúsund þorpum í Rúmeníu, sem em byggð fólki af þýzkum og ungverskum uppmna. Leiðtogar 6 kirkjudeilda í Ung- veijalandi hafa sameinazt um ákall um að láta af þessum áform- um. Að baki þess standa yfír 10 þúsund rúmenskir flóttamenn í Ungveijalandi, flestir af þýzkum og ungverskum uppmna. Þessi áform munu valda þorpsbúum, sem verða hraktir í burtu, mikilli óhamingju, segja kirkjuleiðtog- arnir. Staðir mikillar sögu og merkra hefða verða rifnir niður af blindri skammsýni, kirkjur, bænahús og kirkjugarðar hverfa, menningarverðmæti árþúsunda týnast. „Ef þessi áform ná fram að ganga . . .“ segja kirkjuleið- togamir og hvetja mjög til bæna í öllum heimsins kirkjum fyrir því að svo megi aldrei verða. í tilefni fermingarstarfsins og annars æskulýðsstarfs, sem er að byija í kirkjunni, ætlum við að ri^a upp nokkur atriði frá nám- skeiði, sem var haldið í Skálholti í september í fyrra. Starfshópar gáfu hver öðrum nokkur ráð til vetrarstarfsins. Fyrir æskulýðsstarfið ★ Fáum fleiri leiðtoga til að taka þátt í starfínu. ★ Lærum þróttmeiri aðferðir við Biblíulestra. ★ Blöndum alltaf saman gamni og alvöru. Fyrir sunnudagaskólann ★ Tökum fleiri hjálpartæki í notkun, myndir, brúður, böm- in sjálf. ★ Lærum nýja söngva. ★ Látum bömin taka þátt í fjöl- skylduguðsþjónustum. ★ Látum bömin undirbúa næsta sunnudagaskóla til skiptis við og við. Fyrir allt starfið ★ Ef eitthvað er að skulum við tala um það og reyna að fínna orsakimar. ★ Við skulum gefa þeim, sem starfa, öll þau tækifæri, sem þau óska eftir, til að reyna sínar eigin hugmyndir. ★ Kennum nýja söngva og reyn- ★ Kennum nýja söngva vel. ★ Syngjum gömlu söngvana líka. ★ Notum mismunandi tjáningar- form, glæmr, loðmyndir, slíðrur. ★ Lesum spennandi sögur, les- um framhaldssögur. Helí Savolainen, æskulýðs- fulltrúi kirkjunnar í Finnlandi, var kennari á námskeiðinu og gaf þessi ráð: 1. Athugaðu skoðun þína á skipu- lagi. 2. Taktu dagatalið og taktu frá tíma til skipulagsins. 3. Sammælztu við samstarfsfólk- ið um tima til skipulags. 4. Skrifaðu niður hugmyndir þínar — þá manstu þær betur. 5. Athugaðu hvaða starf er þegar í söfnuðinum, skólanum eða á öðrum vettvangi. Það er nefni- lega oft eins gott að efna til samstarfs milli þeirra, sem eru að vinna, kannski fyrir sömu bömin. Sigrón Proppé listmeðferðar- fræðingur var líka kennari á nám- skeiðinu. Hún gaf þessi ráð: Það er meira talað til bamanna um kristindóminn með rökum og orðum en með því að kenna þeim að tjá sig. Fullorðið fólk er alltaf fyrirmjmd og bömin vilja líkjast því. Þið eigið að kunna að hjálpa bömunum til að tjá sig — og þið eigið að þora það. Lesið fyrir þau, látið þau mála á stóran pappír, fáið fatakistur til að nota. Farið út með bömin. Látið þau skrifa ljóð. Og hafíð kímnigáfu. Hafíð mikla, mikla kímnigáfu. Biblíulestur vikunnar Sunnudagur: Róm. 3.9-20. Enginn er réttlátur af sjálfum sér. Mánudagur: Róm. 3.21-31. Fyrir trú en ekki verk. Þriðjudagur: Róm. 4.1-12. Trúin til réttlætis. Miðvikudagur: Róm. 4.13-25. Trú og náð. Fimmtudagur: Róm. 5.1-11. Kristur dó fyrir okkur. Föstudagur: Róm. 5.12-21. Hlýðni Krists bjargar okkur. Laugardagur: Sálm. 54. Drottinn frelsar úr hverri neyð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.