Morgunblaðið - 21.09.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1988
49
Hvað erum við að pæla?
Til Velvakanda
Vitið þið af hverju ég skrifa Velvak-
anda en ekki í lesendadálk? Það er
vegna þess að þá þarf ég ekki að
láta nafns míns getið og þá verður
ekki birt spekingsleg mynd af mér.
Semsagt ég losna við allar óþægi-
legar athugasemdir frá samstarfs-
fólki og viðskiptavinum.
Við Islendingar fylgjumst nefni-
lega alltaf svo vel með, erum svo
„vel vakandi" og svo er það jú ann-
að, að við erum alltaf tilbúin til að
gagnrýna málfar annarra og bein-
um því oft athyglinni frekar að einni
„ljótri" stafsetningarvillu í lesenda-
greinum en að innihaldinu. Sjálf er
ég ekki bamanna best og eflaust
ekki góður penni en nú langar mig
til að leggja orð í belg.
Tap á fiskvinnslunni, niður-
færsla, gengisfelling, aukið at-
vinnuleysi og svo frv. Mikið að felli-
bylurinn Gilbert reynir ekki líka að
gera okkur lífið leitt. Við eigum
semsagt alveg rosalega bágt. Sjálf
hef ég það fínt, þrátt fyrir að ég
eigi hvorki afruglara né Benz. Ég
er ekki ennþá orðin hallærisleg því
mér tókst að fara í utanlandsferð
í sumar og yngja upp í bílaflotan-
um. Auðvitað þarf ég að borga Visa
um næstu mánaðarmót, gjaldfalln-
ar tryggingar, fasteignaskatt og
fleira en það blessast. Maður verður
semsagt að vera mátulega kæru-
laus til að fá ekki magasár og taka
engar stórar áhættur eins og
ástandið er í dag.
Mitt lífemi er engin kraftaver-
kauppskrift sem hentar öllum ís-
lendingum það er ljóst að við verð-
um að spara. Það þýðir ekki fyrir
okkur að kjósa eitthvert fólk í for-
svar fyrir okkur ef við treystum því
ekki. Það er ekki mikið mál að sitja
fússandi og sveiandi heima í stofu
í leðursófanum sínum, smjattandi á
smyglaðri skinku og melónu, rétt
si svona sem ábæti, og hneykslast
á þessum öpum í þessari ríkisstjórn
sem gera ekki annað en að rífast.
Við hverju er að búast þegar þriggja
flokka stjóm á í hlut? Hvert aflið
upp á móti hinu.
Hvemig væri ef við tækjum nú
í taumana hvert fyrir sig? Varðandi
sjálfa mig, þá á ég marga poka af
kartöflum og gulrótum niður í kjall-
Morgunblaðið/Sverrir
„Tökum okkur til í andlitinu,
stöndum saman og KAUPUM
ÍSLENSKT!" er boðskapur
SPARÚNAR.
ara eftir sumarið. Það er liður I
minni spamaðaraðgerð, sem ég
reyndar kýs heldur að kalla megr-
un, þar sem það hljómar víst betur
þessa dagana að hafa svokallaða
grænmetistíð á heimilinu. Síðan
kaupi ég fleiri tegundir til viðbótar
af íslensku grænmeti meðan það
er á hagstæðu verði, til að hafa
með fisknum og lambinu. Þá er að
sýra gúrkur og sjóða niður svo ég
tali nú ekki um alla rabbabarasult-
una og rifsbetjahlaupið sem er kom-
ið í krukkur.
Rosalega er hún myndarleg
kynnu þeir að hugsa, sem á annað
borð hugsa ekki „en hallo og gamal-
dags“. Astandið er bara svona og
við höfum ekki efni á því að hugsa
þannig. Af hverju venjum við ekki
börnin okkar á að fá sér AB-mjólk
eða jógúrt og soðið egg, frekar en
sífellt þennan innflutta morgunmat
úr pökkum. Við erum nú einu sinni
að dmkkna í erlendum lánum.
Tökum annað dæmi: Öll þurfum
við að þrífa hja'okkur og til þess
notum við m.a. alls kyns þvottalög.
Hver ætlar að halda því fram að
okkar ÞRIF og ÞVÆR OG BÓNAR
sé ekki jafn gott eða betra en ein-
hver eriendur stormsveipur? Við
emm nefnilega þvílíkir kjánar að
við kaupum útlenskt vegna þess að
umbúðirnar em „flottari" og varan
oft ódýrari. .Hvað myndi gerast ef
öll íslensk fyrirtæki og heimili væm
þrifin upp úr íslenskum þvottalegi.
Þá væri miklu bjargað. Sölumagnið
myndi aukast margfalt, fasti fram-
leiðslukostnaðurinn dreifast og það
leiddi af sér miklu lægra söluverð.
Þetta em ósköp einföld dæmi en
eflaust á margur landinn eftir að
glotta út í annnað munnvikið eftir
að hafa lesið þessar línur. Það sýn-
ir bara betur hversu bamaleg og
gamaldags við emm. Við lifum enn
og hræmmst í því að kaupa dan-
skar smákökur og sódakökur í
lofttæmdum umbúðum sem inni-
halda líklega allt að 50% af rotvam-
arefnum, litarefnum og öðmm
gerviefnum. Þetta er sá hugsana-
háttur sem hún amma mín blessun-
in ólst upp við.
Við emm öll hluti af þessari þjóð
og verðum öll að þola einhvern sam-
drátt.
Er það virkilega staðreynd að
margar fjölskyldur þurfi að vera
áskrifendur af fjómm tímaritum,
öllum dagblöðunum og helst ekki
færri en þrem bókaklúbbum? Hve-
nær hefur þetta fólk tíma til að
vinna fyrir áskriftargjöldunum? Jú
við emm nú einu sinni svo mikil
bókmenntaþjóð og svo feiki stolt
af málinu okkar. Svo geysilega stolt
emm við að við getum ekki einu
sinni verið þekkt fyrir að bera heim-
ilisnauðsynjamar heim í umbúðum
merktum með okkar ástkæra móð-
urmáli.
Tökum okkur til í andlitinu,
stöndum saman og KAUPUM ÍS-
LENSKT !
SPARÚN
Víkverji skrifar
Uppákomur í sjónvarpi fyrir
helgina og þá sérstaklega á
föstudagskvöld vegna stjórnarsli-
tanna vom furðulegar en líka fróð-
legar. Þessi föstudagur hófst með
því, að Jón Baldvin Hannibalsson
taldi sig órétti beittan með tillögum
Þorsteins Pálssonar um afnám hins
svonefnda matarskatts. Fréttir
Ríkisútvarps og Stöðvar 2 þá um
kvöldið endurspegluðu mjög það
mat fréttamanna, að hann hefði
nokkuð til síns máls og fréttimir
sýndu augljósa samúð með málstað
Alþýðuflokksins.
Hvemig, sem það hefur borið að,
komu þeir tveir fram í löngu viðtali
í fréttaþætti Stöðvar 2, þeir
Steingrímur Hermannsson og Jón
Baldvin Hannibalsson. Þorsteinn
Pálsson var hins vegar Qarstaddur
og svo virðist sem honum hafí ekki
verið boðin aðild að þessum umræð-
um. Daginn eftir fór hins vegar að
bera á því, að mörgum þótti þetta
of langt gengið og eftir miklar
umræður í sjónvarpi á laugardags-
kvöldi var orðið augljóst, að sú sam-
úð, sem í upphafi virtist vera
ríkjandi í garð Jóns Baldvins var
nú orðin áberandi gagnvart Þor-
steini vegna þess, að fólki þótti
hann órétti beittur með því að senda
út langar umræður um tillögur hans
og vinnubrögð án þess að hann
hefði tækifæri til að svara fyrir sig
á staðnum.
Þannig áttu þeir Steingrímur og
Jón Baldvin - og Stöð 2 - dijúgan
þátt í því að rétta hlut Sjálfstæðis-
flokksins og formanns hans!
XXX
1* fréttum Morgunblaðsins í fyrra-
dag kom fram, að vísitölufjöl-
skyldan, sem er fjögurra manna
fjölskylda þyrfti rúmlega 180 þús-
und krónur á mánuði til þess að
komast af. Nú er það svo, að þessi
vísitölufjölskylda er auðvitað við-
miðun f;n ekki veruleiki. Engu að
síður hlýtur hún að endurspegla að
töluverðu leyti framfærslukostnað
fólks í þessu landi.
Af þessum tölum er auðvitað ljóst
- sem lengi hefur verið vitað - að
yfirleitt kemst fólk ekki af nema
um tvær fyrirvinnur sé að ræða.
En auk þess liggur líka fyrir sam-
kvæmt þessum tölum, að tvær fyrir-
vinnur duga ekki til. Það þarf því
engan að undra, þótt almenningur
kvarti sí og æ um erfíða afkomu.
Hitt er meiri spuming, hvemig á
þessu stendur vegna þess, að við
Islendingar erum í hópi þeirra þjóða
heims, sem hafa mestar þjóðartekj-
ur á mann. Hvert fara peningarnir?!
X X X
Ný skemmtitæki hafa séð dags-
ins ljós hér á íslandi, sem lengi
hafa verið þekkt út í heimi. Þetta
eru eins konar sjósleðar, sem líkjast
mjög snjósleðum að öðm leyti en
því að þeir era notaðir á vatni.
Slíkir sleðar hafa m.a. verið leigðir
út á Pollinum við Akureyri að und-
anfömu.
En slík tæki geta haft ýmsilegt í
för með sér. í Degi á Akureyri sagði
fyrir nokkra, þegar vitnað var í við-
tal við dýravin:“Síðan þessi miklu
tryllitæki fóru að vaða um Pollinn
hafa fuglamir alveg horfíð. Það
þarf ekki mikið til að fæla kollurn-
ar frá ungunum og þá er svart-
bakurinn kominn um leið. En meira
að segja hann er á undanhaldi, því
það er ekkert æti orðið fyrir hann.“
Dagur segir- síðan:“Dýravinurinn
sagðist muna eftir fjölskrúðugu
fuglalífi á Pollinum, en nú væri öld-
in önnur. Og vildi hann einkum og
sér í lagi kenna svokölluðum trylli-
tælqum sem færa um Pollinn þar
um.“
„ Bg ge-t ekki sbtt bilinn fgrr en á
næsta úifalLL."
Það er öruggt að sá sem
seldi þér þennan bfl, prest-
ur minn, hafnar hið neðra.
Með
morgunkaf&nu
Víst hefur hún bakkað á
brunahanann, og senni-
lega oftar en þrisvar sinn-
um...?
HÖGNI HREKKVÍSI
„AtLl i LA6I, É<3 VlPUKKENMI pAP- • •
'■•ÉGER APFARA MBP þlö TÍL L-tKNISINS
f 6PRAUTL)