Morgunblaðið - 21.09.1988, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 21.09.1988, Qupperneq 41
 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1988 gluggann þegar ég var sest inn í hlýjuna. Hun gekk fram hjá skólan- um, leiddi Álfrúnu og Teit. Hún stefndi að Tjamarborg. Þormar og Þorri voru þá famir í skólann. Síðan gekk hún inn í stofuna klukkan 8.15, veðurbarin og hress, tilbúin að taka þátt í umfjöllun um bók- menntaarfinn. Ég skildi ekki þá hvemig hún fór að þessu en veit nú að hún kom með mikla og íjöl- þætta lífsreynslu sem varð henni notadijúg við bókmenntarannsókn- ir og við hin nutum góðs af. Síðan þá hefur hún lokið BA- og cand.mag.-prófí frá HÍ, hún lauk prófí frá Kennaraháskóla íslands 1982 sem veitti henni kennslurétt- indi á framhaldsskólastigi en áður hafði hún tekið kennarapróf frá Kennaraskóla íslands. Hún hefur kennt við Menntaskólann við Hamrahlíð, Menntaskólann í Kópa- vogi, haldið fyrirlestra um þjóðsög- ur við Kennaraháskóla íslands, séð um námskeið í þjóðsögum við fé- lagsvísindadeild HÍ og flutt erindi um þjóðsögur í útvarpinu. Hún bjó ljóð Huldu til prentunar, sá um út- gáfu á íslenskum útilegumannasög- um og safnaði þjóðsögum í bókina Bergmál. Hún hefur átt sæti í nor- rænum samstarfshópi sem vinnur að útgáfu kvennabókmenntasögu Norðurlanda. Síðustu tvö árin hlaut hún Vísindasjóðsstyrk til þess að stunda rannsóknir á þjóðsögum. Hún hafði ótrúlega næman skilning á þeirri bókmenntagrein og þegar hún sagði mér frá því sem hún vildi skoða í þjóðsögum hlakkaði ég til þess að fá að lesa niðurstöður henn- ar. Guðrún hefði fyrir löngu þurft að fá fast starf við bókmenntarann- sóknir. Svo mikið hafði hún til 'málanna að leggja. En möguleikar kvenbókmenntafræðinga á að fá næði til rannsóknastarfa eru litlir. Engin kona hefur til dæmis orðið fastur kennari í íslensku við HÍ en þar hefðu starfskraftar Guðrúnar nýst vel. Guðrún ólst upp í fijóu bók- menntaumhverfí. Áfí hennar var Guðmundur Friðjónsson, rithöfund- ur frá Sandi. Mikill bókmenntaá- hugi var á heimilinu en áhuga sinn á þjóðsögum þakkar Guðrún full- orðinni konu sem bjó á heimili henn- ar. Hún lýsir þeirri konu í grein sinni „Ljúflingar og fleira fólk“ sem birtist í Tímariti Máls og menning- ar, 3. hefti 1982: „I bamæsku minni í norðlenskri sveit var ég svo heppin að þekkja einhvem síðasta fulltrúa þeirrar munnlegu sagnahefðar sem nú er ekki lengur til í landinu. Það var kona á níræðisaldri, karlæg að mestu en óþijótandi brunnur sagna og ævintýra sem sum hver munu nú öllum gleymd. Þau hafði hún m.a. numið af móður sinni sem á stundum hélt lífínu í bömunum með því að fara á milli bæja og segja sögur. Við krakkamir þreyttumst seint á því að sitja kringum rúm gömlu konunnar og súpa í okkur ævintýrin, sum þeirra lærði ég og hélt áfram að segja systkinum mínum þegar sú gamla var öll. — ----Ég trúi að kynni mín af þess- ari gömlu sagnakonu og veröld hennar séu ein ástæða þess að ég hef lengi rennt hým auga til þjóð- sagnanna og furðað mig á því tóm- læti sem íslenskir bókmenntafræð- ingar hafa sýnt þeim.“ Guðrún hafði frásagnarlistina á valdi sínu og mér er minnisstætt hversu vel henni tókst til þegar hún kom í sjónvarpsþáttinn Söguhomið og sagði bömum ævintýri. Það var bömum mínum sérstakt tilhlökkun- arefni að fá Guðrúnu í heimsókn. Sögu-Guðrún var tæplega sest þeg- ar þau skriðu upp í fangið á henni og vildu heyra ævintýrið um Vísi- jómfrú. Áður en hún vissi af var hún horfín inn í ævintýraheima og bömin hlustuðu hugfangin. Við Guðrún töluðum oft um dauðann og þann tíma sem við höf- um til að lifa. Hún vissi vel að eitt sinn skal hver deyja og hún talaði um dauðann eins og staðreynd sem hvorki var ástæða til að óttast eða reyna að flýja. Hún notaði tilhugs- unina um dauðann til að minna sig á lífíð. Hún vildi lifa í dag því hún vissi að á morgun gæti það orðið of seint. Tími Guðrúnar var allt of stuttur en samt er saga hennar löng. Hún skilur eftir sig djúp spor og minning hennar lifir í hugum margra. Sársaukinn er óbærilegur. En ber okkur ekki að vera þakklát, þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þessari konu og ganga við hlið hennar um stund? Astvinum öllum sendi ég mínar dýpstu samúð- arkveðjur. Guðbjörg Þórisdóttir Einn þessara dmngalegu haust- daga berst mér sú sorgarfregn að Guðrún Bjartmarsdóttir kennari hafi látist á Borgarspítalanum 13. september sl. Um mánaðamótin síðustu var hún skyndilega og óvænt slegin banvænum sjúkdómi er að ör- skömmum tíma liðnum varð henni að aldurtila. Oss dauðlegum mönn- um verður sú vanmáttuga spum á vörum hví forsjónin hrífí á brott mæta manneskju á miðjum aldri frá merkum störfum, ástvinum og ætt- ingjum. Guðrún var fastur kennari við Menntaskólann í Kópavogi (MK) frá 1983 en fékk leyfi frá störfum fyr: ir tveimur árum til að ljúka cand.mag.-prófí í íslenskum fræð- um við Háskóla íslands og stunda þar rannsóknir í bókmenntasögu. Hún ætlaði að hefja störf aftur við skólann nú í haust. Guðrún var ljúflynd og lipur í samstarfi og því vel þokkuð af sam- kennurum, yfírmönnum og öðru starfsfólki í MK. Hún var einnig virt vel og vinsæl meðal nemenda enda var hún samviskusamur og duglegur kennari, nákvæm í vinnu- brögðum og umhyggjusöm um nemendur sína. Henni var einkar lagið að útlista íslenskar bókmennt- ir og vekja umræður um gildi þeirra. Þá var henni kappsmál að glæða áhuga nemenda og virðingu fyrir íslenskri tungu. Hvort tveggja kunnu þeir vel að meta. Guðrún var eðlisgreind kona og afburð'a námsmaður, jafnvíg á ólík- ar greinar. Hún var fremst í flokki ágætra nemenda í Kennaraskóla íslands og lauk þaðan prófí með láði árið 1961. Segja má að Guðrúnu kippti í kynið um andlegt atgerfi því hún var komin af nafntogaðri ætt gáfu- manna og skálda úr Þingeyjar- þingi. Föðurafí hennar var Guð- mundur Friðjónsson skáld frá Sandi í Aðaldal og föðurbræður hennar, Heiðrekur, Þórgnýr og Þóroddur, voru rithöfundar og skáld. Faðir hennar, Bjartmar, bóndi og alþing- ismaður, mun einnig hafa bergt á skáldamiðinum og stundað ritstörf á efri árum. Móðir Guðrúnar er Hólmfríður Sigfúsdóttir, fróðleiks- og greindarkona, systir dr. Bjöms Sigfússonar, fyrrv. háskólabóka- varðar og Halldórs fyrrv. skatt- 41 stjóra. Það er því ekki að efa að Guðrún hafði úr föðurgarði það veganesti er varð henni dijúgt til velfamaðar á lífsleiðinni, ást á arfí íslendinga, landinu, fomsögunum og kvæðum góðskáldanna. Hún lagði mikla rækt við íslenska tungu og hafði gott vald á henni, bæði töluðu máli og rituðu. Guðrún var efnilegur fræðimað- ur. Hún lagði fyrir sig rannsóknir á þjóðsögum, einkum og sér í lagi sögum um álfa og huldufólk. Áhugi hennar á þessum fræðum mun hafa kviknað þegar í æsku er hún sat við fótskör gamallar konu er Guðríður hét og var hafsjór af slíkum fróðleik. Guðrún stundaði rannsóknir sínar bæði hérlendis og erlendis, í Noregi og á írlandi, og leitaðist við að kanna uppruna og tengsl sagnanna. Hún var með í Sjá næstu síðu Fjörutíuogþrír afgreiðslustaðir Landsbankans Spariskírteini Ríkissjóðs em ömgg fjárfesting og bern 7-8% ársvexti umfram verðtryggingu. Spariskírteinin em að verðgildi kr. 5.000, 10.000, 50.000, 100.000 og 1.000.000. | I Starfsfólk Lahdsbankans veitir cnnfrcmur upplýsingar um aðrar góðar ávöxtunarleiðir, svo sem - Kjörbók, Afmcelisreiknirig og Bankabref L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.