Morgunblaðið - 11.09.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.09.1988, Blaðsíða 40
.40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1988 / Þorsteinn Svanur Steingrímsson. Skuggi Ljósmynd Morgunblaðið/KGA Hundar hafa skynjun sem nútímamenn hafa glatað Rætt við Þorstein Svan Steingrímsson lögreglumann, sem átt hefur og þjálfað fjölda hunda Hundar hafa verið mönnum fylgispak- ir í að minnsta kosti tíu þúsund ár. Upphaf þeirrar samfylgdar hefur ^ líklega verið í þeim dúr að hundarnir hafa átt auðvelt með að ná sér í mat nálægt manninum og þannig hænst að honum, en maðurinn hefur aftur séð sér hag í að háfa hundinn sér til verndar. Þetta sambýli hefur gengið vel og stundum svo vel að í annála hefur verið fært, samanber orð Frið- riks mikla, keisara Austurríkis: „Því betur sem ég kynnist mönnunum, því vænna þykir mér um hundinn minn.“ Hér á landi hafa hundar löngum verið notaðir til fjárgæslu og reynst misjafnlega. Það er gömul saga og ný að menn hafa haft misjafnt lag á að temja hunda svo vel fari. Þorsteinn Svanur Steingrímsson heitir maður sem þekktur er fyrir það hve gott lag hann hefur haft á hundum. Hann hefur líka átt marga hunda og suma sögufræga. orsteinn starfar sem rannsóknarlögreglu- maður og býr í Kópa- vogi. Þegar ég kveð dyra hjá honum heyr- ist hundgá mikil inni fyrir. Þegar Þorsteinn lýkur upp hurðinni er þó enginn hundur sjáan- legur. En þegar ég kem inn í stof- una sé ég grásprengdan unglings- hund horfa á mig áfjáðum brúnum augum gegnum glerglugga á svala- ^hurð. Eg spyr Þorstein hvort sá grái sé í tamningu. „Ekki hjá mér,“ svarar Þorsteinn og hlær. „Kven- fólkið á bænum á þetta dýr og uppeldið gengur þannig að ég vil helst ekki láta bendla mig við það.“ Eg vil fá að vita meira um uppeldi hundsins og fæ þau svör að ef að fólk vilji taka hund þá verði það líka að skilja að slíkt gangi ekki vel nema að þarfir hundsins komi alltaf í fyrsta sæti. Þetta þykja mér harðir og óaðgengilegir kostir og segi það. En þorsteinn lætur sig ekki og segir jafnframt að hundur verði að eiga einn húsbónda og milli þeirra verði að takast mjög náið samband eigi að takast að temja hundinn svo gott megi telj- ast. Hvað þeim gráa viðvíkur þá eru það eiginkona Þorsteins og tvær dætur sem eiga hann og hafa í sameiningu alið hann upp og „hampað honum eins og smábarni“, eins og Þorsteinn orðar það, en slíkt telur hann ekki farsælt fyrir nokk- um hund. Aö svo mæltu er sá grái tekinn út af dagskrá enda hefur hann lagst fyrir og fengið sér blund. Þorsteinn Svanur Steingrímsson er fæddur á Litla-Landi, gömlum bæ sem eitt sinn stóð út í Skeija- firði. Sá bær er nú löngu horfinn og kominn flugvöllur þar sem Þor- steinn forðum steig sín fyrstu spor. Kvaðst hann ekkert muna eftir sér á fæðingarstað sínum utan það að hafa séð þar traktor í fyrsta skipti á æfi sinni og orðið mjög óttasleg- inn. „Litla-Land var smábýli og foreldrar mínir bjuggu þar ásamt með gömlum hjónum sem voru með skepnur. Faðir minn var hins vegar sjómaður," segir Þorsteinn. „For- eldrar mínir höfðu þó áður verið búandfólk enda bæði úr sveit, hann af Rangárvöllum en hún vestan af Hvalfjarðarströnd.“ Smábarn flutti Þorsteinn með foreldrum sínum og þremur systkinum að Fossvogs- bletti 6. „Það var lítil byggð í Foss- Þorsteinn og Prins ásamt samstarfsmönnum. voginum þegar við fluttum," segir Þorsteinn. „Við fengum þarna tveggja hektara lóð svo athafna- rýmið var mikið. Lóðir þessar voru ætlaðar undir sumarbústaði en margir reistu sér þarna hús sem hægt var að búa í allt árið og voru jafnvel með smábúskap. Við vorum þó ekki með neitt búfé, nema þá hunda sem ég átti. Ég eignaðist fyrsta hundinn sjö ára gamall. Það var sjómaður sem^gaf mér hann og hann kom að utan. Ég gerði mér ekki grein íyrir því þá en seinna áttaði ég mig á að sá hundur hefur líklega verið annað hvort af schæf- erkyni eða jafnvel norskur eða grænlenskur Húski, sem kallaðir eru. En þetta var snjall og góður hundur. Eg þjálfaði hann auðvitað ekki markvisst en hann lærði samt marga hluti. Hann hét Rex og varð fimm ára gamall. Hann var mikill vinur heimiliskattarins og þeir dóu úr sama sjúkdómi, fyrst kötturinn og svo hundurinn nokkrum dögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.