Morgunblaðið - 11.09.1988, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1988
6sr
Guðmundur Einars-
son - Minning
Fæddur 18. janúar 1944
Dáinn 30. ágúst 1988
„Þið leigið nú bara henni tengda-
mðmmu og Fanneyju mágkonu þessa
íbúð, þegar hún er komin í lag, þær
verða að fara að komast suður,“
sagði Jóhannes Stefánsson við ókk-
ur, þegar hann var að aðstoða við
lagfæringar á húsi okkar Suðurgötu
40 í Sandgerði. Þá var tengdafaðir
hans látinn og þær mæðgur bösluðu
einar við búskapinn. Og það gekk
eftir. Þær fluttu frá Bassastöðum í
Kaldrananeshreppi til okkar á Suður-
götuna.
Síðan hefur Fanney Jóhannsdóttir
staðið okkur nær en aðrir óskyldir.
Við glöddumst með henni, þegar
henni tókst að kaupa lítið hús í Garð-
inum og vorum tfðir gestir á hlýlegu
heimili þeirra mæðgna. Og þar hitt-
um við sveitunga þeirra, Guðmund
Einarsson, fyrst.
Það var vor í lofti og við fundum
að það var einnig vor í lífí þeirra
Fanneyjar og Guðmundar. Okkur
leist vel á manninn, en við vissum
eklri þá hversu kær hann átti eftir
að verða okkur.
f litla Eyjahúsinu hófu þau búskap
sinn og eins og Guðmundi var lagið
var drifin áfram bygging framtíðar-
heimilis. Vorið 1977 flytja þau í hús
sitt handan götunnar númer 13 við
Eyjaholt og þar hefur heimili þeirra
verið síðan.
Nú er það heimili í sárum.
Hún var helköld og sár sú stað-
reynd, sem okkur barst til eyma
þriðjudaginn 30. ágúst sl., að hann
„Guðmundur hennar Fanneyjar",
eins og hann var gjaraan kallaður á
okkar heimili, hefði látist þann dag
norður á Bassastöðum. Þangað höfðu
þau komið daginn áður og ætluðu
að dvelja ásamt bömunum sfnum
þrem á heimaslóðum f nokkra daga.
Mennimir ráðgera en Guð ræður.
Guðmundur Einarsson var fæddur
á Bakka f Bjamarfirði f Strandasýslu
18. janúar 1944, sonur hjónanna
Einars Jóhannssonar og Sigrfðar
Benediktsdóttur. Þar ólst hann upp
næstelstur sex bömum þeirra. Þau
hjón eru nú búsett í Garði.
Við sem búsett emm á Reykjavík-
ursvæðinu eða í öðram af stærstu
byggðakjömum landsins, og getum
látið berast með straumnum eftir
menntakerfinu án teljandi örðugleika
eða óhagrseðis, geram okkur oft enga
grein fyrir forréttindum okkar. Það
var enginn sjálfsagður hlutur fyrir
efnalítinn pilt norðan af Ströndum
að koma sér f iðnnám og ljúka þvf.
Guðmundur hafði mikinn áhuga á
að afla sér menntunar og starfsrétt-
inda og útskrifaðist vélvirki frá Iðn-
skólanum á Akranesi 1969.
Síðan lá leiðin til Suðumesja og í
Keflavfk er Guðmundur búsettur
ásamt foreldram sínum þegar leiðir
þeirra Fanneyjar liggja saman á ný.
Árið 1977 stofnsetur Guðmundur,
ásamt skólabróður sínum af Akra-
nesi, Einvarði Albertssyni, vélsmiðj-
una Stáliðn f Garði. Ráku þeir sfðan
þetta fyrirtæki saman þar til fyrir
ári sfðan að Einvarður fer í fram-
Blómastofa
FriÖfinns
Suöurtandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öll kvöld
tll kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar viö öll tilefni.
Gjafavörur.
haldsnám f Tækniskóla íslands og
Guðmundur kaupir hans helming f
fyrirtækinu og rekur það áfram einn.
Það er sárt að sjá á bak manni f
blóma lífsins fullum af lffsgleði og
orku. Myndir frá liðnum dögum koma
upp f hugann: Guðmundur að' koma
heim af skíðum með bömin sín —
það er verið að fara í sund og litlir
pjakkar koma tifandi úr ýmsum átt-
um, því aUir era veUcomnir meðan
pláss er í bflnum og bflamir vora oft
stóriri — Það er skroppið norður á
Strandir með fuUan vinnubfl af reið-
hjólum, sem hann hafði gert upp og
sett saman úr gömlum reiðhjólapört-
um — hjóUn urðu gieðiauki ungum
Strandabúum.
Það var alltaf líf og athöfn í kring
um Guðmund.
Hann var einn þeirra manna, sem
hafði ánægju af því að vinna, sjá
hlutina gerast, og koma verkum
áfram. Þá var ekki eigin hagnaður
eða ábati aðalatriðið.
Að hlífa sjálfum sér var ekki hans
stfll. í óþrifalegustu og erfíðustu
verkin var gengið í tíl jafns við aðra.
Þar var ekki verið í neinum forstjóra-
leik.
Hjálpsemi og greiðvikni voru hon-
um f blóð borin og nutu vinir hans
og ættfólk áhuga hans og verkkunn-
áttu í ríkum mæli.
Þeir sem minna máttu sín áttu
ekki sfst greiðan aðgang að Guð-
mundi Einarssyni.
í heimili hjá þeim Guðmundi og
Fanneyju var tengdámóðir hans,
Guðmunda Guðjónsdóttir. Það var
aðdáunarvert og ég hygg næsta
fátftt hve kærieiksrfkan hátt þau
önnuðust hana aUt þar til hún féll
frá f mars sl.
Þau Guðmundur og Fanney vora
ákaflega samhent og áhugasöm um
heimili sitt, sériega gestrisin og veit-
ul heim að sækja, og mörg handtök
hafa þau átt f gróðurhúsunum tveim,
sem Guðmundur kom upp við hús
t
Systir okkar,
HANNA RAFNAR,
Austurbrún 6,
veröur jarösungin fró Fossvogskirkju mánudaginn 12. september
kl. 13.30.
Ásdis Mogensen,
Karólfna Pétursdóttlr.
þeirra.
Bömum sínum þrem, þeim Guð-
mundu Ólöfu 11 ára, f. 15.3. 1977,
Pétri Rúnari 8 ára, f. 9.4. 1980 og
Úlfari 4 .ára, f. 28.3. 1984, var Guð-
mundur góður faðir. Ég held að ekki
sé ofsagt, að áhugi hans og um-
hyggja fyrir bömum sfnum hafi ver-
ið óvenju mikil.
Að vera samvistum við böm sín,
hafa þau með sér þegar tækifæri
gafet, svæfa þau á kvöldin, hlusta á
þau og tala við þau vora greinilega
þýðingarmikil atriði f hans augum
og gieðigjafi.
Við sáum, að í fangi pabba var
gott að vera, þar vora oftar frekar
tveir en einn.
Hann leit skólagöngu baraa sinna
alvariegum augum og lagði sig fram
um að rækta með þeim velvild og
virðingu í garð skólans.
Hún er torskilin sú ráðstöfun al-
mættisins að kalla Guðmund Einars-
son héðan burt svo skyndilega, frá
konu sinni, ungum bömum og roskn-
um foreldram.
Bömum hans til handa á ég þá
ósk besta að þau megi verða jafn
heiðariegir og heilsteyptir menn og
faðir þeirra var.
Minningamar um góðan dreng
verða aldrei frá ástvinum teknar og
við þær verður gott að dvelja, þegar
sárasta soigin er liðin hjá.
GJ.
t
Faðir minn, tengdafaöir og afi,
HREGGVIÐURINGI SIGRÍKSSON,
lést 31. ágúst. Jaröarförin hefur farið fram í kyrrþey aö ósk hins
látna.
Linda Hreggviðsdóttir, Sævar Hallgrfmsson
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samhug og hlý-
hug viö fráfall og útför sambýlismanns míns, föður okkar, tengda-
fööur og afa,
ÁRNA KETILBJARNAR
frá Stykklshólml.
Arndfs Ólafsdóttlr,
Ema E. Árnadóttir, Katla Árnadóttir,
Þór R. Þorsteinsson, Karólfna Pótursdóttir,
Lóra H. Þórsdóttlr, Elena K. Pétursdóttir,
Vilborg Þórsdóttir, Ama H. Pótursdóttir,
Þóra G. Þórsdóttlr.
LEGSTEINAR
/ \
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — Sfmi 681960
+
Útför móöur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SNÆBORGAR ÞORSTEINSDÓTTUR,
Hátúni 12,
ferframfrá Akraneskirkju þriðjudaginn 13. september kl. 14.15.
Bftm, tengdaböm, barnaböm
og barnabarnaböm.
Legstelnar
Framleiðum allar staerðir og gerðir af legsteinum.
um gerð og val legsteina.
S.HELGASON HF
76677
NYf VANZlCOUNN
Innritun frá kl. 13 til 20
kennsla hefst 19. september
Takmarkaður
fjöldi nemenda í
hverjum tíma
HAFNARFJÖRÐUR
kennum í nýju húsnæði
að Reykjavíkurvegi 72
sími 52996
REYKJAVÍK
Kennum í Armúla 17a
sími 38830
Bamadanskennsla
Gömludansakennsla
Samkvæmisdanskennsla
Standard
Latin
Kennarar í vetur:
Niels Einarsson
Rakel Guðmundsdóttir
Rúnar Hauksson
Aðalsteinn Ásgrímsson
Herborg Bemtsen
Gerður Harpa Kjartansdóttir
Logi Vígþórsson
Anna Berglind Júlídóttir
íslandsmeistarar kenna
Rokk/Tjútt
Greiðsluskilmálar:
raðgreiðslurA/ISA/EURO
NYTT NÝTT
Bjóðum einkatíma eftir samkomulagi.
Lokaðir tímar fyrir félagasamtök og aðra hópa.